Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐGENGI
SÓKNARBARNA
AÐ KIRKJUM
FYRR á þessu ári leituðu hjónaefni, sóknarbörn í tilteknu
prestakalli norður í landi, til nágrannaprests. Erindið
var að fá hann til að annast hjónavígslu þeirra - í sóknar-
kirkju hjónaefnanna. Þegar prestur kom til grannkirkju sinn-
ar var hún læst og lokuð og gaf hann brúðhjónin saman
nánast undir kirkjuveggnum. Nýlega kvað siðanefnd Presta-
félags íslands upp þann úrskurð í þessu sérstæða máli, að
sóknarprestur geti ekki meinað öðrum presti að annast at-
hafnir í „eigin“ safnaðarkirkju, enda uppfylli athöfnin öll
formleg skilyrði og kirkjan sé ekki í annarri notkun á sama
tíma.
Meginreglan er að sjálfsögðu sú, enn sem áður, að safnað-
arprestur annast prestsverk fyrir sóknarbörn sín. Aðstæður
hafa á hinn bóginn gjörbreytzt í samfélagi okkar með þeim
afleiðingum, áð sóknarmörk hafa í reynd minna vægi en
áður. Þetta á einkum við um höfuðborgarsvæðið þar sem
fólk sækir guðsþjónustur vítt og breitt um samvaxnar byggð-
ir þess. Það leitar og persónubundinnar prestsþjónustu utan
sinnar sóknar, ef hugur þess stendur til. Og prestar sinna
oftlega prestsverkum utan eigin safnaða, ef eftir er leitað.
Þróunin er hægari að þessu leyti utan höfuðborgarsvæðis-
ins, þótt þar miði einnig til sömu áttar, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Vaxandi valfrelsi í samfélaginu setur
mark sitt á alla þjónustu, kirkjulega sem aðra. Breyttar og
betri samgöngur hafa fært byggðir og söfnuði í nábýli, sem
ýtir undir þessa þróun. Byggðaþróun kemur einnig til sög-
unnar; fjölskyldur hafa dreifst um land allt, en byggða- og
fjölskyldutengsl hafa oft áhrif á prests- og/eða staðarval
fólks, sem leitar þjónustu kirkjunnar.
Kirkjur eru Kristi vígður helgidómur. Afnot af þeim verða
að virða þann veruleika. En vandséð er, eins og fram kemur
í úrskurði siðanefndar Prestafélagsins, á hvaða forsendum
sóknarprestur getur neitað sóknarbörnum um afnot af eigin
safnaðarkirkju, ef athöfn uppfyllir öll formleg skilyrði. Slíkt
á ekki að geta gerzt. Aðgengi sóknarbarna að eigin safnað-
arkirkju á að vera hafið yfir allan ágreining.
NEYTENDAHOLL
SAMKEPPNI
HEIMILISBÍLLINN, kaup og rekstur, er gildur þáttur í
útgjöldum flestra landsmanna. Þannig er talið að
rekstur fjölskyldubíls taki í mörgum tifellum til sín meiri
fjármuni en matarkaupin.
Það er saga út af fyrir sig, sem ekki verður rædd hér og
nú, að ríkisskattar eru meira en helmingur bæði af kaup-
verði bíls og benzíns. Tryggingar vega síðan hvað þyngst
í rekstri heimilisbílsins. Morgunblaðið braut þann rekstrar-
þátt kirfilega til mergjar í ítarlegum greinarflokki í fyrra.
Þar segir m.a.:
„Samkeppni hefur verið frekar dauf á íslenzkum bíla-
tryggingamarkaði. Hann ber öll einkenni fákeppni, þar sem
ákveðið jafnvægi ríkir. Lítill munur er á almennum iðgjöld-
um ...
Samkeppni er lífleg í mörgum Evrópulöndum og hefur
verið að glæðast með opnun markaðarins. Tryggingafélög
sem selja þjónustu sína beint, án milligöngu vátrygginga-
miðlara, hafa verið að þjarma að gömlu risunum og þeir
hafa orðið að bregðast við.“
Nýtt félag, FÍB-trygging, hóf á dögunum sölu bifreiða-
trygginga hér á landi sem umboðsaðili Ibex Motor Policis,
sem er á Lloyd’s tryggingamarkaðinum í London. Hér verð-
ur ekki farið ofan í saumana á tryggingakostum, sem hið
nýja félag býður, né gerður samanburður á þeim og öðrum
tryggingamöguleikum, sem fyrir hendi eru. Það gerir hver
og einn af sjónarhóli eigin hagsmuna. Ljóst er engu að síð-
ur að aukin samkeppni á þessum vettvangi, sem öðrum, er
neytendaholl. Tryggingafélögin, sem fyrir eru á markaðnum
eru öll rekin undir merkjum frjálsrar samkeppni og geta
því ekki gert athugasemdir við að fleiri reyni fyrir sér.
