Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Menntaþing 1996 -
Til móts við nýja tíma
MIKLAR breytingar
hafa orðið á skipulagi
íslenskra skólamála að
undanförnu. Grunn-
skólar eru nú alfarið í
höndum sveitarfélaga.
Ný lög hafa verið sam-
þykkt um framhalds-
skóla. Unnið er að því
að semja rammalög-
gjöf um háskólastigið.
Lokahönd er verið að
leggja á frumvarp til
laga, sem sameinar
Kennaraháskólann,
Fósturskólann,
Þroskaþjálfaskólann
og Iþróttakennara-
Björn Bjarnason
skólann í uppeldisháskóla. Tillögur
liggja fyrir um nýja löggjöf fyrir
Tækniskóla íslands.
Ytri rammi skólastarfsins hefur
þannig þegar verið endurskoðaður
eða er í endurskoðun. Að því er
innra starf í skólum varðar er að
hefjast markviss vinna við endur-
skoðun á námskrám grunn- og
framhaldsskóla. Er stefnt að því,
að henni ljúki sumarið 1998. Hefur
þegar verið gengið frá ráðningu
umsjónarmanna með verkinu og
hin faglega vinna er að sigla af
stað. Oskað hefur verið eftir því
við þingflokka, að þeir tilnefni
menn í nefnd, sem verði til ráðu-
neytis um ýmis menntapólitísk
málefni. Um fagleg
mál verður ráðgast við
þá, sem í skólunum
starfa, sérfræðinga og
foreldra.
Hutverk
ráðuneytisins
Samhliða breyting-
um á skipulagi og
framkvæmd skóla-
starfs breytist óhjá-
kvæmilega hlutverk
menntamálaráðuneyt-
isins. Ráðuneytið er
ekki lengur leiðandi í
faglegri þróunarvinnu
heldur er undir-
stofnunum þess ætlað að taka við
hlutverki fagstjóra, sem eitt sinn
voru áberandi í starfsemi ráðu-
neytisins. Ráðuneytinu er hins veg-
ar ætlað ákveðnara hlutverk á sviði
eftirlits, söfnunar og miðlunar upp-
lýsinga og útfærslu laga í nám-
skrá. Á þessum sviðum hafa sveit-
arfélög, skólar og foreldrar einnig
veigamiklu hlutverki að gegna. I
námskrár- og upplýsingamálum
mun skólanámskrá t.d. gegna mik-
ilvægu hlutverki og á sviði mats
og eftirlits er lögð mikil áhersla á
sjálfsmat skóla. Skólar geta inn-
leitt ólíkar sjálfsmatsaðferðir en
hlutverk ráðuneytisins verður fyrst
og fremst að votta að skólar nýti
Glæsilegt framtak
bæjarstjórnar
Kópavogs
FAGNANDI las ég grein í Morg-
unblaðinu 20. september síðastiið-
inn um byggingu tónlistarhúss í
Kópavogi.
Undirrituð hefur tví-
vegis undanfarin ár
verið gestur Kópavogs
og haldið tónleika þar,
annars vegar í hinni
ágætu Digraneskirkju
og hins vegar í hinu
glæsilega Gerðarsafni.
Ekki duidist mér stór-
hugur og rausnarskap-
ur fulltrúa bæjar-
stjórnar, sem ég hafði
tengsl við í tilefni áður-
nefndra tónleika.
Nú stígur bæjar-
stjórn Kópavogs skref,
sem markar tímamót í
tónlistarlífi á Stór-
ReykjavíkUrsvæðinu.
Glæsilegur tónlistarsalur mun rísa
í hjarta Kópavogs og mun nú loks-
ins komin sú aðstaða, sem tónlist-
armenn, flytjendur söngtónlistar
og kammertónleika hefur svo til-
finnanlega skort til þessa. Skortur
sem stöðugt veldur heilabrotum og
leiðir til hvimleiðrar tilraunastarf-
semi í tónleikahaldi. Ómetanleg er
sú staðreynd að hlustandinn mun
nú loksins fá tækifæri til að njóta
tónlistarflutnings við bestu skilyrði.
