Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forstjóri Columbia Ventures er bjartsýnn á fjármögnun álvers Islenskar fjármálastofn- anir sýna verkinu áhuga ÍSLENSKAR fjármálastofnanir hafa sýnt nýju álveri áhuga að sögn Kenneths Petersons, for- stjóra og eiganda Columbia Ventures Corporation. Peterson segir að náist samningar um alla þætti varðandi byggingu álvers fyrirtækisins og sýnt verði fram á að það sé arðvænlegt á íslandi verði það byggt hér á landi. Hann segist einbeita sér að íslandi og viðræður við Venezuela liggi niðri á meðan. Hann segist bjartsýnn á að hag- stæðir samningar náist við flármálastofnanir um fjármögnun framkvæmda. Peterson er hér á landi til að ræða nánar um ýmis atriði tengd raforkusamningnum, skatta- mál, hafnaraðstöðu og fleiri atriði varðandi að- stöðuna á Grundartanga. Hann fer til London á sunnudag til áframhaldandi viðræðna við þá sem sýnt hafa áhuga á að fjármagna byggingu ál- vers. Hann sagði við Morgunblaðið að hann kæmi til með að búa í London fram til áramóta eða þangað til sæi fyrir endann á samningagerð um öll atriði málsins. Hann sæi því fram á að koma til íslands nokkrum sinnum á næstu mán- uðum. Peterson sagðist ekki telja að fjármögnun verk- efnisins kæmi til með að verða vandamál þegar búið væri að ná samningum um alla aðra þætti málsins. „Þetta er stórt verkefni og það verður að ná saman um alla þætti þess. Bankar hafa sýnt byggingu álversins áhuga, einnig ijármála- stofnanir á Islandi, sem þó hafa ekki komið nærri svona verkefni áður. Það fer gott orð af Islandi á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði svo ég er bjart- sýnn.“ Hefur það áhrif á fjármögnunina að Columbia Ventures er ekki mjög stórt fyrirtæki og á ekki önnur starfandi álver í dag? „Þetta gerir fjármögnunina hugsanlega eitt- hvað erfiðari fyrir okkur. Þeir sem eru smærri á markaðinum verða alltaf að leggja harðar að sér. Smærri fyrirtæki eru hins vegar oft sveigjanlegri og fijórri en þau stóru. Þetta hefur því einnig sína kosti.“ Álverð hefur lækkað umtalsvert síðustu miss- eri og er núna um 1.400 dollarar tonnið sem er lægsta verð sem sést hefur í tvö ár. Hefur þetta áhrif á framgang málsins? „Ég tel að þróun álverðs síðustu mánuðina skipti ekki máli varðandi framgangs verkefnis- ins. Verði hins vegar hrun á álmörkuðum myndi það að sjálfsögðu skapa vandamál, en þá yrðu álfyrirtæki um allan heim einnig í vanda. Áliðn- aður er sveiflukenndur atvinnuvegur. Allir sem hafa lágmarksþekkingu á áliðnaði vita að álverð fer upp og niður. Það eina sem er öruggt er að verðið er ekki stöðugt. Við einbeitum okkur ekki að því sem gerist á næstu þremur mánuðum heldur því sem gerist á næstu 40 árum. Hvað gerist tiltekinn dag eða í tilteknum mánuði skipt- ir ekki máli.“ Einbeitum okkur að íslandi Átt þú í viðræðum við Venezuela eða önnur lönd um byggingu álvers samhliða viðræðum við íslendinga? „Við einbeitum okkur að íslandi núna. Það þýðir ekki að við höfum sagt við fulltrúa Venez- uela: „Við höfum slitið viðræðum og munum aldr- ei ræða við ykkur framar." Við beinum öllum kröftum okkar að íslandi þessa stundina. Ef við getum búið til á íslandi lífvænlegt og arðbært fyrirtæki sem hægt er að fjármagna gerum við ráð fyrir að reisa það hér á landi.“ Aukið sam- starf við Alþjóða- bankann HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í fyrradag fundi með forsvarsmönnum Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. Hann segir að ríkisstjórn' íslands hafí ákveðið að auka samstarf sitt við bankann. „Við getum meðal annars aukið samstarf við bankann að því er varð- ar njálparstarf í Bosníu og við rædd- um þau mál. Það má búast við að það samstarf muni einkum snúast um heilbrigðismál. Bankinn mun leggja fram fé á móti okkur inn í það sam- starf,“ segir utanríkisráðherra. Hann segir að einnig standi til að auka samstarf við Alþjóðabankann varðandi ýmis þróunarverkefni fs- lands í Afríku, þ.e. í Namibíu, Mós- ambík og Úganda. Utanríkisráðuneytið tók nýlega við fyrirsvari í málefnum Alþjóðabankans af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Norðurtanginn Tilboð frá sumum stærstu fyr- irtækjunum TILBOÐ frá sumum stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins bárust í 80% hlutafjár í Norðurtanganum, en frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær. Að sögn Jóns Atla Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra Ráð- gjafarþjónustu JAK, sem hefur um- boð fjögurra af fimm hluthafahópum í fyrirtækinu til að sjá um sölu á hlut þeirra, eru tilboðin nú til skoðun- ar hjá hluthöfum. Jón Atli segir að hlutabréfin hafi verið boðin fyrirtækjum, sem menn hafí talið fyrirfram að hefðu burði til kaupanna. „Það var beðið um tilboð frá þessum fyrirtækjum einum og sér og það látið þeim eftir hvort þau fengju einhveija með sér eða ekki,“ segir hann. „Við höfum móttekið all- nokkur tilboð og þurfum að vinna okkar heimavinnu í framhaldi af því.