Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipulag við Efstaleiti rætt í borgarstjórn Reglur verði mótaðar um kynningu á skipulagi Rafiðnaðarmenn ganga frá kröfugerðum BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins gagnrýndu meirihluta R-listans í umræðum í borgarstjórn í fyrrakvöld fyrir að ráðast í fram- kvæmdir við nýbyggingar á auðri lóð við Efstaleiti án nægilegrar kynningar og samráðs við íbúa í nágrenninu. Telja þeir tilefni til þess að reglur verði mótaðar um hvernig standa skuli að kynningu skipulags og framkvæmda í borg- inni. Tilefni þess að málið var tek- ið upp voru mótmæli íbúa í ná- grenninu við fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, fullyrti að ekki hafi átt að koma á óvart að byggt yrði á auðri lóð við Efstaleiti þar sem lóðin hafi alla tíð verið skilgreind sem byggingarlóð fyrir stofnanir á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri segir að samningur hafi tekist í fyrra við Ríkisútvarpið að það afsalaði sér hluta lóðarinn- ar. Síðan hafi lóðinni verið skipt í fjóra hluta en þremur þeirra hafí þegar verið úthlutað. Olafur Magnússon, bo'rgarfull- LEIKOST Leikfélag Rcykjavíkur LARGO DESOLATO Eftir Vaclav Havel. íslensk þýðing: Baldur Sigurðsson og Olga María Franzdóttir, með að- stoð Brynju Benediktsdóttur. Leikar- ar: Ari Matthiasson, Árni Pétur Guð- jónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ell- ert A. Inginiundarson, Jón Hjartar- son, María Ellingsen, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunn- arsson. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Ogmundur Þór Jóhannesson. Sýningarstjóri: Jón S. Þórðarson. Borgarleikhús, Litla sviðið, föstudagur 20. september FYRSTA sýning á Litla sviði Borgarleikhússins í vetur er á afar áhugaverðu leikriti eftir tékkneska andófsmanninn og núverandi for- seta Tékklands, Václav Havel. Hav- el skrifaði tvö leikverk á árunum 1983-1989, á árunum milli þess að hann, vegna pólitísks andófs síns, sat í varðhaldi á vegum þáverandi stjórnvalda Tékkóslóvakíu. Fyrra verkið, Endurbyggingin, var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu 1990, hálfum mánuði eftir að Havel varð forseti, og í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur síðara verkið, Largo desolato, sem á íslensku gæti út- lagst: Hægfara tortíming. Þetta snjalla leikverk lýsir hæg- fara niðurbroti heimspekings nokk- urs, sem í gegnum skriftir sínar hefur áunnið sér virðingu þjóðarinn- ar sem lítur upp til hans og sér í honum von um breytta og betri tíma. Hann er með öðrum orðum nokkurs konar sameiningartákn í augum þjóðarinnar, tákn um andóf gegn kúgun og valdníðslu „þeirra“, sem í sjálfu sér geta verið hvetjir sem er sem nota vald sitt til að níðast á náunganum. En heimspek- ingurinn, Leopold Netlan (Þorsteinn Gunnarsson), er bara manneskja af holdi og blóði sem ferst það illa úr hendi, eins og flestum slíkum, að lifa sig inn í hlutverk táknmynd- ar. Honum reynist erfítt að rísa undir tilbeiðslu landa sinna, hann óttast þær kröfur sem gerðar eru til hans - veit í sjálfu sér ekki til hvers er ætlast af honum - og hann brotnar niður smátt og smátt; lætur bugast af álagi og væntingum vina og samferðamanna. Það sem þjáir Leopold er að bilið milli sjálfs- trúi D-lista, sagði að málsmeðferð R-listans vegna kynningar á fram- kvæmdum á lóðinni væri enn eitt dæmið um fljótfærni meirihiutans í skipulagsmálum og að kosninga- loforð þeirra um samráð við íbúa í mikilvægum málum væri í engu virt. Undirbúningur vegna fram- kvæmda á Kirkjusandi og við Efsta- leiti væru tvö nýleg dæmi um þetta. Vel staðið að kynningu Borgarstjóri fullyrti að vel hafi verið staðið að kynningu skipulags og framkvæmda á Kirkjusandi. Hún viðurkenndi að það kunni að hafa átt að kynna fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Efstaleiti fyrr, eða um það leyti þegar ákveðið var að fá lóðina frá Ríkisútvarpinu og búa til fjórar byggingarlóðir. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að ióðin væri skilgreind sem stofnanasvæði og að ekki væri verið að breyta deiliskipulagi. Ingibjörg Sólrún kvaðst auk þess efast stórlega um að lóðin væri fýsilegt leiksvæði fyrir börn og unglinga, líkt og íbúar hverfisins myndar hans og þeirrar táknmynd- ar sem hann er öðrum er orðið að óbrúanlegu hyldýpi. Þegar verkið hefst er heimspek- ingurinn þegar þrúgaður mjög af stöðu sinni, hann á von á fulltrúum valdsins þá og þegar í heimsókn og í þjakandi bið og óvissu um örlög sín væflast hann um daginn út og inn, fangi á eigin heimili. Inn i at- burðarásina fléttast heimsóknir vina, verkamanna, ástkonu og heimspekistúdents, sem öll eru - hvert á sinn hátt - fulltrúar þeirra sem vænta einhvers af Leopold. í samskiptum hans við gestina eru veikleikar hans afhjúpaðir - einn af öðrum - og eftir stendur ein- staklingur, nokkuð veiklundaður, en fyrst og fremst mannlegur. Þorsteinn Gunnarsson glansar í hlutverki Leopolds og sýnir enn og aftur hvers konar burðarás hann getur verið leikaraliði Leikfélagsins, ef hann fær bitastæð hlutverk. Frá fyrstu stundu er áhorfandanum Ijós telji, vegna þungrar umferðar á götum, sem umlykja lóðina. Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi D-lista, taldi ástæðu til þess vegna nýlegra deilna um skipulagsmá! að þau mál verði tekin til skoðunar og að nefndir borgarinnar móti reglur um hvernig standa skuli að kynn- ingu skipulags og framkvæmda í borginni. Skýrði hún frá því að sjálf- stæðismenn hygðust leggja fram tillögu um þetta í skipulagsnefnd. Borgarstjóri sagði að telji menn að ekki hafi verið nægilega vel stað- ið að kynningu í umræddum málum verði að draga af því lærdóm. Hún taldi hugsanlegt að koma þurfi ákveðinni festu á skipulagsmál, m.a. í því skyni að kynning verði eins og vera ber. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi D-lista, kynnti hug- mynd að málamiðlun sem íbúar gætu sætt við. Hún fælist í því að úthluta ekki íjórðu lóðinni, sem ekki hefur verið deilt út. Væri sú leið farin mætti bæta við aðkomu frá Efstaleiti og draga úr álagi við aðkomu frá Efstaleiti. sú taugaveiklun sem náð hefur taki sínu á heimspekingnum, Þorsteinn túlkar vel ótta einstaklings sem er ofurseldur valdi kúgarans (í hvaða mynd sem hann er). Leopold er í túlkun hans ráðvilltur og aumkun- arverður en á þó engu að síður stundir þar sem hann nýtur sín - á nokkuð óvæntan máta. Hlutverk Leopolds Netlan er langveigamesta hlutverkið i verkinu og eiginlega falla aðrir leikarar óhjákvæmilega í skuggann af glansleik Þorsteins. Þó verður ekki annað sagt en að leikarahópurinn allur kemur út sem sterk heild. Ragnheiður Elfa Arnardóttir leikur Lúsi, ástkonu Leopolds, og er hún sannfærandi í allri sinni túlkun. Ellert A. Ingimundarson leikur vin Leopolds og er hlutverk hans nokk- uð vandasamt þar sem texti hans er mikill og ber einkenni mælsku- listar sem erfitt getur verið að glæða lífi. En Ellert leysir þann vanda með sóma. Valgerður Dan RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands hóf í gærkvöldi ráðstefnu um kjara- mál sín í Hveragerði, en ráðstefn- unni verður fram haldið í Ölfusborg- um í dag og lýkur á sunnudag. Á ráðstefnunni leggur miðstjórn Raf- iðnaðarsambandsins, RSÍ, fram drög að kröfugerðum sem vinnu- hópar hafa unnið að frá síðasta þingi RSÍ í vor. I fréttatilkynningu segir, að markmið ráðstefnunnar sé að ganga frá kröfugerðum svo hægt verði að leggja þær fyrir félags- fundi sem haldnir verða um land allt á næstu tveimur vikum. . Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðing- ur RSÍ, og Ástráður Haraldsson, lögfræðingur ASÍ, fjölluðu um nýja löggjöf um samskipti á vinnumark- aði og spurninguna, hvort leikreglur hafi breytzt. Kvöldfundi fyrsta ráðstefnudags- ins lauk með umföllun hagfræðing- anna Gylfa Arnbjörnssonar, fyrir hönd ASÍ, og Eddu Rósar Karls- dóttur, fyrir hönd Kjararannsóknar- nefndar, um efnahagslegar for- er í hlutverki sambýliskonu heim- spekingsins. Leikur hennar var hófstilltur og öruggur. Sama má segja um Jón Hjartarson sem leikur heimilisvininn, Olda. Þeir Theodór Júlíusson og Ari Matthíasson eru kostulegir sem verkamennirnir