Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir óákveðið
hvort árekstrarvari verði í öllum 737-vélum
Stöðugt rætt um öryggis-
búnað flugvélanna
EINAR Sigurðsson aðstoðarmaður
forstjóra Flugleiða segir að ekki
hafi verið tekin ákvörðun um það
að svo stöddu að setja árekstrar-
vara í allar Boeing-737 vélar félags-
ins. „Það er hins vegar til umræðu
nú innan Evrópu í nefndum á veg-
um flugmálastjórna að krefjast slíks
búnaðar í Evrópuflugi innan fárra
ára,“ segir Einar.
Hann segir búið að setja árekstr-
arvara í eina 737-vél og að ekki
verði tekin „skyndiákvörðun" nú
um að setja slík tæki í hinar. „Við
munum hins vegar fara mjög ítar-
lega ofan í þetta,“ segir hann.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í gær og fyrradag fengu flugmenn
Boeing-757 vélar Flugleiða, sem
hlut átti að flugumferðaratviki suð-
austur af Keflavík síðastliðinn
sunnudagsmorgun, aðvörun frá
árekstrarvara við klifur í 7.500 fet.
Flugstjórinn hafði fengið heimild til
þess að klifra óhindrað í 29.000 fet
og sendi árekstrarvarinn boð vegna
737-vélar Flugleiða sem talin er
hafa verið í 8.000 fetum, eins og
fram hefur komið í blaðinu.
Flugstjóri Boeing-757 sagði í
Morgunblaðinu í gær að engar upp-
lýsingar hefðu borist frá flugturni
í Keflavík um flugumferð á móti
vélinni, sem var á leið til Evrópu,
þegar heimild var gefin fyrir 29.000
feta hæð.
Árekstur flugvéla
afar sjaldgæfur
Árekstrarvari er í fimm af átta
þotum Flugleiða, að Einars sögn,
það er öllum 757-vélunum, sem
notaðar eru í Ameríkuflugi, og einni
737-vél, sem flogið er til Evrópu.
Bandaríkjamenn gera kröfu um
þennan búnað í sinni lofthelgi en
árekstrarvara er ekki krafist í flugi
til Evrópu og Kanada að Einars
sögn.
Einar segir ennfremur að þegar
horft sé til fólksflutninga sýni töl-
fræði fæst slys í flugi. „Og þegar
horft er á ástæður slysa er árekst-
ur við flugvélar afar sjaldgæfur.
Ef slys verða er mest um að vélum
sé flogið inn í fjallshlíðar og að
óhöpp verði í flugtaki og lendingu,
þó ég sé ekki að draga úr nota-
gildi árekstrarbúnaðar," segir
hann loks.
Fundur norrænna
varnarmálaráðherra
Island með
í fyrsta sinn
ÍSLAND mun í fyrsta sinn senda
áheymarfulltrúa á reglulegan fund
varnarmálaráðherra Norðurlanda,
sem haldinn verður í Kalmar í Sví-
þjóð 7. til 8. október næstkomandi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er tilgangurinn sá að
kanna,_ hvort grundvöllur sé fyrir
því að ísland taki í framtíðinni full-
an þátt í fundum ráðherranna.
Fundir varnarmálaráðherranna
fjölluðu áður fyrr einkum um fram-
kvæmdaatriði varðandi þátttöku
Norðurlandanna í friðargæzlu á
vegum Sameinuðu þjóðanna, en á
seinni árum hafa þeir orðið mun
pólitískari. Varnarmálaráðherrarnir
ræða nú mál á borð við stækkun
NATO, samstarfíð í Vestur-Evrópu-
sambandinu og friðarsamstarf
NATO.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sólgnar í grænfóðrið
KÝRNAR eru sólgnar í hafra og fóðurkál.
Þegar Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri í
Reykjahverfi færir rafmagnsgirðinguna til
þess að þær komist að nýjum hluta akursins
hópast þær að honum til þess að missa nú
ekki af neinu.
Launagreiðslur ríkissjóðs voru 35,7 milljarðar á seinasta ári
YFIRVINNA var 24% af heildar-
launagreiðslum ráðuneyta og
undirstofnana þeirra á seinasta ári
eða tæplega 8,5 milljarðar kr. af
samtals 35,7 milljarða kr. launa-
kostnaði ríkissjóðs. Hlutfall yfir-
vinny af heildarlaunum jókst lítið
eitt frá árinu á undan skv. ríkis-
reikningi fyrir árið 1995.
