Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 24
I 24 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MEIMNTUN RúRek 96 djass- hátíðin hafin Morgunblaðið/Jón Svavarsson NORRÆNA kvennahljómsveitin lék við góðar undirtektir á Hótel Sögu. RúRek djasshátíðin var sett í hljómleikasal Fé- lags íslenskra hljómlist- armanna í Rauðagerði síðastliðinn sunnudag. Guðjón Guðmundsson var viðstaddur. FRAM komu nokkrir af þeim mörgu tónlistarmönnum sem leika á hátíð- inni, sem er, eins og nafnið ber með sér, samstarfsverkefni Ríkisútvarps- ins og Reykjavíkurborgar. Þetta er í sjötta sinn sem þessir aðilar blása til djasshátíðar. Hógværð eða hag- sýni, nema hvort tveggja sé, ein- kennir RúRek að þessu sinni. Engin stór númer til að trekkja að. Þetta eru veruleg vonbrigði og afturför frá því sem verið hefur síðustu ár. Ekki er við skipuleggjendur hátíðarinnar að sakast. Þeir vinna sitt verk af alúð. En það vantar greinilega pen- inga inn í hátíðina. Kaupmannahafn- arborg, sem er um tíu sinnum fjöl- mennari en Reykjavík, hefur hlúð að sinni hátíð. Samstarf hefur verið með borginni og Tuborg verksmiðj- unum um að fjármagna hátíðina sem er orðin aðdráttarafl fyrir djassunn- endur víða um heim. Sú hefð hefur skapast við setn- ingu okkar litlu hátíðar að borgar- stjóri, útvarpsstjóri og formaður FÍH leiki stefið góðkunna sem a.m.k. tvær kynslóðir íslendinga hafa alist upp við. Það hefur hljómað milli dagskrárliða og á undan dánarfregn- um á gömlu Gufunni. Á því varð engin breyting og að þessu sinni var stefið leikið á pákur. Sagður kunna 2.000 lög Jon Weber er Kanadamaður og er sagður kunna að minnsta kosti 2.000 lög utanbókar og geta spilað þau í öllum tóntegundum. Þetta er hinn mesti páfagaukur og kynnti hann lögin þrjú sem hann flutti á íslensku. Weber leikur á tónleikum í minningu Guðmundar Ingólfsson: ar á Kringlukránni annað kvöld. I Rauðagerði flutti hann Tryggva eftir Guðmund. Weber er flinkur píanisti en hann sýndi þó engin sér- stök tilþrif einn við píanóið á sunnu- dag. Margir hafa ugglaust í hyggju að sjá og heyra Tríó Péturs Óstlund. Ekki vegna þess að Pétur hafí haft með sér sænska kollega sína á Rú- Rek, því það gerði hann ekki. Held- ur vegna þess að Pétur er magnaður djasstrommari og verður í slagtogi með tveimur af fremstu djassleikur- um landsins. Ekta píanótríó með Eyþór á slaghörpuna og Þórð Högnason, þann hljómmikia, á kontrabassann. Gestir í Rauðagerði fengu sýnishorn af galdri þeirra, vel þekktum standördum, Just a Terrible Dream, All the Things You Are. Mjög fagmannlegur djass, vel leikið og laust við alla áhættu. Án skrautfjaðra Björn Th. Árnason, formaður Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna og skólastjóri tónlistarskóla FÍH, hélt stutta tölu og að henni lokinni lék hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar efni af nýútkominni plötu, / skjóii nætur. Sex lög sem eru á plötunni samdi Stefán með andlegri uppörvun frá ljóðabálki Sveinbjörns I. Bald- vinssonar, / þorpi drottningar engl- anna. Á undan lögunum flutti höf- undurinn Ijóðin, sem hann samdi þegar hann bjó í Los Angeles. Þetta er mestanpart viðkvæm tónlist, tregablandin og laglínurnar eru fal- legar. Stefán hefur valið alveg réttu mennina til þess að flytja tónlistina með sér. Heyra má meira af tónlist Stefáns í Leikhúskjallaranum annað kvöld. Um kvöldið lék svo Norræna kvennahljómsveitin á Hótel Sögu. Tvær íslenskar konur voru þar í hópi, Guðrún Hauksdóttir gítarleik- ari og Andrea Gylfadóttir söngkona sem kom fram með hljómsveitinni sem gestur. RúRek djasshátíðin er að þessu sinni án mikilla skrautíjaðra. Þarna er enginn