Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 25
MENNTUN
Kópa-
vogsskóli
einsetinn
MEÐ tilkomu 1.000 fm. við-
byggingar við Kópavogsskóla,
sem nú hefur verið tekin í notk-
un, hefur opnast möguleiki á
að einsetja skólann frá og með
því skólaári sem nú er hafið.
Sömuleiðis hefur viðbyggingin
gert kleift að stofna sérdeild
fyrir nemendur sem þurfa á
sérúrræðum að halda í námi.
I sérdeildinni eru fimm nem-
endur á aldrinum 6 og 7 ára
sem búsettir eru víða í Kópa-
vogi en starfsmenn eru fjórir.
Sérdeildin er í sérhönnuðu hús-
næði í nýbyggingu skólans, en
þar eru einnig fjórar almennar
kennslustofur, raungreina-
stofa, myndamenntastofa og
samkomusalur auk samnýting-
arrýmis.
I undirbúningi er einnig að
byggja upp tölvuver og segir í
fréttatilkynningu að þess verði
væntanlega ekki langt að bíða.
Verður þar meðal annars kennd
vélritun með tölvuforritinu
„Bach“.
Háskóli íslands
Margir sækja
um aðstoðar-
menn
HÁTT í sjötíu umsóknir hafa
borist frá háskólakennurum um
að ráða sér aðstoðarmenn, að
sögn Halldórs Jónssonar deild-
arstjóra Rannsóknarsviðs HÍ
og mun á næstu dögum ský-
rast hvernig úthlutun verður
varið. Sjóðurinn sem er til út-
hlutunar er að upphæð 2,9
milljónir króna.
Tómstundaskólinn
Nýtt kennslu-
húsnæði
MÍMIR-Tómstundaskólinn hef-
ur tekið í notkun nýtt skólahús-
næði að Grensásvegi 16a, þar
sem áður var Listasafn ASÍ.
Skólinn stendur fyrir fjölbreytt-
um námskeiðum, en tæpleg
700 nemendur stunda tungu-
málanám í skólanum á hverri
önn. Auk þess eru barna- og
unglinganámskeiðin vaxandi
þáttur í starfsemi skólans. Nýr
skólastjóri, Andrés Guðmunds-
son, hefur tekið við af Þráni
Halgrímssyni.
Lýðskólinn ekki hafinn vegna fjárskorts
m LOWARA
RYÐFRÍAR
ÞREPADÆLUR
Morgunblaðið/Ásdfs
NOKKRIR nemendanna sem voru á vorönn Lýðskólans komu saman fyrir skömmu til að fagna
útkomu vestnorræna skólablaðsins Ozon. Skólastjórinn, Oddur Albertsson, er lengst til vinstri.
Flestir fyrri nemendur
komnir í framhaldsnám
LYÐSKOLINN hefur ekki tekið til
starfa á þessu hausti vegna fjár-
skorts, en að sögn Odds Albertsson-
ar skólastjóra er Norræna húsið
reiðubúið að leggja fram 2 m.kr
styrk eins og það gerði á vorönn,
svo fremi sem aðrir leggi til það
fjármagn sem upp á vantar. Segir
Oddur að hvorki menntamála- né
félagsmálaráðuneytið hafi séð sér
fært að leggja fram fé til skólans á
næstu önn, hins vegar hafi verið
leitað til borgarinnar um styrk.
Verður málið tekið til afgreiðslu í
borgarráði í dag.
Þýðir ekki að gefa
reiðu barni bók
Síðastliðið vor fór fram í fyrsta
sinn tilraunastarfsemi á þessu
skólaformi hér á landi og telur Odd-
ur að árangur hafi verið mjög góð-
ur. Hann bendir á að 15 af þeim
18 nemendum sem stunduðu nám á
vorönn hafi skráð sig í framhalds-
skóla í haust, en þeir eru á aldrinum
17-20 ára. „Það þýðir ekkert að
gefa reiðu barni bók. Þegar krakkar
hata skólann verður að finna leið
til að fá þá til að sætta sig við hann
með einhveiju móti, því þetta unga
fólk veit að leiðin til frama liggur
í gegnum menntun. Okkur tókst að
skapa hjá þeim tilfinningu og tengja
sálarlífið við skóla, sem er ekki
ógeðslegur heldur skóla sem þau
finna sig í. Þar sem kennarar, fé-
lagsskapurinn og viðfangsefnin eru
þeim að skapi. Þá verður metnaður-
inn til staðar og þau geta tekist á
við nýtt skref,“ segir Oddur.
Hann segir að vegna þessa góða
árangurs hafi það orðið honum og
Lýðskólafélaginu mikil vonbrigði í
vor þegar þau leituðu til mennta-
málaráðuneytis um fjármagn að fá
ekki athygli að svo komnu máli.