Reynslan leiðir svo í ljós, hversu langvinn sú starfsemi verð-
ur. Sporin hræða í þeim efnum en í þeim orðum felst engan
veginn áfellisdómur yfir hinu nýja tryggingafélagi. Til marks
um áhrif aukinnar samkeppni má nefna að hörð og vaxandi
samkeppni í smásöluverzlun, sem hér hefur ráðið ferð sið-
ustu 15-20 ár, hefur fært landsmönnum raunhæfari kaup-
auka en flestar aðrar „kjarabaráttuleiðir“.
Seðlabankinn hækkar vexti um 0,4% og lausafjárhlutfall innlánsstofnana úr 10 í 12%
Morgunblaðið/Kristinn
Stigiðá
bremsur til
að spoma
við þenslu
Seðlabankinn ákvað í gær að hækka vexti í
viðskiptum við innlánsstofnanir og ávöxtun í
tilboðum bankans í ríkisvíxla. Jafnframt verð-
ur lausafjárhlutfall bankanna hækkað 1. októ-
ber. Markmiðið er að spoma við vaxandi
* *
einkaneyslu og þenslu. I grein Omars Frið-
rikssonar kemur fram að talið er að bankar
og sparisjóðir muni hækka vexti á skamm-
tímaskuldbindingum í kjölfarið.
Morgunblaðið/Kristinn
Þurfum ekki að
sjá eftir ESB-aðild
AÐ hefur komið hagfræð-
ingum innan stjórnkerfis-
ins á óvart að undanförnu
að nýjustu innflutningstöl-
ur sýna áframhaldandi verulega
aukningu innflutnings á neysluvör-
um á síðari hluta ársins. Aukinn
viðskiptahalli er mikið áhyggjuefni,
að mati sérfræðinga. Hér er um
mikil umskipti að ræða. Afgangur
hefur verið af viðskiptum við útlönd
undanfarin þijú ár og á síðasta ári
nam hann 3,9 milljörðum króna. í
febrúar sl. áætlaði Þjóðhagsstofnun
að halli á viðskiptum við útlönd yrði
1,3 milijarðar. í júní kom síðan ný
spá frá stofnuninni á þá leið að við-
skiptahalli á þessu ári yrði 6,1 millj-
arður.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins benda nýjustu upplýsingar
til að viðskiptahallinn verði sjö til
tíu milljarðar á árinu en nákvæmari
spár fást ekki fyrr en þjóðhagsáætl-
un verður lögð fram samhliða fram-
lagningu fjárlagafrumvarps og
stefnuræðu forsætisráðherra við
setningu Alþingis 1. október.
Sparnaður er að minnka
„Það kemur á óvart að það hefur
ekki dregið úr innflutningi á síðari
hluta ársins," segir Bolli Þór Bolla-
son, skrifstofustjóri efnahags-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins.
„Sparnaður er að minnka í þjóðfé-
laginu og erlendar skuldir að auk-
ast. Heimilin eru að auka sínar
skuldir vegna þess að neyslubreyt-
ingarnar eru talsvert umfram kaup-
máttarbreytingar hjá heimilunum,
þótt þær séu einnig miklar á þessu
ári. Þetta er kunnuglegt mynstur
úr íslenskri hagsögu, að menn hafi
tilhneigingu til að éta efnahagsbat-
ann fyrirfram,“ segir Bolli Þór. „í
fjárlagafrumvarpinu er tekið mið
af þessari stöðu og áhersla lögð á
að ná hallalausum fjárlögum og
sparnaði í ríkisbúskapnum sem veg-
ur á móti auknum viðskiptahalla,"
segir hann.
