Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 16
I Tí m: sí?;fiV:'T?3g .is auoAafiAOUAJ 16 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Bókaútgáfan Skerpla gefur út tvær bækur um útvegimi SKERPLA hefur gefið út bækurn- ar Róið á ný mið eftir Steingrím J. Sigfússon, alþingismann og Kvótabókina eftir Ara Arason, stýrimann og hagfræðing. I bók sinni fjallar Steingrímur um sjáv- arútveginn á íslandi, umræðuna um stjórn auðlindarinnar og hvað framundan er í veiðum vinnslu og alþjóðamálum. Kvótabókin kemur nú út í fjórða sinn, en í henni er birtur kvóti allra skipa með veiði- leyfi innan landhelginnar, reglu- gerðir um stjón fiskveiða og fjöl- margir aðrir þættir en tengjast veiðunum. „Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður hefur í störfum sínum fjallað mikið um efnahags- og at- vinnumál, og þá ekki síst sjávarút- veginn, segir í frétt um útkomu bókar hans frá Skerplu. „Hann kynntist ungur fiskvinnslu og sjó- sókn í heimabyggð sinni, en síðan hefur hann látið málin til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. Hann er nú formaður sjávarútvegs- nefndar A.lþingis. Umræða um sjávarútveg á Islandi hefur verið því marki brennd að snúast jafnan að verulegu leyti upp í deilur um stjórnkerfi fiskveiða, menn hafa fyrst og fremst verið með eða á móti kvóta. Minna hefur verið fjallað um aðra þætti, svo sem þróun fisk- vinnslunnar, markaðsaðstæður og neytendamál, sjálfsforræði íslend- inga og erlend bandalög, áhrif breytinga í sjávarútvegi á byggða- þróun og mannlíf, úthafsveiðar og umsvif íslenskra fyrirtækja erlend- is - sem og framtíðarhorfur í greininni almennt. Þetta rit er til- raun til að setja fram hugmyndir um sjávarútvegsmál sem byggjast á heildstæðri umfjöllun. Hér er fjallað um stöðu og framtíðarhorf- ur í mikilvægustu atvinnugrein okkar íslendinga í ljósu og leik- andi máli. Allir sem láta sig mál- efni sjávarútvegsins einhveiju skipta sækja hingað fróðleik, hug- myndir - og jafnvel deiluefni - enda einn megintilgangur ritsins, af hálfu höfundar, að vekja um- ræður um málefni greinarinnar." Kvótabókin 96/97 Kvótabókin kemur nú út í fjórða sinn i ritstjórn Ara Arasonar hag- fræðings og stýrimanns. „Hún hef- ur skipað sér fastan sess sem ein gagnlegasta bók um íslenskan sjáv- arútveg sem völ er á. Meginvið- fangsefni hennar er stjóm fiskveiða við Island. Getið er úthlutaðs kvóta allra skipa með veiðileyfi í ís- lenskri landhelgi, sem og krókabáta og þorskaflahámarks þeirra. Birtar era reglugerðir um veiðar í at- vinnuskyni og veiðar krókabáta. Auk þess er ítarleg umfjöllun um sögu veiðistjómunar á Islandi og samanburður gerður við undanfar- in ár. Kvótinn er skoðaður frá ýmsum hliðum, eftir verstöðvum og fyrirtækjum, og fjallað um áhrif hans á fiskafla og fiskiskipafiota. Auk þess er í bókinni orðasafn, eins konar alfræði íslensks sjávar- útvegs," segir í frétt frá Skerplu. Kvóti aifra skipa á Íslandi, stórra 09 smárra Krókabótar og þarskafiahámark þeirra Regfugerðir um fiskveiöar f atvinnuskyni Samanburdur á kváta nokkurra sfðustu ára Ordasafn - alfrædi fslensks sjávarótvegs Fiskaflinn, fiskiskipafloti, umreiknistuöfar Kvóti verstððva og fyrírtækja í nokkur ár Fiskveiðistjórn og annad sem skiphr mAu KVftsTABANKINN STEINCRÍMUR |. SIGFÚSSON Verðfall á skelinni og sala gengur illa Stykkishólmi - í byrjun september hófst skelvertíð í Stykkishólmi. Leyfilegur skelkvóti þessa vertíð er sá sami og í fyrra og má veiða átta þúsund tonn í Breiðafirði. Frá Stykkishólmi stunda fímm stórir bátar og þrír minni veiðarnar. Afli á dag em tíu tonn hjá stóra bátun- um og um fimm tonn hjá þeim minni. Aflinn er unninn hjá þremur vinnslum, Sigurði Agústssyni ehf., Rækjunesi hf. og Þórsnesi ehf. Veiðisvæðinu er skipt í tvö svæði, annars vegar norðursvæði sem er norður af Elliðaey og hinsvegar suðursvæði. Bátarnir mega veiða 65% aflans á suðursvæðinu og 35% á norðursvæðinu. Veiðarnar byrja vel og líta skelveiðisvæðin vel út. Sömuleiðis er góð og mikil end- urnýjun