Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 1
72 SÍÐUR B/C 221. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tíu láta lífið á þriðja degi átaka milli ísraela og Palestínumanna Perry um Eystra- saltsríki og NATO Israelar bornir þungum sökum í öryggisráði SÞ Jerúsalem. Reuter. SJÖ Palestínumenn, tveir ísraelskir lögregluþjónar og einn ísraelskur hermaður létu lífíð í gær, á þriðja degi blóðsúthellinga á Vesturbakk- anum, Gaza-svæðinu og í Jerúsalem. Hart var deilt á ísraela í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og talaði hver fulltrúinn á fætur öðrum gegn þeim, en Bandaríkjamenn mæltust til þess að ísraelar yrðu ekki fordæmdir þar sem það mundi ekki bæta ástandið. Palestínumenn hafa farið fram á að öryggisráð SÞ krefjist þess að hinum umdeildu göngum á Musteris- hæð í Jerúsalem verði lokað í eitt skipti fyrir öll og rannsóknarnefnd verði send á vettvang. ísraelar sögðu öryggisráðinu að þeir yrðu ekki dregnir fyrir rétt. ísraelskar öryggissveitir skutu þijá Palestínumenn, sem tóku þátt í mótmælum og gijótkasti, til bana við al-Aqsa-hofið á Musterishæð í Jerúsalem, að því er arabískir sjúkra- hússtarfsmenn sögðu. Á Vesturbakkanum voru fjórir Palestínumenn og tveir ísraelskir lög- regluþjónar skotnir til bana í átökum. Yfirmaður í ísraelsher var drepinn á Gaza-svæðinu. Áskorun Bandaríkjamanna „Ofbeldinu verður a_ð linna,“ sögðu Bandaríkjamenn við ísraela og Pa- lestínumenn og Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi ástandið í Mið-Austurlöndum við utanríkisráðherra arabaríkja í Sameinuðu þjóðunum í New York. Bandaríkjastjórn var í stöðugu sam- bandi við ráðamenn í Mið-Aust- urlöndum til að reyna að binda enda á blóðsúthellingarnar. 54 Palestínu- menn og 14 ísraelar hafa látið lífið frá því á miðvikudag þegar óeirðir blossuðu upp eftir að Israelar opnuðu göngin, sem liggja fram hjá helgum reit múslima á Musterishæð. Ásakanir ganga á víxl Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, kom fram á blaða- mannafundi og sagði að Yasser Araf- at, leiðtogi Palestínumanna, bæri ábyrgð á ástandinu. Palestínumenn segja að Netan- yahu hafi átt upptökin með því að leyfa að göngin yrðu opnuð og hafa þar arabaríki og almenningsálit víða um heim á sínu bandi. Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands gáfu út sameiginlega áskorun til Netanyahus og Arafats um að þeir hittust tafarlaust. Net- anyahu kvaðst mundu íhuga boð frá Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, um að hitta Arafat í Kaíró. Arafat hefur hafnað boði Netan- yahus um að þeir hittist tveir. Netanyahu iðraðist ekki þeirrar ákvörðunar sinnar að láta opna göngin, sem liggja meðfram Grát- múrnum. Gagnrýnendur í ísrael og erlendis sögðu að forsætisráðherrann hefði misreiknað sig og ekki gert sér grein fyrir hinni uppsöfnuðu reiði meðal Palestínumanna vegna seina- gangs í friðarferlinu. ■ Getur hundsað Arafat/21 Reuter PALESTÍNUMAÐUR með klút fyrir andliti hefur palestínska fánann og byssu á loft eftir bænahald á Gaza-svæðinu í gær. Uppfylla ekki aðild- arskilyrði Björgyin. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen uppfylltu ekki enn skil- yrði fyrir aðild að Atlantshafsbanda- laginu (NATO) þótt þau gætu hugs- anlega fengið inngöngu síðar. Þetta er í fyrsta sinn sem Perry lýsir slíku yfir opinberlega. „Eg hygg að þau séu ekki enn tilbúin, en áherslan er á „ekki enn“,“ sagði Perry. Ráðgert er að efna til sérstaks fundar á næsta ári til að ákveða hvaða ríki verði fyrst til að fá aðild að bandalaginu eftir lok kalda stríðsins. Ráðamenn í Eystra- saltsríkjunum virtust taka yfirlýsing- unni með ró og sögðust ekki ætla að gefast upp í baráttunni fyrir því að verða á meðal fyrstu ríkjanna sem bætast við. Aðstoð við Noreg hætt „Mikilvægur þáttur í hernaðar- bandalaginu er getan til að veija öll aðildarríkin ef á þau er ráðist," sagði Perry. „Þess vegna verður sérhvert aðildarríki að hafa herafla sem hefur ákveðna lágmarksgetu ... Að mínu mati hafa Eystrasaltsríkin ekki enn þessa getu, en þau leggja mjög hart að sér til að ná henni." Perry sagði þetta eftir fund varn- armálaráðherra NATO-ríkjanna sem lauk í Björgvin á fimmtudag. Hann notaði ferðina til að undirrita samn- ing sem bindur formlega enda á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Noreg. Samkvæmt honum greiða Norðmenn jafnvirði 120 milljóna króna fyrir vopn sem þeir fengu og eru metin á tæpa 800 milljarða. Kartöflutínsla í Vilnius KARTÖFLUUPPSKERAN er hafin í Litháen og hér sjást lít- il börn tína kartöflur skammt frá höfuðborginni, Vilnius. Yf- irvöld í Litháen láta borgarbúa hafa litla skika til umráða til að rækta grænmeti til vetrar- ins. ----» ♦ ---- Dregur sam- an með Clint- on og Dole Washington. Reuter. TEKIÐ er að draga saman milli Bobs Doles, forsetaframbjóðanda repúblikana, og Bills Clintons, for- seta og frambjóðanda demókrata, ef marka má daglega skoðana- könnun Gallups. Samkvæmt henni hefur Clinton nú 49% fylgi, Dole 39% og Ross Perot 6%. Dole hefur ekki staðið þetta vel að vígi frá því gerð þessarar könn- unar hófst 4. september og hefur Clinton ekki áður farið niður fyrir 50% fylgi. Reuter Taleban-hreyfingin tekur Kabúl Afganistan lýst „íslamskt ríki<( Najibullah myrt- ur og líkið til sýnis Kabúl. Reuter. LEIÐTOGAR Taleban-hreyfingar heittrúarmanna í Afganistan hvöttu þjóðir heims í gær til þess að viður- kenna stjórn sína eftir að þeir náðu Kabúl, höfuðborg landsins, á sitt vald í fyrrinótt. I gær höfðu þó að- eins Pakistanar gefið til kynna að þeir mundu viðurkenna stjórnina en nokkrir, þ. á m. fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í landinu og Míkhaíl Gorb- atsjov, fyrrverandi Sovétleiðtogi, fordæmt morðið á Najibullah, fyrr- verandi forseta, og bróður hans. Þeir voru hengdir í gærmorgun og lík þeirra höfð til sýnis í miðborginni. Leiðtogi Taleban, Mullah Mu- hammad Omar, lýsti landið þegar „algerlega íslamskt ríki“. Var kon- um bannað að vinna skrifstofuvinnu og gert að hylja andlit sitt blæju. Einnig var sagt að grýta ætti menn til bana fyrir hórdóm og drepa menn fyrir drykkjuskap og hengja upp í þijá daga. Muhammad Omar lýsti yfir skipun sex manna ríkisráðs til að stjórna landinu og að næstráðandi hans inn- an hreyfingarinnar, Mullah Mo- hammad Rabbani, yrði forseti ráðs- ins. Hins vegar var haft eftir sendi- herra Afganistans á Indlandi, að stjórnarherinn réði enn 13 héruðum af 31 og að forsetinn, Burhanuddin Rabbani, væri ásamt mönnum sínum um 25 km norður af höfuðborginni. Norbert Holl, sendifulltrúi SÞ, lýsti í gær yfir „þungum áhyggjum" vegna aftökunnar á Najibullah. Sagði Holl að skæruliðarnir hefðu numið mennina á brott úr höfuð- stöðvum sendinefndar SÞ í Kabúl og morðin væru gróft brot á þeirri friðhelgi sem menn nytu í húsum SÞ, auk þess sem friðarumleitunum í Afganistan væri stefnt í voða. ■ Lög íslams/20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.