Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C tYgunirifaiMfe STOFNAÐ 1913 215. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hart deilt á Breta Brussel. Reuter. BRETAR sættu í gær harðri gagn- rýni annarra aðildarríkja Evrópu- sambandsins vegna þeirrar ákvörð- unar að hætta við áform um slátrun nautgripa til að útrýma kúariðu. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði „óviðunandi" að Bretar ákvæðu einhliða stefnu- breytingu af þessu tagi og að þetta myndi leiða til þess að útflutnings- banni á breskar nautgripaafurðir yrði ekki aflétt. Frakkar sögðust ætla að herða eftirlitið til að hindra að breskt nautakjöt bærist inn fyrir landamæri þeirra. Þjóðverjinn Klaus Hansch, forseti Evrópuþingsins, gekk skrefi lengra og sagði að ef aðildarríki gæti ekki virt sameiginlegar ákvarðanir ætti það ekki heima í sambandinu. „Það væri betra ef slíkt ríki segði sig úr sambandinu," sagði Hánsch. Fulltrúar þýskra neytenda- og bændasamtaka gagnrýndu ákvörð- un Breta harðlega og sögðu að ekki kæmi til greina að aflétta út- flutningsbanninu fyrr en um- saminni slátrun nautgripa lyki. ¦ ESB útilokar afnám banns /18 Reuter Vespan 50 ára ITALSKA fyrirtækið Piaggio minntist þess í gær að hálf öld er liðin frá því það hóf fram- leiðslu á Vespu. í tilefni afmælis- ins voru kynntar tvær nýjar gerðir af bifhjólum og önnur þeirra er fyrsta bifhjólið í heim- inum sem fullnægir reglum Evr- ópusambandsins um mengunar- varnir og hávaða sem taka gildi árið 2000. A myndinni prófa ung- ir ítalir nýju Vespuna við hring- leikahúsið í Róm. Borís Jeltsín enn á sjúkrahúsi Þarf í „alvar- lega aðgerð" Moskvu. Reuter. SERGEJ Míronov, yfirlæknir sjúkrahússins sem Borís Jeltsín dvelst á, sagði í gær að rússneski forsetinn væri að búa sig undir „mikla og alvarlega aðgerð" og þyrfti að gangast undir ýtarlegri rannsókn á sjúkrahúsinu en gert var ráð fyrir í fyrstu. Míronov sagði að Jeltsín yrði á sjúkrahúsinu í þrjá eða fjóra daga til viðbótar og þetta er í þriðja sinn sem dvölin er framlengd, en henni átti að ljúka á sunnudag. „Mikil og alvarleg aðgerð er framundan og hún þarfnast mikils, yfirvegaðs og vandlegs undirbún- ings, enda vita allir hvað er í húfi," sagði Míronov í hreinskilnustu yfir- lýsingu lækna forsetans til þessa um heilsu hans. Miklar líkur á að aðgerðin heppnist Jeltsín samþykkti fyrr í mánuð- inum að gangast undir skurðað- gerð við kransæðastíflu og hefur verið í rannsókn á sjúkrahúsinu í rúma viku. Míronov sagði að grannt væri fylgst með blóðþrýst- ingi, nýrum, lifur og lungum. Hópur hjartasérfræðinga, þeirra á meðal bandaríski hjartaskurð- læknirinn Michael DeBakey, koma saman á miðvikudag til að ákveða hvenær forsetinn verður skorinn upp. Renat Aktsjúrín, rússneskur læknir sem talið er að stjórni að- gerðinni, sagði að líkurnar á að slíkar aðgerðir heppnuðust væru miklar en það væri þó háð heilsu sjúklinganna. „Líkurnar á árangri eru 98% þegar ekkert annað amar að sjúklingnum en þegar vandamál koma upp í öðrum líffærum geta líkurnar farið niður í 90%," sagði hann. Baráttan um embættið hafin? Rússneskir fjölmiðlar sögðu í gær að Jeltsín hefði ákveðið hvern- ig staðið yrði að tímabundnu valda- afsali hans vegna aðgerðarinnar. Jeltsín myndi gefa út tvær tilskip- anir, í annarri kæmi fram nákvæm tímasetning valdaafsalsins og í hinni tilgreint hvernig staðið yrði að valdatöku forsetans eftir að- gerðina. Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss- neskra kommúnista, sagði að bar- áttan um hver tæki við embætti forseta væri þegar hafin, aðallega með þátttöku bandamanna Jeltsíns í Kreml. Hann kvaðst hins vegar sjálfur vera best til þess fallinn að taka við forsetaembættinu. Slagnum um embætti f orseta Eistlands lokið Meri nær endur- kjöri í fimmtu lotu Tallinn. Reuter. LENNART Meri, forseti Eistlands, náði loks endurkjöri á sérstakri kjörmannasamkundu í gær eftir að hafa fjórum sinnum mistekist að fá nægilegan stuðning. Meri sagði úrslitin sigur fyrir þá stefnu hans að beita sér fyrir aðild Eistlands að Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu. Meri fékk 196 atkvæði í fimmtu og síðustu lotu forsetakjörsins og Arnold Ruutel, varaforseti þingsins, fékk 126. 50 kjörfundarmenn greiddu ekki atkvæði. „Þessi atkvæðagreiðsla merkir að Eistar hafa kosið skjóta inn- göngu í vestræn bandalög, þar á ég fyrst og fremst við Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið," sagði Meri eftir atkvæðagreiðsl- una. Siim Kallas, utanríkisráðherra Eistlands, kvaðst ánægður með nið- urstöðuna enda hefði flokkur hans, Umbótaflokkurinn, stutt Meri í for- setakjörinu. „Þetta er að öllum lík- indum besti kosturinn fyrir stjórn- málaöflin sem og utanríkisráðu- neytið," sagði hann. Erfið barátta Barátta Meris fyrir endurkjöri hófst á þinginu í síðasta mánuði en honum tókst ekki að fá tilskilinn meirihluta, 68 atkvæði, í þremur atkvæðagreiðslum. Forset; þingsins varð því að kalla saman sérstaka kjörmannasamkundu sem er skipuð 101 þingmanni og 273 oddvitum sveitarstjórna. í fyrri atkvæðagreiðslunni á sam- kundunni í gærmorgun voru fimm í framboði. Auk Meris og Riíiitels voru það Tunne Kelam, hægrisinn- aður þjóðernissinni, Siiri Oviir, vinstrisinnuð þingkona, og háskóla- maðurinn Enn Tougu. Meri fékk mest fylgi í fyrri at- kvæðagreiðslunni, 139 atkvæði og Riiutel kom næstur með 85. Þar sem forsetinn fékk ekki meirihluta atkvæða þurfti að kjósa milli þeirra tveggja síðar um daginn. Meri bar þá loks sigurorð af Riiiitel, sem var áður hátt settur embættismaður í eistneska kommúnistaflokknum og barðist fyrir sjálfstæði Eistlands. Meri er 67 ára að aldri og þótt hann sé í miklum metum á Vestur- löndum sem öflugur talsmaður Eista hefur stuðningurinn við hann minnkað á þinginu síðustu árin. Hann hefur verið sakaður um að taka sér meiri völd en stjómarskrá- in heimili og einkum hefur hann sætt gagnrýni fyrir samning við stjórnina í Moskvu um brottflutning rússneskra hermanna árið 1994. „Ég fer ekki leynt með þær til- finningar mínar að mér létti mik- ið," sagði Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hann kvað endurkjör Meris hafa afstýrt „stórpólitísku slysi" fyrir Eista og Eystrasaltsþjóðirnar. ¦ Stórpólitísku slysi afstýrt/4 Reuter Simitis á atkvæðaveiðum COSTAS Simitis, forsætisráð- herra Grikklands og leiðtogi sós- íalista, veifar til stuðningsmanna á síðasta útifundi stjórnarflokks- ins fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Fundurinn var hald- inn í Aþenu í gær og Simitis lagði þar allt í sölurnar og flutti eina bestu ræðu sína í kosningabarátt- unni. Helsti andstæðingur hans, Miltiadis Evert, leiðtogi hægri- flokksins Nýs lýðræðis, lauk bar- áttunni á smáeyju undan Tyrk- landi og gagnrýndi þar frammi- stöðu stjórnarinnar i erjunum við Tyrki. Mjög lítill munur var á fylgi flokkanna tveggja og fjöldi óákveðinna var óvenju mikill síð- ustu daga kosningabaráttunnar, ef marka má skoðanakannanir. Þær bentu einnig til þess að ýmsir smáflokkar myndu sækja í sig veðrið. ¦ Litlumunaráfylgi/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.