Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er að nálgast kjarasamninga; hætta að brosa, skipta um spjöld og kreista fram tár , . . Samkeppnisráð um skemmtanaskatt kvikmyndahúsa Undanþágur skekkja samkeppnisstöðu SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslur 90% skemmtanaskatts af kvik- myndasýningum sem renna til eig- enda Háskólabíós og Laugarásbíós, skekki samkeppnisstöðu og geti skaðað samkeppnina á markaði kvik- myndahúsa. Leggur ráðið til við menntamálaráðherra að samkeppn- isstaða kvikmyndahúsanna verði jöfnuð með því t.d. að undanþágu- ákvæði laga um skemmtanaskatt sem taka til umræddra kvikmynda- húsa verði felld úr gildi. Forráðamenn SAM-bíóanna, kærðu meinta mismunun til Sam- keppnisstofnunar, og ætla að ganga á fund menntamálaráðherra í næstu viku til þess að gera honum grein fyrir afstöðu fyrirtækisins. Bjöm Ingi Hrafnsson, upplýsingafulltrúi SAM-bíóanna, segist fagna niður- stöðu Samkeppnisráðs. Hann sagði að fyrirtækið hefði mátt búa við skerta samkeppnisaðstöðu um langt skeið og hér væri um verulegar fjár- hæðir að ræða. Benti Björn á að samkeppnislögin hefðu tekið gildi 1993 og fyrirtækið myndi nú í fram- haldi af áliti Samkeppnisráðs kanna Iagalegan rétt sinn í þessu máli. „Það liggur ljóst fyrir að reynt verð- ur að fara dómstólaleiðina og kanna rétt okkar til þess að krefjast þess að annað hvort greiði þessi tvö um- ræddu kvikmyndahús þennan skemmtanaskatt frá þeim tíma þegar samkeppnislögin gengu í gildi eða við fáum skattinn endurgreiddan frá þessum sama tíma,“ segir hann. Lög um skemmtanaskatt endurskoðuð Tildrög málsins voru þau að Ámi Samúelsson, framkvæmdastjóri Sambíóanna, sendi Samkeppnis- stofnun erindi og taldi að samkeppn- isleg mismunun ætti sér stað við inn- heimtu ríkisins á skemmtanaskatti hjá kvikmyndahúsum. Öllum kvik- Svarmi frá Afríku FIÐRILDIÐ litskrúðuga sem hér má sjá er hingað komið um lang- an veg, sennilega allt sunnan frá Afríku, að sögn Erlings Ólafsson- ar skordýrafræðings. Það var glöggur maður í Mosfellsbæ sem fann fiðrildið og kom því til Nátt- úrufræðistofnunar. Fiðrildið er af ætt svokallaðra svarma og er latneskt heiti þess „hippotion celerio". Að sögn Erl- ings hefur enn ekki verið fundið íslenskt heiti á það. Ljóst er þó að heitið verður myndað með því að setja viðskeyti framan við ,,-svarma“ og er þess nú leitað. „Þetta fiðrildi er útbreitt um hitabelti Afríku, Asíu og Ástralíu og flækist mikið norður í Evr- ópu, til Japans og Nýja-Sjálands. Þetta er í fyrsta sinn sem það sést hér á landi,“ segir Erling Morgunblaðið/Kristinn og bætir við að Náttúrufræði- stofnun væri mikill fengur í því að fá að sjá sem flest af þeim framandi fiðrildum sem hingað hafa siæðst með sunnanvindun- um að undanförnu. myndahúsum væri gert að greiða 15% af verði aðgöngumiða í ríkis- sjóð, með þeim undantekningum að Háskólabíó greiddi skattinn að stærstum hluta til Sáttmálasjóðs, sem er eigandi Háskólabíós, og Laugarásbíó greiddi skattinn að stærstum hluta til DAS, sem er eig- andi kvikmyndahússins. Við athugun Samkeppnisstofnun- ar á málinu kom fram að mennta- málaráðuneytið telur þörf á endur- skoðun laganna um skemmtanaskatt og hefur falið