Ilinn sanni fjársjóður hverrar
þjóðar liggur í menntun og menn-
ingu hennar. Hlutverk listar og
listamanna er að mínu mati mikil-
vægara í dag en nokkru sinni fyrr.
Fjöldi fólks leitar að leiðum til að
fylla upp tómarúm í lífí sínu. Lækn-
ingamáttur tónlistar og mikilvægi
hennar í árangursríkri leit að lífs-
hamingju er óumdeilanleg. Tónlist-
armenntun og möguleikar til list-
rænnar tjáningar eru mjög þrosk-
andi fyrir börn og unglinga og eru
talin hafa jákvæð áhrif á árangur
á öðrum sviðum.
Rannveig Fríða
Bragadóttir
Á tímum mikilla breyt-
inga í skólastarfi og við
upphaf námskrárvinnu
telur Björn Bjarnason
miklu skipta, að á
menntaþingi komi fram
staðfesting á gildi
menntunar fyrir framtíð
þjóðarinnar og sam-
keppnisstöðu.
sér í raun viðurkenndar aðferðir
til að meta skólastarfið og miðla
upplýsingum um skólakerfið.
Með þetta í huga hefur skipu-
lagi menntamálaráðuneytisins nú
verið breytt. Um miðjan október
tekur þar til starfa ný deild, mats-
og eftirlitsdeild. Til hennar flytjast
starfsmenn úr grunnskóladeild,
framhaldsskóladeild og háskóla-
deild ráðuneytisins til að sinna
verkefnum undir nýjum formerkj-
um.
Jafnframt hefur verið ákveðið
að fækka starfsmönnum í ráðu-
neytinu, því að breytt skipulag á
stjórnarháttum í ríkiskerfinu gerir
ráð fyrir, að stofnanir fái aukið
sjálfstæði og meiri ábyrgð. Af-
skipti ráðuneyta verða önnur en
áður.
Boðað til
menntaþings
Við þessar aðstæður hefur
menntamálaráðuneytið boðað til
menntaþings í Háskólabíói og
Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn
5. október næstkomandi. Auk
funda og fræðsluerinda munu skól-
ar og þeir, sem vinna að mennta-
málum, kynna starfsemi sína með
því að sýna að hverju þeir vinna.
Menntaþing er haldið undir kjör-
orðinu: Til móts við nýja tíma.
Fellur það kjörorð í senn vel að
því, að skólarnir þurfa að takast á
við ný verkefni með nýjum aðferð-
um og við nýjar aðstæður, og einn-
ig hinu, að ný öld er að hefjast.
Við aldamót fyrir 200 árum var
ekki bjart yfir íslensku skólastarfi.
Skólinn í Skálholti hafði lagst nið-
ur og á Hólum var skólanum lokað
árið 1802. Sameinaðir fengu skól-
arnir aðsetur að Hólavöllum í
Reykjavík og bjuggu þar við þröng-
an kost. Um miðja öldina fer að
rofa til, en þess er einmitt minnst
í ár, að 150 ár eru liðin frá því,
að Reykjavíkurskóli hóf starf sitt
í nýju húsi við Lækjargötuna í
Reykjavík.
Auk rúmlega 200 grunnskóla
starfa nú um 50 skólar á fram-
haldsskólastigi í landinu. Er þá
ekki litið til þeirrar starfsemi, sem
fer sívaxandi, og lýtur að endur-
menntun eða fræðslustarfsemi á
vegum einkaaðila og fyrirtækja.
Fleira er nú þar í boði en nokkru
sinni fyrr.
Er það von okkar, sem að
menntaþingi stöndum, að það verði
til að staðfesta þá skoðun, að vax-
andi skilningur sé í landinu á gildi
menntunar. Öllum ætti að vera
ljóst, að það ræðst frekar af mennt-
unarstigi íslensku þjóðarinnar en
náttúrulegum auðlindum, hvernig
henni vegnar í framtíðinni. Fjár-
festing í menntun er því besta og
skynsamlegasta leiðin til að hér
þróist þjóðfélag, sem staðið geti í
fremstu röð og tryggt borgurum
sínum góð lífskjör. I þeim anda
eigum við að ganga til móts við
nýja tíma.
