Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósker við þyrlnpall skemmd Á SUNNUDAGSKVÖLD var til- kynnt til lögreglu að átta ljósker af fjórtán hefðu verið brotin við þyrlubjörgunarpallinn austan Borgarspítalans. Ljóskerin eru til þess að auka öryggi þyrlna í sjúkraflugi og því um mikla ör- yggishagsmuni að ræða að þau séu í lagi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gefa þessi skemmdar- verk tilefni til að efast um geð- heilsu sökudólganna en ekki ligg- ur fyrir hverjir þarna voru að verki. Lögð er áhersla á að fljótt verði skipt um ljósin. Morgunblaðið/Golli Nýjar viðvörunar- merkingar á tóbaki NÝJAR viðvörunarmerkingar hafa tekið gildi á tóbaksvörum sem ÁTVR dreifir í stað þeirra sem fyr- ir voru. Myndir til áherslu um skað- semi reykinga hafa fallið niður og einnig er tjöru- og níkótíninnihald nú tilgreint á hveijum umbúðum. Breytingin er gerð samkvæmt nýrri reglugerð um viðvörunar- merki á tóbaksvörum sem gildi tók í fyrra og var færð til samræmis við evrópskar reglur að sögn Svövu P. Bernhöft innkaupastjóra hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Aðlögunartími vegna nýju reglu- gerðarinnar var gefinn til 1. ágúst á þessu ári og segir Svava að birgð- ir tóbaks með gömlu merkingunum séu nú senn á enda. Er þegar tekið að bera á tóbakspökkum með nýjum merkingum. Tjöru- og nikótíninnihald tilgreint Á hlið vindlingapakka skal prenta upplýsingar um tjöru- og nikótín- innihald viðkomandi tegundar. Áletranir eru mismunandi eftir vöru- tegundum og er ætlast til að þær dreifist jafnt á mismunandi pakkn- ingar, samkvæmt reglugerðinni. Á vindlinga- og vafningstóbaks- pökkum skal standa: „Reykingar valda krabbameini", „Reykingar valda hjartasjúkdómum", Reyking- ar valda banvænum sjúkdómum", Reykingar valda dauða“, „Reyking- ar móður á meðgöngu skaða fóstr- ið“, „Verndið börnin - látið þau ekki anda að sér tóbaksreyk", „Reykingar þínar eru heilsuspill- andi fyrir þá sem eru nálægt þér“, „Ef þú hættir að reykja dregur þú úr líkum á alvarlegum sjúkdóm- um“, „Reykingar valda fíkn“. Djöflaeyjan Frumsýn- ing tefst ekki BROTIST var inn í skrifstofur Islensku kvikmyndasamsteyp- unnar við Hverfisgötu aðfara- nótt laugardags. I innbrotinu voru unnin skemmdarverk og m.a. stolið tölvum, prenturum, ryksugu, myndbandsupptökuvél, sex ávísanaheftum og prók- úrustimplum. Kristinn Arason hjá íslensku kvikmyndasamsteypunni segir að tjónið sé áætlað nema um tveimur milljónum króna. í tölv- unum hafi verið geymdar upplýs- ingar sem séu til arinars staðar en talsverðan tíma taki að koma þeim á tölvutækt form að nýju. Þrátt fyrir innbrotið er vonast til að Djöflaeyjan verði frumsýnd skv. áætlun 3. október. Morgunblaðið/Golli GÖRAN Persson hefur hitt forystumenn lýðveldisins, Reykjavíkurborgar og Alþingis i opinberri heimsókn sinni. Á sunnudag átti hann hins vegar stefnumót við íslenzka náttúru, er hann fór ásamt íslenzku forsætisráðherrahjónunum og Anniku konu sinni austur á Vatnajökul, þar sem ekið var á snjósleðum og siglt á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Hér standa þau fremst við borðstokkinn í siglingunni um Iónið, Göran Persson, Annika Persson, Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar í opinberri heimsókn Norðurlönd starfi saman gegn ofþenslu OPINBERRI heimsókn Görans Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, lauk í gær og fer ráðherrann til síns heima í dag. Persson sagði á blaðamanna- fundi þeirra Davíðs Oddssonar í Ráð- herrabústaðnum í gær að mikilvægi norræns samstarfs hefði aukizt