Nokkur skoðanamunur var á því
innan stjórnkerfisins hvenær tíma-
bært væri að grípa til aðgerða í
peningamálum til að bregðast við
einkennum um aukna þenslu, skv.
upplýsingum Morgunblaðsins. í
seinasta mánuði lýstu sérfræðingar
Þjóðhagstofnunar sig fylgjandi því
að stjórnvöld beittu þá þegar hag-
stjórnartækjum sem þau hafa yfir
að ráða með auknu aðhaldi í ríkis-
íjármálum og aðgerðum í peninga-
málum. Seðlabankinn taldi ekki á
þeim tíma ástæðu til að grípa inn
í með hækkun vaxta en stjórnendur
bankans telja að nú séu komin fram
full rök fyrir þessari aðgerð.
Bankastjórn Seðlabankans ákvað
svo í gærmorgun að grípa til ákveð-
inna aðhaldsaðgerða í peningamál-
um og hækka vexti bankans í við-
skiptum við innlánsstofnanir og
ávöxtun í tilboðum bankans í ríkis-
víxla á Verðbréfaþingi íslands um
0,4%. Jafnframt var ákveðið að
hækka lausafjárhlutfall innláns-
stofnana úr 10% í 12% frá 1. októ-
ber nk. Var forstöðumönnum við-
skiptabanka tilkynnt þessi ákvörðun
á fundi í gærmorgun.
Gengi krónunnar hefur sigið
í frétt frá Seðlabankanum segir
að verðbólga hér á landi hafi verið
um 2'/2% undanfarna mánuði, sem
er meiri verðbólga en í viðskiptalönd-
unum og felur í sér nokkra hækkun
frá síðasta ári. Að hluta má rekja
þessa hækkun til meiri hækkunar á
innflutningsverði, að mati
Seðlabankans en einnig
hefur útstreymi á gjaldeyri
leitt til þess að gengi krón-
unnar hefur sigið lítillega
að undanförnu. Óvissa um
launa- og verðlagsmál á næstunni
vegna væntanlegra kjarasamninga
og vísbendingar um að vinnumark-
aðurinn sé að þrengjast eru einnig
að mati bankans ótvíræð hættu-
merki fyrir stöðugleika í gengis- og
verðlagsmálum.
Seðlabankinn telur að vaxandi
viðskiptahalla á þessu ári megi að
verulegu leyti rekja til aukningar
innlendrar eftirspurnar vegna bjart-
ari horfa um útflutningstekjur
þjóðarinnar á næstu árum. Heppi-
legasta leiðin við þessar aðstæður
til að draga úr viðskiptahalla og
varðveita verðstöðugleika sé því að
beita aðhaldi í ríkisijármálum enda
stafi viðskiptahallinn af því að þjóð-
hagslegur sparnaður sé ekki nægur.
„Það er því mat Seðlabankans
að ástæða sé til þess að beita ýtr-
asta aðhaldi í ríkisfjármálum á
næstu misserum. Peningamála-
stefnan er þegar fremur aðhalds-
söm sem sést m.a. af því að munur
innlendra og erlendra
skammtímavaxta hefur að
undanförnu verið rösk 2%
og verður eftir þessa
breytingu örðinn tæp 3%
og hefur vaxið um
0,7%-0,8% síðustu vikurnar.
Grannt verður fylgst með vísbend-
ingum um framvindu efnahagsmála
á komandi vikum og metið hvort
þörf verður frekari aðgerða af hálfu
Seðlabankans. Framvinda ríkisfjár-
mála og kjaramála mun ráða miklu
um hvort og hvenær hægt verður
að slaka á í peningamálum á ný á
komandi vetri,“ segir í fréttatil-
kynningu Seðlabankans.
Rökrétt skref
„Flest þau merki sem komið hafa
fram frá því að Þjóðhagsstofnun
sendi frá sér seinustu spá sína í
júní hafa verið á sömu lund. Þau
hafa gefið til kynna mikla aukningu
eftirspurnar í þjóðfélaginu og að
full ástæða sé til að hafa góðar
gætur á því. Við þessu hefur verið
brugðist með tvenns konar hætti,
annars vegar með því að ítreka
ásetning um og tryggja að jafnvægi
verði á fjárlagafrumvarpinu sem
lagt verður fram í haust og að auki
hafa peningayfirvöld nú tekið
ákvörðun um að sporna við þessari
þensluhættu með því að stuðla að
hækkun vaxta. Mér sýnist að það
séu rökrétt viðbrögð við þessum
merkjum sem menn hafa greint á
undanförnum mánuðum,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar.
