Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 41
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Vetrarstarfið í
Neskirkju
Tryggingamál sjómanna
Frá Neskirkju:
Guðsþjónustur
Guðsþjónustur í vetur eru hvern
sunnudag kl. 14. Fyrsta sunnudag
í hveijum mánuði er að jafnaði
höfð altarisganga. Sérhvern mið-
vikudag er bænamessa í kapellunni
og hefst hún kl. 18.05. Beðið er
fyrir sjúkum og sérhveijum sem
þarf á fyrirbæn að halda og einnig
er altarisganga. Hægt er að koma
bænarefnum á framfæri við prest-
ana.
Barna- og
æskulýðsstarf
Á venjulegum sunnudegi eru
barnaguðsþjónustur kl. 11. Sú ný-
breytni er tekin upp nú að hafa
barnastarfið á tveimur stöðum í
vetur, í Neskirkju og í Frostaskjóli.
í Neskirkju er safnaðarheimilið opið
frá kl. 10. Þá geta foreldrar eða
aðstandendur komið með börn sín
í safnaðarheimili kirkjunnar til að
föndra og lita. Kl. 11 byijar dag-
skrá í sjálfri kirkjunni og stendur
í u.þ.b. 45 mínútur.
í Frostaskjóli byijar dagskráin
kl. 11 en húsið er opnað kl. 10.30.
Á eftir gefst börnunum tími til að
föndra og lita.
Á báðum stöðum er byijað á því
að kveikja á kertum og fara með
bænavers. Síðan taka við söngvar
og sögur. Stundum er bömunum
skipt upp í hópa eftir aldri. Barna-
guðsþjónusturnar eru fullar af gleði
í kringum börnin og reynslan er sú
að fullorðnir njóta þessara stunda
ekkert síður en þau.
Kirkjubíllinn fer um Skeijafjörð
og flytur börnin til og frá Nes-
kirkju. Fyrsta sunnudag hvers mán-
aðar er sameiginleg fjölskylduguðs-
þjónusta í Neskirkju og hefst hún
kl. 11. Kirkjubíllinn mun þá fyrst
fara um Skeijaijörðinn að venju,
en síðan ná í krakkana í Frosta-
skjóli. Eftir guðsþjónustu fer bíllinn
síðan hringferð um allt hverfið. Á
mánudögum er starf fyrir börn á
aldrinum tíu til tólf ára, stundum
auðkennt TTT. Það fer fram í safn-
aðarheimili kirkjunnar og er húsið
opnað kl. 16.30. Fundirnir byija kl.
17 og standa í klukkustund, og
enda með stuttri helgistund í kap-
ellu kirkjunnar. Fyrsti fundurinn
verður 30. september.
Á mánudagskvöldum er ungl-
ingastarf í kirkjunni. Húsið er opn-
að kl. 19.30 með borðtennis og
fleiru, en um kl. 20 hefst fundur.
I lokin er svo helgistund. Á síðasta
ári var unglingakór komið á lagg-
irnar og er stjórnandi hans Sigur-
björg Níelsdóttir. Kórinn æfir á
fimmtudögum frá kl. 15.30-16.30.
Mömmu- og
pabbamorgnar
Á þriðjudögum frá kl. 10-12 eru
mömmu- og pabbamorgnar í safn-
aðarheimilinu. Þar hittast foreldrar
með börn sín og ræða saman yfir
kaffibolla. Þriðju hveija viku er
fræðasla þar sem gestur kemur og
fjallar um tiltekið efni. Allir eru
hjartanlega velkomnir. Umsjón með
starfinu hefur Elínborg Lárusdóttir
félagsráðgjafi.
Hjónastarf
Um nokkurra ára skeið hefur
verið fræðslustarf fyrir hjón á veg-
um Neskirkju. Starfið heldur áfram
í vetur og verða fundir mánaðar-
lega. Þá er tekið fyrir efni sem lýt-
ur að hjónabandi og fjölskyldulífi,
samskiptum kynjanna, hvernig má
bæta hjónabandið og hvernig á að
bregðast við erfiðleikum í hjóna-
bandi o.fl. Fundir eru ýmist í hönd-
um þátttakenda eða gestir eru
fengnir til að flytja erindi. Þeir sem
hafa áhuga á þátttöku hafi sam-
band við sr. Halldór Reynisson í
síma 551-0535.
Biblíulestrar
Á þessari önn verða biblíulestrar
á þriðjudögum kl. 15.30 í umsjá sr.
Franks M. Halldórssonar, en hann
hefur annast þá undanfarin ár og
hafa þeir verið fjölsóttir. Lesnir
verða valdir kaflar úr Rómveija-
bréfinu. Lestrarnir hefjast þriðju-
daginn 1. október.
Starf fyrir
aldraða
Öldrunarstarfið í Neskirkju er
fjölþætt. Á miðvikudögum frá kl.
13-16 er opið hús fyrir roskið fólk
í umsjá kvenfélags kirkjunnar. Þar
gefst tækifæri til samfunda, enn-
fremur er boðið upp á kínverska
leikfimi, svonefnda taiji-leikfimi.