þrátt fyrir alþjóðavæðingu og hnattræna þróun. Hann lagði til að Norðurlönd ynnu saman að því að hindra of- þenslu í efnahagslífinu, nú þegar þeim hefði tekizt að vinna sig út úr kreppunni. Rætt hefur verið um að ísland og Noregur geti notað norrænt sam- starf til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi ESB, í gegn- um norrænu aðiidarríkin. Morgun- blaðið spurði Persson hvort hann teldi að Svíþjóð ætti, sem norrænt ríki, að gæta hagsmuna fslands á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. forsætisráðherrann sagði að svarið væri bæði já og nei. „Menn ættu ekki að taka á sig ábyrgð annarra ríkja. Við tölum fyrir hagsmunum Svíþjóðar, en um leið er að finna norræna vídd í Evrópusamstarfinu. Þar tölum við fyrir öll norrænu ríkin. Þröngt skilgreint er svarið við spum- ingunni því nei; við getum ekki talað fyrir neitt annað ríki á ríkjaráðstefn- unni. Hins vegar er um hina norrænu vídd að ræða og þar tala Svíþjóð, Danmörk og Finnland öll fyrir nor- rænum sjónarmiðum.“ Davíð Oddsson bætti því við að af hálfu íslands og Noregs hefðu menn óttazt að norrænt samstarf í alþjóðastofnunum, til dæmis innan Sameinuðu þjóðanna, myndi líða fyr- ir ESB-aðild Svíþjóðar og Finnlands. „Það er rétt að samstarfið er ekki jafnmikið og öflugt og áður, en það mikilvæga er að Island og Noregur hafa fengið aðild að samstarfi ESB- ríkjanna í SÞ og öðrum stofnunum, með hjálp Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur. Þar eru því engin stór vandamál og við erum þakklát nor- rænum vinum okkar. Þetta sýnir sterkan vilja til norræns samstarfs innan alþjóðlegra stofnana." Sterkari norræn samkennd Persson sagði að stjórnmál og efnahagsmál yrðu sífellt alþjóðlegri og alþjóðastofnanir æ mikilvægari. Menn kynnu að halda að við slíkar aðstæður yrði mikilvægi norræns samstarfs minna. „Hér höfum við ákveðna þversögn. Því alþjóðlegri sem stjórnmálin verða og efnahags- þróunin hnattrænni, þeim mun meiri þörf höfum við fyrir samfélag og samkennd. Samkennd Norðurlanda á sviði menningar, tungumáls og samfélagsgerðar verður sterkari, þótt stjómmálin verði alþjóðlegri. Ég get tekið dæmi af sjálfum mér; ég hef fundið fyrir mikilli hlýju og sam- stöðu þegar ég hef farið að heim- sækja norræna starfsbræður mína, hvort sem það er Finni, íslendingur eða Dani.“ Morgunblaðið spurði hvort stjórn- málafylkingarnar, sem forsætisráð- herrarnir tveir tilheyra, hægrimenn og jafnaðarmenn, hefðu nálgazt I velferðarmálum eftir umfangsmikla uppstokkun og niðurskurð í velferð- arkerfum norrænu ríkjanna á undan- förnum árum. Davíð Oddsson sagði að á öllum Norðurlöndunum, nema ef til vill í Noregi, hefði tekizt að veija velferðarkerfið þrátt fyrir efna- hagskreppu og jafnframt að rétta ríkisfjármálin af. Norðurlönd væru því fyrirmynd margra annarra ríkja. „Þetta hefur ekki verið auðvelt, en það hefur tekizt,“ sagði Davíð. Persson tók undir að mörg önnur ríki öfunduðu Norðurlönd af árangri þeirra. Á Íslandi ætti nú að leggja fram hallalaus fjárlög, Svíþjóð stefndi að hallalausum ríkisrekstri 1998 og hin norrænu ríkin hefðu einnig náð jafnvægi í ríkisfjármálun- um. „Við ræddum að Norðurlöndin ættu ef til vill að starfa saman að næsta skrefi. Það er auðvelt að sjá hvað mun gera næst. Nú þegar þessu erfiðleikaskeiði er lokið, mun fólk telja að því beri að fá eitthvað í stað- inn fyrir það, sem það hefur lagt á sig; lægri skatta, aukin hlunnindi og fyrst og fremst hærri laun. Á allt það erfiða, sem við höfum gert til að aðlaga efnahagslífíð, kann að reyna að nýju vegna þess að