Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samkeppnisráð gagnrýnir styrki samgöngu-
ráðuneytis til hótela á landsbyggðinni
Þvert á markmið
samkeppnislaga
SAMKEPPNISRAÐ hefur fellt úr-
skurð vegna ráðstöfunar styrkja á
vegum úthlutunarnefndar sam-
gönguráðuneytis til heilsárshótela á
landsbyggðinni, og telur ráðið að
forsendur nefndarinnar fari þvert
gegn markmiði og tilgangi sam-
keppnislaga.
Forsaga málsins er sú að sam-
gönguráðherra skipaði fyrir þremur
árum nefnd til að fjalla um vanda
heilsárshótela á landsbyggðinni og
leggja fram tillögur um úrbætur.
Nefndin valdi ellefu hótel sem hún
taldi vera í framvarðasveit lands-
byggðarhótela og bauð þeim styrk
Mikiá úrvðl ðf
fallegum
rúmfatnaði
SkébvBröiistigZl Símissi 4050 Reykiwtk-
til markaðsstarfs. Öðrum heilsárs-
hótelum á landsbyggðinni gafst
ekki kostur á að sækja um umrædd-
an styrk.
Alls 35 millj. í styrki
Hótelstjórinn á Hótel Reynihlíð í
Mývatnssveit óskaði eftir því
snemma sl. vor að Samkeppnisstofn-
un kannaði hvort ráðstöfun fjárveit-
inga á fjárlögum seinasta árs, til
þessara tíu hótela sem um ræðir,
raski samkeppnisstöðu landsbyggð-
arhótela, auk þess sem hann lét
þess getið að hann teldi Hótel Reyni-
hlíð ekki síður styrkhæft en þau
fyrirtæki sem fengu styrk. Skömmu
síðar barst stofnuninni samsvarandi
erindi frá forsvarsmönnum Hótel
Selfoss.
í umsögn samgönguráðuneytis
frá apríl á þessu ári um erindi Hót-
el Reynihlíðar, kemur fram að Al-
þingi samþykkti 20 milljón króna
fjárveitingu á á ijárlögum 1995 til
að leysa bráðavanda hótela á lands-
byggðinni. Uthlutunarnefndin lagði
til að 11 hótelum, sem gátu talist
heilsárshótel á landsbyggðinni, yrði
úthlutað 16 milljónum króna, en 4
milljónir króna færu til samtaka
hótela og fengu Regnbogahótelin
þá fjárhæð til ráðstöfunar. Hæsta
styrk hlaut Hótel Stykkishólmur, 2,2
milljónir króna.
Nýr bfll: VW Golf 2.01 '96, 5 dyra, 5 g., vínrauðir.
Álfelgur o.fl. V. 1.385 þús.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/ReykjanesbrauL
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bflasala
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig
Grand Wagoneer Ltd. ‘93, grænn, m/við arkl.,
sjálfsk., ek. 100 þ. km, rafm. í öllu, leðurkl., sól-
lúga, álfelgur o.fl. V. 3,1 millj.
Nissan Sunny 2.0 GTi ‘91, rauður, 5 g., ek. 81
þ. km, sóllúga, ABS bremsur, ál felgur, rafm. í
öllu. V. 980 þús.
Citroen XM 2.0i ‘91, leðurinnr., sjálfsk., ek.
aöeins 84 þ. km. Rafm. í rúðum, álfelg ur o.fl.
Toyota Corolla XL sedan ‘92, brúnsans., sjálf-
sk., ek. 66 þ. km, grjótgrind o.fl. V. 790 þús.
Hyundai Accent GSi ‘95, grænsans., 5 g., ek. 9
þ. km, 15” álfelgur, loftpúðar o.fl. V. 990 þús.
Suzuki Sidekick JLX 1.8 Sport ‘96, 5 g., ek. 5 þ.
km, upphækkaður, álfelgur, rafm. í öllu, þjófavörn,
ABS bremsur o.fl. Sem nýr. V. 2.390 þús.
Tilboðsverð á fjölda
bifreiða Ath. eftirspurn eftir
árg. ‘93-’97.Vantar slíka bfla
á skrá og á staðinn.