Höfundur er menntamála-
ráðherra.
Ég veit að Kópavogsbær hefur
gegnt forystuhlutverki hvað tón-
listarkynningu í skólum varðar og
nefni af því tilefni hið
lofsverða framtak:
„Tónlist fyrir alla“.
Notkun hljómflutn-
ingstækja og sam-
bærilegir tæknimögu-
leikar getur aldrei
komið í stað þess að
fá að taka þátt í og
njóta lifandi tónlistar-
flutnings, þar sem
staður og stund, já,
eitt augnablik getur
orðið að ógleyman-
legri, dýrmætri minn-
ingu.
Þótt heimur tónlist-
arinnar sé heimur
sameiningar og skeyti
lítt um borgartakmörk
og landamæri má samt að sönnu
segja að Kópavogsbær grípi hér
stórkostlegt tækifæri sem mun
Tímamót munu markast
í tónlistarlífi Stór-
Reykj avíkursvæðisins,
segir Rannveig Fríða
Bragadóttir, með því
skrefi sem bæjarstjórn
Kópavogs stígur nú.
gera Kópavogsbæ leiðandi í ís-
Iensku listalífi í framtíðinni.
Ég þakka bæjarstjórn Kópavogs
þetta glæsilega framtak og óska
öllum tónlistarunnendum landsins
til hamingju.
Höfundur er óperusöngkona.
ISLENSKT MAL
Rögnvaldur Gíslason á Akur-
eyri spurði um uppruna sagnar-
innar að pípóla (við einhvern).
Hún var í mæltu máli út-
eyfirskra manna á æskudögum
okkar og merkti að dekra við
eða_ snúast kringum.
Ásgeir Bl. Magnússon telur
sögnina meðal tökuorða frá 19.
öld og muni hún eiga rætur að
rekja til lágþýsku piepeln=
sama sem pípa, blístra. Hann
telur pipóla merkja að dekra
við, en einnig dansa og syngja
við eða fyrir. Samsvarandi nafn-
orð er pípól.
Frá því að merkja að dansa
við einhvern (eftir pípublæstri)
eða spila fyrir hann tekur sögn-
in svo að merkja að snúast í
kringum hann, stjana við hann.
Lítum til gamans á gamla vísu:
Gígjan syngr, þars ganga
grípa menn til pípu.
Færa fólsku stóra
framm leikarar bleikir.
Undr es, hvé augum vendir
umb, sás þýtr í trumbu.
Kníðan lítk á kauða
kjaft ok blásna hváfta.
Vísa þessi er eignuð einhveij-
um Mána og er annar kveðskap-
ur leifður eftir hann. Hún felur
í sér afbrýðisemi vegna þess, að
við einhverjar konungshirðir
voru þá „trúðar og leikarar"
meira metnir en skáld bundins
máls.
Fyrstu tvær línur vísunnar er
líklega rétt að taka saman: Gígj-
an syngr, þars menn grípa til
pípu ganga. Er þá svo ráð fyrir
gert að ganga sé eignarf. flt.
af nafnorðinu gangur og væru
pípugangar leggir blásturshljóð-
færis. Fólska í vísunni merkir
heimska, fíflalæti, sbr. ensku
fool. Að venda augum er að
ranghvolfa í sér augunum. Þjóta
í trumbu er að „spila á tromp-
et“. Sögnin að þjóta gat hæg-
lega merkt að gefa frá sér hljóð,
enda þaut tófan í holtinu, þegar
Siggi var úti með ærnar. í
Skandinavíu þaut úlfurinn í
skóginum í gamla daga og varð
þá úlfaþytur. Og fuglar gátu
flogið „með fjaðraþyt og söng“.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
868. þáttur
Danir geta sagt: Ulven tuder
og mun af þessu komin í mál
okkar sögnin að tuða=nudda og
nauða um eitthvað. Ekki er Ás-
geir Blöndal þó viss um það og
má segja að hann samþykki það
með semingi. Þeir, sem sömdu
Slangurorðabókina, hafa talið
sögnina að tuða of „góða“ til
þess að taka þar upp, en hún er
í Árnapostillu Böðvarssonar.
