Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 11
Snögg umskipti
gegn Banda-
ríkjamönnum
SKAK
Armcníu, Jcrcvan
ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
Ólympíuskákmótið er haldið
í Armeníu dagaiia
15. september til 2. október.
ÍSLENDINGAR töpuðu illa fyr-
ir Bandaríkjamönnum í 6. umferð
á laugardaginn á Ólympíuskák-
mótinu í Jerevan. Hannes Hlífar
gerði jafntefli á öðru borði, en
Jóhann Hjartarson,
Helgi Ólafsson og
Helgi Áss Grétarsson
töpuðu allir. Úrslitin
urðu þannig 'h vinn-
ingur gegn 3*/2.
Bandaríkjamenn
hafa löngum þótt tefla
grimmt til sóknar, og
hefur því verið um
kennt, að þeir séu aldir
upp í stuttum helgar-
skákmótum, þar sem
hver einasta skák sé
hrein úrslitaskák.
Þetta hefur gefist þeim
misjafnlega í flokka-
keppni og undanfarin
ár hafa þeir teflt af
nokkuð meiri yfirveg-
un. Það má ef til vill
rekja til þess að á und-
anförnum ólympíu- og
heimsmótum landsliða
hefur meiri hluti
bandarísku sveitarinn-
ar verið ættaður frá
hinum skákmenntuðu
Sovétlýðveldum.
Hafi íslenska sveitin
í Jerevan haldið að
tímar tryllingslegra
sókna hjá Bandaríkja-
mönnum væru liðnir
komust þeir að raun
um annað á laugar-
daginn.
Hvítt: Christiansen
Svart: Helgi Áss
Grétarsson
Evansbragð
l.e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4
- Bc5 4. b4!? -
Heimsmeistarinn, Kasparov,
endurvakti þessa fornu bytjun í
fyrra og vann, m.a., Anand í
frægri skák.
4. — Bxb4 5. c3 — Ba5
í fyrrnefndri skák lék Anand
5. — Be7 og framhaldið varð 6.
d4 — Ra5 7. Be2 — exd4 8. Dxd4!
- Rf6?! 9. e5 - Rc6 10. Dh4 -
Rd5 11. Dg3 - g6 12. 0-0 - Rb6
13. c4 - d6 14. Hdl - Rd7 15.
Bh6! — Rcxeö 16. Rxe5 — Rxe5
17. Rc3 - f6 18. c5! - Rf7 19.
cxd6 — cxd6 20. De3! — Rxh6
21. Dxh6 - Bf8 22. De3+! - Kf7
23. Rd5 - Be6?! 24. Rf4 - De7
25. Hel! og svartur gafst upp.
6. d4 - d6 7. Db3 - Dd7 8.
dxe5 — Bb6
Svartur getur einnig leikið 8. —
dxe5, en hins vegar gengur 8. —
Rxe5? ekki, vegna 9. Rxe5 — dxe5
10. Bxf7+ - Dxf7 11. Db5+
ásamt 12. Dxa5 o.s.frv.
9. Rbd2 -
Eftir 9. exd6 — Ra5 10. Db4 —
Rxc4 11. Dxc4 cxd6 er staðan að
vera nokkuð jöfn.
9. - dxe5 10. Ba3 - Ra5 11. Db4
- c5 12. Db2 — Rxc4 13. Rxc4
- f6!?
Nýr leikur í stöðunni, en áður
hefur oftast verið leikið hér 13.
- De6 14. Rfxe5, en það hefur
ekki gefist vel fyrir svart, t.d.
14. - Rf6 15. Db5+ - Bd7 16.
Rxd7 - Dxe4+ 17. Kd2 - Dd5+
18. Kc2 Dxd7 19. Hhel+ - Kf8
20. Bxc5+ — Bxc5 21. Dxc5+ —
Kg8 22. Hadl - Da4+ 23. Kb2
- h6 24. Hd4 - Dc6 25. Dxc6
- bxc6 26. He7 - Rd5 27. Hd7
- Kh7 28. Hxf7 með betra tafli
fyrir hvít..
14. Hdl - De6 15. Rd6+ - Ke7
16. 0-0 - Rh6 17. c4 - Rf7 18.
Rxc8+ - Haxc8 19. Hd5 - Hhd8
20. Dc2 - Kf8 21. Rh4 - g6
22.Hfdl - Hxd5 23. cxd5 -
Bandaríkjamaðurinn hefur eng-
ar bætur fyrir peðið sem hann
fórnaði í 4. leik og verður þess
vegna að reyna að flækja taflið.
Eftir að hann drep-
ur með c-peðinu á
d5 losnar um
svörtu peðin á
drottningarvæng.
23. - Dd7 24. h3
- Kg7 25. Hd3 -
Ba5
Framhald skák-
arinnar sýnir að
svarti biskupinn
hefði verið betur
kominn eftir B-d8-
e7.