Heitt er á könnunni og hægt er að
fá fótsnyrtingu. Upplýsingar veitir
Sigríður í síma 551-1079. Fyrsta
opna húsið verður 2. október. Á
laugardögum er félagsstarf aldr-
aðra, en það hefst 5. október. Boð-
ið er upp á dagskrá og farið verður
í stuttar ferðir um Reykjavík og
nágrenni, stundum með leiðsögn
fararstjóra. Kirkjubíllinn ekur um
hverfið, tekur fólk og einnig er því
ekið heim að lokinni ferð.
Kvenfélag Neskirku
Við kirkjuna hefur verið starf-
andi kvenfélag í áratugi og hefur
stutt dyggilega við safnaðarstarfið.
Fundir eru í félaginu fyrsta mánu-
dag í hveijum mánuði og eru þeir
nánar auglýstir í dagbók Morgun-
blaðsins. Einnig sér kvenfélagið um
árlega kaffisölu og basar, og rennur
ágóðinn til kirkjustarfsins. Núver-
andi formaður Kvenfélags Nes-
kirkju er Jóna Siguijónsdóttir.
Djáknastarf - heim-
sóknarþjónusta
Við kirkjuna er starfandi djákni,
Kristín Bögeskov. Það er í verka-
hring hennar að skipuleggja og
stýra vitjunarþjónustu til veikra og
aldraðra í sókninni. Viðtalstímar
hennar í Neskirkju eru á mánudög-
um frá kl. 10-12 og á miðvikudög-
um frá kl. 15-17 í síma 551-0515
og 551-6873.
Kirkjukórinn
Kór Neskirkju hefur fastar æf-
ingar á þriðjudögum kl. 18 undir
stjóm organistans Reynis Jónasson-
ar og raddþjálfarans Ingu J. Back-
man. Karlaraddir vantar í kórinn.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með
geta snúið sér til organistans varð-
andi frekari upplýsingar í síma
552-7266 eða 896-4488.
Litli kórinn
Á miðvikudögum að loknu opnu
húsi kl. 16.15 hittist í kirkjunni
eldra fólk sem hefur gaman af söng.
Það syngur saman sálma, ættjarð-
arlög og dægurflugur undir stjórn
Reynis Jónassonar og Ingu J. Back-
man. Kórinn hefur komið fram við
ýmis tækifæri, m.a. sungið við
guðsþjónustur. Öllum, sem áhuga
hafa, er velkomið að taka þátt í
þessu söngstarfi á miðvikudögum.
AA-fundir
Um langt árabil hafa AA-menn
átt skjól í Neskirkju. Fundir eru
þrisvar í viku, á þriðjudögum kl.
21 og föstudögum kl. 18 og 21.
Þá eru fundir Al-Anon einu sinni í
viku, á miðvikudögum kl. 21.
Viðtalstímar
presta
Viðtalstímar prestanna eru sem
hér segir: Sr. Frank M. Halldórs-
son, þriðjudaga til föstudaga, frá
kl. 17-18 í síma 551-1144. Sr.
Halldór Reynisson, mánudaga til
fimmtudaga frá kl. 11-12 í síma
551-0535.
(Úr bréfi frá Neskirkju.)
Frá Benedikt Brynjólfssyni:
HÖFUM við sjómenn hugað nógu
vel að tryggingarmálum okkar?
Gæti verið að fæstir okkar hafí
yfir höfuð hug-
mynd um hvern-
ig þeim er hátt-
að?
Það þykir
kannski fjar-
lægur hlutur að
íhuga slíka
hluti; það kemur
ekkert fyrir mig,
það hendir ein-
hvern annan, er
viðtekinn
hugsunarháttur,
en þegar slysið verður, þá koma
hlutir í ljós sem fæstir okkar hafa
hugmynd um.
Sjómaður er frá minum sjónar-
hóli svo til ótryggður. Bætur fyrir
slys sem valda varanlegum örkuml-
um eru það litlar að það er þjóðar-
skömm. Eg undirritaður byijaði til
sjós aftur fyrir tveimur árum eftir
að hafa verið í landi í 11 ár. Svo
gerðist það í sumar að ég slasaðist
á öxl og þurfti að bíða í mánuði
eftir aðgerð.
Stutt frá heimili mínu er þekkt
lögmannsstofa (lögmenn þar fara
með 70% af slysamálum sjómanna)
og þar átti ég spjall við einn af
lögmönnunum; var svona að kanna
stöðu mína kæmi til þess að heilsu-
tjón mitt yrði kannski varanlegt.
Handleggurinn yrði ekki samur
aftur og ég gæti t.d. ekki gengið
í hvaða vinnu sem væri.
Svörin sem ég fékk voru vægast
sagt ógnvænleg. Fyrir t.d. ónýta
hendi eftir slys sem fellur undir
hugtakið óhapp (þ.e. ekki hægt að
kenna einhveijum öðrum um)
færðu 2-300 þúsund krónur í bæt-
ur og þarft að öllum líkindum að
greiða lögmanni af þeirri upphæð.
