Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heimsókn forseta Islands til sunnanverðra Vestfjarða BÖRN reistu forsetahjónunum fánaborg, er þau gengu að minn- isvarðanum um þá sem fórust í krapaflóðinu á Paireksfirði árið 1983. Forsetinn lagði blómsveig að minnisvarðanum. Ljósm./Geir Ólafsson FORSETINN skoðar flugminjasafnið á Hnjóti undir leiðsögn Egils Ólafssonar safnvarðar. arlandið í ferðaþjónustu ÞRIGGJA daga opinberri heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og eiginkonu hans, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur, um sunnanverða Vestfírði lauk á sunnudagskvöld. Forsetinn sagði í samtali við Morgunblaðið eftir heimsóknina að sér hefði þótt sérlega skemmtilegt að heimsækja marga sögustaði í Barðastrandarsýslu og sjá af hve miklum metnaði þar væri verið að byggja upp byggðasöfn og gömul hús. „Mér fannst einnig fróðlegt að kynnast þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Með nýjum eigendum er búið að styrkja mjög rekstrar- grundvöll fyrirtækisins og skapa möguleika til þess að afurðir verk- smiðjunnar verði nýttar, ekki að- eins í efnaiðnaði almennt, heldur líka í lyfjaframleiðslu, við gerð á snyrtivörum og í fataiðnaði. Meg- inröksemd hinna nýju eigenda frá Skotlandi er að tryggja sér aðgang að hinum vistvænu afurðum úr fjörunni og hafsbotninum við Breiðafjörð. Mér finnst það vera áminning til okkar íslendiriga um þær auðlindir sem við eigum í vist- vænum afurðum sem greinilega eru að verða sífellt verðmætari í margvíslegum iðnaði víða um heim,“ segir Ólafur Ragnar. Átak í vegamálum nauðsynlegt Forsetinn kveðst sannfærður um að Vestfírðir verði næsta framtíðar- landið í ferðaþjónustu á íslandi og þessvegna mikil gjaldeyrislind fyrir landsmenn alla ef rétt er á málum haldið. „En það er ekki nóg að búa þannig um hnútana að vegakerfí samtímans á intemetinu sé í góðu lagi, ef vegakerfíð sem flytur fólkið sjálft stenst ekki samanburð við það sem annars staðar er,“ segir hann og vísar þar til slæms ástands vega á sunnanverðum Vestflörðum sem mikið hefur verið til umræðu að undanförnu. FORSETI íslands afhenti fimm ungmennum hvatningarviður- kenningar með meðfylgjandi um- sögn á Iaugardag. Birna Friðbjört Hannesdóttir, Dajbraut 7, Bíldudal, 16 ára. Hún er íslandsmeistari meyja 15-16 ára i spjótkasti og var valin íþróttamaður ársins 1995 af Hér- aðssambandinu Hrafna-Flóka. Jónas Þrastarson, Aðalstræti 114, Patreksfirði, 11 ára. Hann varð Vestfjarðameistari 12 ára og yngri í skólaskák vorið 1996. María Guðbjörg Bárðardóttir, Brunnum 16, Patreksflrði, 15 ára. „Það kemst enginn hjá því sem um Barðaströnd fer að kynnast því að því miður er verulegur mun- ur á vegakerfinu i Barðastrandar- sýslu og í öðrum landshlutum. Það er greiriilegt að það þarf að gera Hún hefur náð góðum árangri jafnt i bóklegum sem verklegum greinum, er vandvirk og hefur einstaklega prúðmannlega fram- komu. Finnur Bogi Hannesson, Eyri, Bíldudal, 15 ára. Hann er bæði góður námsmaður og alhliða íþróttamaður og var valinn fót- boltamaður ársins 1995 af Héraðs- sambandinu Hrafna-Flóka. Magnús Arnar Sigurðarson, Sigtúni 5, Patreksfirði, 15 ára. Hann