Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
"Í
AÐSENDAR GREINAR
Hvar á Sjávarútvegsskóli
Háskóla SÞ að vera?
NÝLEGA ályktaði
bæjarstjórn Akur-
eyrar að Sjávarút-
vegsskóli Háskóla
Sameinuðu þjóðanna
skuli vera á Akureyri.
Af frétt Morgunblaðs-
ins að dæma virðist
ekki hafa verið rætt
um hvað kenna skuli
í skólanum heldur að-
eins hvar honum skuli
komið fyrir. Bæjar-
stjórnin virðist hafa
fjallað um Sjávarút-
vegsskólann sem
byggðapóiitískt mál,
eitt stykki skóla sem
velja skuli stað á landinu, en ekki
hugleitt að framlag íslands til
Háskóla SÞ er hluti af aðstoð ís-
lands við þróunarlöndin. Sjávarút-
vegsskólann, eins og Jarðhitaskól-
ann, ber að reka með hag þróunar-
landanna í huga en ekki einstakra
^tofnana eða byggðarlaga á ís-
landi.
Hvað er Háskóli SÞ?
Háskóli SÞ (HSÞ) er ekki
venjulegur háskóli með nemend-
ur, kennara og fyrirlestrasali á
einum stað. HSÞ er með aðalskrif-
stofu í Tókýó en háskóladeildir,
verkefni og nemendur um allan
heim. Það eru ekki byggðar nýjar
háskólastofnanir, heldur semur
HSÞ við valda háskóla og rann-
—o-óknastofnanir í aðildarlöndum
SÞ, nýtir rannsóknaraðstöðu og
mannafla sem þegar er fyrir hendi
og veitir þannig miklu fleira fólki
frá þróunarlöndunum tækifæri til
úrvalsþjálfunar en ella.
Strax við stofnun HSÞ 1975 var
farið að undirbúa tilboð íslands
um að reka annaðhvort jarðhita-
skóla eða sjávarútvegsskóla í nafni
HSÞ. Að vandlega athuguðu máli
valdi HSÞ jarðhitaskóla. Hér inn-
anlands voru nokkrar
deilur um hvort hann
yrði til húsa hjá Há-
skóla íslands (HÍ) eða
Orkustofnun. HSÞ
valdi Orkustofnun,
þar sem jarðhitarann-
sóknir eru mest stund-
aðar á landinu, en
óskaði náins sam-
starfs við HÍ. Sam-
starfið hefur verið ár-
angursríkt. Einnig
hafa hitaveitur um
land allt (þ. á m.
Hitaveita Akureyrar)
og verkfræðistofur
lagt skólanum mikið
lið. Frá 1979 hafa 181 sérfræðing-
ur frá 33 löndum lpkið 6 mánaða
sérhæfðu námi á íslandi og yfir
60 komið í skemmra nám.
Stofnun Sjávarútvegsskóla
Háskóla SÞ undirbúin
í ljósi góðrar reynslu af Jarð-
hitaskólanum óskaði HSÞ 1994
eftir könnun á möguleikum á
stofnun sjávarútvegsskóla á ís-
landi með svipuðu fyrirkomulagi.
Utanríkisráðherra tilnefndi starfs-
hóp í júní 1995 til að gera úttekt
á námsleiðum sem hægt væri að
bjóða á framhaldsstigi (post-
graduate). Starfshópinn skipuðu
Ingvar Birgir Friðleifsson, formað-
ur (tilnefndur af utanríkisráðu-
neyti), Björn Matthíasson (tiln.
fjármálaráðuneyti), Guðrún Pét-
ursdóttir (tiln. iðnaðarráðuneyti),
Grímur Valdimarsson (tiln. sjávar-
útvegsráðuneyti), Kári Ævar Jó-
hannesson (tiln. menntamálaráðu-
neyti) og Benedikt Steingrímsson,
ritari. Hópurinn leitaði víða upp-
lýsinga og átti fundi með forstöðu-
mönnum stofnana, m.a. rektor og
forstöðumanni Sjávarútvegsdeild-
ar Háskólans á Akureyri (HA). Á
grundvelli ítarlegrar skýrslu
Sérhæfð þjálfun, segir
Ingvar Friðleifsson,
krefst kennara með
mikla rannsókna- og
starfsreynslu.
starfshópsins samþykkti ríkis-
stjórnin 31. okt. 1995 að senda
tilboð til HSÞ um stofnun Sjáv-
arútvegsskóla HSÞ á íslandi.
