Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ráðstefna um myndlistargagnrýni í Norræna húsinu Um tölvur, gnð, sýning- arsljóra, miðju og jaðar * A ráðstefnu um myndlistargagnrýni sem haldin var í Norræna húsinu 19.-21. septem- ber komu tvö þemu ítrekað upp; listgagn- rýni á tölvuöld og breytt hlutverk listamanns- ins, gagnrýnandans og sýningarstjórans. Einnig var rætt um hugtökin miðja og jaðar í hringrás listheimsins. Þröstur Helgason sótti ráðstefnuna og segist meðal annars hafa orðið vitni að fæðingu sýningarstjórans og dauða listamannsins. ÞAÐ VAR ágætis hughreysting sem norski rithöfundurinn, Jon Bing, veitti blaðamönnum og gagn- rýnendum er hann sagði í upphafi ráðstefnunnar að þegar heiminum öllum hefði verið þjappað saman inn á alnetið svo að fólk þyrfti nánast ekki að yfirgefa skjáinn til að taka þátt í lífinu - hvort sem er daglega lífinu, listalífinu eða skemmtanalíf- inu - þá myndi blaðamaðurinn og gagnrýnandinn ekki missa mikil- vægi sitt. Hann myndi reyndar ekki lengur skrifa í dagblað eða tímarit úr pappír heldur myndi hann hafa sína eigin heimasíðu. Lesendur myndu þá geta farið inn á heimas- íðu síns uppáhalds blaðamanns eða gagnrýnanda, þess sem þeir treystu best þegar þeir ætluðu að velja sér bók til að kaupa eða sýningu til að sækja. Else Marie Bukdahl, forseti Kon- unglegu listaakademíunnar í Kaup- mannahöfn, sagði að framtíð listar- innar væri vissulega að hluta inni í tölvunni. Else Marie taldi enga ástæðu að óttast þessa framtíð en að sjálfsögðu myndu verða vissar breytingar á hlutverki listamanns- ins og listgagnrýnandans. En stærsta vandamálið sem tengist upplýsingatækninni sagði Else Marie að væri dreifíng upplýs- inganna og þær takmarkanir sem hún er háð. Sjónvarpið er mikilvæg- asti dreifingaraðilinn og sömuleiðis ákaflega vel fallið til þess að miðla list og listgagnrýni. Að mati Else Marie getur sjónvarpið hins vegar ekki sinnt því hlutverki sem skyldi vegna þess að það er ofurselt kröf- um um áhorf og vinsældir; sökum þessa á efni sem er auðmelt frekar upp á pallborðið þar en það sem tormeltara þykir, það sem er nýtt og öðruvísi. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að við lifum í fióknum heimi sem breytist sífellt og þess vegna getur túlkun listamanna á honum oft verið mjög torskilin. Það þarf því að gefa sér tíma til að lesa úr verkum þeirra. Meginverkefni gagnrýnenda er, að mati Else Marie, sökum þessa að finna tíma (og rúm) innan fjölmiðl- anna til að skila áfram þeirri sýn og þeim skilningi sem listin hefur á heiminum og um leið að vinna á móti þeim öflum sem sífellt vilja einfalda hlutina. Guð er dauður og sýningarstjórinn fæddur Hollenski sýningarstjórinn, Harm Lux, kallaði fram sterk við- brögð ráðstefnugesta er hann fjall- aði um það umhverfi eða aðstæður sem sýningarstjórinn þarf að skapa fyrir Iistamenn í heimi þar sem búið er að rífa niður öll hugmynda- og viðmiðunarkerfi og orðræðan flýtur um eins og í lausu lofti með endalausum vísunum í sjálfa sig. Unga fólkið hefur ekki neitt til að byggja á leng- ur, sagði Harm, það verð- ur að vinna með tungu- mál sem það býr til sjálft og er fullkomlega sjálf- ala. Harm, sem vinnur einmitt mest með ungum listamönnum, sagði að vegna þessara breyttu forsendna væri nauðsynlegt að bijóta upp hið hefðbundna sýningarrými, gólfið og veggina; í hvert skipti yrði að búa til nýtt samhengi. Þannig lítur Harm á sig sem eins konar leik- stjóra. Hann setur upp leiksýningu þar sem leikmynd, sem samkvæmt myndum getur verið allviðamikil, er smíðuð og listaverk fara með aðalhlutverkin. Aukahlutverk eru í höndum áhorfenda. Hver sýning verður með þessum hætti listaverk í sjálfri sér. Listaverk eftir Harm Lux. Eins og flestir leikstjórar hefur Harm afar fastmótaðar hugmyndir um hveija sýningu sem hann setur upp og þurfa skoðanir leikaranna því oft að víkja. Sagðist hann stund- um hafa lent í deilum við listamenn um hlutverk listaverks þeirra í sýn- ingu. Hann sagði til dæmis frá við- ureign sinni við