Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT Gætu þurft að fresta að- gerð Jeltsíns eða hætta við Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSNESKA stjórnin neitaði í gær að tjá sig um fréttir þess efnis að ef til vill þyrfti að fresta hjartaskurðaðgerð Borís Jeltsíns forseta um allt að tvo mánuði eða hætta algjörlega við hana þar sem henni fylgdi meiri áhætta en talið var í fyrstu. Rússneskir læknar og erlendir hjartasérfræðingar ákveða á miðvikudag eða fimmtudag hvort eða hvenær forsetinn verð- ur skorinn upp við kransæða- stíflu. Talsmaður stjórnarinnar kvaðst ekkert geta sagt um lík- urnar á að hætt yrði við aðgerð- ina fyrr en eftir fund læknanna í Moskvu. Rússneski læknirinn, sem talið er að skeri forsetann upp, Renat Aktsjúrín, sagði í viðtali við rúss- neska sjónvarpið NTV á sunnu- dag að læknarnir kynnu að þurfa að fresta aðgerðinni um allt að tvo mánuði og hann gæti jafnvel þurft að sætta sig við að gang- ast ekki undir aðgerðina. Áhættan minni ef beðið verður Aktsjúrín sagði að læknarnir myndu ræða hversu mikil áhætta fylgdi aðgerðinni. „Við ætlum að athuga hvort sjúklingurinn er undir aðgerðina búinn. Ef áhættan er réttlætanleg, verður látið til skarar skríða. Ef ekki, mega menn ekki gera neina vit- leysu,“ sagði hann. „Við þurfum að ganga í gegnum ákveðinn undirbúningstíma og Jeltsín virð- ist skilja það. Því fyrr sem skor- ið verður upp þeim mun meiri verður áhættan.“ Hann bætti við að líkurnar á því að sjúklingar lifðu af slíka hjartaaðgerð væru yfirleitt 85-90% ef vandamál kæmu upp varðandi önnur líffæri. Aktsjúr- ín var spurður hvort læknarnir kynnu að hætta við aðgerðina. „Það er hugsanlegt en við verð- um þá að skapa sérstakar að- stæður fyrir forsetann. Við myndum neyðast til að tak- marka líkamlega áreynslu hans. Hann myndi ekki sætta sig við það.“ Aktsjúrín framkvæmdi svip- aða hjartaðaðgerð á Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra fyrir átta árum og kvaðst ekki kvíða því að skera forsetann upp Ahættan meiri en talið var í fyrstu Reuter JEVGENÍ Tsjazov, yfirmaður Rannsóknarmiðstöðvar hjarta- sjúkdóma í Moskvu (t.v.), tekur á móti bandaríska hjartaskurð- lækninum Michael DeBakey þegar hann kom til Moskvu í gær til að aðstoða lækna sem undirbúa aðgerðina á Borís Jeltsín forseta. þrátt fyrir áhætt- una. Fyrrverandi læri- faðir Aktsjúríns, bandaríski hjarta- skurðlæknirinn Michael DeBakey, fór til Moskvu í gær til að aðstoða rúss- nesku læknana. Aktsjúrín sagði að DeBakey myndi ekki skera Jeltsín upp en myndi leggja lækn- unum lið sem ráð- gjafi. DeBakey er 88 ára og Aktsjúrín lýsti honum sem „Tolstoj hjartasjúk- dómafræðinnar". Ber sig vel Dóttir Jeltsíns, Tatjana, sagði í sjónvarpsviðtali um helgina að hann fylgdist grannt með þróun helstu þjóðmála. „Hann hlustar af athygli þegar honum er sagt hveijir hafi hringt í hann og hver skilaboðin voru. Hann les dagblöð og veit um allt sem sagt er um hann.“ Dóttirin sagði að Jeltsín væri kvíðinn en léti ekki bera á áhyggjum sínum enda væri hann ekki vanur að flíka til- finningunum. Aktsj- úrín sagði að forset- inn bæri sig vel, væri í „baráttuham" og það gæti hjálpað honum. Tatjana sagði að í stað þess að hvíla sig hefði Jeltsín stundað anda- og villisvínaveiðar í byrjun mánaðarins þegar hann skýrði frá því að hann hefði samþykkt að gangast undir hjartaaðgerð. „Okkur reyndist mjög erfítt að fá hann til að vera áfram á sjúkrahúsinu," sagði hún. „Hann er mjög atorkusamur maður og það að vera lokaður inni í her- bergi er stórhættulegt í hans augum.