Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppboð á hvalkjöti hjá Fiskmarkaði Suðurnesja Kjötið ekki heilbrigðis- skoðað og þ ví ólöglegt Morgxinblaðið/Golli HELGA Aðalgeirsdóttir landslagsarkitekt, Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs, og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður i Jökulsárgljúfri við Dettifoss. Aðkoma að Dettifossi bætt KJÖT af strönduðum hval sem skorinn var í Sandgerði og selt var á uppboði hjá Fiskmarkaði Suðumesja í fyrradag var ekki heilbrigðisskoðað og því ólöglegt. Hollustuvernd ríkisins sendi í gær frá sér dreifibréf vegna fyrir- spurnar um hvort umrætt kjöt væri heilbrigðisskoðað samkvæmt reglugerð nr. 105 frá 1949 um vinnslu og umbúnað á hvalkjöti. I dreifibréfinu kom fram að emb- ætti yfirdýralæknis hefði upplýst að svo væri ekki. Kaupandinn blekktur Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segist munu skrifa bréf til forsvarsmanna fiskmark- aðarins og benda þeim á að salan hafi verið ólögleg. „Allt hvalkjöt sem ekki er meðhöndlað sam- kvæmt reglugerðinni um vinnslu og umbúnað á hvalkjöti er ólöglegt í dreifingu. Einnig má benda á það að í elleftu grein matvælalaganna stendur að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaup- anda, að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetn- Heilbrigðis- eftirlitið segir kaupendur kjötsins biekkta ingu, magn, eðli eða áhrif. Ef menn eru að dreifa matvælum eins og þau séu lögleg, þ.e. matvæli sem hafa verið meðhöndluð á lög- legan hátt, þá_ er verið að blekkja kaupandann. í tíundu grein mat- vælalaganna er ennfremur kveðið á um að þeir sem framleiði mat- væli eða dreifi þeim skuli haga starfsemi sinni í samræmi við al- menna hollustuhætti og tryggja að matvælin valdi ekki heilsu- tjóni,“ segir Magnús. Ábyrgðin seljanda Aðspurður hver sé ábyrgur ef upp komi sýking sem sannanlega megi rekja til neyslu kjötsins, seg- ir Magnús að það hljóti að vera sá sem selur það. Hvort það séu þá björgunarsveitarmennirnir sem seldu Fiskmarkaði Suðurnesja hvalinn eða fiskmarkaðurinn sjálf- ur, segir Magnús vera lögfræði- lega spurningu sem kanna verði sérstaklega. „Það er náttúrlega ljóst að björgunarmenn eru ekki í matvælabransanum, og það er sjálfsagt að benda þeim á að þetta athæfi þeirra sé ólöglegt. Við munum skrifa þeim og biðja þá um að halda sig við raketturnar í framtíðinni,“ segir Magnús og bætir við að fiskmarkaðurinn hljóti að bera einhveija ábyrgð líka, þar sem salan fari fram í húsakynnum hans og hann hafi hagnað af söl- unni sem milliliður. Ekki fiskmarkaðarins að afla heilbrigðisvottorða Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja, segir það ekki mál fiskmarkaðarins að afla heilbrigð- isvottorða fyrir vörur sem hann býður upp. „Við treystum því að seljandinn hafi verkað vöruna rétt og aflað tilskilinna leyfa til að selja hana ef þess gerist þörf. Við myndum til dæmis hiklaust selja lambakjöt frá Kára í Garði eða kartöflur úr Þykkvabænum án þess að spyrja um heilbrigðisvott- orð. Við erum bara umboðsaðilar," segir Ólafur Þór. AÐKOMA að Dettifossi hefur ver- ið bætt til mikilla muna þannig að gönguleið niður að fossinum, sem mörgum hefur verið erfið og jafnvel hættuleg, er nú greiðfær- ari. Aðrar