Trumba í vísunni var sem
sagt ekki tromma, heldur tromp-
et, en þau orð eru innbyrðis
skyld og munu vera hljóð-
gervingar.
Kníðan er sama sem „knú-
inn“, útblásinn, þaninn, og er
auðvelt að sjá fyrir sér lúður-
þeytarann, þegar hann reynir
sem mest á sig.
Vísu Mána mætti endursegja
á þessa leið: Leikið er á gígju
og spilað á lúðra. Fölir hljóð-
færaleikarar hafa mikinn fífla-
gang í frammi. Ósköp er að sjá
hvernig lúðrablásarinn rang-
hvolfir augunum og þenur út
kjaftinn og gúlana.
Vísan er rétt kveðin eftir
ströngustu reglum dróttkvæðs
háttar.
★
Margir kannast við danslaga-
texta sem Póló og Bjarki fluttu
á sinni tíð og hefst á orðunum:
Lýsa geislar um grundir. Einn
harðsnúnasti latínumaður okkar
daga, Þórður Örn Sigurðsson,
sneri þessum texta á latínu fyrir
27 árum og þykir rétt, til að
sýna hvemig nýmóðins íslenska
er þýtt á klassíska latínu, að
birta lokaerindið á tungumálun-
um báðum:
Nú er hugarinn heima;
hjartað örara slær.
Stríðar minmngar streyma;
stöðugt færist ég nær.
Skip mitt líður að landi;
létt ég heimleiðis sný:
Ljúfu leiðina,
litlu heiðina,
glaður geng ég á ný.
Iam pervenit animus;
citius palpitat cor.
Memoria revocat;
semper approinquor.
Navis terram.attingit;
hilaris profíciscor;
Via iucunda,
valle profunda,
laetus regredior.
Vilfríður vestan hefur gert
svofellda bragarbót, sjá næstsíð-
asta þátt:
A bítilöld legíó lúfna
var langtimum saman án húfna
og með þeim í gríð
mörg ein fylkingin fríð
ungra lærberra lausaflugsdúfna.
Smávegis
1) Fyrir viku var sagt frá því
í frétt hér í blaðinu, að íslensku-
kennsla „verður áfram starf-
rækt“ í Jónshúsi í Kaupmanna-
höfn. Umsjónarmaður vonar að
kennslan og árangur hennar
verði betri en það málfar að
„starfrækja íslenskukennslu".
Athöfnin heitir að kenna ís-
lensku.
2) Aftur á móti var sérlega
ánægjulegt að heyra kornungan
mann í sjónvarpi lýsa hiklaust
og skilmerkilega og á lýtalausu
máli svo framandi kvikindum
sem risaeðlum. Ég hef verið
beðinn um að vekja á þessu at-
hygli, þar sem svo oft sé
hneykslast á máli unglinga.
3) Auk þess fær Ríkisútvarpið
plús (18. sept.) fyrir a) „þegar
söluskrifstofa félagsins var opn-
uð“ [ekki „opnaði"] b) sýnend-
ur í sjónvarpsfréttum [ekki
,,sýningaraðilar“]. Málfarsráðu-
nautar varpstöðvanna vinna svo
sannarlega ekki til einskis.
4) Þá er mælt með því að
Eystrasaltsríkin heiti svo, en
ekki „baltnesku ríkin (löndin)“,
á ensku Baltic States.
5) í einhveijum fréttum
heyrði ég „á milli íslands og
Evrópu". Hvaða heimsálfa
skyldi vera þarna á milli?
6) Raunalegt má það kalla,
þegar eigendur breytast í
„eignaraðila".
7) Nykrað þykir oss það lík-
ingamál „að bijóta hurðir í
spað“.