Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Mat á umhverfisáhrifum - uppgræðsla Hólasands - ÞANN 8. ágúst síð- astliðinn var kynntur úrskurður skipulags- stjóra ríkisins um mat á umhverfísáhrifum uppgræðslu Hóla- sands. í kjölfar um- fjöllunar í Qölmiðlum undanfarna daga 'og vikur um einstaka þætti sem varða upp- græðslu Hólasands og úrskurð skipulags- stjóra vill Skipulag rík- isins koma á framfæri nokkrum atriðum varðandi mat á um- hverfisáhrifum og um- fjöllun embættisins. Asdís Hlökk Theodórsdóttir Lög um mat á umhverfísáhrifum krefjast þess að metin séu áhrif þeirra framkvæmda sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á umhverfí, náttúruauðlindir og samfélag. Framkvæmdaraðili metur um- hverfísáhrif framkvæmdar og legg- ur fram matsskýrslu með niður- ^stöðum sínum til Skipulags ríkis- ins. Skipulag ríkisins kynnir fram- kvæmdina fyrir almenningi og þeim stofnunum sem málið varðar og kveður upp úrskurð að lokinni umfjöllun embættisins. Þáttur framkvæmdar- aðila í matsferlinu í matsskýrslu sem framkvæmda- raðili leggur fram til Skipulags rík- isins ber honum að gera grein fyr- ir fyrirhugaðri framkvæmd og eftir því sem við á þeim áhrifum sem hún kann að hafa á: • menn, samfélag, menningu og menningararf • dýr, plöntur og aðra þætti líf- ríkis • jarðveg, vatn, loft og veðurfar • jarðmyndanir og landslag Einnig skal fram- kvæmdaraðili gera grein fyrir hvernig hann hyggst draga úr þeim óæskilegu um- hverfísáhrifum sem framkvæmd kann að hafa í för með sér. Þann 4. júní síðast- liðinn lagði Land- græðsla ríkisins fram matsskýrslu um upp- græðslu Hólasands til Skipulags ríkisins. Þar er greint frá fyrirhug- lnnbrots=, Öryggis* * og brunakerfl ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti n'kisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. Einar Farestveit&Cotif. Borgartúni 28 • Slmar 562 2901 og 562 2900 Söluumboö Akureyri: Ljósgjafinn aðri uppgræðslu 130 km2 svæðis sem verði friðað fyrir beit og grætt upp, fyrst og fremst með lúpínu. í matsskýrslu Landgræðslunnar kemur fram að miðað við núver- andi aðstæður telji Landgræðslan ólíklegt að lúpína breiðist út fyrir landgræðslusvæðið. í matsskýrsl- unni er greint frá hugsanlegum umhverfísáhrifum framkvæmd- arinnar og mótvægisaðgerðum við þeim: • „Lúpínu verður ekki sáð nálægt vestutjaðrinum sunnanverðum þar til búið er að ... kanna nánar leys- ingavatnsfarvegi sem hugsanlega gætu flutt fræ í átt að Laxárdal." • „Grasfræi (af túnvingli, vall- arsveifgrasi og melgresi) verður sáð í moldir og sand meðfram ro- fjöðrum Hólasands" til að binda yfirborðið og draga úr frosthreyf- ingum að vetrarlagi. „Auk þess dregur slíkt graslendi meðfram jöðrunum úr möguleikum lúpínunn- ar til að dreifast út frá svæðinu." Sáð verði grasfræi í 50-200 metra breitt belti eftir aðstæðum. • „Fylgst verður með því árlega, samfara viðhaldi girðinga, hvort lúpína tekur að breiða úr sér utan friðaða svæðisins og hægt verður að gera ráðstafanir til að hefta þá útbreiðslu ef hún á sér stað.“ URTE PENSIL Propolis - Sólhattur Virkni þeirra þekkja flestir en saman er árangurinn enn betri. Auk þess 4 steinefnaríkar j urt ir sem eru styrkjandi og stuðla að betri liðan. Önnur heilsuefhi frá Natur Drogeriet. BIO-SILICA fýrirbárið.neglumar, húðina, bandvefi og beinin. Gott fyrir hárið, neglumar, beinin, bandvefi og yngir húðina. SKALLIN PLUS vinurmagans, ^___ hrcinsandi og grennandi. Fræhýði af Ispaghúla - náttúrulegur fiber. Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Breiðholts Apótcki, Grafarvogs Apóteki, Laugavegs Apóteki, Kópavogs Apóteki, Mosfclls Apóteki, Apóteki Suóurnesja, Ilraunbcrgs Apóteki, Blómaval, Fjarðarkaup, lleilsa Kringlunni og Skólavöröustíg, Ucilsuhorninu Akureyri, Heilsuvali.Hollt og Góðu Skagaströnd, Heilsukoíanum,Akranesi, Kornmarkaðinum, Sjúkranuddstofu Silju. BIO-SELEN UMB., SIMI 557 6610 • „Kolagrafír hafa fundist á Hól- asandi sunnanverðum.“ „Einnig mótar fyrir gamalli reiðleið ...