Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 31

Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 31 Valdboðin byggðastefna BY GGÐASTEFNA stjórnvalda: Þarf hún að bitna á starfsmönnum Landmælinga öðrum landsmönnum fremur? Það hefur margsinnis sýnt sig að valdboðin byggðastefna stjórnvalda hefur alltaf farið villur vegar. Landa- fræðin og sagan hefur kennt okkur að byggðaþróun hefur sterkari aflgjafa en að á hana dugi valdboð, veik verkfæri - hvað þá vopn. Afkastamestu vígvélar hafa ekki einu sinni dugað til þegar örvinglunin hefur tekið völd en valdboðin byggðastéfna hefur alltaf leitt til hörmunga fyrir hinn óbreytta borgara. Hin raunveru- lega byggðastefna lifir eigin lífi; er ódauðleg og þrífst með sköpunar- og lífskrafti sem býr með fólkinu. Hingað til hafa landsmenn borið nokkuð jafnan þunga af byggðastefnu sem oft hefur litlu áorkað um byggðaþróunina. Svo virðist sem viðvaningsháttur hafi verið hafður að leiðarljósi þegar tek- ið er á byggðamálum og LMÍ í því samhengi fórnað fyrir lítið. Hver ber „kostnaðinn“? Nú þegar reikningurinn hefur ver- ið sendur til fjölskyldna þeirra sem vinna á LMÍ hefur verið sparað fyrir byggðastefnu sem í raun skilar litlu þegar upp er staðið. Lífí u. þ. b. 100 borgara Islands er umturnað. Meiri reisn væri að bjóða 100 manns af landsbyggðinni flutning í staðinn eða bæta stöðu þeirra í þráteflinu við náttúruöflin. Auk þess eru til margir þéttbýlisbúar sem óskuðu þess að geta komið á fót starfsemi sem get- ur staðið undir sér i dreifbýlinu. Farsæl byggðastefna byggist á því að frumkvæðið komi frá fólkinu, alls staðar að. Hvað varð um innihaldið í hugtakinu ný- og tækifærasköpun fyrir fólkið? Hefur almanakinu verið flett í vitlausa átt? Hver er bættari? Er ekki of auðkeypt að bjóða litlu bæjarfélagi [Akranesi] flutning á bita úr borginni þegar vonleysið og vantrúin á eigin getu tekur völd - nota má Hvalfjarðargöngin í eitthvað framsæknara og betra. Skammsýn pólitísk stefna í andstöðu við raun- hæfa samfélagsþróun hvetur ekki til framtakssemi. Eg er þess fullviss að Akurnesingar sem og aðrir lands- menn hafa betri hugmyndir, getu og fólk sem nyti sín betur en þeir með nokkru móti geta með þessum hætti. Landsmenn hafa sýnt að þeir geta búið alls staðar á íslandi, en þeir ákveða það sjálfir; - starfmenn LMÍ sem og Akurnesingar. Ekki er það nein einvíð ákvörðun fyrir fjölskyldu- fólk að velja sér samastað og störf. Við getum þakkað mörgum sérfræð- ingum á LMÍ fyrir að hafa valið Reykjavík og landið til búsetu. í Reykjavík hefur þróast borgarsamfé- lag fyrir atbeina þeirra sem þar búa og margháttuð starfsemi þar samof- in í innra skipulagi borgarinnar. Þetta samfélag býður landsmönnum öllum upp á flest það sem þarf í litlu landi. Þessu samfélagi er sýnd lítils- virðing með fyrirhuguðum flutningi LMÍ. Hvatning til starfsmanna og aðstandenda LMÍ Óskandi væri að starfsmenn LMÍ gætu hnekkt þessari aðgerð með samstöðu sinni. Það er í raun það eina sem dugir gagnvart gerræðis- legum aðgerðum sem þessum. Allt í kringum okkur eru stjórnvöld, með góðu eða illu, að fórna lífi og menn- ingu fólks fyrir þjóðfélagsleg mark- mið sem ganga ekki upp og upp- skera bara hörmungar. Sem betur fer brotna slíkar aðgerðir nær alltaf á menningu og siðferði fólksins áður en upp er staðið. Það er of þunnt að yppta öxlum og segja: „Því mið- ur, þetta er pólitísk ákvörðun." Því miður og sem betur fer: Pólitískar ákvarðanir verður að hugsa ef þær eiga að ganga upp. Hvers vegna má ekki byggðaþróunin lifa sínu lífi í sátt við fólkið í landinu í stað þess að hlaupa eftir sveita- rembunni hvert á land sem er? Betri lausn og raunhæf byggðastefna Breytingar og um- bætur í ríkisrekstri er eift mikilvægasta hlut- verk stjómvalda. Ef markmiðið er aukin um- svif á landsbyggðinni má ýmislegt gera sem snýr að umbótum á innra skipulagi á LMÍ sem og öðrum ríkis- stofnunum. Það má t.d. sameina LMÍ, Hagstof- una, Skipulag ríkisins annars vegar og hins vegar jarð- fræði-, gróður- og dýralífskortagerðir Orkustofnunar, Náttúrufræðistofnun- ar, og RALA í eina landafræðastofn- un. Rannsóknastofnanimar, sem lo- snuðu með þessu undan landfræðileg- um þætti í sínu starfí, geta þvi ein- Stjómvöld hafa ákveðið að flytja Landmælingar íslands (LMÍ) til Akra7 ness, skrifar Björn Er- lingsson, ogtelur að -----?