sænskan listamann sem hafði búið til tré sem hann hafði ætlað að standa utandyra. Harm hafði hins vegar fundið því stað í sviðsmyndinni innandyra og fékk listamanninn til þess að sam- þykkja þá breytingu á verkinu eftir miklar fortölur. Engin vafi leikur á því að sýn- ingar Harms eru nýstárlegar og vekja mikla athygli. Eins og fram kom á ráðstefnunni eru samt margir í vafa um hvort hlutur sýn- ingarstjórans sé ekki of mikill í sýningu sem þessari; hér er sýning- arstjórinn í rauninni orðinn lista- maðurinn sem skapar heildstætt og merkingar- þrungið verk úr óreiðu- kenndum táknum, þ.e. verkum listamannanna. Fyrst var óreiðan segir sagan og svo kom guð og skapaði heiminn. Á tímum Nietzsche upp- götvuðu menn að guð væri dauð- ur, eins og Torben Rasmussen for- Og sjá, upp rís kosmos úr kaos Lífið í plássinu Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Sigurjónsson og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkum sínum í Nönnu systur. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið NANNA SYSTIR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Leikendur; Guðrún S. Gísladóttir, Harpa Arnardóttir, Iljálmar Hjálmarsson, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Róbert Amfinnsson, Sigurður Siguijónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vigdís Gunn- arsdóttir og Óm Amason. Leik- stjóri: Andrés Sigurvinsson. Leik- mynd: Vignir Jóhannsson. Búningar: Þómnn Elísabet Sveinsdóttir. Lýs- ing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Sýningarstjóri: Jóhanna Norðfjörð. Þjóðleikhúsið, Stóra svið, laugardag- ur 21. september. ANDRÉS Sigurvinsson leik- stýrir nú í annað sinn á stuttum tíma gamanleiknum Nönnu systur eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem var fyrst frum- sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðið vor undir hans stjóm. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á verkinu var vel lukkuð og vinsæl, leikarar fóru þar margir á kostum og verkið sjálft hafði mikla skír- skotun til samfélags utan höfuð- borgarinnar, enda fjallar það um mannlíf í litlu sjávarplássi á lands- byggðinni. Það var því spennandi að sjá hvernig uppfærslan á verk- inu í Þjóðleikhúsinu myndi gera sig og hvort Andrés Sigurvinsson leikstjóri færi nýjar leiðir við upp- setningu þess. Hann hefur reyndar sjálfur lýst því yfír í viðtölum (og í leikskrá) að í hans huga sé að- eins ein leið að verkinu: „... að fínna í sameiningu þann heim, þetta pláss, sem við erum að beina sjónum okkar að. Gefa því líf. Skapa trúverðugt fólk.“ Þetta tekst sæmilega. Uppfærsla Þjóð- leikhússins er lífleg og ágæt til- fínning skapast fyrir litlu plássi með fjölskrúðugu mannlífí og þar sem allt veltur á því að útgerðin haldi velli. Hversu trúverðugar persónurnar eru er hins vegar umdeilanlegt. Það er eðli gaman- leikja að lýsa fólki sem steriótýp- um og svo er einnig um persónur þessa verks þótt • vissulega megi kannast við ýmislegt í fari margra er við sögu koma. Það er óhjákvæmilegt að bera þessar tvær sýningar saman og í mínum huga er enginn vafí á því að sýning Leikfélags Akureyrar var kraftmeiri og náði betur til áhorfenda en sýningin síðastliðið laugardagskvöld gerði í Þjóðleik- húsinu. Nokkrir áberandi gallar voru á sýningunni á laugardags- kvöldið. I fyrsta lagi virtist mikið skorta á samæfíngu leikara. Þann- ig misstu margir góðir „brandar- ar“ marks því tímasetning leikara var röng. í öðru lagi var langt frá því að allur textinn kæmist til skila og virtist þar vera bæði um að kenna slökum framburði leik- ara og því að textinn vildi drukkna í innbyrðis samkeppni persónanna um orðið. I þriðja lagi voru fleiri „dauðir punktar" í sýningunni en þeirri fyrir norðan, sem þar af leið- andi varð kraftminni eins og fyrr er getið. Efni Nönnu systur er nokkuð smellið og samfléttun söguþráða vel gerð. Á yfirborðinu sjáum við hóp fólks sem starfar saman í leikfélagi lítils samfélags en sá þáttur verksins er langt frá því að vera sá ás sem verkið snýst