Sé aftur á móti hægt að kenna
einhveijum um getur þú átt von á
700 þúsund krónum.
Verðir þú aftur á móti örkumla
af völdum slyss og neyðist til að
vera rúmliggjandi það sem eftir er
ævinnar gætirðu hugsaniega feng-
ið tvær milljónir. Mér finnast þetta
skelfilegar upplýsingar. Ég get
raunar ekki séð að þessi mál hafi
í nokkru breyst frá því sem var á
gömlu síðutogurunum milli 1950-
1960.
Er þetta ekki háalvarlegt mál
sem þarf að taka á nú þegar og
af fullri hörku? Að mínu viti er það
svo. Ég veit dæmi um mann sem
lærbrotnaði í bílslysi. Ekki um sér-
lega slæmt brot að ræða, en hann
var kominn með eina og hálfa millj-
ón í vasann eftir nokkra daga.
Hann hefur án efa verið vel að
bótunum kominn, - en hvers vegna
þennan stigsmun á réttlæti til
handa sjómönnum annars vegar og
öðrum hins vegar?
Það gengur auðvitað ekki lengur
að sjómenn liggi svo til óbættir
eftir meiri og minni slys. Hvar
væri þjóðin stödd án þeirra, ég
bara spyr (kannski eins og fávís
kona; ég meina þetta ekki í niðr-
andi merkingu um okkar ágætu
konur). Þetta eru mennirnir sem
til dæmis dvelja allt upp í tvo mán-
uði samfleytt í Smugunni og
Flæmska hattinum við aðstæður
sem á tíðum eru ekki mönnum bjóð-
andi, eins og nýlega hefur komið
fram í fjölmiðlum. hvers eigum við
sjómenn að gjalda?
Að ekki skuli betur að okkar
kjarasamningum staðið er eitt alls-
herjar hneyksli, - því eftir kjara-
samningum fara þessi mál. Hluti
vandamálsins er nefnilega að okkar
samningar eru einfaldlega ekki
beisnari en þetta.
Hugsaðu þessi mál, sjómaður
góður, því þetta er ekkert grín.
Þú gætir orðið næstur!
BENEDIKT BRYNJÓLFSSON,
________Hátúni 6, Reykjavík. 1
Háskóli íslands
Endurmenntunarstofmm
Háskóli Islands býður ykkur velkomin
á kv öldnámskeið í október - nóv ember
Hugsjónir stjórnmálanna
Frelsi, réttlæti, lýðræði og jöfnuður
• Dr. Vilhjálmur Ámason dósent HI.
Vesturheimsferðir á 19. öld og
mannlíf í Nýja Islandi
• Umsjón: Gísli Sigurðsson, sérfr. á
SÁM og fyrrv. gestaprófessor í
Winnipeg, auk fjölda fyrirlesara.
Endurreisnartíminn á Ítalíu
1400-1600 : Listasaga, hugmyndasaga
og samfélagsgerð
• Ólafur Gíslason blaðamaður og
listgagnrýnandi.
Trú, töfrar og særingar:
íslensk galdramenning fyrr á öldum
• Matthías Viðar Sæmundsson dósent í
íslenskum bókmenntum við HI.
Menning í Reykjavík á stríðsárunum:
Tónlist, myndlist, bókmenntir,
leiklist og kvikmyndir
• Umsjón: Eggert Þór Bemharðsson
sagnfr., auk fjölda fyrirlesara.
íslenskar barnabókmenntir:
Saga, hugmyndafræði, verklag
valinna höfunda
• Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafr.,
auk íslenskra barnabókahöfunda.
•
A vængjum vinnunnar:
Verkamannamyndir Edvards Munch
- í samstarfi við Listasafn Islands
• Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur.
Er sjálfsblekking forsenda
lífshamingjunnar?
Leikskáldið Henrik Ibsen og
Villiöndin
- í samstarfi við Þjóðleikhúsið
• Leikhúsfræðingarnir Jón Viðar Jónsson
og Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Stefán
Baldursson Þjóðleikhússtjóri.
Sagnir frá Grænlandi og Vínlandi
- í samstarfi við Tómstundaskólann
• Jón Böðvarsson cand. mag.
Viltu þekkja áhrif áreynslu og
þjálfunar?
Lífeðlisfræði mannslíkamans
• Þórarinn Sveinsson lektor og Logi
Jónsson dósent.
Sjálfshjálp við depurð og kvíða
• Sálfræðingamir Jón Sigurður Karlsson,
Kolbrún Baldursdóttir, Guðrún íris
Þórsdóttir og Loftur Reimar Gissurarson.
Listin að yrkja
• Þórður Helgason bókmenntafr. og
rithöfundur, lektor í KHÍ.
Að skrifa bók - frá hugmynd að bók
• Halldór Guðmundsson mag. art.,
útgáfustjóri Máls og menningar.
Ritlist - að skrifa skáldskap
Byrjenda- og framhaldsnámskeið
• Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og
bókmenntafræðingur.
Skráning og nánari upplýsingar um efni, tíma og verð:
Sími 525 4923,-24,-25. Bréfasími: 525 4080.
Benedikt
Brynjólfsson