Hlutfall yfirvinnu af heildar-
launagreiðslum æðstu stjórnar rík-
isins og ráðuneytanna var mjög
mismunandi eftir stofnunum á
seinasta ári skv. ríkisreikningi árs-
ins. Hæst var hlutfall yfirvinnu í
sjávarútvegsráðuneyti og undir-
stofnunum þess eða 40%. Samtals
námu launagreiðslur ráðuneytisins
um 662 millj. kr. og þar af var
yfirvinna 263,5 millj. í iðnaðar-
ráðuneyti var hlutfallið 39% eða
Yfirvinna 16-40%
af heildarlaunum
ráðuneyta
um 202 millj. kr. af 520 millj. kr.
heildarlaunagreiðslum.
45% yfirvinna á aðalskrifstofu
iðna ðarráðuneytis
Hlutfall yfírvinnu var lægst í
heilbrigðisráðuneyti og utanríkis-
ráðuneyti eða 16% af heildarlauna-
kostnaði þessara ráðuneyta og
undirstofnana þeirra. Heildar-
launagreiðslur heilbrigðisráðu-
neytis voru tæplega 1,4 milljarðar
kr. á árinu 1995 og þar af námu
vfirvinnugreiðslur 2.246 millj. kr.
I utanríkisráðuneyti voru heildar-
laun 660 millj. og yfírvinnugreiðsl-
ur tæplega 106 millj.
Yfirvinnugreiðslur voru einnig
mjög mismunandi stórt hlutfall af
heildarlaunagreiðslum á aðalskrif-
stofum ráðuneytanna í fyrra.
Hæst var hlutfallið í iðnaðar-
ráðuneytinu en á aðalskrifstofu
þess var yfirvinna 45% af heildar-
launum eða 13,8 milljónir af 31,1
millj. kr. heildarlaunakostnaði.
Næsthæst var hlutfallið í við-
skiptaráðuneytinu eða 41% (13,3
millj.) af heildarlaunum, sem
námu um 32,8 millj. kr. á sein-
asta ári.
Hlutfall yfírvinnu var lægst á
aðalskrifstofu fjármálaráðuneytis-
ins eða 24% af launakostnaði og
næstlægst á aðalskrifstofu forsæt-
isráðuneytisins eða 25% af heildar-
launakostnaði, sem nam um 33,4
millj. kr. á seinasta ári, skv. ríkis-
reikningi ársins.
Islensku-
kennsla
áfram í
Jónshúsi
ÍSLENSKUKENNSLA verður
áfram starfrækt í húsi Jóns
Sigurðssonar í Kaupmannahöfn
eins og verið hefur undanfarin
ár, að sögn Karls M. Kristjáns-
sonar, fulltrúa Alþingis í hús-
stjórn Jónshúss.
Hann segir það hafa verið
einhliða ákvörðun Róberts
Trausta Árnasonar, sendiherra
og fyrrverandi formanns hús-
stjórnar, að banna íslenskunem-
um að stunda þar nám.
í hússtjórn sitja nú eftir Karl
og Anna Karlsdóttir landfræð-
ingur. „Við höfum fjallað um
málið og sjáum ekkert lengur
því til fyrirstöðu að kennsla
hefjist þar að nýju.“
Það eru dönsk stjórnvöld sem
bióða íslenskum börnum og
unglingum, búsettum í Kaup-
mannahöfn og nágrenni,
kennslu í íslensku vikulega, þrjá
tíma í senn. Þau hafa jafnframt
boðið upp á kennsluhúsnæði,
en íslendingar í Kaupmanna-
höfn hafa kosið að láta kennsl-
una fara fram í Jónshúsi.
Á mánudag mun forsætis-
nefnd Alþingis ræða hugsanleg-
ar breytingar á rekstri Jónshúss
vegna deilna um fyrirkomulag
veitingarekstrar.
Karl segir niðurstöðu af þeim
fundi ekki hafa áhrif á íslensku-
kennslu í húsinu.
Tveir bíða
eftir líf-
færumytra
TVEIR íslenskir karlmenn bíða
eftir líffærum við Sahlgrenska
sjúkrahúsið í Gautaborg, annar
eftir hjarta og lungum og hinn
eftir lungum. Annar þeirra hef-
ur beðið eftir líffæri í Gauta-
borg frá því í nóvember á síð-
asta ári en hinn skemur. Jón
Dalbú Hróbjartsson, sjúkrahús-
prestur í Gautaborg, segir að
tveir bíði á íslandi eftir lungum
og nokkuð margir eftir nýrum.
Einn væntanlegur nýrnaþegi
er væntanlegur til Sahlgrenska
sjúkrahússins um helgina.
Samningi heilbrigðisráðu-
neytisins við Sahlgrenska
sjúkrahúsið í Gautaborg um líf-
færaflutninga í íslenska ríkis-
borgara var sagt upp um síð-
ustu áramót. Nefnd sem heil-
brigðisráðherra skipaði til þess
að fjalla um þetta mál hefur
lokið sinni vinnu. Niðurstöður
nefndarinnar verða kynntar
ráðherra í dag.