í febrúar 1996 skipaði rektor
HSÞ alþjóðlega matsnefnd til að
fara yfir tilboð íslands. í nefndinni
voru: Eduardo Loayza, fiskifræð-
ingur með áratuga reynslu sem
ráðgjafi í fiskveiðum, vinnslu og
markaðssetningu á vegum Þró-
unarbanka Ameríku, FAO, og Al-
þjóðabankans; Camillus Narokobi,
lögfræðingur og sérfræðingur í
hafréttarmálum, sem er aðstoðar-
framkvæmdastjóri stofnunar sem
ijallar um fiskveiðar og hafréttar-
mál í S-Kyrrahafi; Abraham Besr-
at, kennslustjóri HSÞ; og undirrit-
aður sem rektor skipaði formann
nefndarinnar.
Matsnefndin fundaði á íslandi
í mars sl. og heimsótti flestar
stofnanir sem líklegt er að taki
þátt í starfsemi skólans verði hann
stofnaður. Nefndin fór ítarlega í
saumana á íslensku skýrslunni og
lagði sérstaka áherslu á að meta
þarfir þróunarlandanna og hæfni
Islendinga til að uppfylla þær.
Niðurstöður hennar voru í mörgu
hinar sömu og íslenska starfshóps-
ins, en þó taldi hún íslendinga
vanbúna til að kenna fiskeldi og
umhverfisfræði þannig að gagnað-
ist þróunarlöndunum. Hún lagði
sérstaka áherslu á mikilvægi
námsbrauta um a) hafréttarmál
og stjórnun fiskveiða, b) stofn-
stærðamat og eftirlit með fiski-
stofnum, c) gæðaeftirlit í fisk-
vinnslu, d) stjórn sjávarútvegs-
fyrirtækja og markaðsmál, og e)
fiskveiðitækni og útgerð.
Nefndirnar voru sammála um
að engin ein stofnun á íslandi
gæti séð um kennslu og rann-
sóknaþjálfun á öllum námsbraut-
unum. Þar þurfa íslenskar stofn-
anir og fyrirtæki að leggja saman
kraftana svo að nemendur hafi
ávallt aðgang að því besta á
hveiju sviði. Alþjóðlega nefndin
heimsótti HA og helstu sjávarút-
vegsfyrirtæki á Akureyri og var
ákaflega hrifin af hinu nána sam-
starfi sjávarútvegsdeildar HA og
fyrirtækjanna. Þar er kjörinn
vettvangur fyrir nemendur að
komast í beina snertingu við sjáv-
arútvegsfyrirtæki á heimsmæli-
kvarða. Hins vegar háir það HA
hvað þar eru stundaðar takmark-
aðar rannsóknir og að kennsla er
öll miðuð við nemendur sem eru
að hefja háskólanám. Nemendur
HSÞ munu allir hafa háskólapróf
í fögum svo sem fiskifræði, hag-
fræði, lögfræði eða verkfræði.
Sérhæfð þjálfun þeirra krefst
kennara með mikla rannsókna-
og starfsreynslu, góðs bókasafns
og rannsóknaumhverfis. Einnig
þurfa þeir að komast í 4-6 vikna
verklegt nám, t.d. í fiskvinnslu
eða á rannsóknarskipi eftir náms-
brautum. Nefndarmenn voru
sammála um að stefna ætti að
því að viss hluti af starfsemi skól-
ans yrði á Akureyri. Aðra þætti
þjálfunarinnar væri aðeins hægt
að veita í Reykjavík.
Hvar stendur niálið nú?