gönguleiðir hafa verið afmarkaðar og sett upp skilti með upplýsingum um náttúru, gróðurf- ar og fleira. Á útsýnisstaðnum hefur verið hellulagt með náttúru- legu grjóti til að koma í veg fyrir frekari gi-óðurskemmdir. Ferðamálaráð hefur haft for- göngu um úrbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum, árið 1994 skipaði samgönguráðherra verk- efnissljórn í umhverfismálum en hlutverk hennar var að gera til- lögur um úrbætur í umhverfismál- um á ferðamannastöðum. Verk- efnisstjórnin lauk störfum snemma á síðasta ári en hafði áður komið á samstafi við Eim- skipafélag Islands um að „taka fossa í fóstur". Vinnu er nú lokið við fjóra fossa, Goðafoss, Skóga- foss, Dynjanda (Fjallfoss) og Detti- foss. Fleiri en Eimskip tóku þátt í verkefninu en hlutur Vegagerð- arinnar er stór og þá hafa starfs- menn þjóðgarðsins í Jökulsár- gljúfri unnið ötullega að verkefn- inu auk þess sem breskir sjálfboð- aliðar unnu við tröppugerð, við erfiðar aðstæður. Garðverk á Akureyri sá um framkvæmdir á staðnum, en liönn- uður verksins er Helga Aðalgeirs- dóttir landslagsarkitekt. Eiðismýri 30 - Seltjarnarnesiíbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Aðeins tvær íbúðir eftir Opið hÚS. íbúðimar verða til sýnis í dag, laugardag frá kl. 13-15. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Stæði í bílgeymslu geturfylgt. Upplýsingar gefur Ágúst ísfeld í síma 562 1477 og Fjár festing fasteignasala í síma 562 4250. Nýkomnar á söluskrá m.a. eigna: í gamla, góða vesturbænum Stór, sólrík 3ja herb. 4. hæð. Tvennar svalir. Þarfn. nokkurra endurbóta. Ris- hæðin fylgir. Ný stofa, 1 herb., 2 geymslur og snyrting. Getur verið séríb. eða gott vinnuhúsn, t.d. fyrir listamann. Tilboð óskast. Skammt frá Gróðrarstöðinni í Breiðh. Stór, sólrfk 3ja herb. 1. hæð tæpir 100 fm. Inng. og hiti sér. í kj. fylgja 2 rúmg. herb. m.m. Bílsk. 24 fm m. góðu vinnuplássi f kj. skúrsins. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Einbhús í Árbæjarhverfi - skipti Steinhús, ein hæð um 165 fm skammt frá Árbæjarskóla. Bílsk. 25 fm. Rækt- uð lóð 735 fm. Eignaskipti mögul. Á lækkuðu verði við Leirubakka Vistleg 3ja herb. fb. á 1. hæð rúmir 80 fm. Sérþvotta- og vinnuherb. v. eld- hús. í kj. fylgir gott fbherb., sérgeymsla og sam. snyrting. Langtlán um kr. 3,7 millj. Gott verð. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. fb. um 70 fm á 2. hæð v. Gnoðarvog. Endurn. hafin en ekki lokið. Laus um áramót. Vinsæll staður. Gott verð. • • • Opið í dag frá kl. 10-14. Fjársterkir kaupendur óska eftir húseignum af flestum stærðum og gerðum. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Formaður fulltrúaráðs- ins fær mótframboð KRISTINN Andersen, stjórnarmaður í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, ætlar fram gegn Þórarni Jóni Magnússyni, sitjandi stjórnar- formanni, á aðalfundi fulltrúaráðsins 3. október. Þórarinn lítur svo á að mótframboðið komi frá stuðnings- manni Jóhanns Bergþórssonar. Kristinn segir framboðið ekki grund- vallað á klofningi innan flokksins. Fremur á því hvort hægt sé að setja kaflaskil og horfa fram á veginn í flokksstarfinu. Þórarinn sagði að Kristinn yrði að skoðast stuðningsmaður tveggja sjálf- stæðismannanna í samstarfi