Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 15 Morgunblaðið/Davíð Pétursson MIKIÐ fjölmenni var viö vígslu hitaveitunnar í Skorradal um helgina. Hitaveita Skorra- dals tekin í notkun Grund - Þórður Runólfsson, sem átti 100 ára afmæli þann 18. september sl., tók formlega í notkun virkjaða borholu Skorradalshrepps með því að kveikja á öryggisljósi dæluhúss- ins sl. laugardag. Hreppsnefnd Skorradals- hrepps og Hitaveita Skorradals buðu til vígsluhátíðar í tilefni þess að virkjuð borhola hrepps- ins og Hitaveita Skorradals er tekin til starfa. Hátíðin hófst kl. 16 með því að gestir söfnuðust saman við borholuna undir hlíðum Draga- fells. Þar var farið yfir sögu hita- vatnsleitar í Skorradal sem hófst 29. janúar 1992 en lauk með frá- bærum árangri 6. júní 1994 þeg- ar kotnið var niður á heitavatns- æðá816mdýpi. Eins og áður sagði tók Þórður Runólfsson, bóndi í Haga, virkj- unarmannvirkin formlega í notkun og að því loknu bauð Hitaveita Skorradals síðan gest- um í Skátafell og þar fór fram fjölbeytt dagskrá. Formaður Hitaveitufélagsins, Birgir Guðmundsson, rakti sögu framkvæmdanna frá því að Hita- veita Skorradals var stofnuð 3. mars sl. og til þessa dags er ÞÓRÐUR Runólfsson bóndi í Haga, sem átti 100 ára afmæli fyrir skömmu, opnaði hitaveituna formlega. DAVÍÐ Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, flutti ávarp. Hitaveitan víir formlega tekin í notkun. I máli formannsins kom fram að núverandi áfangi þarf einungis ‘/3 eða 74 af orkufram- leiðslu hitaveituholunnar væri hún fullvirkjuð. Að ræðu formanns lokinni skemmtu þau Dagný Sigurðar- dóttir og Snorri Hjálmarsson gestum með söng við undirleik Davíðs Þ. Jónssonar. Margir fluttu aðstandendum hitaveit- unnar árnaðaróskir og einnig bárust heillaskeyti ogblóm. MEBflSHENC HILLUKERFI ÓDÝRARI LAUSN FYRIR LAGERINN OG GEYMSLUNA Fagleg rábgjöf - leitið tilboöa Isold ehf. Umbods-& hei/dverslun Faxafen 10 - 108 Reykjavík Sími 581 1091 - Fax 553 0170 Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi, auövelt í uppsetningu, engar skrúfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.