Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgönffuráðherra á fundi með fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB Islandi boðin aðild að sanui- ingum ESB við Bandaríkin „MEGINTILGANGUR viðræðnanna var að koma sjónarmiðum okkar í samgöngumálum á fram- færi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Viðræðurnar við Kinnock voru gagnlegar og við vorum sammála um mikilvægi þess að áfram héldust þau góðu samskipti, sem Island og aðild- arríki ESB hafa átt á sviði samgöngumála," sagði Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sem í gær hitti Neil Kinnock í Brussel. Kinnock fer með samgöngumál í framkvæmdastjóm ESB. Með ráðherra í för voru þeir Einar Kr. Guð- finnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Jón Birgir Jóns- son, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, og Jóhann Guðmundsson, fulltrúi ráðuneytisins í Brussel. Sámkeppnisstaða kaupskipaflotans Halldór Blöndal sagði fundinn annars vegar hafa snúist um sigiingamál og hins vegar um flugmál. „Við ræddum meðal annars um sam- keppnisstöðu kaupskipaflotans í Evrópu gagn- vart þeim ríkjum sem heimila svokallaða útflögg- un kaupskipa og veita miklar skattaívilnanir vegna skipa sem þar eru skrásett. Sum ríki, til dæmis Danmörk og Noregur, hafa brugðist við þessu með sambærilegum ívilnunum og auka- skráningu skipa. Kinnock hefur skrifað skýrslu um hvernig mæta megi óeðlilegri samkeppni af þessu tagi. Skýrslan hefur verið send til umsagn- ar hjá aðildarríkjum ESB og hann bauð að ís- land gæti komið sínum sjónarmiðum að, sem er okkur afar mikilvægt. Jafnframt ræddum við öryggismál sjómanna, jafnt fiskimanna sem áhafna á kaupskipaflotan- um. Verið er að auka öryggiskröfur á minni skipum, bæði á alþjóðavettvangi og á vettvangi Evrópusambandsins og Kinnock lét þau orð fa]la að fengur væri að því að njóta sérþekkingar ís- lendinga á þessu sviði.“ Halldór sagði að á fundinum hefði einnig ver- ið rætt um stöðu Flugstjórnarstofnunar Evrópu, Eurocontrol. „Kinnock skildi vel það sjónarmið okkar að við vildum standa utan stofnunarinnar þar sem ísland telst sérstakt flugstjórnarsvæði og hefur samið sérstaklega við Alþjóðaflugmála- stofnunina um flugstjóm á Norður-Atlantshafi.“ Samið við bandarísk flugmálayfirvöld Á fundinum var jafnframt rætt um samskipti framkvæmdastjórnar ESB og flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum en formlegar viðræður um loft- ferðasamninga milli þessara aðila heijast í næsta mánuði. „Kinnock bauðst til að greiða fyrir því að við gætum orðið aðilar að þeim viðræðum og við munum leita eftir því með formlegum hætti. Flugöryggisstofnun Evrópu bar á góma á fund- inum en Island er aðili að stofnuninni. „Nú liggur ekki fyrir hvaða afstöðu Evrópusambandið tekur í málum Flugöryggisstofnunarinnar og á meðan ríkir pattstaða í málum hennar. Neil Kinnock var okkur sammála um að brýnt væri að koma rekstri stofnunarinnar í eðlilegt horf sem fýrst,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra. Skilaði sér ekki eftir reynslu- akstur MAÐUR, sem fékk að reynslu- aka bifreið hjá Litlu bílasölunni í Skógarhlíð á fimmtudag, lét undir höfuð leggjast að skila bifreiðinni aftur. Eins og alsiða er meðal væntanlegra bílkaupenda ósk- aði maðurinn eftir að fá að reynsluaka bifreiðinni, fékk lykla og hvarf á brott. Leið svo og beið og bólaði ekkert