við Al- þýðuflokkinn og vísaði með því til Jóhanns G. Bergþórssonar og Ellerts Borgars Þorvaldssonar. Hann rök- studdi staðhæfinguna með því að taka fram að Kristinn væri t.d. enn vara- maður í atvinnumálanefnd bæjarins. Sjálfstæðismenn hefðu gert athug- semd við veru Kristins í nefndinni enda hefði hann verið kosinn í hana af Jóhanni og Ellerti. „Hann og ann- ar skoruðu svo á fulltrúaráðið að taka á móti Jóhanni og Ellerti í Sjálfstæðis- húsið til að þeir gætu útskýrt fjár- hagsáætlun meirihlutans fyrir minni- hlutanum í vetur,“ sagði Þórarinn og tók fram að sú nýbreytni hefði þótt heldur óeðlileg. Örygglega hefði hvergi gerst að meirihluti kæmi í heimsókn til minnihlutans til að út- skýra fjárhagsáætlun. Þórarinn sagði ekki spurningu að á meðan menn störfuðu gegn Sjálfstæðisflokknum gætu þeir ekki verið með hinn fótinn inn í Sjálfstæðishúsinu. „Við lítum svo á að þegar þeir hófu samstarf við Alþýðuflokkinn hafi þeir, á meðan a.m.k., yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum hins vegar ekkert gert í því að reka menn úr flokknum og lít- um svo að þegar þeir láti af þjónustu við Alþýðuflokkinn geti þeir átt aftur- kvæmt,“ sagði hann. Ekki í Jóhanns Bergþórssonar armi Kristinn sagði rétt að Jóhann Bergþórsson hefði tilnefnt hann í atvinnumálanefnd bæjarins en tók fram að hann hefði áður verið aðal- maður í nefndinni. „Ég gaf í fram- haldi af tilnefningunni út tilkynningu um að ég myndi ekki láta stjórna mér heldur starfa í anda Sjálfstæðis- flokksins eins og ég hef gert,“ sagði hann og lagði áherslu á að ekki væri rétt að hann tilheyrði svokölluð- um Jóhanns Bergþórssonar armi. „Ég tek í því sambandi fram að ég, einn fárra starfandi sjálfstæðis- mannna í bænum, hef lýst því yfir opinberlega að ég styðji ekki meiri- hluta Jóhanns Bergþórssonar. Ég hef pví til viðbótar á stjórnarfundum ?ulltrúaráðsins gengið fram fyrir skjöldu í að styðja Magnús Gunnars- son í verkum hans fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í bænum. Hins vegar finnst mér að forysta flokksins verði að umgangast fólk í Sjálfstæðisflokkn- um sem siíkt svo lengi sem það er í flokknum," sagði Kristinn. Kristinn sagðist vilja breyta áherslum í flokksstarfinu. „Mér finnst t.a.m. að kominn sé tími til að opna fiokkinn. Að bæjarbúar geri sér grein fyrir því fyrir hvað Sjálf- stæðisflokkurinn standi," tók hann fram. Aðalfundir Sjálfstæðisfélaganna fjögurra í Hafnarfirði verða haldnir í dag. Á aðalfundunum verða kosnir fulltrúar félaganna í fuiltrúaráð flokksins. Aðalfundur fulltrúaráðsins fer svo fram 3. október. NYJARIBUÐIR 3. og 4. HERBERGJA Víkurhverfi er vel skipulagt þar sem umferðarþunga er haldið í sem mestri fjarlægð frá byggðinni. Umhverfi allt er sérstaklega skemmtilegt. íbúðirnar eru rúmgóðar með stórum svölum á móti suðri. Upplýsingar veitir Örn Isebarn, byggingameistari, í síma 896-1606. kOLl FASTEIGNASALA -HÓLL af lífi og sál “ 5510090 Krummahólar 8 - opið hús Einstaklega falleg og rúmgóð 75 fm íbúð á 4. hæð í nýlega viðgerðu lyftuhúsi. Bílskýli. Áhv. byggingasjóður 2 millj. Verð 6,3 millj. Þessa íbúð skoðar þú í dag milli kl. 14 og 17. Þú hringir bara á bjöllu merkta 4-J. Gakktu i bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.