Morgunblaðið - 24.09.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 37
FRÉTTIR
NOKKRIR liðsmenn Stuðmanna koma
saman í Leikhúskjallaranum i kvöld.
þá liðlega tvítugum, í lítið þorp
fyrir austan fjall. Ég man enn
augnablikið er ég sá hana fyrst.
Við mættumst á götunni — horfð-
um hvor á aðra — báðar dálítið
forvitnar. Svo brosti hún til mín
þessu sérstaka og fallega brosi
sínu, sem einkenndi hana fremur
öðru alla tíð.
í litiu samfélagi kynnast allir
fyrr eða síðar og svo var með okk-
ur. Við urðum nágrannar og tengd-
umst er frá leið vináttuböndum.
Við gistum eldhús hvor hjá annarri
þegar færi gafst. Ég held að varla
hafi liðið sá dagur, að við vitjuðum
ekki hvor annarrar, í mörg ár. Og
tíminn leið. Það skiptust á skin og
skúrir — eins og gengur. Svo hvarf
hún á braut, alla leið á litla eyju
nærri Spánarströndum. Mallorca
varð hennar annað föðurland. Þar
bjó hún sér nýtt heimili. Hún var
með eindæmum myndarleg og dug-
leg húsmóðir og þar sem Dúa var
— þar voru blóm. Okkur Linda eru
ógleymanlegar heimsóknirnar á
heimili hennar fyrir nokkrum árum.
Gestrisni hennar og gleðin yfir
endurfundum snart okkur djúpt.
Síðasta heimili sitt átti hún svo
hér. Þá hittumst við oftar. Og eins
og fyrrum var eldhúsið okkar
fundarstaður. Ég er sannfærð um,
að eitt það dýrmætasta í lífinu eru
samferðamennirnir, góðir vinir og
bara gott fólk sem maður um-
gengst daglega.
Nú er tími til að hryggjast, tími
til að sakna og tími til að þakka.
Gömlu saumaklúbbsfélagarnir
þakka henni allar samveru- og
gleðistundir í þá gömlu góðu daga.
Eg og mitt fólk þökkum henni
áralöng kynni og tryggð. Öllum
ástvinum hennar biðjum við bless-
unar og vonum að tíminn græði
sárin. Ég þakka Juan góð kynni
og mun aldrei gleyma ást hans og
umhyggju fyrir vinkonu minni.
Hvað er ljós
ef ekki er myrkur?
Hvað er mótlæti
ef enginn er styrkur?
Hvað er sorg
ef ekki er gleði?
Hvað er söknuður
ef engin er minning?
(Ókunnur höf.)
Það er gott til þess að vita hver
bíður handan tjaldsins og væntir
gesta. Og ég þykist þekkja hlátur-
inn hennar og fínn hana í vinahópn-
um. Hún tekur í hönd mína og við
leiðumst út á ódáinsakra þess
heims. Ég hlakka til endurfunda.
Guð blessi hana.
Anna S. Egilsdóttir.
Fyrirlestur
um erfða-
breyttar líf-
verur
DR. HEIDI Bente Drage, deildar-
stjóri í umhverfisráðuneyti Noregs,
umhverfisstórnunarsviði, heldur
fyrirlestur á vegum Líffræðifélags
íslands, þriðjudaginn 24. september,
kl. 20.30 í Odda, hugvísindahúsi
Háskóla íslands, stofu 101.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku og heitir „Genetically modifi-
ed organism". Fyrirlesturinn fjallar
um erfðabreyttar lífverur.
í fréttatilkynningur segir: „Hvað
teljast erfðabreyttar lífverur? Hvar
og hvernig eru erfðabreyttar lífver-
ur notaðar í dag, úti í náttúrunni
og við iðnaðarframleiðslu? Hvernig
er staðið að áhættumati í dag og
hver er framtíðin?
Notkun erfðabreyttra lífvera hefur
aukist gífurlega á síðustu árum og
verður sennilega mikilvægur þáttur
í ýmsum framleiðsluferlum í framtíð-
inni. Umræða og almenn þekking á
þessu sviði er hinsvegar mjög tak-
mörkuð hérlendis. Fyrirlesturinn er
þvi kjörið tækifæri til að fá yfirsýn
yfir þá umræðu sem nú þegar hefur
átt sér stað í Evrópu.“
Dr. Heidi Bente Draget hefur
unnið að áhættumati um erfða-
breyttar lífverur síðan 1989 og er
fulltrúi Noregs í ýmsum alþjóðleg-
um nefndum um líftækni, áhættu-
og umhverfísmat. Dr. Heidi Bente
Draget er m.a. í alþjóðlegri nefnd
um mat á öryggi lífríkisins innan
Evrópusambandsins, OECD- og
NC-landanna. í stjórn norsku ráð-
gjafanefndarinnar um líftækni og í
stjórn rannsóknarnefndar um um-
hverfisáhrif líftækni á vegum
norska rannsóknarráðsins.