Waliace Roney, Freddie Hubbard, Fritz Landesbergen eða Niels Henning. En Kvartett Skúla Sverrissonar, skipaður framsæknum tónhugsuðum frá Bandaríkjunum, verður á Hótel Sögu á fimmtudags- kvöld, Sextett Sigurðar Flosasonar með m.a. Óskari Guðjónssyni og Gunnlaugi Guðmundssyni leikur á Sögu á föstudagskvöld. New Jungle kvartett Pierre Dorge er enn kominn til landsins og leikur á Borginni á laugardagskvöld, ný norræn tónlist. Djassunnendur geta því glaðir unað við sitt þrátt fyrir augljós merki samdráttar. Jazz 96 Dagskrá RúRek 96: Þriðjudagur 24. september Kl. 17. Jómfrúin: Kvartett Reynis Sigurðssonar. Frítt. Kl. 21. Loftkastalinn: Bítslag 96. Slagverkshátíð Samspils. Kr. 1.200. Kl. 21.30. Leikhúskjallarinn: Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson ásamt Tríói Björns Thoroddsens. Kr. 1.000. Kl. 22. Kringlukráin: Hljóm- sveit Eddu Borg. Frítt. Sólon íslandus: Tríó Jóels Sig- urðssonar. Frítt. Sagnfræði og æviskrár frá Þjóðsögu A Póstsaga Islands og Vélsljóratal Dagskrá um Robert Burns FÉLAG um átjándu aldar fræði held- ur samkomu miðvikudaginn 25. sept- ember næstkomandi í tilefni af tveggja alda ártíð Robert Burns, þjóð- skálds Skota, á þessu ári. Samkoman verður haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26 (á horni Suðurgötu og Kirkju- garðsstígs) og hefst kl. 20.30. Sveinn Yngi Egilsson bókmennta- fræðingur flytur erindi um Burns og lesið verður úr íslenskum Burns- þýðingum. „Robert Burn, sem fæddist 1759 og lést aðeins 37 ára að aldri, hefur alla tíð verið ástsæll með þjóð sinni og reyndar víða um lönd. Hann skipar svipaðan sess í vitund skosku þjóðarinnar og Jónas Hall- grímsson meðal íslendinga. Ýmis íslensk skáld, þekkt og minna þekkt, hafa þýtt ljóð eftir Burns. Mörg Ijóða hans eru oft sung- in við vinsæl Iög“, segir í kynningu. Kaffíveitingar verða til sölu á staðnum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. PÓSTSAGA íslands, fyrra bindi sem nær yfír tímabilið 1786-1873, er væntanleg hjá Þjóðsögu. Síð- asti kaflinn fjallar um póstflutn- ingsskipin, en ferðir þeirra voru byijun áætlunarsiglinga til og frá landinu. Höfundur er Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur og verður þetta bindi rúmlega 500 blaðsíður ríkulega myndskreytt. Seinna bindið á að koma út innan tveggja ára. Póstsagan er gefin út að til- stuðlan Pósts og síma. Saga Njarðvíkur eftir Kristján Sveinsson sagnfræðing er bók sem bæjarstjórn Njarðvíkur ákvað á sínum tíma að láta skrifa. Fyrr á árinu kom út Álftanessaga eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Þjóðsaga gefur út stéttatöl og er skemmst að minnast Verk- fræðingatals í tveimur bindum sem kom út á þessu ári. Fleira er væntanlegt í þessum flokki. Vélstjóra- og vélfræðingatal verð- ur gefið út að frumkvæði Vél- stjórafélags íslands. í talinu verða að líkindum rúmlega 7.000 nöfn og æviskrár. Tvö fyrstu bindin af fimm koma í haust samtals um þúsund síður. Þijú síðari bindin eiga að koma út að ári. Ritstjórar eru Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Stefnt er að nýrri útgáfu Við- skipta- og hagfræðingatals, en það kom síðast út 1986. Ritið verður mjög aukið, um 2.400 nöfn í 2-3 bindum. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson. Samnorræn lestrarkeppni í fyrsta sinn GRUNNSKÓLANEMUM á öllum Norðurlöndunum gefst tækifæri í nóvember næstkomandi til að taka þátt í samnorrænni lestrarkeppni sem haldin verður með fjárhags- legri aðstoð Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Er þetta í fyrsta sinn sem slík samnorræn keppni er hald- in og nær hún til alls grunnskóla- stigsins. Að sögn Garðars Gíslasonar, verkefnisstjóra keppninnar á ís- landi, er ekki um einstaklings- keppni að ræða heldur mun hver bekkjardeild vinna að verkefninu í sameiningu. Síðan vinna nemendur úr því efni sem lesið var, túlka það og birta niðurstöður á sérstöku veggspjaldi. „Túlkunin getur verið með ýmsu móti, svo sem teikning- ar, ljósmyndir, spakmæli, samtöl, textar eða ritdómar. Síðan velur hver skóli sigurvegara í þremur ald- ursflokkum, þ.e. 