Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 11
Framkvæmdaslj óri Fáfnis á Þingeyri
Morgunblaðið/RAX
„SUM andlitin minna á fólk, það er svo mikill sauðasvipur á
mörgum," sagði Guðlaug Vagnsdóttir þegar hún leit upp frá
vinnu sinni við að svíða hausa í sláturhúsinu á Þingeyri. Margt
atvinnulaust fiskverkafólk hefur fengið vinnu i sláturhúsinu.
Hvítur blús
Aðrir
réðu
ferð-
inni
BIÐSTAÐA er hjá fiskvinnslunni
Fáfni á Þingeyri eftir að ljóst varð
að hún yrði ekki með í þessari
umferð sameiningar sjávarútvegs-
fyrirtækja vestra. Ekki er vitað
hvenær vinnsia hefst á nýjan leik.
Framkvæmdastjórinn segir hugs-
anlegt að Fáfnir komi inn í nýja
fyrirtækið á síðari stigum.
Sigurður Kristjánsson, kaupfé-
lagsstjóri á Þingeyri og fram-
kvæmdastjóri Fáfnis, segir jákvætt
að sameining þessara fjögurra fyr-
irtækja sé að takast. Hann segir
að það hafi ekki komið sér sérstak-
lega á óvart að Fáfnir væri ekki
með í sameiningunni. Alltaf hafi
legið fyrir að aðrir réðu ferðinni og
það væri mat stjórnenda fyrirtækj-
anna að hafa þennan hátt á. Hins
vegar bendir Sigurður á að Fáfnir
gæti komið inn í þetta nýja fyrir-
tæki á síðari stigum eða eftir að
fyrirtækin fjögur sameinuðust.
Stjórnendur Fáfnis hafa beðið
eftir niðurstöðum sameiningarvið-
ræðnanna með ákvarðanir um
framtíðina. Sigurður segir að skil-
yrði bolfiskvinnslu hafi verið að
versna og menn átt von á almennum
aðgerðum til að laga rekstrargrund-
völlinn. Fáfnir myndi njóta góðs af
slíkum aðgerðum eins og aðrir.
Hann segir nauðsynlegt að finna
vinnslumöguleika sem skila arði og
að því hafi verið unnið. „Það er í
lagi þó hlé verði á vinnslunni ef
menn rísa upp aftur með betri verk-
efni í höndunum," segir Sigurður
Kristjánsson.
Kambur á Flateyri bauð Þingeyr-
ingum vinnu í haust. Átta þáðu
vinnuna og óku daglega á milii.
Þeim hefur nú farið fækkandi, með-
al annars vegna vinnu í sláturhús-
inu, og nú eru aðeins þrír eftir.
Hinrik Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Kambs, segir að þó áhuginn
virðist ekki mikill muni þessi vinna
standa Þingeyringum áfram til
boða.
„Ég veit ekki hvort frystihúsið
fer aftur í gang,“ segir Guðlaug
Vagnsdóttir, fiskverkakona á Þing-
eyri. Hún vinnur nú í sláturhúsinu,
við að svíða hausa, eins og hún
hefur gert síðastliðin þrettán haust
en hefur unnið aðra hluta ársins
hjá Fáfni. Guðlaug segir að fólki
bregði við í þessu langa stoppi því
alltaf hafi verið mikil vinna á Þing-
eyri. „Við komumst ekkert burt og
viljum ekki fara. Ég verð kyrr. En
ég trúi því ekki að unga fólkið hafi
peninga þegar það hefur enga
vinnu,“ segir hún. Guðlaug segir
að ráðamenn fyrirtækisins geti ekk-
ert sagt fólkinu þótt því komi
ástandið jafn mikið við og ráða-
mönnum.
JAZZ
Ilótcl Saga
RÚREK 96
Kvartett Skúla Sverrissonar. Skúli
Sverrisson rafbassi, Greg Bendian
tromniur og víbrafónn, Janiie Saft,
píanó og harmonikka, Briggan
Krauss altsaxófónn. Fimmtudagur-
inn 26. september, 1996.
Á NYRSTU eða næstnyrstu djasshá-
tíð í heimi lék kvartett Skúla Sverris-
sonar frá New York blús hvíta
mannsins, óhlutbundinn en þó mjög
persónulegan, sama blús og hann
leikur fyrir New York búa.
Áheyrendur voru kurteisir á tón-
leikunum í Súlnasal síðastliðið
fimmtudagskvöld á RúRek og enginn
virtist kvefaður. Flestir hafa farið
sálförum yfir í tónheim Skúla og
félaga þar sem flest er með öðrum
formerkjum en kennt er í skólum.
Tónlistin er fijáls og oft eins og í
mestu ringulreið.