Þórður telur rökrétt að draga þá
ályktun að smám saman muni hægja
á vexti eftirspurnar í þjóðfélaginu.
„Mér sýnist líklegt að vextir verði
tiltölulega háir á næstu vikum og
mánuðum en þegar kjarasamningar
eru frá og sú óvissa sem tengist
þeim og fjárlagagerðin hefur jafn-
framt verið samþykkt tel ég að á
þeim grunni geti skapast skilyrði
fyrir vaxtalækkun á ný enda eru
vextir hér tiltölulega háir í saman-
burði við það sem gerist annars stað-
ar. Ég tel ekki sérstaklega miklar
líkur á að þetta gerist fyrr en þetta
tvennt, fjárlagagerð og gerð kjara-
samninga, er um garð gengin," seg-
ir Þórður.
13-14% raunaukning á
innflutningi
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir viðbúið að við-
skiptabankarnir muni hækka vexti
á óverðtryggðum inn- og útlánum á
næstunni, að nokkru leyti til sam-
ræmis við vaxtahækkun Seðlabank-
ans. „Það er erfítt að spá fyrir um
hvaða áhrif þetta mun hafa á lang-
tímamarkaðinn. Það má þó búast
við einhverjum hækkunum en þess
ber þó að gæta að það hefur verið
vaxandi eftirspurn eftir langtíma-
bréfum upp á síðkastið sem hefur
haft í för með sér nokkra lækkun á
húsbréfum. Það er erfitt að meta á
þessu stigi hvort sú þróun heldur
áfram,“ segir Birgir ísleifur.
Seðlabankastjóri bendir á að
ákveðið hefur verið að skila ríkis-
sjóði án rekstrarhalla á næsta ári
en einnig sé með þessum aðgerðum
lögð áhersla á aðhald í peningamál-
um. „Við sjáum þenslumerki víða.
Samkvæmt innflutningstölum fyrir
tímabilið frá janúar til ágúst var
18,5% meiri innflutningur að verð-
mæti á þessum tíma en á sama tíma-
bili í fyrra. Um 4% aukningarinnar
stafa af versnandi viðskiptakjörum
þar sem innlenda verðlagið hefur
hækkað og erum við því að tala um
13-14% raunaukningu á innflutn-
ingu frá janúar til ágústmánaðar,“
segir Birgir ísleifur.
Vaxtahækkun á markaðinum og
hjá bönkunum
„Það kemur ekki á óvart að Seðla-
bankinn skuli telja ástæðu til að
bregðast við þensluhættu. Eftir-
spurn eftir lánum er mikil og verð-
bólga er meiri en menn höfðu ætlað.
Tilgangur Seðlabankans með þess-
um aðgerðum er að hækka vexti og
er það út af fyrir sig eðlilegt/* 1 segir
Valur Valsson, bankastjóri Islands-
banka.
„Þetta mun hafa í för
með sér vaxtahækkun,
bæði á markaðinum og hjá
bönkum. Aðgerðirnar
beinast að bönkunum sér-
staklega, til þess að bankar og spari-
sjóðir hækki útlánsvexti sína. Ég
geri ráð fyrir því að innlánsstofnan-
ir muni bregðast við núna um næstu
mánaðamót," segir Valur.
Hann segir erfitt að segja til um
hversu mikilla breytinga á vöxtum
megi vænta um næstu mánaðamót.
„Áhrif þessara aðgerða í heild munu
ekki koma öll fram í einu. Það er
Ijóst að strax um mánaðamótin mun
fjármagnskostnaður bankanna
hækka en þar við bætist að áhrif
hækkunar á lausaíjárskyldu eru
nokkurn tíma að koma fram og eins
er ekki víst á þessari stundu hvernig
markaðurinn bregst við. Allt þetta
þurfa innlánsstofnanir að taka með
í reikninginn á næstu vikum,“ segir
Valur.