„Menntamálaráðherra benti okkur á
að reglugerðir, sem fylgja nýjum
lögum, væru ekki fullmótaðar en
þar væri reynt að mæta þessum
hópi meðal annars í Borgarholts-
skóla,“ segir Oddur.
Nemendur aðstoðaðir
Hann tekur fram að Borgar-
holtsskóli sé með fjölmenntabraut,
sem er útfærsla á svipuðum
verkiýsingum og Lýðskólinn hafi
verið með, þ.e. að hjálpa krökkum
við að fínna áhugamál sín, hæfileika
o.s.frv. Það sé hins vegar reynslan
að til að skapa andrúmsloft sem
krökkum líkar verði skólinn að vera
óháður gamla kerfmu, þ.e.
skilgreiningu á hvað þekking er, hvað
skóli er og hvað er aðalfag og
aukafag.
Oddur segist hins vegar vera
ánægður með að Reykjavíkurborg
hafi gefið í skyn að tilraun Lýðskól-
ans sé þess virði að styrkja hann á
einhvern hátt. Hann kveðst bjart-
sýnn á fjármagn og segir að næsta
skref muni vera að höfða til fleiri
markhópa en einungis þeirra _sem
hvorki séu í vinnu né skóla. Ýmis
samtök hafa sýnt áhuga á sam-
starfi, eins og félag heyrnarlausra,
félag sérkennara og Rauði krossinn,
sem er með hugmyndir um nám fyr-
ir ómenntaðar einstæðar mæður.
„Svona skólaform getur mætt
ákveðnum hópum með sérstökum
hætti, enda hefur reynslan erlendis
sýnt fram á það,“ segir Oddur. Hann
segir að rætt hafi verið um að Lýð-
skólinn fái hugsanlega aðsetur hjá
Námsflokkum Reykjavíkur eftir ára-
mót.
Gæðavara,
mikið úrvai,
hagstætt verð,
örugg þjónustat
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
, 48bs>»_ ■
-kjarni niálvim!
skólar/námskeið
tónlist
QÆÐfiSTjÓRNaN í MENNTfiKERFINCI
Föstudaginn 27. september kl. 10 - 17
Hétel Borg
Diane S. Ritter fyrirlesari námstefnunnar starfar sem deildarstjóri menntasviðs hjá ráðgjafafyrirtækinu
GOAL/QPC i Bandaríkjunum. Hún hefur stundað rannsóknir á altækri gæðastjórnun í menntakerfinu
og unnið sem ráðgjafi bæði í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.
Lögð verður áhersla á umijöllun um hvernig má nota verklag og aðferðir altækrar gæðastjórnunar í
menntakerfinu, einkum við stjórnun og skiplagningu skólastarfs og í skipulegu umbótastarfi í skólum.
Einnig verður fjallað um leiðir og verkfæri fyrir skólastjómendur, kennara og nemendur til að örva
skapandi hugsun við lausn á vandamálum.
Verð kr. 5.900, og 4.900 f. félagsmenn
Skráning: sími 511 5666
arney@vsi.is
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Nimari uppl>siugat : http: skima.is g^fi
■ Píanókennsla. Einkakennsla á píanó
og í tónfræði.
Upplýsingar og innritun í síma
553 1507.
Anna Ingólfsdóttir.
■ Kinversk leikfimi -
Qi Gong/Chi Kung
Hver tími er 1 klst. Hægt að velja fjölda
líma á viku. Kennt er mán. og fim. kl.
7.45-8.45 f.h. - mán. kl. 9-10 f.h. og
þri. og fös. kl. 17.30-18.30.
Námskeiðið hefst 26. sept. í Sjálfefli,
Nýbýlavegi 30, Kóp., 554 1107.
Leiðbeinandi Helga Jóakimsdóttir.
Uppl. og skráning í síma 568 6516.
Birna Smith,
Norðurljósin,
Laugarásvegi 27,
s. 553 6677.
■ Bætt heilsa -
betra útlit
Hæ. elskurnar Hef fengið lærabanann
góða í umboðssölu á 6.500 kr. og selló-
lite-olíur, (gott verð). Verð áfram með
sogæðanudd og Trimm-form. Saman 5
tímar á 8000 kr. Losar um fitu, bjúg
og sellólite, styrkir varnarkerfið og eyk-
ur úthald.
myndmennt
■ MYND-MÁL
Myndlistarnámskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Undirstöðuatriði og
tækni. Málað með vatns- og olíulitum.
Uppl. og innritun eftir kl. 14 alla daga.
Rúna Gísladóttir listmálari,
sfmi 561 1525.
■ Tréskurðarnámskeið
Tréskurðarkennsla síðan 1972. Náms-
braut í sjö stigum með allt að 250 verkefn-
um. FuUskipað í bili, en innritað í nýjan
hóp byrjenda sem hefst 1. október.
Hannes Flosason
myndskurðarmeistari,
sími 554 0123.