Ford Explorer XLT ‘92, hvítur, sjálfsk., ek. 97 þ.
km, sóllúga, álfelgur o.fl. Top peintak. V. 2.150
þús.
MMC Colt GLX ‘90, 5 g., ek. 66 þ. km.
Nissan Sunny SLX sedan ‘92, sjálfsk., ek.
aöeins 55 þ. km, rafm. í rúðum, spoil er, álflegur,
2 dekkjag. o.fl. V. 890 þús.
Hyundai Elantra 1.8 GLSi ‘96, blágræns ans., 5
g., ek. 5 þ. km. Rafm. i öllu, fjarst. læsingar.
Spoiler o.fl. V. 1.390 þús.
Cherokee LTD 4,0 High Output ‘91, svartur, ek.
75 þ. km, leðurinnr., rafm. í öllu o.fl. V. 2.050
þús.
Ford Aerostar 4x4 ‘94, hvítur, ekinn að eins 5 þ.
km m/gluggum, sem nýr. V. 1.600 þús. Ath. sk.
ód.
Dodge Shadow ES turbo ‘88, ek. 100 þ. km 4
dyra, svartur, sjálfsk., mikiö yfirfarinn. Tilboðs-
verð 560 þús. Ath. Sk. ód.
Volvo 740 GL ‘89, 4 dyra, gylltur, sjálfsk., ek.
aðeins 86 þ.km 2 eigendur. Mjög fall egur bíll. V.
1.050. Ath. sk. ód.
Toyota Coroila GTi liftback ‘88,. hvítur, rafm. í
öllu, ek. 146 þ. km. V. 550 þús. Áth. sk. ód.
Ford Explorer XLT ‘92, hvítur, sjálfsk., ek. 97 þ.
km. Sóllúga, rafm. í öllu. V. 2,1 millj.
Lada Sport ‘93, 5 g., ek. 35 þ.km, 2 dekkjag.
Gott eintak. v. 530 þús.
Toyota 4Runner V-6 ‘91, steingrár, 5 g., ek. 80
þ. km, sóllúga, rafm. í rúðum, geislasp., álfelgur
o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.850 þús.
Subaru Legacy 1.8 station ‘90, hvítur, sjálfsk.,
ek. 85 þ. km. V. 1.020 þús.
Toyota Hilux D. Cap SR-5 ‘92, bensín, m/húsi,
5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.550 þús.
MMC Lancer GLXi Royal ‘95, hvítur, 5 g., ek.
45 þ. km, álfelgur, rafm. í öllu, geislasp. o.fl. V.
1.250 þús.
Hyundai Elantra 1.8 GT ‘94, sjálfsk., ek. 28 þ.
km, rafm. í öllu o.fl. V. 1.090 þús.
Grand Cherokee V-8 LTD Orvis ‘95, einn
m/öllu, ek. 7 þ. km. Sem nýr. V. 3.980 þús.
Honda Civic Shuttle 4x4 ‘89, blár, 5 g., ek. 71
þ. km. V. 690 þús.
Ford Escort 1.4 station ‘93, hvítur, 5 g., ek. 58
þ. km. V. 790 þús.
MMC Lancer GLXi station '93, hvítur, sjálfsk.,
ek. 53 þ. km. V. 980 þús.
Renault 19 RN ‘94, rauöur, 5 g., ek. 65 þ. km,
rafm. í rúðum o.fl. V. 890 þús.
MMC Pajero langur '91, V-6 bensín, ek. 90 þ.
km., 31” dekk, blár og grár, 5 g., sóllúga, rafm. í
rúðum o.fl. V. 1.680 þús.
Suzuki Sidekick JX ‘95, 5 dyra, blár, 5 g„ ek.
27 þ. km, álfelgur, upphækkaður, þjófavörn o.fl.
V. 1.880 þús.
V.W. Vento GL ‘94, rauður, 5 g„ ek. 30 þ. km. V.
1.200 þús.