Aðspurður hvernig bankarnir séu
í stakk búnir til að mæta ákvörðun
Seðlabankans um hækkun lausaíjár-
hlutfalls úr 10% í 12% sagði Valur:
„Þetta er býsna mikil hækkun og
eftir hana verður lausaijárhlutfallið
svipað og það var áður en gripið var
til aðgerða til að ná niður vöxtum
síðla árs 1993. Þessi hækkun mun
væntanlega hafa töluverð áhrif á
vaxtaþróunina í bönkunum en það
mun væntanlega koma fram á
nokkrum tíma. Áhrif þessara að-
gerða Seðlabankans varðandi
lausafjárstöðuna munu ekki endan-
lega vera komin fram fyrr en í des-
ember,“ segir Valur Valsson.
„Þetta er hefðbundin aðferð seðla-
banka til að hafa áhrif á vaxtastig
og þeir rökstyðja sinn málflutning
með því að það sé ástæða til að
hafa áhyggjur af verðbólguþróun-
inni. Það eru að sjálfsögðu engar
stórar sveiflur í gangi en menn telja
að það sé ástæða til þess að sporna
við fótum og þessar aðgerðir bank-
ans verða ekki skildar öðruvísi en
þannig að það sé markmið að bank-
ar og sparisjóðir hækki eitthvað
vexti sína og sporni þannig við eftir-
spurnarþenslu. Það má vænta þess
að þessir aðilar muni skoða þessi
mál og bregðist við því. Næsti vaxta-
ákvörðunardagur er um mánaða-
mótin,“ segir Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis.
Guðmundur segir mörg merki um
þenslu í þjóðfélaginu. „Ef við horfum
til eðlilegs vinnulags seðlabanka er-
lendis bíða þeir ekki eftir því að
merkin komi mjög harkalega í ljós,
heldur bregðast við þeim áður. Það
er mismunandi eftir löndum hvaða
aðferðum er beitt en ég tel að þess-
ar aðgerðir Seðlabankans núna séu
mjög eðlilegar miðað við það ástand
sem við sjáum í kringum okkur,“
segir Guðmundur.
Ákvörðun um hækkun lausafjár-
hlutfalls innlánsstofnana minnkar
svigrúm bankanna til útlána og mun
hafa í för með sér að bankarnir
halda fremur að sér höndum á næst-
unni. Þessi breyting mælist misjafn-
lega vel fyrir. Stefán Pálsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, segir að sér
lítist illa á þennan hluta af aðgerðum
Seðlabankans.
„Sú aðgerð nær aðeins til banka
og sparisjóða en menn verða að átta
sig á því að á frjálsum markaði
stunda margir fleiri aðilar útlán.
Lífeyrissjóðirnir eru með mikið fjár-
magn og einnig tryggingafélögin
sem eru í samkeppni á markaðinum
við banka og sparisjóði. Ég er því
með mikinn fyrirvara við að þessi
aðgerð sé rétt og að hún muni skila
þeim árangri sem Seðlabankinn
stefnir að og tel mjög varahugavert
að vera með inngrip á hluta markað-
arins,“ segir hann.
Stefán telur að ákvörðun Seðla-
bankans um hækkun Vaxta hljóti að
leiða til hækkunar á vöxtum banka
og sparisjóða. „Aðgerðin er til þess
ætluð að slá á þenslu. Þarna er ver-
ið að tala um skammtímalánin. Þetta
hlýtur að koma fram í byrjun októ-
ber,“ segir Stefán.
Stjórnendur Landsbankans eru
ekki tilbúnir áð segja til
um hvort vöxtum verður
breytt um næstu mánaða-
mót vegna aðgerða Seðla-
bankans og verður það
skoðað nánar á næstu dög-
um, að sögn Brynjólfs Helgasonar
aðstoðarbankastjóra. „Við erum með
það góða lausafjárstöðu að það kem-
ur ekki hart niður á okkur á þessari
stundu þótt lausafjárskyldan hækki
úr 10 í 12%. Þetta getur þó haft
áhrif þegar horft er lengra fram í
tímann. Að öðru leyti þurfum við
að skoða þetta en það má minna á
að bankar og sparisjóðir ráða ekki
einir vöxtum á markaði,“ segir hann.
GÖRAN Persson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, átti
annasaman dag í Reykja-
vík í gær. Hann ræddi við
forsætisráðherra, forseta og þing-
menn og hélt ræðu í Norræna húsinu
um „Svíþjóð í Evrópusambandinu“.
Hann ræddi við Morgunblaðið áður
en hann hélt til hátíðakvöldverðar í
boði Davíðs Oddssonar, sem var loka-
punkturinn á opinberri heimsókn hans
til íslands.