“ „Reiðgata" nálægt vesturjaðrinum sunnanverðum verður kortlögð. Þáttur sérfræðistofnana og almennings í matsferlinu Við umíjöllun Skipulags ríkisins um matsskýrslu framkvæmdarað- ila er framkvæmd kynnt fyrir al- menningi og leitað umsagna sér- fræðistofnana og álits annarra sér- fróðra aðila ef þess er talin þörf. Þetta er gert til að allir geti kynnt sér framkvæmdina, komið að at- hugasemdum og sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði. Þá geta þær stofnanir sem starfa eftir lögum sem snerta framkvæmdina (s.s. um mengun, náttúruvernd og þjóðminj- ar) komið ákvæðum þeirra laga og sjónarmiðum á framfæri áður en ákvarðanir eru teknar. Mat á umhverfísáhrifum upp- græðslu Hólasands var auglýst opinberlega 12. júní síðastliðinn og lá frammi til kynningar í fimm vik- ur. Leitað var umsagna viðkomandi sveitarstjórna, héraðsráðunautar, Hollustuverndar ríkisins, Náttúru- verndarráðs og Þjóðminjasafns Ís- lands. Ennfremur barst athuga- semd frá Náttúrurannsóknastöð- inni við Mývatn. í umsögnum og athugasemd komu m.a. fram eftir- farandi atriði varðandi umhverfis- áhrif framkvæmdarinnar og mót- vægisaðgerðir við þeim: Varað er við hættu á að lúpína berist út fyrir landgræðslusvæðið. Kortleggja þurfí vatnsfarvegi út af landgræðslusvæðinu og fylgjast með útbreiðslu lúpínunnar. Varað er við hættu á að óheft notkun lúpínu og annarra inn- fluttra tegunda geti valdið röskun á lífríki, vegið að fjölbreytni þess og náttúrulegum gróðursamfélög- um. Erlendar plöntutegundir verði ekki notaðar óheft án þess að fyrst fari fram rannsóknir á viðkomandi tegundum. Þess verði gætt að menningar- minjum verði ekki spillt með upp- græðsluaðgerðum. Kortlagðir verði gamlir vegir og kolagrafir. Leitað var sérfræðiálits Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins varðandi hugsanlega útbreiðslu lúpínu út fyrir landgræðslusvæðið. í sérfræðiálitinu kemur m.a. fram að hætta sé á að lúpína berist út í mólendi á jöðrum Hólasands, eink- um þar sem er beitarfriðun og lítið beitarálag. Úrskurður skipulags- stjóra, segir Ásdís Hlökk Teodórsdóttir, byggir á umfjollun um framlagða matsskýrslu framkvæmdaraðila. • Lagt er til að ekki verði sáð lúpínu „nær jöðrum Hólasands en 200 metra, til að draga úr líkum á að hún dreifist inn á lyngmóa við sandinn á næstu árum og áratug- um“. „Lögð verði áhersla á ræktun gras- og kjarrbeltis við jaðar sands- ins, á milli lúpínuræktar og lyngmóanna utan við sandinn. Belti þetta verður að vera klætt öflugum gróðri. Að öðrum kosti má reikna með að lúpína geti tiltölulega hindr- unarlítið numið land innan beltisins og komist þannig út fyrir sandinn." • Kannaðir verði leysingavatns- farvegir frá syðri hluta Hólasands, til vesturs í átt til Laxár og að „lúp- ínu verði ekki sáð nálægt farvegum sem flutt geta fræ út af svæðinu". • Hófleg sauðfjárbeit verði um- hverfis sandinn. • Einnig er gerð tillaga um eft- irlit með hugsanlegri útbreiðslu lúpínu þar sem farið verði a.m.k. annað hvert ár með jaðri sandsins og niður með vatnsfarvegum og kannað hvort um Iandnám lúpínu sé að ræða. Úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Innan tíu vikna frá því fram- kvæmdaraðili leggur fram mats- skýrslu til Skipulags ríkisins skal skipulagsstjóri kveða upp rök- studdan úrskurð um umhverfís- áhrif framkvæmdarinnar. Úrskurð- ur skipulagsstjóra byggir á umfjöll- un embættisins um framlagða matsskýrslu framkvæmdaraðila, þeim umsögnum sem leitað hefur verið eftir, athugasemdum sem kunna að hafa borist og áliti ann- arra sérfróðra aðila sem embættið hefur leitað eftir. í úrskurði sínum getur skipulagsstjóri: • fallist á framkvæmd, með eða án skilyrða, eða • farið fram á frekara mat á umhverfisáhrifum. í úrskurði skipulagsstjóra ríkis- ins frá 8. ágúst síðasliðnum er heimiluð uppgræðsla Hólasands, eins og Landgræðsla ríkisins lýsir henni í matsskýrslu. Vegna þeirra umhverfisáhrifa sem framkvæmdin er talin geta haft í för með sér, sbr. umfjöllun hér að framan, eru sett skilyrði um eftirfarandi atriði í úrskurðinum. Þetta er gert til að tryggja