Alþjóðlega nefndin var sammála
íslenska starfshópnum um að
æskilegast væri að hafa aðalstöðv-
ar skólans í Sjávarútvegshúsinu
við Skúlagötu. Þar eru um 200
Ingvar
Friðleifsson
manns í fullu starfi við fiskirann-
sóknir hjá Hafrannsóknarstofnun
(Hafró) og Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins (Rf), sem eru með
margar rannsóknastofur og sam-
eiginlegt bókasafn sem er hið
langbesta á sínu sviði á landinu,
enda eru þarna stundaðar rann-
sóknir á heimsmælikvarða. Hafró
rekur auk þess rannsóknarskip. I
næsta húsi er Fiskistofa með á
sjötta tug starfsmanna. Vissar
námsbrautir verða þó ekki kennd-
ar í Sjávarútvegshúsinu heldur
þarf að koma þeim fyrir hjá laga-,
verkfræði-, eða viðskiptadeild HÍ,
Sjávaj'útvegsstofnun HÍ og hjá
HA. Ákveðna þætti þjálfunarinnar
er einungis hægt að veita hjá sjáv-
arútvegsfyrirtækjum. Kennarar
Sjávarútvegsskólans verða því
eins konar landslið íslands í sjáv-
arútvegsfræðum.
í maí sl. samþykkti rektor HSÞ
tilboð íslands uni stofnun Sjáv-
arútvegsskólans. í júlí fól ríkis-
stjórnin utanríkisráðuneytinu og
Hafró að ganga frá samningi við
HSÞ og ákvað jafnframt að skól-
inn hefði aðalaðsetur hjá Hafró,
sem mun bera fjárhagslega ábyrgð
á honum, en gerði ráð fyrir nánu
samstarfi _ uni reksturinn við Rf,
HA og HÍ. í fyrirliggjandi samn-
ingsdrögum hafa þessar stofnanir
aðild að stjórn skólans. Undirbún-
ingur námsefnis hefst 1997 en
fyrstu nemendurnir koma væntan-
lega til íslands í 6 mánaða þjálfun
vorið 1998. Gert er ráð fyrir 8
nemendum fyrsta árið en síðar
mun fjöldinn tvöfaldast.
Ég þakka bæjarstjórn Akur-
eyrar fyrir mjög góðar móttökur
í mars sl. þegar matsnefnd HSÞ
kom til Akureyrar. Erlendu gest-
irnir voru snortnir af þeim mikla
áhuga og stuðningi sem bæjar-
stjórn, þingmenn og forystumenn
sjávarútvegsfyritækja sýndu
stofnun skólans. Vonandi helst
þessi velvilji þótt aðalstöðvar skól-
ans verði í Reykjavík. Ég vona að
HA taki þátt í þessu samstarfi
með opnum huga þannig að Sjáv-
arútvegsskóli HSÞ geti orðið öllum
íslendingum til sóma.
Höfunclur er forstöðumaður
Jarðhitaskóla Háskóla SÞ.
«
I
(
(
(
Hörkuslagur í bikarúrslitaleik
Landsbréf unnu
með minnsta mun
BRIPS
Bridshöllin
Þönglabakka
ÚRSLIT
BIKARKEPPNINNAR
Úrslit bikarkeppninnar voru
haldin 21.-22. september.
Aðgangur var ókeypis.
SVEIT Landsbréfa sigraði í
bikarkeppni Bridssambandsins en
úrslit og undanúrslit voru spiluð
um helgina. Landsbréf spilaði gegn
Samvinnuferðum/Landsýn 64 spila
hörkuspennandi úrslitaleik sem
lauk með sigri Landsbréfa
148-146. Minni gat munurinn ekki
orðið.
í sigursveitinni spiluðu Guð-
mundur Páll Arnarson, Jón Bald-
ursson, Sverrir Ármannsson, Sæv-
ar Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson
og Sigurður Sverrisson. Sveit Sam-
vinnuferða var skipuð Helga Jó-
hannssyni, Guðmundi Sv. Her-
mannssyni, Birni Eysteinssyni,
Karli Sigurhjartarsyni, Einari Jóns-
syni og Ragnari Hermannssyni.