26. Hg3 - b5 27.
Bcl - c4 28. De2
- c3 29. Kh2 -
c2 30. Rf5+ - Kh8
31. Re3 - Bb6 32.
Df3 - De7 33.
Rg4 - Rd6 34.
Da3! -
Christiansen
fiskar í gruggugu
vatni af miklu hug-
viti.
34. - Hc4!?
Helgi var í heift-
arlegu tímahraki
og missti þess
vegna af einföld-
ustu leiðinni. Ekki
verður séð að hvít-
ur eigi mikla von
um að bjarga tafl-
inu eftir 34. — Bd8
35. Dd3 - b4 36.
Hf3 — Hc3 o.s.frv.
35. Hf3 - f5?
Helga yfirsést hugmynd Christ-
iansens, en eftir 35. — Bc5 36.
Db3 - Rxe4 37. Dxb5 - Rd6 á
hvítur ekki mikið mótspil.
36. Bg5!! -
Sannarlega óþægilegur leikur í
bullandi tímahraki!
36. - Dxg5?
Staðan er geysiflókin og
margar gildrur, sem svartur
verður að varast, t.d. 36. — b4
37. Dcl - Df8? 38. Bf6+ - Kg8
39. Rh6+ - Dxh6 40. Dxh6 -
Re8 41. Bg5 - f4 42. Bxf4 -
exf4 43. Dxf4 og hvítur vinnur.
Svartur gæti farið út í endatafl
með 36. — clD 37. Bxe7 — Dxa3
38. Hxa3 — Rxe4 39. Rxe5, en
sú staða er ekki einföld þótt
svartur eigi peði meira.
37. Dxd6 — Hxe4?? og Helgi féll
á tíma, áður en Christiansen náði
að leika 38. Df8+ mát. Svartur
hefði líklega leikið best 37. —
Hc7, en staðan er svo flókin, að
erfitt er að segja til um, hvort
hvítur geti haldið jafntefli.
Bragi Kristjánsson
Hannes Hlífar náði
hálfum vinningi.
Margeir hefur
aldrei séð önnur
eins umskipti.
Horfði agndofa á félaga sína tefla við Bandaríkin
„Hef aldrei séð annan
eins umsnúning“
Jerevan. Morgunblaðið.
„ÉG hef teflt á öllum Ólympíumót-
unum síðan í Haifa árið 1976, eða
í ellefu mótum, og ég hef aldrei
séð annan eins umsnúning í einni
viðureign," sagði Margeir Péturs-
son stórmeistari eftir að hafa
fylgst með félögum sínum tapa
stórt gegn Bandaríkjamönnum í
sjöttu umferð Ólympíuskákmóts-
ins í Jerevan sl. laugardag. Og það
voru orð að sönnu vegna þess að
þegar nokkuð var liðið á tafl-
mennskuna var allt útlit fyrir stór-
sigur Islendinga.
Jóhann Hjartarson hafði hvítt
gegn stórmeistaranum Alex
Yermolinsky á efsta borði og náði
fljótlega öflugu frumkvæði og á
þriðja borði virtist Helgi Ólafsson
mjög snemma hafa öll ráð Joels
Benjamins í hendi sér. Á fjórða
borði tefldi Helgi Áss Grétarsson
af hörku gegn Larry Christansen,
hrifsaði til sín frumkvæðið, vann
peð og stefndi í öruggan sigur.
Það var aðeins á öðru borði sem
Hannes Hlífar Stefánsson lenti í
vanda gegn Nick DeFirmian og
var um tíma ekki hugað líf í stöð-
unni. En Hannes seiglaðist við og
með góðri aðstoð DeFirmians, sem
yfirsást mát í fjórum leikjum, náði
Hannes smátt og smátt að komast
yfir erfiðasta hjallann.
Þrír léku afleiki
í sömu andrá
„Þetta lítur orðið svo vel út að
ég er farinn að hafa þungar
áhyggjur," sagði Ágúst Sindri
Karlsson, liðsstjóri íslenska liðsins,
þegar hér var komið sögu, og það
var eins og við manninn mælt;
skyndilega léku þeir Jóhann, Helgi
Ólafsson og Helgi Áss allir af sér,
nánast á sama andartaki, og það
sem hefði orðið 3-1 sigur íslands,
eða jafnvel stærri sigur, snerist í
auðmýkjandi ósigur. Bandaríski
sendiherrann var þá mættur á
svæðið til að fylgjast með sínum
mönnum en þeir þurftu ekki and-
legan liðsstyrk hans; íslendingarn-
ir sáu sjálfír um að eyðileggja
sigurmöguleika sína.