Forsætisráðherrann er fyrst spurð-
ur hvort hann telji frekar einkenna
umræður í gagnkvæmum norrænum
heimsóknum á borð við þessa; samfé-
lag Norðurlandanna, sem byggir á
líkri menningu, tungu og samfélags-
gerð, eða sameiginlega, pólitíska
hagsmuni.
„Bæði og. Hið norræna gildasam-
félag er mikilvægt. En við höfum
einnig samfallandi hagsmuni, kannski
ekki á öllum sviðum, en þó í öllum
höfuðatriðum. Einmitt núna er engin
spenna í samskiptum íslands og Sví-
þjóðar. Það eru engar deilur okkar á
milli, nema kannski um menntaskóla-
pláss í Vásterás. En það er ekkert,
sem forsætisráðherrar þurfa að skipta
sér af.“
Algjört stórslys án niður-
skurðar velferðarkerfisins
I stefnuræðu Perssons, sem hann
flutti á sænska þinginu í síðustu viku,
sagði hann að fyrir tveimur árum
hefði velferð Svía verið ógnað, en nú
hefði hún verið tryggð. Engu að síður
hefur gífurlegur niðurskurður átt sér
stað í sænska velferðarkerfinu, sem
valdið hefur pólitískum deilum, ekki
sízt í flokki Perssons. Hvernig gengur
sænskum jafnaðarmönnum að lifa
með hinu niðurskorna velferðarkerfi?
„Alveg prýðilega. Hið gagnstæða
hefði verið algjört stórslys. Þversögn-
in er sú að velferðin hefur verið
tryggð einmitt vegna þess að við höf-
um lagað útgjöld okkar að tekjun-
um,“ segir Persson. Hann bætir við
að sænska velferðarkerfið sé áfram
eitt hið víðtækasta í Evrópu; opinberi
geirinn hafi raunar ekki verið dreginn
meira saman en svo að hann sam-
svari nú u.þ.b. þeim danska. „Menn
hafa gefið þá mynd af þessu að vel-
ferðarkerfið hafi verið mölbrotið, en
hún er ekki sönn. Það er gömul meg-
inregla jafnaðarmanna að að velferð
sé ekki hægt að byggja á lánsfé. Hún
verður að byggjast á framleiðslu fyr-
irtækja og getu landsmanna til að
greiða skatta, ekki á viðskiptavild í
bönkum," segir forsætisráðherrann.
Hann segir að það sé komið í ljós,
að hægt sé að láta núverandi efna-
hagsástand standa undir velferðar-
kerfi, sem virkar. Hins vegar verði
Göran Persson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, lauk
opinberri heimsókn sinni
* +
til Islands í gær. Olafur
Þ. Stephensen ræddi
við Persson.
að spyija hvað megi gera betur. „Við
verðum alltaf að spyija hvort kerfið
sé uppbyggt þannig að það hvetji
fólk til að vinna, hvort það stuðli að
réttlátri tekjudreifingu, hvort það
standist bæði hallæri og góðæri,
hvemig er jafnvægið milli eigin fram-
lags manna og þess, sem kemur úr
opinberum sjóðum — þúsund svona
spurningar. En í raun er þetta ekki
ný umræða. Vandamálið í Svíþjóð,
og kannski annars staðar á Norður-
löndunum, er að það varð hlé á henni
upp úr 1970. Menn lögðu í sífellt
meiri kostnað í félagslega kerfinu;
við bættum við nýjum hlunnindum
án þess að hugsa fyrir fjármögnun-
inni. Þannig að í raun erum við nú
að snúa til baka til hefðbundinnar
stefnu með því að spyija spurninga
af þessu tagi.“
Nei við ESB hefði gert
ástandið erfiðara
í ræðu sinni um Svíþjóð í Evrópu-
sambandinu í Norræna húsinu í gær,
sagði Persson að Svíar yrðu nú nota
næsta ár til að ræða hvort þeir vildu
vera með í Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu, EMU. Kostirnir við aðild
væru raunar augljósir, til dæmis að
myntin, sem sænsk fyrirtæki nota,
yrði ónæm fyrir gengissveiflum vegna
spákaupmennsku og að fyrirtækin
losnuðu við margvíslegan annan
kostnað. Hins vegar væri með stofnun
EMU — sem Persson sagðist sann-
færður um að myndi ganga eftir hinn
1. janúar 1999 — verið að lyfta stjórn-
un peningamála upp á yfirþjóðlegan
vettvang, en ríkisfjármálin
væru áfram í höndum þjóð-
ríkjanna. Spurningin væri
hvort þetta tvennt yrði ekki
að fylgjast að; hvort yfír-
þjóðleg stjórnun peninga-
mála þýddi ekki að jafnframt yrði að
taka ákvarðanir um ríkisfjármál, t.d.