Fyrirlestur um
þróun hús-
næðismála
JÓN Rúnar Sveinsson félagsfræð-
ingur heldur fyrirlestur í boði Fé-
lagsfræðingafélags íslands um þró-
un húsnæðismála 1980-1995 og
húsnæðisrannsóknir miðvikudaginn
25. september kl. 20.30.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu 202 í Odda, húsi félagsvís-
inda- og viðskiptafræðideilda HÍ.
Allir velkomnir.
Stuðmenn koma
saman
NOKKRIR liðsmenn Stuðmanna
koma saman í Leikhúskjallaranum
í kvöld kl. 21.30 og leika jazz á
RúRek-hátíðinni.
Það eru þeir _ félagarnir Egill
Ólafsson, Ásgeir Óskarsson og Jak-
ob Frímann Magnússon en mörg
ár eru liðin síðan hann lék síðast
jazz. Með þeim koma fram Björn
Thoroddsen og Gunnar Hrafnsson.
Kvartett Reynis Sigurðssonar
leikur á Jómfrúnni kl. 17, Slag-
verkshátíð Samspils verður í Loft-
kastalanum kl. 21, hljómsveit Eddu
Borg leikur á Kringlukránni og Bé
þrir á Sóloni íslandusi.
Bandalag kvenna
í Reykjavík
Styrkur veittur
úr Starfsmennt-
unarsjóði
Á ÞINGI Bandalags kvenna í
Reykjavík 1995 var samþykkt að
stofna styrktarsjóð til að styðja við
bakið á ungum konum sem hefðu
hug á að leita sér frekari menntun-
ar en stæðu félagslega höllum fæti
í tilverunni, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Tilgangurinn var að rétta ein-
hveija hjálparhönd ef það mætti
verða til þess að auka traust ein-
staklingsins á sjálfum sér og gefa
þessum sama einstaklingi betri
tækifæri í atvinnulífinu með ein-
hverja starfsmenntun. Öflun fjár til
þessa styrktarsjóðs hefur aðallega
verið af skemmtikvöldum sem
nefnd hafa verið Vorkvöld í Reykja-
vík og hafa verið haldin á Hótel
Sögu í maímánuði síðastliðin þijú
ár.
Aðeins þremur árum eftir stofn-
unm hans má nú veita styrk úr
sjóðnum og er auglýst eftir umsókn-
um. Beiðni um umsóknareyðublöð
þarf að berast til skrifstofu Banda-
lags kvenna í Reykjavík á Hallveig-
arstöðum, Túngötu 14,101 Reykja-
vík, og er umsóknarfremstur til 20.
október. Styrkurinn verður veittur
fyrir vormisseri 1997.
Háskólafyrir-
lestur um heim-
speki
OLEG Nikiforov, kennari í heim-
speki við Hugvísindaháskólann í
Moskvu, flytur opinberan fyrirlest-
ur í boði Heimspekideildar Háskóla
íslands og Félags áhugamanna um
heimspeki miðvikudaginn 25. sept-
ember kl. 17.15 í Hátíðasal Háskól-
ans. Fyrirlesturinn nefnist Heim-
speki á umbreytingatímum í Rúss-
landi.
Oleg Nikiforov er ungur að áldri,
fæddur árið 1969. Hann lauk heim-
spekiprófi 1992 frá Ríkisháskólan-
um í Moskvu og er nú fastur kenn-
ari við Hugvísindaháskólann í
Moskvu sem stofnaður var 1991
af sagnfræðingnum Júrí Afanasíev,
fyrrverandi ráðgjafa Jeltsíns for-
seta. Hann er ennfremnur einn af
aðalritstjórum tímaritsins Logos,
sem er leiðandi á sviði heimspeki-
útgáfu í Rússlandi um þessar
mundir og hefur verið gestafyrirles-
ari við háskólana í Trier og Frei-
burg í Þýskalandi.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku og túlkar Arnór Hannibals-
son prófessor efni hans á íslensku.
Öllum er heimill aðgangur.
■ GUÐSPEKI-Heilunarskólinn
hefur göngu sína um miðjan október
1996. Skólinn er rekinn í samvinnu
við Ljósheima, Guðspekimiðstöð-
ina í Reykjavík, sem um árabil rak
Norræna heilunarskólann. Um er að
ræða tveggja ára nám í andlegri
heilun þar sem kennt er eina helgi
(samtals 12 helgar á 2 árum) og eitt
þriðjudagskvöld í mánuði. Kynning-
arbæklingur um skólann og skráning
er á skrifstofu Ljósheima, Guðspeki-
samtakanna, Hverfisgötu 105, 2.
hæð eða í versluninni Betra líf.