BMW 316i ‘92, rauður, 5 g„ ek. 85 þ. km, mjög
gott eintak. V. 1.390 þús. Sk. ód.
Nissan Pathfinder 2.4L ‘88, 5 g„ ek. 135 þ. km.
Fallegur jeppi. V. 1.080 þús.
Ráðuneytið benti jafnframt á að
styrkveitingum til heilsárshótela á
landsbyggðinni sé ekki lokið, þar
sem Alþingi hafi samþykkt á Ijárlög-
um þessa árs 15 milljóna króna fjár-
veitingu til þessa málaflokks.
í áliti samkeppnisráðs kemur
fram að styrkurinn var ekki skilyrt-
ur og hótelin hafí ekki þurft að gera
grein fyrir því hvemig fénu var var-
ið. Styrkirnir komi því til með að
nýtast hótelunum til heildar mark-
aðssóknar, en ekki aðeins um vetrar-
tímann. Hótelunum, sem voru
styrkt, sé því veitt visst forskot til
markaðssóknar í samanburði við
önnur heilsárshótel á landsbyggð-
inni, en þau eru ríflega 40 talsins,
ekki síst gagnvart þeim hótelum sem
teljast vera á sama svæði.
„Sökum þess verður að líta svo á
að ofangreindur ríkisstuðningur
mismuni keppinautum sem allir telja
sig geta veitt sömu eða sambærilega
þjónustu og þau hótel sem stuðning
hlutu,“ segir í úrskurði ráðsins.
„Það er því álit Samkeppnisráðs
að sá styrkur sem ellefu heilsárshót-
elum á landsbyggðinni var veittur í
samræmi við tillögur úthlutunar-
nefndar, geti haft skaðleg áhrif á
samkeppnina á markaðnum fyrir
heilsárshótel á landsbyggðinni og
fari gegn markmiði samkeppnis-
laga.“
Frétta-
ljósmyndir
ársins í
Kringlunni
SÝNING á fréttaljósmyndum
ársins, World Press Photo,
stendur nú sem hæst í Kringl-
unni en henni lýkur 2. október.
Hér virðir einn sýningargesta
fyrir sér bestu myndina í flokki
fréttamynda. Hún er tekin á
Jövu í maí og sýnir vörubíl,
hlaðinn íþróttaáhangendum, í
veltu. Einnig stendur yfir sér-
sýning á 32 myndum eftir ljós-
myndara Morgunblaðsins á
göngum Kringlunnar.
Morgunblaðið/Ásdís
Tillaga um heildarkjarasamn-
inga til tveggja ára
Laun hækki
á þriggja mán-
aða fresti
VERKAMANNAFELAGIÐ Hlíf
hefur samþykkt ályktun þar sem
lagt er til að gerðir verði heildarkj-
arasamningar til tveggja ára, eða
frá 1. janúar 1997 til 31. des-
ember 1998. Félagið leggur til að
um áramót hækki grunnur kaup-
taxta verkafólks um 2.700 krónur
á mánuði og sama krónutöluhækk-
un komi síðan á grunntaxtana á
þriggja mánaða fresti út samn-
ingatímabilið.
Þetta myndi þýða 2.700 króna
hækkun 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí
og 1. október á næsta ári og jafn-
mikið 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí
og 1. október 1998, eða alls 21.600
krónur, auk þess sem starfsaldurs-
hækkanir gengju í gildi á fimm
ára starfstíma.
Skattleysismörk
hækki
Einnig leggur félagið til að í
slíkum kjarasamningi væru opn-
unarákvæði, næðu aðrir hópar
launafólks fram meiri kauphækk-
un í krónutölu á samningsbilinu,
til að samningurinn skili launa-
jöfnun. Samningurinn skuli upp-
segjaniegur með mánaðar fyrir-
vara, verði breyting á gengisviðm-
iðun íslensku krónunnar og sömu-
leiðis ef verðlagshækkanir fari
fram úr viðmiðunarmörkum sam-
kvæmt forsendum samningsins..
