Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 35 MINNINGAR ERLING PETER HESTNES + Erling Peter Hestnes var fæddur á ísafirði 8. ágúst 1912. Hann lést í Landspítalan- um 13. september síðastlinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðlaug Ingibjörg Guðmundsdóttir, ættuð frá Seyðis- firði, og Johan Martin Hestnes, beykir og sjómað- ur, frá Lofoten í Norður-Noregi. Erling ólst upp hjá foreldrum sínum á ísafirði. Hann átti tvo bræður, Sverre Guðmund, f. 1908, hann er lát- inn, og Gunnar Ingólf, f. 1916. Erling kvæntist Hólmfríði Theodóru Halldórsdóttur frá Arngerðareyri 12. október 1940. Þau eignuðust tvö börn, Ingibjörgu Láru og Halldór Steinar, en auk þess áttu þau LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek fósturdóttur, Guð- laugu Gunnþóru. Ingibjörg er gift Brynjólfi Sigurðs- syni og eiga þau fjögur börn; Hólm- fríði Theodóru, Agnar Þór, Ingunni Láru og Erling Jó- hann. Halldór er kvæntur Huldu Gústafsdóttur og eiga þau þijár dæt- ur; Hrafnhildi, Ág- ústu Björk og Hólm- fríði Erlu. Guðlaug er gift Erni Amar- syni og eiga þau eina dóttur, Svanfríði Eygló. Barnabarna- bömin em sjö að tölu. Hólmfríður og Erling hófu búskap á Isafirði en fluttu til Reykjavíkur 1942 og bjuggu þar síðan. Útför Erlings Hestnes fer fram frá Áskirkju í dag og hefst klukkan 13.30. Tíminn og lífíð eru samofín. Samt er tíminn taktfastur eins og klukkan sýnir en lífið gengur mishröðum skrefum. Stundum hratt, stundum hægt. Við andlát er eins og tíminn stansi einnig hjá þeim sem eftir lifa. Minningar hrannast upp. Ungur pilt- ur fór að venja komur sínar á heim- ili þitt fyrir tæpum fjörutíu árum og líta á þig sem tengdaföður. Þú lést þér vel líka. En um hvað ræða feim- inn unglingur og væntanlegur tengdafaðir? Svarið var einfalt. Isa- fjörð og skátana. Erling Hestnes, tengdafaðir minn, var trúr uppruna sínum. Alla ævi leit hann á sig sem ísfirðing og hafði mikinn áhuga alla tíð á því sem þar var að gerast, bæði mönn- um og málefnum. Þá var skátastarf- ið honum hugleikið enda var hann einn stofnfélaga S_kátafélagsins Einheija á ísafirði. í huga hans teygði uppruninn sig samt enn lengra aftur. Eins og nafnið bendir til var hann af norsku bergi brot- inn. í bernsku lærði hann norsku af föður sínum og var mælandi á þá tungu upp frá því. Noregur var eins konar annað föðurland tengda- föður míns. Erling var bókhneigður og átti gott safn bóka. Þrátt fyrir að árla væri risið úr rekkju og unnið við smíðar fram á kvöld gaf hann sér tíma til lestrar á síðkvöldum og í byijun nætur. Þessu sem ýmsu öðru var ekki flíkað. Hann ræddi sjaldan Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. um það sem hann var að lesa hveiju sinni en lesljósið lifði þegar aðrir sofnuðu. Tengdafaðir minn notaði ekki stór orð um hlutina og um eigin verðleika vildi hann sem minnst tala. Væri sagt að hann væri dverghagur á tré var svarið að það væri nú orð- um aukið. Langar stöður við smíðar sögðu til sín og slit kom í hnén. Hann leitaði því annarra starfa síð- ari hluta starfsævinnar. Það er mikil gæfa að tengjast góðu fólki sem hefur eiginleika öðr- um til fyrirmyndar. Frá fýrstu tíð hef ég dáðst að ýmsum eiginleikum í fari tengdaföður míns. Æðruleysi hans var einstakt. Honum virtist aldrei brugðið, sama hvað kom fyr- ir. Skapið var tamið. Lundin var létt og hann var sérlega fundvís á spaugilegar hliðar tilverunnar. Prúðmennskan var ætíð í fyrirrúmi og eingöngu jákvæð orð féllu í garð samferðamanna. Þrátt fyrir erfiða uppskurði á undanförnum mánuðum hélst sálarstyrkurinn óbreyttur og fram á dánardægur hafði hann spaugsyrði á vörum. Þótt tíminn og lífið séu samofin er eins og miklu styttra sé síðan ég kynntist ykkur, tengdaforeldrum mínum, en árafjöldinn segir til um. Það gefur til kynna hamingjudaga í samskiptum sem stóðu óslitin þar til tengdamóðir mín, Hólmfríður Theodóra Halldórsdóttir frá Am- gerðareyri, lést fyrir tveimur áram. Samheldni ykkar héma megin gefur fyrirheit um endurfundi hinum meg- in. Efst i mínum huga er þakklæti til ykkar fyrir að vera einstakir for- eldrar, afi og amma, langafi og langamma. Megi guð blessa minn- ingu ykkar um alla eilífð. Brynjólfur Sigurðsson. í dag er til moldar borinn góður og mætur maður sem mig langar að kveðja með fáum orðum. Á tíma- mótum sem þessum reikar hugurinn og margs er að minnast. I hugann kemur upp minningarbrot af sjó- ferð; tæplega fjögurra ára í rauðum skóm með harðfísk í hendi. Ekki nær minningin lengra, en sjóferðin endaði í faðmi fósturforeldra minna, Hólmfríðar og Erlings Hestnes. Sjálf áttu þau tvö börn en öxluðu samt þá ábyrgð að taka að sér og ala upp lítinn ráðvilltan telpu- hnokka. Ekki var ég þeim auðvelt bam fyrstu árin, því nauðsynlegan upp- eldisgrann hafði ég ekki fengið. Veit ég að oft þurfti að bíta á