er duglegur og samvisku- samur nemandi og hefur verið drlfandi í félagslífi Patreksskóla. verulegt átak á næstu árum til að Barðastrandarsýsla haldi jöfnuði á við aðra landshluta. Ég vil hvetja til þess að menn líti á það sem sameiginlegt verkefni íslendinga allra en ekki sem sérmál Barð- strendinga. Þannig myndum við skapa skil- yrði til þess að íslendingar allir geti sótt heim Barðastrandarsýslu og kynnst þeim sögulegu, menn- ingarlegu og atvinnusögulegu minjum sem íbúarnir hafa verið að varðveita þar fyrir okkur hin. Erlendir ferðamenn eru líka famir að sækja sýsluna heim vegna þeirr- ar einstæðu náttúru sem þar er að finna og það er mikilvægt að þeir hætti ekki við vegna hins lé- lega vegakerfís," segir Ólafur Ragnar. Barðstrendingar slettu frönsku fyrrum Forsetinn kom víða við í ávarpi sem hann hélt á hátíðarsamkomu á Patreksfirði á laugardagskvöldið. Honum varð tíðrætt um Hrafna- Flóka, íslendingasögurnar og hin fjölmörgu skáld sem upprunnin em í Barðarstrandarsýslu. Hann vitnaði í Ferðabók Egg- erts og Bjarna, en sem kunnugt er var Eggert Ólafsson upprunninn á þessum slóðum. „Hann lýsir Barðstrendingum sem atorkusöm- um og dugmiklum bændum. Tungutakið hafi verið hreinna en á Suðurlandi þótt í nyrðri hluta Barðastrandarsýslu hefðu menn nokkuð slett frönskum orðum og enskum að heimsborgarasið. Sú frásögn sýnir vel að því var fjarri að byggðirnar byggju við einangr- un frá umheiminum,“ sagði forset- inn meðal annars. Ljósm./Geir Ólafsson ÞAU hlutu viðurkenningarslqöl: Birna Friðbjört, Jónas, María Guðbjörg og Magnús Arnar. Hvatning til ungra íslendinga Formaður Félags hjúkrunarfræðinga vill umræðu um breytingar á heilsugæslunni Hj úkrunarfræðing- ar komi að rekstri heilsugæslunnar ÁSTA Möiler, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir í nýútkomnu Tímariti hjúkrunar- fræðinga að æskilegt sé að stjórn- völd leiti nýrra leiða varðandi rekstrarform innan heilsugæslunn- ar og bendir m.a. á einkarekstur. Það sé þó skilyrði að hjúkrunar- fræðingar komi að rekstrinum til jafns við lækna. Grein Ástu er rituð áður en lausn fannst á kjaradeilu heilsugæslu- lækna og ríkisins. Hún segir að deilan hafí beint sjónum manna að hugmyndum um breytingar á heilsugæsluþjónustunni. „Reynslan hefur sýnt að hjúkrun- arfræðingar, sem starfa hjá heilsu- gæslustöð/vaktþjónustu sem rekin er skv. þjónustusamningi við lækna, búa við lítið starfsöryggi og skert völd miðað við hjúkrunarfræðinga sem starfa við sambærilega þjón- ustustofnun sem rekin er af ríkinu. Niðurstaða hjúkrunarfræðinga, sem hafa starfað við þessar aðstæð- ur, er að einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu sé æskilegur, en eingöngu með því skilyrði að hjúkrunarfræð- ingar séu rekstraraðilar til jafns við lækna," segir Ásta og bendir jafn- framt á að í lögum sé heimild fyrir ráðningu héraðshjúkrunarfræð- inga. Deila heilsugæslulækna og ríkisins hafí leitt í ljós nauðsyn þess að ráðið verði í þessar stöður. Landlæknir andvígur einkarekstri Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að nýafstaðin deila heilsu- gæslulækna og ríkisins kallaði ekki á breytingar á starfssviði