í stofninum. Því miður er ekki hægt að segja það sama um verðið. Sala afurða erlendis hefur gengið erfiðlega og hefur afurðaverð lækkað mikið síð- ustu mánuðina. Ástæðan er m.a. sú að mikið magn af eldisskelfiski kemur frá Kína inn á þá mark- aði, sem íslendingar hafa selt sín- ar afurðir á og valdið lægra af- urðaverði. Hráefnisverð hefur lækkað um 16% á rúmu ári sem kemur sér illa fyrir alla, sem stunda' veiðarnar og vinnslu. Það hefur sýnt sig að afurðaverð á skelfiski hefur verið sveiflukennt í gegnum árin og er það nú í öldudal. MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn KRSISTJÁN Gíslason leiðbeinir sýningargesti um nýja fiskispákerfið Radíómiðun með fiski- spákerfi fyrir skipstjóra Vinnur úr gögnum sem safnað hefur verið á 19 árum NÝJUNGAR SEM Radíómiðun ehf. kynnir á íslensku sjávarút- vegssýningunni eru flestar tengd- ar fjarskipta- og tölvutækni fyrir fiskiskip. Þar ber hæst fiskispá- kerfi fyrir skipstjóra en Radíómið- un ehf. hefur í samvinnu við Há- skóla Island náð verulegum ár- angri á þessu sviði. Radíómiðun ehf. kynnir á sjávarútvegssýningunni nýtt. tölvukerfi sem er hluti af fiskispá- kerfi fyrir skipstjóra. Radíómiðun hefur í samvinnu við Háskóla ís- lands unnið að verkefninu og hef- ur verið útbúinn sérstakur hug- búnaður sem auðveldar mönnum að sjá mynstur í veiðum og draga ályktanir út frá því. Spálíkanið sýnir þannig vænleg fiskimið, þar sem tillit er tekið til hinna ýmsu umhverfisþátta, s.s. dýpis, strauma og hitastigs, auk þess sem kerfið sýnir þróun fiskveiða fyrir mismunandi fiskitegundir, fiskimið og tímabil. Gögn frá síðustu 19 árum Að sögn Kristjáns Gíslasonar, framkvæmdastjóra Radíómiðunar, er hér um að ræða öflugt greining- arkerfí sem vinni úr öllum gögnum Hafrannsóknastofnunar, sem stofnunin hefur safnað á undan- förnum 19 ámm. „Forvinna verk- efnisins fólst einnig í að eiga við- töl við skipstjóra og spyija þá spjörunum úr varðandi hvað réði ákvörðunum um val á hinum og þessum fiskimiðum. Það var ljóst í byijun að hér væri á ferðinni mjög krefjandi verkefni enda er ekki auðvelt að sjá fylgni í ákvörð- unum aflaskipstjóra um val á fiskimiðum. Þótt okkur virtist að um óvinnandi verk væri að ræða í upphafi jók það bjartsýni okkar að í Japan hefur í rúm 40 ár ver- ið rekin sérstök fiskispárstofnun sem hefur eingöngu það hlutverk að útbúa fiskveiðispár fyrir jap- anska sjómenn á hveijum degi, rétt eins og Veðurstofa íslands sinnir sínum skyldum fyrir ís- lenska sjómenn," segir Kristján. Háhraða reikniaðferðir Fiskispákerfið er einstakt að því leyti að skipstjórar geta sjálfir notað það um borð í skipum sín- um, því aðilar hafa unnið að þróun á háhraða reikniaðferðum sem sjá til þess að upplýsingar birtast á svipstundu. „Það er þessi háhraða- tækni sem gerir það kleift að hægt er að vinna úr gríðarlegu magni upplýsinga á mjög skömm- um tíma. Þess vegna má segja að þetta kerfi sé tilkomið vegna þess að nú er hægt að geyma allar upplýsingarnar á einum geisla- diski,“ segir Kristján Öflugt kennslutæki Tölvukerfið er nú til skoðunar hjá hagsmunaaðilum, en að sögn Kristjáns er formlegt samþykki þeirra forsenda þess að kerfið fari í almenna dreifingu. Hann segir ekki vitað nákvæmlega hve- nær kerfið verði komið á markað- inn en vonast til að það verði um eða eftir áramót. „Það má segja að tölvukerfið sé óþijótandi upp- lýsingabrunnur um fiskveiðar Is- lendinga og öflugt hjálpartæki fyrir skipstjórnarmenn. Þess vegna er óhætt að fullyrða að aldrei hefur komið fram jafn öflugt kennslutæki fyrir fiskveið- ar. Það sem tekið hefur reynda aflaskipstjóra tugi ára að læra eða „fá á tilfinninguna“ tekur nú nokkrar sekúndur að kalla upp á tölvuskjá fyrir framtíðarafia- klær,“ segir Kristján. @< 100 ■t 100-200 ■ 200-300 ■ 300-400 ■ 400-500 ■ 500-600 ■ > 600 011 miö Botnuoroo Þorskur FISKISPÁKERFIÐ gefur hér upplýsingar um þorskveiðar í botnvörpu á Vestfjarðamiðum. Ff- I i ) I > ) > > i i i i i I i i ; i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.