jaxl- inn og reyna að finna nýja leið til að nálgast þennan nýja heimilis- mann. Ósjaldan hef ég hugsað um það á fullorðinsárum hvemig þeim tókst loks að stiila þetta litla bam og koma til manns. Með þrautseigju og ómældum kærleika sem þau bjuggu yfir tókst þeim ætlunarverk sitt. Fyrir það þakka ég af heilum hug. Erling pabbi var ljúfur maður, gegnheill og fullur af kímni. í mín- um huga var hann því góð fyrir- mynd sem einstaklingur og faðir. En fyrir tveimur árum var stórt skarð höggvið í líf hans er mamma lést. Það var honum sárt að horfa á eftir ástvini sínum og það var okkur hinum sárt að sjá pabba þurfa að takast á við lífíð án hennar. í rúmlega 50 ár stóðu þau saman í öilu því sem lífið lagði á þau og leystu saman úr hveiju því sem upp kom. Það er gott til þess að hugsa að hafa fengið að njóta handleiðslu þeirra og ástríkis. Eftir að barnabömin komu í heim- inn nutu þau sömu hlýjunnar og ástúðarinnar sem var pabba og mömmu svo eðlislæg — og ég veit - að bömunum fínnst erfitt að geta ekki skroppið í „Sævó“ í spjaii og sögur. Elsku pabbi og mamma, hafið þökk fyrir allt og allt. Ég trúi að þið hafið fundið hvort annað aftur og lítið til með okkur öllum sem eftir lifum. Guðlaug Hestnes. Elsku afí. Þá er kallið komið, svo snöggt en þó ekki. Á þessari stundu koma minningarnar svo skýrt fram í hugann. Allt frá því að ég var iít- ill snáði til þess dags þegar við töluð- um síðast saman. Alltaf varstu tilbú- inn að skemmta okkur börnunum hvort sem var í afmælum eða á öðrum stundum. Við fjölskyldan munum sakna sárlega allra laugar- daganna sem við áttum saman í Sæviðarsundinu þegar þú bauðst upp á heitt kaffi og gómsætt með- læti. Ætíð varstu kátur og gerðir að gamni þínu og lagðir þig fram um að öllum liði vel í návist þinni. Þegar amma dó fyrir tveimur árum var missirinn mikill fyrir þig. í dag erað þið saman á ný á þeim stað sem þú varst farinn að þrá undir lokin. Enda þótt ég hafi ekki getað heim- sótt þig undanfamar vikur vegna starfa erlendis þá var hugurinn alltaf hjá þér allt til hinstu stundar. Megi góður guð varðveita minn- ingu þína. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi þvi, sem eilíft er. (V. Briem.) Agnar Þór Brynjólfsson. t Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, EIRÍKUR ELLERTSSON, Ásabraut 16, Keflavik, sem lést af slysförum á heimili sínu þann 16. september sl., verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudag- inn 26. september kl. 14.00. Ellert Eiríksson, Guðbjörg A. Sigurðardóttir, Jóhannes Ellertsson, Katrín Sólveig Guðjónsdóttir, Elva Ellertsdóttir, Gústaf Adolf Skúlason, Birna Helga Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, sonur og afi, ÓLAFUR BJÖRNSSON, prentari, Ljósalandi 3, lést í Landspítalanum 20. september sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. september kl. 15. Elfnborg Jónsdóttir, Inga Maria Ólafsdóttir, Eyþór Osterby, Jón Arnar Ólafsson, Elísabet Jónsdóttir, Perla Ósk Eyþórsdóttir. t Ástkær kona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, DÚA BJÖRNSDÓTTIR, Borgarhrauni 23, Hveragerði, sem andaðist 18. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 13.30. Juan Roig, Margrét Karisdóttir, Karl Dúi Karlsson, Einar Björn Bragason, Olga Björk Bragadóttir, Björn Dúason, Sigurður Hannesson, Kristjana Björnsdóttir, Rakel Árnadóttir, Sveinbjörn Ottesen og barnabörn. t Konan mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR, Sviðholtsvör 4, Bessastaðahreppi, lést á görgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 22. septem- ber sl. Andrés Reynir Ingólfsson, Ása, Auður Ásta, Arnþór Ingi. Ásta Hraldsdóttir, Steinþór Nygaard, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ingólfur Konráðsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI BERGVIN BJÖRNSSON, Höfðabrekku, Mjóafirði, lést hinn 21. september á Fjórðungs- sjúkrahúsi Neskaupstaðar. Stefanfa Gfsladóttir, Ingólfur Pétursson, Sigurborg Gfsladóttir, Tómas Zoega, Jóhanna Gfsladóttir, Haraldur Hálfdanarson, Björn Gíslason, Helga Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, VIGGÓ GUÐJÓNSSON, sem lést í Landsspítalanum 15. sept- ember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 25. septem- ber kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Auðunn Viggósson, Guðbjörg Viggósdóttir, Erla Viggósdóttir. Júiíanna Viggósdóttir. Eygló Steinsdóttir, Magnús Karlsson, t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Melhaga 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðviku- daginn 25. september, kl. 13.30. Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Örn Ólafsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Haraldur Briem, Þórunn Þórhallsdóttir, Ólafur Andri Briem, l'var Jóhann Arnarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.