“ Ljóst er að mjög erfitt yrði RENAT Aktsjúrín, sem talið er að skeri forsetann upp. fyrir Jeltsín að sætta sig við að þurfa að vera á heilsuhælum eða sjúkrahúsum það sem eftir er ævinnar eins og hann hefur gert síðustu þrjá mánuði. Neiti lækn- arnir að skera hann upp munu andstæðingar hans úr röðum kommúnista og þjóðernissinna krefjast afsagnar hans á þeirri forsendu að hann geti ekki gegnt embættinu. Barist á bak við tjöldin Talið er að áhrifamiklir menn í Kreml hafi þegar hafið baráttu um forsetaembættið á bak við tjöldin. Forsetinn hefur gefið út tilskipun þar sem staðfest er að Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra verði staðgengill hans geti hann ekki gegnt embættinu vegna veikinda. Jeltsín virðist hins vegar tregur til að afsala sér völdum til lengri tíma. Heim- ildarmenn í Kreml segja líklegt að verði forsetinn skorinn upp afsali hann sér völdunum í nokkrar klukkustundir, eða þar til hann vaknar eftir aðgerðina. Verði ákveðið að fresta skurð- aðgerðinni í tvo mánuði dregur það úr læknisfræðilegu áhætt- unni en töfin gæti jafnframt aukið hættuna á því stjórnkerfið lamaðist vegna valdabaráttunn- ar. Nokkrir sérfræðingar í rúss- neskum stjórnmálum sögðu að slík töf myndi litlu breyta í Kreml þar sem forsetanum hefði tekist að skapa ákveðið valdajafnvægi milli helstu forsetaefnanna, Tsjernomyrdíns forsætisráð- herra, Alexanders Lebeds, yfir- manns öryggisráðsins, og Anat- olís Tsjúbajs, skrifstofustjóra forsetans. Aðrir stjórnmálaskýrendur voru á öndverðum meiði og sögðu að harka myndi færast í valdabaráttuna. „Enginn er að tala um valdarán, en við búumst við erfiðum tímum, án skýrrar valdaskiptingar," sagði Ljúdmila Telen, aðstoðarritstjóri viku- blaðsins Moskvufrétta. Aðrir sérfræðingar sögðust óttast að stjórnkerfið lamaðist og ýmis óleyst vandamál myndu hrannast upp, einkum í efna- hagnum. Vangoldin laun hafa þegar leitt til verkfalla og mót- mæla á síðustu vikum. Biskup selur sögu sína London. The Daily Telegraph. RODERICK Wright, fyrrverandi biskup af Argyll, sem nú er í felum ásamt fráskilinni ástkonu skinni, hefur fengið tilboð um að klæðast prestshempu á ný. Sagði erkibisk- upinn af Edinborg, Keith O’Brien, að Wright yrði boðið prestsembætti þrátt fyrir að allt sem á undan er gengið og það að hann hafi um helgina selt sögu sína til götublaðs. Wright hefur verið tvær vikur í felum en samþykkti um helgina til- boð News of the World um að segja í smáatriðum frá ástarsambandi sínu við Kathleen MacPhee. Fullyrt er að Wright fái um 30 milljónir ísl.kr fyrir en að féð renni til barna MacPhee. O’Brien sagði að Wright ætti fyrst og fremst að hugsa um fimmt- án ára gamlan son sinn sem hann eignaðist í öðru ástarsambandi. Telur biskupinn ekki nauðsynlegt að Wright giftist móður drengsins, heldur gangist við honum og kynn- ist honum. Geri hann það, geti hann snúið aftur til kirkjunnar. Erkibiskupinn og kardináli kaþ- ólsku kirkjunnar lýstu því yfir á sunnudag að ákvörðun Wrights um að selja sögu sína væri „hörmuleg" en glöddust jafnframt yfir því að líðan hans virtist góð. Aðrir kirkj- unnar menn voru ekki eins sam- úðarfullir og kölluðu biskupinn fyrr- verandi Júdas. .....-»—♦—»---- Lægsta verð á áli í rúm 2 ár London. Reuter. VERÐ á málmmörkuðum lækkaði í gær og hefur verð á áli ekki verið lægra í tvö ár og þijá mánuði. Stórir bandarískir fjárfestinga- sjóðir seldu mikið á málmarkaðnum í London í gær og seldist ál á innan við 1.400 dollara, sem hefur ekki gerzt síðan í júní 1994. Á1 til afhendingar eftir þijá mán- uði seldist fyrir hádegi á 1.392 doll- ara, sem var 20 dollara lækkun úr 1.412 dollurum á föstudag. Álverð hefur lækkað úr 1.700 dollurum síðan í janúar. Sérfræðingar á málmmörkuðum segja að verðlag sé undir þrýstingi vegna aukinnar framleiðslu, vax- andi birgða og sölutregðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.