Tónleikanna hafði verið beðið með
eftirvæntingu. Skúli hefur slegið í
gegn meðal fijálshyggjumanna í tón-
list í New York. Skyldi nokkurn
undra? Allir sem heyrðu í Skúla í
tölvupoppsveitinni Pax Vobis og
seinna með Gömmunum vissu strax
að þarna var tímamóta rafbassaleik-
ari í uppsiglingu. Svo sigldi Skúli
vestur um haf á vit allra langbestu
rafbassaleikara heims. Hann heim-
sótti svo föðurlandið með bræðings-
sveitinni Full Circle sem hélt magn-
aða tónleika í Púlsinum fyrir nokkr-
um árum en síðan hefur lítið spurst
til hans nema af afspurn.
En, nei. Hugur Skúla var ekki
bundinn fönki eða sykruðum melód-
íum Full Circle. Það heyrðu menn í
Súlnasal. Hljómsveit hans er eins og
saumuð utan um hann. Skúli er með
lágan prófíl á sviði og hélt sig í skjóli
píanós og víbrafóns og kynningarnar
voru skorinortar. Heyrði kannski
best þarna. Skúli hlustar á hvern tón
sem hann leikur. Fer á flug í ofsa-
hröðum spuna. Leikur djúpa og þétta
bassagrind, hljómagrind án þess að
strengirnir heyrist. Tónlistin er mikið
samin og æfð og er öll skrifuð af
Skúla. Hann er sálin og holdið í þess-
ari sveit.
Djasstengingin er reyndar dálítið
villandi þegar tónlist Skúla er annars
vegar. Nær væri að tala um heims-
tónlist. Að frátöldum einstaka
bíbopplínum og sömdum spunaköfl-
um á tónlistin lítið skylt við djass
annað en blúsinn. En blúsinn í tón-
list Skúla er vitrænn, svona eins og
heijar á nútimamanninn í flókinni
tilveru. Þráhyggjustef eða óvæntir
hljómar sem gera heiminn víðari.
Skúli hefur þessa óvæntu sýn og
miðlar henni til fólks. Og hann er
magnaður bassaleikari.
Guðjón Guðmundsson.
,r
Opið í dag, laugardag, kl. 11—14
Eyrarholt — stóri turninn.
Erum með í einkasölu nýja og fullbúna “penthouse” íbúð á 10. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í
bílskýli sem er innangengt. íbúðin telst vera 148,9 fm m. rúmg. stofu, 4 herb. o.fl.
Innréttingar eru af vandaðri gerð, parket og steinflísar á gólfum o.s.frv. Útsýni er alveg
frábært. Áhv. eru húsbréf 6,2 millj. Skipti gætu komið til greina. Verð 13,6 millj.
Tinnuberg — nýjar 3ja herb.
Vorum að fá í sölu 3ja herb. séríb. í 2ja hæða fjölbýli. Allt sér. íb. eru 80 til 95 fm og afhen-
dast fullbúnar án gólfefna. Sérlóðir fylgja neðri hæðum. Verð 7,6 til 7,9 millj. Teikningar á
skrifstofu.
Klukkuberg — tvíbýli.
158,6 fm efri sérhæð ásamt 37,2 fm og 80 fm neðri sérhæð. Afh. fullb. að utan og tilb. u.
trév. að innan. Til afh. nánast strax. Verð 9,9 millj. á efri hæð og 7,0 millj. á neðri hæð.
Seljast saman eða hvor í sínu lagi. Teikningar á skrifstofunni.
Nánari upplýsingar hjá:
Fasteignasölunni Ás,
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði,
sími 565 2790.
V.
J
Greip buddu
þegar hann
brunaði
framhjá
UNGUR piltur á línuskautum greip
peningabuddu af konu um leið og
hann brunaði framhjá henni í Ból-
staðarhlíð síðdegis á fimmtudag.
Konan reyndi að elta hann uppi,
en tókst ekki.
I buddu konunnar voru 300 krón-
ur og lyklar, svo ekki hafði línu-
skautapilturinn mikið upp úr krafs-
inu. Konan lét lögregluna strax vita
af atvikinu og var piltsins leitað í
hverfinu, en án árangurs.
Konan lýsir piltinum svo að hann
hafi verið 16-17 ára, um 170 cm á
hæð, með skollitaðan síðan topp en
nauðrakaður á höfði að öðru leyti.
Hann var klæddur grárri hettu-
peysu og dökkum pokabuxum.
------» --------
Jazz 96
JAZZHÁTÍÐINNI RúRek 96 lýkur í
dag, laugardag. Á dagskrá eru:
Kl. 17. Útvarpshúsið: Stórsveit
Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns
Jónssonar. Söngvari Egill Olafsson.
Frítt.
Jómfrúin: Tríó Óskars Guðjónssonar.
Frítt.
Kl. 22.30. Hótel Borg: New Jungle
Kvartett Pierre Derge. Kr. 1.000.
Sýniílgar t)yrjaðar aftur! rakmarkaður sýuingafjöldi Sími551 1200
Þjóðleikhúsið