Lúlli og Lúlli og uppskáru þeir mikinn hlátur. Sérstaklega var unun að horfa á túlkun Theodórs; hann mætti fá að spreyta sig í fleiri skop- hlutverkum. Annað tvíeyki léku þeir Árni Pétur Guðjónsson og Bjöm Ingi Hilmarsson og voru full- trúar valdsins í meðförum þeirra heldur hjákátlegir. María Ellingsen leikur heimspekinemann Margréti og er þetta hlutverk mjög ólíkt þeim hlutverkum sem hún hefur áður sést í. María sýndi í fyrra í Konur skelfa hversu afbragðsgóð gaman- leikkona hún er og hérna sýnir hún einnig hárfínan leik sem kitlaði hláturtaugarnar aftur og aftur. Voru samskipti hennar og Leopolds með fyndnari senum verksins. sendur komandi kjarasamninga og; spurninguna „getum við náð Norð- urlandalaunum?“. Edda Rós kynnti samanburð, sem gerður hefur verið á vinnutíma og launakjörum rafiðn- aðarmanna í Danmörku og á ís- landi, en hún segir muninn helzt falinn í því, að dagvinnulaun í Dan- mörku eru hærri á meðan heildar- laun rafiðnaðarmanna á Islandi eru hærri, enda er vinnuvika þeirra að jafnaði allt að 15 stundum lengri; en starfsbræðra þeirra í Danmörku. Gylfi bætti við hugleiðingum um leiðir til bættra kjara. Samninganefndir kjörnar í dag verður dagskránni fram haldið með fundahöldum um kröfu- gerðir RSÍ í komandi kjarasamn- ingum, og hefst hún kl. 9. Starfað; vet'ður í hópum. Hóparnir kynna; niðurstöður sínar fyrir sameigin-i legum fundi kl. 16, þar sem samn-’ inganefndir verða kosnar. Á; sunnudag funda hinar nýkjörnu: samninganefndir og ganga fráj kröfugerðum. _________________________________f Þótt Largo desolato sé verk sann- anlega sprottið upp úr ömurlegum veruleika pólitískrar kúgunar, og vafalaust að miklu leyti byggt &, eigin reynslu Havels, er það síður en svo barmrænt í frásagnarhætti sínum. Þvert á móti kraumar húm- ? orinn stöðugt undir, stundum lág-1 vær og lúmskur, en alltaf til stað-: ar. Áhorfanda getur ekki annað en; flogið í hug að sú sjálfslýsing sem; heimspekingurinn bugaði fer með endurtekið í rás leiksins; að honum sé horfinn yfirsýnin og krafturinn,. kaldhæðnin, húmorinn og sjálfs- hæðnin, eigi svo sannarlega ekki við um þann heimspeking sem er höfundur verksins. Ef lýsingin á Leopold Netlan er að einhvetju leyti sjálfslýsing Václavs Havels, þá hef- ur hann, sem höfundur, enn alla þessa eiginleika í ríkum mæli. Það ei' ekki síst sjálfur texti verksins og uppbygging hans sem gerir sýninguna að þeirri skemmtun fyrir eyru og augu sem hún er.; Havel notar alþekkt brögð absúrd-; leikhússins á kunnáttusamlegan hátt, hann beitir endurtekningum á. mjög skemmtilegan hátt og sýnir okkur hvernig orðin geta breytt um merkingu eftir því hver segir þau og við hvaða aðstæður. Bygging þessa leikverks er markviss með: afbrigðum. Með fyrrnefndum end- urtekningum og hliðstæðum í ein- stökum atriðum framvindunnar er atburðarásin byggð upp af fágætri kunnáttu leikskáldsins þannig að heildarútkoman er sterklega upp-; byggt listaverk. Ástæða er einnig til að hrósa: þýðendum verksins, en fyrir þýðing-; unni er skrifað þríeyki: Baldur Sig- urðsson, Olga María Franzdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Þeirra sam- vinna skilar sér í þéttum, eðlilegum texta sem hvergi virkar ankanna- legur - eða „þýðingarlegur". Sviðsmynd Helgu I. Stefánsdótt- ur er raunsæisleg og þrælvirkar með efninu. Það sama má segja um búninga hennar - engin feilnóta þar. Ogmundur Þór Jóhannesson sér um lýsingu og var hún látlaus og eðlileg. Sýningin er rós í hnappagat Brynju Benediktsdóttur sem sannar enn og aftur ótvíræða hæfileika sína í leikstjórn. í stuttu máli er Largo desolato leikverk sem unn- endur góðrar samtlmaleiklistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara og er öllum aðstandendum sínum til sóma. Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson „ÞORSTEINN Gunnarsson glansar í hlutverki Leopolds og sýnir enn og aftur hvers konar burðarás hann getur verið leikaraliði Leikfélagsins, ef hann fær bitastæð hlutverk,“ segir í dómnum. Einstaklingnrimi andspænis valdinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.