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Munu þau veggspjöld verða send í landskeppni og þeir bekkir eða hópar sem sigra fá boli, bókaverðlaun eða peninga- verðlaun, sem ætluð er til framlags í ferðasjóð," sagði Garðar. Úrval bókmennta Tilgangur keppninnar er að efla almennan lestraráhuga nemenda, að vekja athygli á því mikla úrvali sem til er af Norðurlandabókmennt- um, hvetja til lesturs á þeim og sömuleiðis að hafa áhrif á kennslu, því þátttakendur lesa og túlka lestr- arefnið og geta unnið úr því á skap- MÍMIR, auga Auðins og Peg- asus eru tákn norrænu lestr- arkeppninnar. andi hátt. Nemendur verða einnig hvattir til að mynda samstarf við jafnaldra á öðrum Norðurlöndum og skiptast á skoðunum um norræn- ar bókmenntir. Norræna bókmennta-og bóka- safnsnefndin (NORDBOK) og Stjórnarnefnd um norrænt samstarf ( (NMSS) áttu frumkvæði að keppn- | inni en af hálfu íslands á mennta- málaráðuneytið, Samband íslenskra I sveitarfélaga, Félag íslenskra bóka- útgefenda, Bókavarðafélag íslands, Samtök móðurmálskennara, Skóla- stjórafélag íslands og Ríkissjón- varpið fulltrúa í stjórn. Samkeppni um hugmyndir og gerð fræðsluefnis Tækifæri fyrir nemendur að taka þátt FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) efnir til samkeppni um gerð fræðsluefnis í formi hugbúnaðar eða margmiðl- unar í tilefni af „Ári símenntun- ar“. Um er að ræða tvo flokka, annars vegar geta nemendur í grunn- eða framhaldsskólum lagt fram handrit eða hugmyndir að margmiðlunarhugbúnaði. Hins vegar geta nemendur í stofnunum sem veita þjálfun í margmiðlun, þar með talið á háskólastigi, lagt fram fullgerð margmiðlunarefni eða -líkön. Að sögn Ingibjargar Gísladótt- ur, deildarstjóra hjá Rannsókna- þjónustu Háskólans, geta bæði ein- stakir nemendur og nemendahópar lagt fram verkefni og mega þau vera unnin undir handleiðslu kenn- ara. Hins vegar má hver stofnun aðeins leggja fram eitt verkefni. „Þegar talað er um fræðsluefni er það hugtak notað í víðum skiln- ingi. Verkefnin mega vera á ís- lensku og þau þurfa ekki að fjalla um neitt sérstakt námsefni en verða að tengjast þekkingu eða þjálfun. Þau verða einnig að tengj- ast viðfangsefnum sem eru mikil- væg í evrópsku samhengi eins og menningu, vísindum, kynningu á störfum, undirbúningi fyrir þátt- töku í atvinnulífi, svo nokkuð sé nefnt,“ sagði Ingibjörg. I I \ Umsóknir verða fyrst metnar hér á landi og þijár umsóknir í hvorum flokki verða síðan senda áfram til framkvæmdastjórnar. Umsóknarfrestur er til 11. október nk. -------» ♦■■4------ Nýtt tímarit | •,Vestnorræna ungmennablaðið ^ Ozon er komið út á vegum nem- enda í Lýðskólanum á íslandi, í Grænlandi og Færeyjum. Þetta er í annað sinn sem tímarit- ið kemur út og er það aðallega | skrifað á dönsku en nokkurt efni er á íslensku. | Hefur efni þess verið notað sem ítarefni í dönsku- kennslu á íslandi. í ritinu er fjöldi greina og mynda sem höfða til ungs fólks. Tímaritið Ozon er styrkt af Nor- rænu ráðherranefndinni, Norræna menningarsjóðnum, Reykjavíkur- borg o.fl. og kemur út í 25.000 ein- j; tökum. Því er dreift til allra 10. bekkinga í löndunum þremur. Hægt er að náigast tímaritið í Norræna I húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.