heil- brigðisstarfsfólks. í deilunni hefði skapaðst óeðlilegt ástand sem hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk heilsugæslunnar hefði tímabundið orðið að laga sig að. Hann sagðist vilja nota tækifærið og þakka hjúkrunarfræðingum fyr- ir frábær störf við þessar erfiðu aðstæður. Um einkarekstur innan heilsu- gæslunnar sagði hann:„í löndum þar sem er einkarekstur í heil- brigðisþjónustunni er þjónustan dýrari og misgóð eftir því hver sjúklingurinn er. Þetta liggur al- veg ljóst fyrir og menn geta kynnt sér miklar úttektir OECD um heil- brigðismál þar sem þetta kemur skýrt fram.“ Níu manns í villum á Esju NÍU manns villtust í þoku á Esjunni á laugardagskvöld þegar þeir voru þar á göngu. Einn göngumanna hafði sam- band við lögreglu í gegnum farsíma um kvöldmatarleytið og tilkynnti að hann og átta ferðafélagar hans hefðu villst í þoku en teldu sig vera stadda nálægt Þórnýjartindi. Maðurinn óskaði ekki eftir aðstoð umsvifalaust en ef hann væri ekki búinn að ræða við lögreglu að nýju fyrir klukkan 21, bað hann um að gerðar yrðu viðeigandi ráðstafanir. Á tilsettum tíma var reynt að hringja í farsímann en hann virtist þá vera utan þjónustu- svæðis. Bj örgunars veitir ræstar út Lögreglan hafði í framhaldi af því samband við miðstöð björgunarsveita og voru tvær sveitir ræstar út, annars vegar Kyndill í Mosfellsbæ og hins vegar Kjölur á Kjalarnesi. Lög- reglumenn voru einnig sendir upp í Miðdal til að svipast um eftir fólkinu. Um klukkan 21.30 hringdi maður sem kvaðst hafa verið samferða hópnum en hann hafði lagt af stað frá Mógilsá um klukkan 15 sama dag. Maðurinn kvaðst hafa snúið við uppi á Þverfelli en ætlunin hefði verið að hitta hópinn í Miðdal. Tæpum klukkutíma síðar hringdi sá sem hafði samband við lögreglu í upphafi og til- kynnti að hann væri við annan mann kominn í Eyjadal en sjö manns væru eftir ofar í fjallinu og væri það fólk orðið þreytt og slæpt. Björgunarsveitum var beint til fólksins sem átti í þessum hrakningum og voru allir komnir til byggða skömmu fyr- ir klukkan 23 eftir þessar villur. Undirskrift- um safnað gegn nýrri íbúðabyggð HÓPUR sem vill vernda svæðið umhverfis Nesstofu stendur ný fyrir undirskriftasöfnun á Sel- tjamarnesi gegn nýrri íbúða- byggð á svæðinu. Hópurinn vill skora á bæjarstjórn að fresta ákvörðun um nýtingu svæðisins umhverfis Nesstofu vegna gildis þess sem framtíðar safna- og útivistarsvæðis. Um þessar mundir liggur fyrir deiliskipulagstillaga þar sem auglýst er bygging 24 húsa, þar af sjö tveggja hæða, við Nesstofu. Frestur til að skila inn athugasemdum renn- ur út 27. september. Siv Frið- leifsdóttir oddviti minnihlutans í bæjarstjórn segir að stuðning- ur við verndun svæðisins sé þverpólitískur. Jón Hákon Magnússon for- seti bæjarstjórnar leggur áherslu á að verið sé að aug- lýsa breytt deiliskipulag fyrir umrætt svæði en ekki aðal- skipulag. „Við erum að biðja fólk um málefnalegar athuga- semdir við deiliskipulagið til þess að ganga úr skugga um hvað íbúarnir í grennd við svæðið segja. Þær verða síðan teknar til athugunar þegar fresturinn rennur út.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.