fólk vill fara að slaka á klónni. Danmörk hefur nú þegar nokkra reynslu af því hvernig eigi að takast á við þetta stig í þróuninni, en ísland, Svíþjóð og Finnland standa frammi fyrir svipuðu ástandi í efnahagsmálum. Það, sem getur gerzt í Svíþjóð, er að margra ára aðhaldssemi í einka- neyzlu hefur skapað margar þarfir og óskir í heimilisrekstrinum, sem menn vilja nú uppfylla; kaupa nýjan bíl, standsetja húsið eða kaupa ný hjól handa börnunum. Allt, sem menn hafa sparað við sig, vilja þeir nú fá vegna þess að þeir telja bjart- ara framundan. Sumir kaupa það ekki með peningum sem þeir hafa unnið sér inn, heldur með lánsfé. Þannig taka menn neyzlulán og þá er hætta á að hagkerfið ofhitni. Þá bætist verðbólguhættan við, svo hækka vextir, fjárfestingar minnka, atvinnuleysið eykst og loks verða til vandamál í ríkisrekstrinum. Undan- farið höfum við gengið í öfuga átt við þetta, en hvernig getum við látið staðar numið og tryggt að ekki fari allt í sama farið?" sagði Persson. „Þetta er sláandi dæmi um svið, þar sem við ættum að vinna saman.“ Davíð Oddsson sagðist þeirrar skoðunar að eftir lok kalda stríðsins hefði hugmyndafræðilegur munur í stjórnmálaumræðum minnkað. „Það er hins vegar ekki svo að við höfum ekki lengur þörf fyrir stjórnmál," sagði Davíð. Nýtt meirihlutasam- starf í Borgarbyggð Nýr bæj- arráðs- formaður kjörinn tekist og Sjálf- Borgarnesi. Morgunblaðið. Meirihlutasamstarf hefur milli Framsóknarflokks stæðismanna í Borgarbyggð. Felur meirihlutinn í sér 7 af 9 fulltrúum i bæjarstjórninni. Guðmundur Guðmarsson fulltrúi framsóknar- manna verður áfram forseti bæjar- stjórnar og Sigrún Símonardóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs. Núverandi bæjarstjóri Óli Jón Gunnarsson verður áfram. Á sunnudagskvöld samþykkti fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Borgarbyggð málefnasamning Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarfið en full- trúaráð sjálfstæðismanna hafði samþykkt málefnasamninginn sl. fimmtudag. Aðspurður sagði Jenni R. Ólason fuiltrúi Alþýðubandalagsins og frá- farandi formaður bæjarráðs, að hann myndi ekki á nokkurn hátt koma til með að standa í vegi fyrir því að breytingar yrðu í bæjarráðinu og kosið yrði aftur til bæjarráðsins. Kvaðst Jenni einnig hafa tilkynnt Guðmundi Guðmarssyni forseta bæjarstjórnar að kjósa mætti einnig í allar nefndir sem Alþýðubandalag- ið ætti fulltrúa í og hann væri tilbú- inn að víkja úr stjórnum þeirra fyr- irtækja sem hann hefði verið til- nefndur í af bæjarstjórninni. Beðið um stöðuyfirlit frá endurskoðanda | Að sögn Sigrúnar Símonardóttur | vilja sjálfstæðismenn að tekið verði | á öllum rekstrarþáttum bæjarfé- j lagsins til hagræðingar og sparnað- ar. „Allir rekstrarþættir verða skoð- aðir, frá toppi til táar og bæjar- stjórnin verður ekki undanskilin," sagði Sigrún. „Við viljum fá stöðu- yfirlit frá endurskoðanda Borgar- byggðar miðað við fjárhagsáætlun og vinna út frá því.“ | Sagði Sigrún að sjálfstæðismenn væru samþykkir sparnaði og hag- ræðingu í rekstri leikskólans Kletta- | borgar en vildu fá að skoða það mál nánar og ræða við starfsfólkið um leiðir til sparnaðar. Einnig væru sjálfstæðismenn sammála um að sameina í starfsmannahaldi hita- veitu, vatnsveitu og áhaldahús með sparnað fyrir augum. En uppsagnir þar tækju ekki gildi fyrr en 31. maí á næsta ári, þannig að tími | væri til að vinna að þeim málum betur. „En það er alltaf sárt og | viðkvæmt að þurfa að taka á svona I málum“, sagði Sigrún að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.