um. Miklu fremur er hér verið að lýsa samskiptum fólks af ólíkum stéttum og hvernig allt líf samfé- lagsins veltur á því að útgerðin spjari sig og atvinnuöryggi fólks sé ekki stefnt í voða. Ádeilubrodd- ur verksins felst í því að sýna hvernig duttlungar og hégómi þeirra sem „valdið hafa“ geta ógnað lífsafkomu allra þorpsbúa og út frá því sjónarhorni verða tilteknar persónur verksins, syst- urnar Nanna og Gerða, grótesk- ari og hættulegri en yfirborðs- myndin gefur til kynna við fyrstu sýn. Þessi „undiralda" verksins nær þó aldrei undirtökunum, því áherslan liggur á skoplegum uppákomum og því hlægilega í samskiptum persónanna — eins og búast má við í gamanleikriti. Það er sterkt lið leikara sem tekur þátt í sýningu Þjóðleikhúss- ins, en engu að síður eru áber- andi brotalamir í leiknum, eins og fyrr er.getið. Harpa Arnardótt- ir leikur pólska konu, Danúdu, og svo gerði hún einnig í upp- færslunni fyrir norðan. Hún er fer á kostum í hlutverkinu, sýnir frá- bæran gamanleik og tekst það sem fáum öðrum tekst í sýning- unni, að glæða persónuna lífi þannig að áhorfandinn fær mikla samúð með henni. Harpa er sú eina af leikaraliði þessarar upp- færslu sem einnig lék í verkinu á Akureyri. Af öðrum leikurum má nefna að Guðrúnu S. Gísladóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur tókst vel upp í hlutverkum sínum og það sama má segja um þá Örn Árnason og Hjálmar Hjálmars- son. Guðrún skilaði hlutverki „út- gerðarauðvaldsins“ vel, sýndi okkur hégómlega og hrokafulla konu með góðum kómískum tökt- um. Vigdís var sannfærandi sem barnung eiginkona hins fjöl- þreifna skólastjóra, sem Orn Árnason lék ágætlega. Hjálmar var fínn í hlutverki hins rustalega Odds sjómanns sem er í landi að vinna að „samningamálum“ með- an félagar hans fiska í Smugunni. Sigurður Siguijónsson, Pálmi Gestsson og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir eru öll gamanleikarar af guðs náð, en þau guldu þess öll að hlutverk þeirra fara nokkuð yfir ýkjustrikið. Hinn breyski prestur sem Sigurður leikur er mjög ósannfærandi karakter í hömlulausu veiklyndi sínu. Eiríkur leikstjóri, sem Pálmi leikur, er eft- irlegukind frá tímum blómabarna og var túlkun Pálma heldur vand- ræðaleg og ósannfærandi. Ólafía Hrönn leikur titilpersónu verksins, Nönnu systur, sem er dauðadrukk- in allan tímann sem hún er á svið- inu. Olafía náði góðum tökum á því erfíða hlutskipti að leika drukkna manneskju, en á hinn bóginn var eitthvað bogið við lát- æði persónunnar og útlit; bæði hjá Nönnu systur og Álfdísi sölukonu (sem Tinna Gunnlaugsdóttir leik- ur); búningarnir fara yfir strikið í afkáraskap. Hlutverk Tinnu er vægast sagt furðulega upp lagt, það var eins og hún væri að leika meliu í þunglyndiskasti fremur en „nútímakonu“ í söluferð. Einnig er nýaldarkonu-klisjan orðin held- ur þreytt (sjá einnig í Gullfiski Árna Ibsens). Róbert Arnfinnsson er í litlu hlutverki Axels bílstjóra og var ekkert út á hann að setja. Eins og fram hefur komið eru búningar Þórunnar Elísabetu Sveinsdóttur misjafnir og hættir til að fara yfír markið. Það þarf ekki afkáraskap í búningum til að gera persónur fyndnar. Leikmynd Vignis Jóhannssonar var hins veg- ar skemmtileg og tekst vel að skapa sýningunni annan stíl en þann sem sýning Leikfélags Akur- eyrar hafði. Leikskráin sem fylgir þessari sýningu er í formi bæjar- blaðs og er sú hugmynd bæði snið- ug og vel útfærð. Það má vera að þeir vankantar sem ég hef nefnt á sýningunni eigi að miklu leyti eftir að slípast af henni á næstu sýningu og á ég þar helst við samleik og tímasetn- ingu í leik. Einnig getur vel verið að með auknu öryggi aukist kraft- ur og fjör í leiknum. En niðurstað- an hlýtur að verða sú að Andrés Sigurvinsson hafí ekki náð sömu gæðum í þessari uppfærslu eins og hann gerði norðan heiða. Kannski er hann ekki öfundsverð- ur af því hlutskipti að reyna finna nýja fleti og túlkunarleiðir að verki sem hann var þegar búinn að gera sitt besta með. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.