Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT !§ STUTT Perry til Norður- landa WILLIAM Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær í ferðalag til Norður- landa og mun meðal annars taka þátt í viðræðum Atlants- hafsbandalagsins um nýtt frið- argæslulið í Bosníu og undir- rita samkomulag um að stöðva kjarnorkumengun af völdum rússneska hersins á Norður- heimskautinu og jafnvel hreinsa upp gamlan kjarn- orkuúrgang, sem Rússar hafa skilið eftir. Djöfladýrkun linni YFIRVÖLD í Kenýa kveðast hafa sannanir fyrir því að djöfladýrkendur fórni mönnum í athöfnum sínum, éti kjöt og drekki blóð þeirra. Einnig sé börnum nauðgað og útlimir skornir af fólki. Skora þau á almenning að sniðganga hópa djöfladýrkenda. Asahara blessaði eiturgasið SHOKO Asahara, leiðtogi dómsdagssamtkanna Aum Shinri Kyo (Samtök hins æðsta sannleika), blessaði kassann með hinu banvæna sarin-gasi áður en lærisveinar hans notuðu það í neðanjarðar- lestarkerfínu í Tókýó í fyrra, að því er fram kom í réttar- höldunum yfir Asahara í Tókýó í gær. Fjárlög lögð fram í Svíþjóð ERIK Asbrink, fjármálaráð- herra Svíðþjóðar, lagði í gær fram Qárlög ársins 1997 og sagði að afgangur mundi verða á fjárlögum ársins 1998 án þess að grípa þyrfti til frek- ari niðurskurðar og jafnframt yrðu skilyrði Maastricht-sátt- málans um mynteiningu upp- fyllt. Fundu 6.500 ára gamla stúlku FORNLEIFAFRÆÐINGAR í Austurríki hafa fundið beina- grind stúlku frá steinöld, að því er austurríska fréttastofan APA greindi frá í gær. Talið er að beinin séu 6.500 ára gömul, eða 1.200 árum eldri en „ísmaðurinn“ svokallaði, sem fannst í Ölpunum fyrir fimm árum og er elsta mann- vera, sem fundist hefur varð- veitt í heilu lagi. Eftir beina- grindinni að dæma lá stúlkan í hnipri þegar hún lést. Perot í mál ROSS Perot, forsetaframbjóð- andi Umbótaflokksins, hugðist höfða mál í gær vegna ákvörð- unar nefndar um forsetakapp- ræður, sem skipuð er fulltrú- um demókrata og repúblikana, um að banna honum að taka þátt í kappræðum forseta- frambjóðenda í bandarísku forsetakosningunum. Deilan um Boutros- Ghali magnast ii///,. París, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BANDARÍKJAMENN segjast reiðu- búnir til að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Boutros Boutros- Ghali verði endurkjörinn fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en Frakkar hafa lýst yfír stuðningi við áframhaldandi setu hans. Jacques Rummelhardt, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, sagði að hefð væri fyrir því að fram- kvæmdastjórar SÞ sætu tvö tímabil í embætti og Frakkar bæru mikla virðingu fyrir Boutros-Ghali. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna, sagði að ekkert væri hæft í fréttaskrifum um að stjóm Clintons gæti snúið við blaðinu eftir forsetakosningarnar 5. nóvember og samþykkt að Boutros-Ghali sæti ann- að fímm ára tímabil. Fá yrði mann í starfíð, sem ekki „berðist um á hæl og hnakka" gegn því að gera umbæt- ur á stofnuninni. Ýmsir hafa tekið það illa upp að Bandaríkjamenn skuli reka herferð sína gegn endurkjöri Boutros-Ghalis í fjölmiðlum. A það einkum við um Frakka, Kínveija og Rússa, sem hafa neitunarvald í öryggisráði SÞ ásamt Bandaríkjamönnum og Bretum. Grænt númer Símfal í grœnt númcr er ókcypis fyrir þann sem hringir* ‘Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PEUGEOT 406 ZJ Tímamótabíll á einstöku verði TIL AFGREIÐSLU NÚNA! Þægindi f akstri Einstakir aksturseiginleikar hafa alltaf verið aöalsmerki Peugeot. Sérstakur fjöörunarbúnaöur gerir Peugeot 406 rásfastari og þægilegri í akstri en þú átt að venjast í öðrum bílum. Bíllinn„svínliggur“á götunum. Þægindin skapa öryggið Við hönnun á Peugeot 406 var gífurleg áhersla lögö á öryggi og yfir ÍOO árekstursprófanir voru geröar á bflnum. En þaö eru fyrst og fremst aksturseiginleikarnir sem skapa öryggið því þú átt auðveldara meö að stjórna bílnum þegar mest á reynir. Þægindi við hendina Innrétting Peugeot 406 er vönduö lúxusinnrétting þar sem stjórntækjum er vel fyrir komiö, sem gerir bílinn ekki eingöngu þægilegri T akstri heldur eykur enn á öryggiö. Taktu líka eftir hvað Peugeot 406 er hljóðlátur þegar þú reynsluekur honum. Veröíð kemur þægilega á óvart! * • “V ifý-Tiiarw—r;- .. frá 1.430.000 kr. PEUGEOT - þekktur fyrir þœgíndi 1 9 4 4 - 1 9 9 í Nýbýlavegi 2 • Simi SS4 2600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.