“ Djassút- varpum Evrópu TÓNLEIKAR Sextetts Sigurð- ar Flosasonar á RúRek djass- hátíðinni á Hótel Sögu í gær- kvöldi voru sendir út beint af um 20 útvarpsstöðvum víðs vegar um Evrópu allt austur til Slóveníu og Tékklands. Fleiri útvarpsstöðvar tóku tónleikana upp og munu senda þá út síðar. Þetta er fyrsta útvarpssending djasstónleika frá Islandi og eru þetta jafn- framt fyrstu tónleikarnir sem sendir eru út á vegum Evrópu- sambands útvarpsstöðva í vet- ur. Sextettinn flutti eingöngu frumsamið efni en hann skipa Sigurður Flosason, sem leikur á altsaxófón, Óskar Guðjóns- son, tenórsaxófón, Veigar Margeirsson, trompet, Einar Valur Scheving, trommur, Gunnlaugur Guðmundsson, bassi, og Agnar Már Magnús- son, píanó. Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgríms- son á þingi SÞ Þekkingu á auðlinda- nýtingu miðlað HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flutti í gær ræðu á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Ráðherra gerði meðal annars að umtals- efni mikilvægi hafanna sem uppsprettu fæðu. „íslenzkur sjávarútvegur hefur þróað reynslu og tækni, sem gæti komið öðrum að notum. Ríkis- stjóm Islands er reiðubúin að stuðla að alþjóðlegu samstarfí á þessu sviði," sagði Halldór. Undanfama daga hefur ut- anríkisráðherra átt fundi með starfssystkinum sínum frá ýms- um löndum. Hann átti fundi með utanríkisráðherrum Namibíu og Mózambík, einkum um þróunaraðstoð íslands við þessi ríki. Þá ræddi Halldór við utanrík- isráðherra Slóveníu, Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu um ástandið á Balkanskaga og framtíðarstöðu þessara ríkja í hinum vestræna heimi. Við þann síðastnefnda ræddi hann einnig um aðstoð íslands við uppbyggingu í Bosníu. Fegurðar- drottning* keppir í Alb- aníu SÓLVEIG Lilja Guðmundsdóttir fegurðardrottning íslands kepp- ir í kvöld um tililinn Ungfrú Evrópa í höfuðborg Albaníu, Tirana. Sól- veig sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær- kvöldi að hún væri bjartsýn og á lokaæf- ingu í gær hefðu við- brögð dóm- nefndar verið mjög góð. Keppnin fer fram í svo- nefndri Þinghöll og eru kepp- endur 35 talsins. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðunar á Byggðastofnun Fórnarkostnaður- inn 8,4 milljarðar HÖRÐ gagnrýni á starfsemi, fyrir- greiðslu og fjárfestingar Byggða- stofnunar á tímabilinu 1985 til 1995 er sett fram í nýrri stjórnsýsluendur- skoðun sem Ríkisendurskoðun gerði hjá Byggðastofnun. Er m.a. talið að verulega skorti á að stofnunin hafí markað skýra stefnu um hvar eigi að styrkja byggð í landinu, af hvaða ástæðu og með hvaða hætti. Þá eru fjárfestingar stofnunarinnar sagðar hafa farið langt fram úr áætlunum. Ríkisendurskoðun lagði mat á þá fjármuni sem veitt hefur verið til að reka byggðastefnu þá sem Byggða- stofnun fylgdi árin 1985 til 1995 í formi eigin fjár og framlaga úr ríkis- sjóði. „Sé tekið mið af meðalávöxtun spariskírteina ríkissjóðs á nefndu tímabili svarar fórnarkostnaður byggðastefnunnar til tæplega 8,4 milljarða króna," segir í skýrslu Rík- isendurskoðunar. Egill Jónsson alþingismaður tók við stjómarformennsku Byggða- stofnunar á sl. ári og óskaði þá eftir úttektinni. Hann telur margt í skýrslu Ríkisendurskoðunar gagn- legt fyrir Byggðastofnun. „Með þess- ari endurskoðun er þeim tilgangi náð sem að var stefnt, þegar ég fór fram á þessa endurskoðun. Við fyrstu at- hugun er margt í þessari úttekt sem gagnlegt er að fá fram og getur þannig orðið góð leiðsögn þegar fjall- að er um málefni Byggðastofnunar,“ segir Egill. „Auðvitað byggist svona skýrsla að hluta til á mati og ályktun- um og mönnum getur sýnst sitt hvað í þeim efnum en hins vegar eru þarna settar fram klárar talnalegar niður- stöður og ég tel mjög gagnlegt að slík skýr niðurstaða sé dregin fram í dagsljósið," segir hann. ■ Fyrirgreiðslan/6 Rætt um kaup Trygginga- miðstöðvar á Skandia VIÐRÆÐUR hafa farið fram um hugsanleg kaup Tryggingamið- stöðvarinnar hf. á Vátryggingafé- laginu Skandia hf. Gunnar Felixson, forstjóri TM, staðfesti að viðræðurnar hefðu far- ið fram en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið í gær. Ekki náðist í Friðrik Jóhannsson, forstjóra Skandia, í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.