■ SIÐMENNT, félag áhugafólks
um borgaralegar athafnir, stendur
að borgaralegri fermingu vorið 1997
eins og undanfarin ár. í október og
nóvember verða haldnir kynningar-
og fjölskyldufundur en sjálft ferm-
ingarnámskeiðið hefst í janúar.
Skráning á fermingarnámskeiðið í
Reykjavík er hafin og stendur til 1.
nóvember nk. Þeim sem áhuga hafa
á að kynna sér borgaralega ferm-
ingu, í Reykjavík og á landsbyggð-
inni, er bent á að hafa samband við
Siðmennt.
------♦ ♦ ♦------
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
ELÍN G. Jóhannsdóttir var rangfeðr-
uð í tilkynningu um sýningu hennar
í sal ÁTVR í Kringlunni í sunnudags-
blaðinu. Er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.
Iðgjöld FÍB-Tryggingar
TEKIÐ skal fram vegna greinar sem
birtist á miðopnu Morgunblaðsins sl.
laugardag undir fyrirsögninni
„Lækkun iðgjalda kynnt eftir helgi“
að með setningunni „Talsmenn Ibex
á íslandi gefa hvorki fjölmiðlum né
samkeppnisaðilum upplýsingar um
verðskrá FÍB-Tryggingar,“ er átt við
að þeir afhenta fjölmiðlum ekki ið-
gjaldaskrána í heild. Starfsmenn Al-
þjóðlegrar miðlunar ehf. hafa svarað
skýrt og hratt öllum spurningum
Morgunblaðsins um einstök verð-
dæmi.
Þá gæti ónákvæmni þegar fullyrt
er að Gísli Maack vátryggingamiðl-
ari selji FÍB-Tryggingu. Fyrirtæki
Gísla, Alþjóðleg miðlun ehf., kom á
viðskiptasamningi milli Ibex Motor
Policies at Lloyds og Félags íslenskra
bifreiðaeigenda og sér um að af-
greiða tryggingarskírteini og inn-
heimta iðgjöld.
Föðurnafn misritaðist
í greininni Þín nemönd sem birtist
í B-blaði síðasta sunnudagsblaðs
misritaðist föðurnafn. Guðmundur
Aron var sagður Guðmundsson en
hann var Guðbrandsson. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Sölustarf í verslun
Max ehf., sem er framarlega á sviði fram-
leiðslu á útivistar- og kuldafatnaði, óskar
eftir að ráða sölumann í verslun.
Starfið felst í sölu, ráðgjöf og þjónustu við
viðskiptavini.
Leitað er að frískum og þjónustulunduðum
aðila sem hefur reynslu af sölu í verslun.
Vinnutími kl. 9-18.
Umsóknarfrestur er til og með 26. septem-
ber nk.
Umsóknareyðublöð afhent og nánari upp-
lýsingar eingöngu veittar á skrifstofu Liðs-
auka, sem opin er frá kl. 9-14,
í Skipholti 50c, 4. hæð.
Fólk og þekking
Lidsauki ehf.
Skipholt 50c, 105 Rgykjavlk slmi 562 1355, fax562 1311
Staða
hjúkrunarforstjóra
Heilsugæslustöðin á Vopnafirði óskar að
ráða hjúkrunarforstjóra til afleysingastarfa í
12 til 14 mánuði frá og með 15. nóv. 1996.
Fjölbreytt og gefandi starf í góðu umhverfi.
Ljósmæður/
hjúkrunarfræðingar
Ljósmóður, hjúkrunarfræðing með Ijósmóð-
urmenntun eða hjúkrunarfræðing vantar til
starfa á heilsugæslustöðina á Vopnafirði.
Framtíðarstarf í góðu umhverfi. Á Vopnafirði
er einsetinn grunnskóli, leikskóli, öldunga-
deild, tónlistarskóli og öflugt tónlistar- og
menningarlíf. Nýlegt íþróttahús og sundlaug.
Flutningsstyrkur og fleiri fríðindi.
Nánari upplýsingar veita:
Adda Tryggvadóttir, vs. 473 1225, hs.
473 1108, Emil Sigurjónsson, vs. 473 1225,
hs. 473 1478.
Frystitogarapiáss
Vanur Baader-maður óskast á frystitogarann
Stakfell ÞH 360.
Upplýsingar gefur Sævaldur í vinnusíma
460 8115.
Silkiprentari óskast
Þarf að vera vanur eða hafa kunnáttu í silki-
prenti.
Upplýsingar í Bol ehf., Smiðjuvegi 6.
-kjarni málsins!