að draga megi úr eða koma í veg fyrir að framkvæmdin hafí í för með sér óæskileg umhverfis- áhrif: Vatnsfarvegir frá landgræðslu- svæðinu til Sandvatns og Laxár- dals verði kortlagðir og ekki sáð lúpínu nálægt farvegum sem flutt geta fræ út af landgræðslusvæð- inu. Lúpínu verði ekki sáð í 200 metra breitt belti meðfram rofjöðr- um Hólasands. Þar verði myndað öflugt gras- og kjarrbelti. Árlega verði farnar eftirlitsferðir með jaðri landgræðslusvæðisins og vatnsfarvegum til að fylgjast með og bregðast við útbreiðslu lúpínu út af landgræðslusvæðinu. Tryggt verði að erlendar plöntur sem notaðar verða í tilrauna- og rannsóknaskyni berist ekki óheft út frá landgræðslusvæðinu. Kolagrafir og gamlir vegir á landgræðslusvæðinu verði kortlögð í samráði við Þjóðminjasafn íslands og ekki sáð í þau. Höfundur er sviðsstjóri umhyerfissviðs, Skipulagi ríkisins. Skilaboð ASÍ til bænda MEÐ „þjóðarsátt- inni“ 1990 var komið á áður óþekktu sam- starfi bændasamtak- anna og aðila vinnu- markaðarins með lækkun vöruverðs og minni ríkisframlög til landbúnaðar að leiðar- ljósi. Þau sex ár, sem síðan eru liðin, hafa verið tími mikilla breytinga í landbúnaði á íslandi. Útflutnings- bætur úr ríkissjóði hafa verið felldar niður og bændur og afurða- stöðvar hafa tekið á sig verðlækkanir sem hafa leitt til lækkana á búvöruverði. Skv. tölum frá Hagstofu íslands (sjá grein Sigurgeirs Þorgeirssonar í Mbl. 10. september) hafa erftir- taldar breytingar orðið miðað við meðalverðlag ársins 1991 og meðalverðlag jan. — ágúst 1996: Kjöt og kjötvörur +0,3% Mjólkurafurðir og egg -4,9% Kjöt, mjólkogegg - 2,2% Matvörur alls (í vísitölu neysluverðs) +6,8% V ísitala ney sluverðs +13,4% Þá er talið, að opinber framlög til stuðnings landbúnaði hafi minnkað um 40% á síðustu sex árum. Eru þá ótaldar ýmsar að- gerðir, sem eru til þess fallnar að stuðla að aukinni hagkvæmni. Ekki fer á milli mála að allt þetta Guðmundur Þorsteinsson hefur rýrt kjör bænda verulega. Nú berast þau skilaboð frá miðstjórn ASÍ (ályktun 4. sept.) og framkvæmdastjóra þess (Mbl. 5. sept., D.-T. 6. sept.) að þessi árangur sé svo slakur, að hæpið sé fyrir ASI að leggja nafn sitt við slíkan hégóma fram- vegis. Vænlegra sé að beita áhrifum sínum til að knýja stjórnvöld til að opna landið fyrir innflutningi niður- greiddrar offram- leiðslu af heimsmark- aði og láta þá arka að auðnu með afdrif þeirra, sem hafa framfæri sitt af íslenskum landbúnaði. Fyrir- sláttur um að tilgangurinn sé að vernda störf í framleiðslu og úr- vinnslu landbúnaðarvara er sjáan- lega hreinn yfirdrepsskapur. Sjö-manna-nefndin svokallaða, skipuð fulltrúum landbúnaðarráðu- neytis, samtaka launþega og vinnuveitenda og bændasamtak- anna, var sett á laggirnar skv. þjóðarsáttinni. Verkefni hennar var að leita leiða til lækkunar bú- vöruverðs og hafði hún afgerandi áhrif á mótun búvörusamning- anna. Fyrr á þessu ári var af hálfu landbúnaðarráðuneytisins leitað eftir vilja aðila vinumarkaðarins til að taka upp þann þráð að nýju. Það er þversögn í boð- skap ASÍ, segir Guð- mimdur Þorsteinsson, sem talar um hótanir þess í garð bænda. Eftir margra mánaða umhugsun hafa loks borist jákvæð svör. Um- mæli þeirra ASÍ-manna virðast þó ekki gefa fyrirheit um raunveru- legan samstarfsvilja, en líklegra að þátttaka þeirra verði aðeins til málamynda í þeim tilgangi einum að geta sagst hafa reynt. Hafi þeir ekki annað til málanna að leggja, en fram hefur komið, væri heiðarlegast að þeir segðu sig frá málinu strax í upphafi. Það er annars undarleg þver- sögn í boðskap ASÍ, sem þykist oftar en ekki vera boðberi þjóðfé- lagslegs réttlætis og verndari þeirra, sem búa við bágust kjör í þjóðfélaginu, s.s. öryrkjar og aldr- aðir, en þegar að bændum kemur þykir við hæfi að hóta að beita ofuivaldi samtakanna til að knýja frain vilja þeirra án alls tillits til þess, hvort um sanngjarnar kröfur er að ræða eða hvort einhveijir raunverulegir möguleikar séu til að mæta þeim. Höfundur er kúabóndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.