Hröpuðu niður í 52. sæti
Nokkuð er óljóst hversu mikla
yfirburði Jóhann Hjartarson hafði
á efsta borðinu en alténd valdi
hann ranga áætlun og undraskjótt
hallaði undan fæti hjá honum.
Helgi Ólafsson hafði kolunnið tafl
en hugsaði sig síðan um í hálftíma
og valdi algjörlega rangt fram-
hald, svo skyndilega stóð hann
uppi með tapað hróksendatafl.
Helgi Áss fór illa að ráði sínu en
hann þurfti ekki annað en að halda
í horfinu þangað til tímamörkun-
um væri náð og þá myndu stöðuyf-
irburðir hans áreiðanlega hafa
tryggt honum sigur. í staðinn
reyndi hann að knýja fram sigur
og lék á fáeinum sekúndum af sér
öllum sínum yfirburðum og féll
síðan á tíma. Hannes hélt hins
vegar jöfnu og niðurstaðan varð
því 0,5-3,5, Bandaríkjamönnum í
hag.
Við þetta hröpuðu íslendingar
niður í 52. sætið með 12,5 vinn-
inga. Rússar héldu efsta sætinu
með því að vinna Armena með
minnsta mun, 2,5-1,5, Bareev
vann Lputian, en jafntefli gerðu
Kasparov og Anastasian. Kasp-
arov tefldi þarna sínu þriðju skák
á mótinu og höfðu þær allar end-
að með fremur tilþrifalitlum jafn-
teflum og ber þá nýrra við því
hér í eina tíð lagði Kasparov
metnað sinn í að reyna að vinna
svo til hveija skák á Ólympíu-
skákmótunum.
Rússar höfðu 17,5 vinninga eft-
ir sjöttu umferð, síðan komu Tékk-
ar sem unnu Perúmenn 4-0,
Spánveijar sem unnu Kínveija
2,5-1,5 (Shirov vann Ye), og Eng-
lendingar sem unnu Georgíumenn
með sama mun (Short gerði jafn-
tefli við Asmaeparasvili, Adams
tapaði en Speelman og Sadler
unnu sínar skákir). Önnur úrslit
m.a.: Ungveijaland-Frakkland
2.5- 1,5 (Portisch vann Renet),
Kúba-Bosnía 2-2, Króatía-
Þýskaland 2,5-1,5, Holland-
Hvíta-Rússland 2,5-1,5, Svíþjóð-
Rúmenía 2-2, Úkraína-Kasakst-
an 2-2 og Búlgaría-Portúgal
3-1.
Danir lágu ekki síður illa í því
en við íslendingar því þeir töpuðu
1-3 fyrir C-liði Armeníu, Norð-
menn töpuðu 1,5-2,5 fyrir Make-
dóníu en Finnar unnu Tyrki
3.5- 0,5. Færeyingar töpuðu
1.5- 2,5 fyrir Úganda.
^MEXIKéWi
í CECNUM BRAGPLAUKANA!
MEXÍKÓSKIR DAGAR VERÐA í GRILLINU DAGANA 24.-Z9. SEPTEMBER.
ÞÁ MÆTIR SNILLINGURINN ALEJANDRO CALOGA OG TÖFRAR FRAM ÞAÐ
BESTA í MATARGERÐ MEXÍKÓBÚA OG MEXÍKÓSKTTRÍÓ SKEMMTIR
MATARGESTUM MED ÞEIRRA EINSTÖKU ÞJÓÐLAGATÓNLIST.
SÝNISHORN AF MATSEÐLI:
FORRÉTTUR
TOSTADAS DE POLLO
MAÍSSKEL MEÐ KJÚKLINGUM, BAUNASPÍRUM, LAUK
OC TÓMÖTUM
690 KR.
APALRÉTTUR
CARNE ASADA A LA TAMPIQUENA
CLÓÐARSTEIKT KRYDDLÖCÐ NAUTALUND AÐ HÆTTI
TAMPIQUENABÚA
1980 KR.
EFTIRRÉTTUR
FLAN BLANCO AL ROMPOPA
MARENSBÚÐINCUR MED ECCJALÍKJÖR
730 KR.
KYNNISTTÖFRUMMEXÍKÓSKRARMATARGERÐAR í GRILLINU! i
BORÐAPANTANIR í SÍA-VA 552 5053 EÐA 552 9900. i
EFTIRTÖLDUM AÐILUM ÞÖKKUM VIÐ GÓÐAN STUÐNING:
FERÐAMÁLAKÁP MEXÍKÓ, SENPIRÁP MEXlKÓ í NOREGI, R+PISMANNSSKRIFSTOFA MEXÍKÓ f REYKJAVÍK, > .
KRYSTAL HÓTELKEPJAN f MEXIKÓ, AEROMEXICO, FLUGLEIÐIR.
-þín sagal