Sveit Landsbréfa bytjaði leikinn
betur og hafði yfir 54-21 eftir 16
spil. Þrátt fyrir að Landsbréfamenn
töpuðu hinum þremur lotunum
19-22, 55-57 og 20-46 þá áttu
þeir tvo impa til góða þegar upp
var staðið.
Nákvæmt kerfi
Biðsagnakerfið sem bæði Sig-
urður og Sverrir og Jón og Sævar
nota, nýttist þeim vel í úrslitaleikn-
um og Sigurður og Sverrir sögðu
tvær slemmur með aðstoð kerfisins
sem ekki fundust við hitt borðið.
Önnur slemman var í lokalotunni
og má segja að hún hafi tryggt
Landsbréfasveitinni sigurinn.
Austur gefur, allir á hættu
Norður
♦ D84
4 ÁG432
♦ ÁDG6
♦ 5
Vestur Austur
4 K97 ♦ 10532
4 98 *D
♦ 108543 ♦ 72
4 ÁG7 + D86432
Suður
4ÁG6
4 K10765
♦ K9
4K109
Morgunblaðið/Arnór
SIGURVEGARARNIR hampa bikarnum í mótslok. Talið frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Sævar
Þorbjörnsson, Sverrir Armannsson, Krislján Krisljánsson, forseti Bridssambandsins, Guðmmidur
Páll Arnarson, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson.
Við annað borðið sátu Karl og
Björn NS og Jón og Sævar AV.
Vestur Norður Austur Suður
JB KS SÞ BE
pass 1 hjarta
pass 4 lauf pass 4 hjörtu//
4 lauf var svokailaður splinter
og sýndi stutt lauf og einhvern
slemmuáhuga. Björn taldi sig hins
vegar vanta ása til að taka þátt í
siemmuleit og sló því af í 4 hjörtu.
Og Karl hafði enga tryggingu fyrir
að spilið þyldi frekari rannsóknir
og passaði.
Eftirá var Karl efins um að hann
hefði valið rétta leið með því að
stökkva í 4 lauf og lýsa þannjg
spilunum sínum í stað þess að byija
til dæmis á 2 tíglum og Iáta Björn
lýsa sínum spilum.
Við hitt borðið sátu Sigurður og
Sverrir NS en Helgi og Guðmundur
AV:
Vestur Norður Austur Suður
GSH SÁ HJ SS
pass 1 hjarta
pass 2 lauf pass 2 hjörtu
pass 2 spaðar pass 2 grönd
pass 3 lauf pass 3 spaðar
pass 4 lauf pass 5 lauf
pass 6 hjörtu//
Eftir opnunina hóf Sverrir yfir-
heyrslur með 2 laufum og Sigurður
sýndi fyrst 3 spaða og 5 hjörtu (2
hjörtu), síðan 2 tígla og 3 lauf (2
grönd), þá 5 kontról (3 spaðar) og
loks háspil í öllum litunum fjórum
en ekki hjartadrottningu (5 lauf).
Þá gat Sverrir talið upp í 12 slagi,
hvort sem Sigurður átti laufás eða
spaðaás og sagði slemmuna sem
reyndist vera 13 impa virði.
Þungur róður
Það má segja að róður Lands-
bréfa að bikartitlinum hafi verið
erfiður í lokin. Þeir spiluðu gegn
sveit Búlka í undanúrslitum og
skoruðu 31 impa (40-9) í fyrstu
lotunni. Búlki náði síðan að jafna
leikinn en Landsbréfamenn en voru
sterkari í lokin og unnu 131-109.
Sveit Samvinnuferða/Landsýnar
spilaði við Sparisjóð Þingeyinga í
undanúrslitum og vann sinn leik
nokkuð örugglega 108-45.
Keppnisstjóri var Sveinn R. Ei-
ríksson en Kristján Kristjánsson,
forseti Bridssambandsins, afhenti
verðlaun i mótslok. Þá var reyndur
um helgina nýr tölvubúnaður fyrir
áhorfendur sem lofar góðu.
Arnór G. Ragnarsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
(
(
(
(
(
(
(
<