skattlagningu, á yfirþjóðlegum vett-
vangi. Þar með væri stigið stórt skref
í átt til evrópsks sambandsríkis og
slíkt yrðu Svíar að gera upp við sig.
En getur niðurstaðan af umræðum
Svía um EMU-aðild orðið nema ein?
Getur ríki, sem vill láta til sín taka
í Evrópu, staðið utan EMU?
Persson svarar því til að þótt Sví-
þjóð verði utan EMU þýðir það ekki
að rödd Svía í Evrópusamstarfinu
verði veikari. „Ef Svíþjóð verður hins
vegar vanrækt fyrir það að vilja ekki
vera með eða fá það ekki, mun rödd
okkar veikjast."
Samkvæmt skoðanakönnunum eru
Svíar sú þjóð innan Evrópusambands-
ins, sem hefur neikvæðasta afstöðu
til ESB-aðildar lands síns. Hafa Svíar
ástæðu til að sjá eftir ákvörðun sinni
um að ganga í sambandið?
„Nei, það hafa þeir ekki. Hefðu
Svíar greitt atkvæði gegn aðild, væri
ástandið miklu erfíðara nú. Ég var
nýbakaður fjármálaráðherra haustið
1994 og hafði þá vafasömu ánægju
að sannfæra peningamarkaðinn um
ágæti sænskrar aðildar. Hefði það
bætzt ofan á vantrú umheimsins á
að Svíþjóð gæti náð tökum á ríkisfjár-
málum sínum, að við hefðum hafnað
aðild að ESB, hefði það orðið okkur
afar dýrt. Vextirnir hefðu orðið tveim-
ur prósentum hærri og sérhvert pró-
sent kostar sænska ríkissjóðinn 14
milljarða króna, eða jafnmikið og allt
barnabótakerfið. Þetta var staðan."
Eystrasaltsríkin
velja sjálf
Hvaða augum líta Svíar viðleitni
Eystrasaltsríkjanna til að hljóta aðild
að Atlantshafsbandalaginu? Getur
NATO-aðild þeirra skapað ný vanda-
mál fyrir Svíþjóð?
„Nei, ekki er ég þeirrar skoðunar.
Ég fylgi klassískri sænskri stefnu:
Sérhvert ríki á rétt á að framfylgja
sinni eigin öryggis- og vamarstefnu.
Eystrasaltsríkin kjósa aðild að NATO
og þeirra er rétturinn að velja. En
með sama hætti gerum við ráð fyrir
að aðrir virði stefnu Svíþjóðar í örygg-
ismálum."
Á blaðamannafundi í gær þvertók
Persson fyrir að Svíþjóð hefði nokkr-
ar ráðagerðir um að ganga í NATO.
Telur hann að í ljósi þeirra breytinga,
sem eru að verða á bandalaginu, og
þeirrar staðreyndar að Svíar eiga nú
þegar náið samstarf við það á ýmsum
sviðum, sé hægt að útiloka
aðild að bandalaginu í
framtíðinni?
„Um fyrirsjáanlega
framtíð hef ég enga ástæðu
til að senda út nein merki
um að Svíar vilji aðild að NATO.
Þetta hefur verið okkar stefna. Ef
menn vilja, geta þeir auðvitað mótað
stefnu í öryggismálum með tilliti til
síðustu fimm ára, og þá má segja að
nú sé ástandið frek ar útreiknanlegt.
En Svíþjóð hefur haldið sinni stefnu
í 200 ár og ekki breytt henni til eða
frá. Við erum sannfærð um að hún
hefur gagnast Svíum vel og verið trú-
verðug."
7-10 millj-
arða við-
skiptahalli
Munur á
skammtíma-
vöxtum
Velferð bygg-
ist ekki
á lánsfé