á honum. Bílasalan sá sig loks knúna til að leita aðstoðar lög- reglu. Bifreiðin, sem maðurinn tók, er af gerðinni Daihatsu Charmant, ljósbrún að lit, ár- gerð 1987, með skráningar- númerið G-694. Þeir sem vita hvar bifreiðin er nú eru beðn- ir um að láta slysarannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík vita. Morgunblaðið/Snævarr Guðmundsson Almyrkvaður máni TUNGL var almyrkvað í fyrrinótt og sjálfsagt hafa margir vakað til að sjá það ganga inn í al- skugga jarðarinnar. Á meðfylgj- andi myndum cr sú sjón sem mætti mönnum. Á fyrstu mynd- inni er fullt tunglið ómyrkvað með öllu. Á annarri myndinni er tunglið gengið að hálfu inn í skugga jarðar. Þriðja myndin var svo tekin í almyrkva, sem stóð frá um kl. 2.30 til 3.30. Loks sést tunglið þoka sér undan skugga jarðar á ný. Emma Bonino á fundi Mannréttindaskrifstofu íslands Berst fyrir stofnun stríðsglæpadómstóls SÞ EMMA Bonino, sem þekktust er fyrir að fara með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB), gaf sér tíma í beinu framhaldi af sjávarútvegs- ráðstefnu Evrópusambandsins og sjávarútvegsráðuneytisins á Hótel Sögu í gær, til að tala á opnum fundi um stefnu Evrópusambands- ins varðandi neyðaraðstoð og al- þjóðlegan mannúðarrétt. Auk sjáv- arútvegsmála fer Bonino með mannúðarmál og neyðarhjálp, sem og neytendamál, í framkvæmda- stjóminni. Á fundinum, sem Mannréttinda- skrifstofa íslands og aðildarfélög hennar stóð fyrir, viðurkenndi Bon- ino fyrir fundargestum, að mannúðarmálefni stæðu henni mun nær en hin sviðin tvö, sem hún er ábyrg fyrir innan ESB, þótt hún reyni eftir megni að sinna þeim öllum af kostgæfni. í erindi sínu rakti hún stefnu og vandamál mannúðar- og neyðarhjálpar ESB, sem hefur t.d. átt stóran þátt í að draga úr þjáningum fólks í Bosníu og á átakasvæðum hútúa og tútsa í Rúanda og Búrúndí. Hefur ESB lagt milljarða króna til þessara verkefna. Varanlegur stríðsglæpa- og mannréttindadómstóll Bonino vakti sérstaka athygli á máli, sem tengist þessum nefndu mannlegu harmleikjum. Það er stofnun alþjóðlegs stríðsglæpa- og mannréttindadómstóls, sem ætlað er að vera varanleg stofnun innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og dæma í slíkum málum, sem upp koma, hvar sem er í heiminum. Alþjóðlegu dómstólarnir, sem sett- ir voru upp til að rétta í striðs- glæpamálum frá Bosníu annars vegar og úr borgarastríði hútúa og tútsa hins vegar, segir hún vera skref í áttina, en þeir séu stofnanir sem aðeins séu settar upp eftir að hörmungarnar eru dundar yfir; varanlegur dómstóll, sem hefði lögsögu sem næði til heimsins alls (allra aðildarlanda SÞ) gæti hins vegar ekki aðeins verið stofnun, sem réttaði á skil- virkan hátt í stríðsglæpamálum eftir afstaðin átök, heldur myndi verka sem fæling - hann gæti orðið mikilvægur hlekkur í alþjóð- legu starfi sem miðaði að því að koma í veg fyrir að svæðisbundin átök mögnuðust upp í að leiða af sér aðrar eins hörmungar og gerð- ist til dæmis í Bosníu. Atkvæðagreiðsla í allsheijar- þingi SÞ um stofnun dómstólsins mun fara fram í byijun nóvember nk. Bonino berst nú fyrir því, að Evrópusambandsþjóðirnar taki sameiginlega afstöðu í málinu og styðji stofnun dómstólsins innan ákveðinnar tímaáætlunar; það skuli gerast fyrir árslok 1998. íslandsdeild Amnesty Internat- ional, sem er eitt af aðildarfélögum Mannréttindaskrifstofu íslands, berst einnig fyrir sama markmiði og hefur af því tilefni útbúið póst- kort með áskorun um stuðning við stofnun dómstólsins, sem almenn- ingur getur undirritað og sent til ríkisstjóma heims. > f > t i tí I í l I I Lánað verði til bygg- ingar leiguhúsnæðis PALL Pétursson félagsmálaráðherra telur að veita eigi opinber lán til bygginga á leiguíbúðum. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á ársfundi Húsnæðisstofnunar ríkisins í gær. Stjórn Húsnæðisstofnunar er nú að leggja lokahönd á frumvarpsdrög um þetta efni að beiðni ráðherra. Hákon Hákonarson, formaður húsnæðismálastjórnar, segir að með þessari breytingu verði stigið fyrsta skrefið til að koma á eðlilegum leigu- markaði hér á landi. „Af einhveijum ástæðum hafa þeir sem eiga peninga ekki viljað fjárfesta í leiguhúsnæði. Leigumarkaðurinn er því fremur vanþróaður, íbúðir oft lélegar og dýrar. Við stefnum ekki að því að niðurgreiða byggingu á leiguhús- næði um alla framtíð, en hugsanlega getum við losnað úr þeim vítahring Úrelt að allir eignist eigið húsnæði? sem kemur í veg fyrir að húsnæði sé byggt í þessum tilgangi." Hákon segir að hugsanlega sé það úrelt sjónarmið að allir þurfi að geta eignast eigið húsnæði. „Sú stefna verður áfram í fullu gildi hjá okkur við hlið nýrra lausna að fólk geti keypt sér íbúðir, en ég tel tíma- bært að endurskoða kerfið. Best væri að einfalda það þannig að öll- um væri boðið upp á kaupleiguíbúð- ir. Þeir sem geta kaupa íbúðirnar þegar þeim hentar en hinir leigja áfram.“ Meðal annarra nýjunga sem kynntar voru á ársfundinum voru hugmyndir um að haft væri samband að fyrra bragði við þá skuldunauta félagslega íbúðakerfísins sem ekki standa í skilum. „Þegar fólk hættir að standa í skilum er það oft út af einhveijum persónulegum áföllum, til dæmis dauðsföllum, veikindum eða atvinnumissi. Áfallið er oft svo mikið að það getur ekki brugðist við vandanum, hann safnast upp og verður óyfirstíganlegur. Gott væri ef við gætum haft samband skriflega eða í síma við þá sem ekki standa í skilum í ákveðinn tíma og boðið aðstoð. Húsnæðisstofnun hefur mikla reynslu í ráðgjöf í húsnæðis- málum og getur boðið upp á ýmis úrræði, t.d. frestun á afborgunum, skuldbreytingar og fleira," segir Hákon. Andlát SVAVAR ÁRMANNSSON SVAVAR Ármannsson, aðstoðarforstjóri Fisk- veiðasjóðs Islands, lést á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Svavar fæddist á Ak- ureyri 20. ágúst 1941. Foreldrar hans voru Ár- mann Jakobsson, banka- stjóri Útvegsbanka ís- lands, og Hildur Sigríður Svavarsdóttir húsfreyja. Svavar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1961 og næstu árin stundaði hann nám við lagadeild Háskóla íslands. Árið 1968 starfaði hann um skeið í Útvegsbanka íslands en síðar sama ár hóf hann störf hjá Fiskveiðasjóði Islands. I nokkur ár var Svavar einn- ig stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Frá 1. jan- úar 1980 til dauða- dags var hann aðstoð- arforstjóri Fiskveiða- sjóðs Islands. Svavar sat í stjórn Þormóðs ramma frá nóvember 1983 til apríl 1987. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum sjávarútvegs- ráðuneytis, Sam- bands íslenskra bankamanna og um skeið var hann í samninganefnd SÍB. Eftirlifandi eiginkona Svavars er Ingibjörg Ásta Egilsdóttir húsmóðir og eignuðust þau þijár dætur. I I I £ I t | I I 4-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.