sérstakri vinnunefnd það verkefni. í svari sem Háskólabíó sendi Sam- keppnisstofnun kemur fram að Há- skólabíó hefur eigin stjórn sem starf- ar sjálfstætt og er það rekið sem sjálfstæð rekstrareining án íhlutunar stjórnenda Sáttmálasjóðs. Bókhald Háskólabíós er og aðskilið frá bók- haldi Sáttmálasjóðs. Fjárhagsleg tengsl fælust eingöngu í því að Sátt- málasjóður, eigandi bíósins, fengi skv. reglugerð 90% af skemmtana- skatti kvikmyndasýninga. Háskóla- bíó hefði sjálft fjármagnað nýfram- kvæmdir eða tekið lán hjá Iánastofn- unum með ábyrgðum í kvikmynda- húsinu. Sjóðurinn hefði hins vegar lagt fram fé til bættrar kennsluað- stöðu í Háskólabíói. í svarbréfi Laugarásbíós var lögð rík áhersla á að endurgreiðsla skemmtanaskattsins hefði ekki farið til framkvæmda eða rekstrar Laugarásbíós. Endurgreiddur skemmtanaskattur af kvikmynda- sýningum hefði verið lagður inn á bankareikning Hrafnistu í Hafnar- firði og leiddi athugun Samkeppnis- stofnunar í ljós að fé af reikningnum hefði eingöngu verið varið til upp- byggingar Hrafnistu. Formið veldur tortryggni í niðurstöðu Samkeppnisráðs er tekið fram að núverandi form valdi tortryggni keppinautanna og geti haft óbein áhrif á kostnað rekstrara- ðila Laugarásbíós. Þýskur neytendamarkaður Vilja sjá hvemig fiskurinn lítur út Hartmut Perschau PERSCHAU segist telja að hægt sé_ að auka viðskipti íslendinga við Bremen á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. „Það er hugsanlegt að við getum selt ykkur meira af ávöxtum og grænmeti, stærsta ávaxtafyrirtæki Evr- ópu er í Bremen. Þar er einn- ig kaffivinnsla sem annast. helminginn af Þýskalands- markaði, að mig minnir, og Becks-bjór er framleiddur hjá okkur. Ýmiss konar hátæknifram- leiðsla er í Bremen, m.a. er Mercedes Benz þar með verk- smiðju og þar er einnig mið- stöð framleiðslu á búnaði fyr- ir gervihnetti. Loks má ekki gleyma að við erum mjög framarlega í framleiðslu á hvers kyns hátæknibúnaði fyrir skip og sjávarútveg. Eitt af stærstu fyrirtækjum heims á þessu sviði, SDN Atlas Elektron- ik, er með aðalstöðvar sínar í borg- inni, það er með um 20% af heims- markaðnum." Perschau segíst vera mjög hrif- inn af því hve íslensk hátæknifyr- irtæki, sem þátt tóku í sjávarút- vegssýningunni, séu framarlega á sínu sviði. Hann hafi einnig tekið eftir því að í flestum frystihúsum hér séu þýskar vélar og tæknibún- aður. Hann er spurður um fundina með fulltrúum hagsmunaaðila í sjávarútvegi hér og horfur í sölu- málum í Þýskalandi. Ráðherrann segir þýska sérfræðinga í mark- aðsmálum fullyrða að grundvöllur góðrar ímyndar fisks í huga neyt- enda sé mjög tengdur ferska físk- inum og útliti hans; þar sé undir- staðan. Góður ferskfiskur sé lykill- inn að markaðnum. „Aðstæður í málefnum mat- vælavinnslu og sölu á markaði eru mjög ólíkar því sem þið þekkið á Bandaríkjamarkaði. Stærsta fisk- vinnslufyrirtækið er f eigu Unilev- er í Þýskalandi og það hefur byggt upp umboðssölu með meira en eitt hundrað fyrirtækjum, veitinga- stöðum og fiskverslunum og þessi fyrirtæki eru á ýmsum stöðum í landinu. Þau eru einnig langt inni í landi þar sem fáir eru vanir að borða sjávarfisk." Ráðherrann segir að þetta sé spurning um