Þá vill félagið jafnframt að sam-
ið verði við stjórnvöld um að skatt-
leysismörk hækki og skattkort
maka nýtist að fullu, að lánskjara-
vísitala verði afnumin og að íbúar
í félagslegu kaupleiguhúsnæði eigi
sama rétt til húsaleigubóta og
aðrir leigjendur. Þá leggur félagið
til að samið verði um að elli- og
örorkulífeyrir fylgi launaþróun í
landinu, að frítekjumörk við töku
elli- og örorkulífeyris hækki hlut-
fallslega jafn mikið og lægstu laun
og að skattar og álögur hækki
ekki á almennu launafólki eða elli-
og örorkulífeyrisþegum á samn-
ingatímabilinu.
Misrétti hefur aukist
í ályktun félagsfundar segir að
launamisrétti hafi stöðugt aukist
á íslandi síðan svokallaðir þjóðar-
sáttarsamningar voru gerðir.
„Meðan kauptaxtar verkafólks
eru undir framfærslumörkum eru
tekjur margra hálaunamanna það
miklar að þeir eru einungis tvær
til fjórar vikur að ná inn árslaunum
verkamanns. Þar að auki hefur
ótryggt atvinnuástand lagt í rúst
efnahag þúsunda láglaunaheimila
í landinu. Þessu alvarlega ástandi
hafa stjórnvöld og samtök at-
vinnurekenda einungis mætt með
því að hækka eigin laun og skara
eld að eigin köku,“ segir þar.
Nemar
borgi ekki
fyrir val-
greinar
ÓHEIMILT er að krefja nemendur í
grunnskólum um greiðslu fyrir
námsgögn eða annað námsefni í val-
greinum, samkvæmt tilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu en nýlega
barst því beiðni um að úrskurða um
réttmæti slíkrar gjaldtöku.
Menntamálaráðuneytið bendir á
að í niðurstöðum umboðsmanns Al-
þingis frá 30. ágúst vegna kæru-
máls frá 1988 komi fram að skólum
sé ekki heimilt að innheimta gjald
af nemendum fyrir kennslu. Þessi
niðurstaða hafi verið höfð til hliðsjón-
ar við setningu laga í fyrra um
grunnskóla, samanber 33. grein iag-
anna þar sem skýrt sé kveðið á um
að óheimilt sé að krefja nemendur í
grunnskólum um greiðslu fyrir meðal
annars kennslu og námsgögn.
í reglugerð um valgreinar frá
þessu ári komi fram að valgreinar í
grunnskóla séu hluti af skyldunámi
og því skuli þær vera nemendum að
kostnaðarlausu.
Ráðuneytið bendir jafnframt á að
í reglugerðinni sé gert ráð fyrir að
valgreinatilboð skóla þurfi samþykki
sveitarstjórnar, enda greiði sveitar-
stjórn kostnaðinn.
Vikulegur kennslutími nemenda í
10. bekk á að vera 35 kennslustund-
ir á viku og má verja allt að þriðj-
ungi þess tíma til valgreina sem telj-
ast þar með til skyldunáms.
------»44--------
*
Aætlunar-
FLUGLEIÐIR eru að meta hvort
áætlunarflug til Þingeyrar verði tek-
ið upp að nýju og er niðurstöðu að
vænta innan tveggja vikna, sagði
Páll Halldórsson, forstöðumaður inn-
anlandsflugs Flugleiða, í samtali við
Morgunblaðið.
Áætlunarflug þangað hefur legið
niðri frá byijun september.
Páll sagði að um tilraun hjá Flug-
leiðum væri að ræða. „Verið er að
meta mikilvægi áætlunarflugs til
Þingeyrar í ljósi bættra samgangna
um Ve_stfjarðagöng.“
Frá ísafirði hefur farþegum í stað-
inn verið boðið upp á ókeypis rútu-
ferðir til Þingeyrar."
Að mati Páls er brýnt að Þingeyr-
arvelli verði vel viðhaldið, hver svo
sem niðurstaðan verður þar sem
mikilvægi hans sem varaflugvallar
hafi aukist til muna með tilkomu
jarðganganna.
Ný vetraráætlun Flugleiða innan-
lands mun gilda frá 27. október til
loka maí.