hefðir sem séu allt öðruvísi í þessum efnum í Þýska- landi en í t.d. Bandaríkjunum. Þjóðveijar séu ekki jafn hrifnir af skyndibitamenningunni, þeir vilji margir sjá hvernig fískurinn líti út áður en búið sé að verka hann, fólk vilji fullvissa sig um að varan sé ný og fersk. „Það getur því verið nauðsynlegt að hafa hlið við hlið í versl- uninni ferskan fisk og frosin flök til að auðvelt sé að sjá tengslin! Við höfum einnig lent í vanda vegna orma í fiski, neytendur eru mjög viðkvæmir fyrir þessu. Þetta er að miklu leyti spurning um til- finningar fremur en hefðbundin viðskiptaleg atriði en seljendur verða að taka tillit til þess að það er neytandinn sem ræður og þýsk- ir neytendur eru vafalaust enn viðkvæmari í þessum efnum en bandarískir." Rætt hefur verið um það hér á landi að draga úr sölu á heilum karfa á Þýskalandsmarkað og selja þess í stað meira af unnum flökum þangað. Ráðherrann er spurður hvernig honum lítist á þær hugmyndir. „Ég tel að þetta gæti valdið vanda. Það er um að ræða ákveð- ► BORGIN Bremen í Þýska- landi og hafnarborg hennar, Bremerhaven, eru í sameiningu ein af mikilvægustu miðstöðv- um fiskvinnslu og fisksölu í Evrópu. Bremen er eitt af sam- bandsríkjum landsins og með eigin ríkisstjórn. I liðinni viku var hér staddur Hartmut Per- schau er fer með efnahagsmál í stjórn Bremen og sótti hann heim sjávarútvegssýninguna auk þess sem hann átti fundi með íslenskum stjórnmála- mönnum og ráðamönnum í sjáv- arútvegi. P.erschau er í flokki kristilegra demókrata (CDU) og hefur gegnt embætti sínu í rúmt ár. Hann er fæddur í Danzig sem nú er pólsk og heit- ir Gdansk, er 54 ára gamall, kvæntur og tveggja barna fað- ir. ið hlutfall milli ferska fisksins og frosinna afurða. Ef þið drægjuð of mikið úr framboði á ferska fisk- inum gæti orðið erfiðara að selja afurðirnar í innhéruðum landsins. Markaðurinn myndi minnka sjálf- krafa. Þetta væri því ekki mjög skynsamlegt. Það eru athyglisverðir mögu- leikar í stöðunni núna vegna þess að æ fleira fólk dregur nú úr kjöt- neyslu í Þýskalandi en ef menn vilja sannfæra fólk um að betra sé að borða fisk en kjöt verður að vera hægt að bjóða því ferskan fisk. Unilever leggur mikla áherslu á slíkan áróður, hvetur fólk til að borða ferskan fisk og þá gengur ekki að hafa einvörð- ungu frosin flök á boðstólum. Ef menn setja sér það markmið að treysta markaðinn fyrir fisk er nauðsynlegt að hafa á boðstól- um ákveðið lágmark af ferskum og óunnum fiski, 15-20% af heild- armagninu, afgangur- inn getur verið fros- inn.“ Hann nefnir mikil- vægi uppboðsmarkaðanna, segir að sé framboðið ekki stöðugt þar geti verið erfitt að halda markaðs- hlutdeild. „Það er erfitt að spá um horfurnar en við þurfum að kaupa heldur meira af ferskum físki en við gerum nú. Við kaupum þegar mikið af frosnum físki frá Islandi vegna þess að okkar eigin veiðifloti er nú sáralítill. Veiðimiðin hér eru afar mikil- væg fyrir Þýskaland, einu raun- verulegu miðin sem við getum fengið ferskan fisk frá. Við erum mjög háðir fískinum sem togarar Mecklenburger Hochseefischerei og íslensk veiðiskip afla hér og selja okkur.“ StöAugt framboð nauðsynlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.