---------------------- LMI sé fórnað á altari viðvaningsháttar, gmnnhyggni og skammsýni. beitt sér betur að fræðastörfum og rannsóknum á sínum sérsviðum. Auka mætti skilvirkni og bæta að- stöðu til þverfaglegra náttúruvísinda- verkefna með nútímalegri gagna- umsýslu. Upplýsingamiðlun til lands- manna mætti bæta til mikilla muna með því að beita þessu sérsviði LMÍ á framsækinn hátt. Sparnaður og aukin umsvif á landsbyggðinni Spamaðurinn af aukinni skilvirkni má nota til þess að auka umsvif við vettvangsvinnu úti um byggðir landsins. Starfrækja mætti lands- byggðarútibú í öllum landshlutum sem þjónuðu öllum málaflokkum meðan væri verið að vinna að tíma- bundnum átaksverkefnum á mis- munandi sviðum landafræðinnar í tengslum við önnur sérfræðisvið. Eitt styddi við annað og svo gætu vöktunarverkefni vatnamælinga (OS), snjóflóða og staðbundin veður- þjónusta (VÍ) og almenn landupplýs- ingamiðlun til íbúa og ferðamanna tekið við með fastarekstur allt árið um kring. Þetta styrkti þá jákvæðu þróun sem á sér stað á landsbyggð- inni og bætti tengsl landsmanna við náttúrufar. Reikningurinn af skipu- lagsbreytingunni væri jafnaður á alla og ávinningurinn kæmi öllum til góða. Næg eru verkefnin við bætt sambýli manns og náttúru á íslandi og er það raunhæf byggðastefna. íslendingar búa við þrátefli náttúru- aflanna. Þeir hafa aldrei haft ráð á því að kasta neinu þar á glæ og varðar það lífshamingju margra að gera betur í þessum efnum. Ekki skaðar að doka við og taka tíma í að hugsa stöðu og starfsemi LMÍ upp á nýtt og taka mið af búsetu í land- inu öllu. Höfundur er hafeðlisfræðingur. Björn Erlingsson Yrði líka félag kvenna að standa að baki... ORÐIN sem eru yf- irskrift þessarar grein- ar lét Bríet Bjarnhéð- insdóttir falla upp úr aldamótum þegar hún fjallaði um nauðsyn þess að íslenskar konur þess tíma krefðust réttinda sinna og jafn- ræðis á við karla. Nokkru áður hafði Brí- et lýst þeirri bjargföstu skoðun sinni að ís- lenskum konum sinnar samtíðar „væru allar bjargir bannaðar í menntalegu tilliti, ef við værum ekki sjálfar svo efnum búnar, að Ólafía B. Rafnsdóttir. geta af eigin rammleik fengið okk- ur og kostað þá menntun prívat, sem gæti jafnast á við góða skóla- menntun. Og þótt einhver gæti það og gerði, þá gæti hún engar stöður eða embætti fengið, sem hún gæti notað þessa menntun við.“ Sumum kunna að þykja þessi orð eiga lítið erindi við nútímann, en því miður eru orð Bríetar, eins og svo margt annað í brautryðjenda- starfi hennar, enn í fullu gildi núna, heilli öld síðar. Hér á landi er konum raunar ekki lengur mismunað varðandi mögu- leika til menntunar, formleg pólitísk réttindi eða fulla atvinnuþátttöku. Ástæðulaust er þó að fjölyrða um hversu mikið vantar upp á jafnan rétt karla og kvenna þegar til á að taka, og nægir að nefna grundvallar- atriði á borð við jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Þar kann að vera nokkur löggjöf til staðar, en hin umtalaða „hugarfarsbreyting", sem stjómmálamönnum er svo töm á tungu, lætur bíða afar lengi eftir sér. Hið sama gildir um mörg önnur sjálfsögð réttindi. Frumkvöðullinn Bríet Bjamhéð- insdóttir lét sér ekki nægja að vekja athygli á réttindaleysi kvenna og mismunun gegn þeim. Hún var helsti hvatamaður að stofnun Kven- réttindafélags íslands (KRFÍ) árið 1907_og formaður þess fyrstu árin. KRFÍ var og er þverpólitísk samtök kvenna og karla sem láta sig miklu skipta baráttu fyrir þjóðfélagi þar sem allir em ftjáls- ir og jafnir að virðingu og réttindum, konur sem karlar. í bráðum níutíu ár hefur félagið gegnt mikilvægu hlut- verki í baráttu fyrir fullu jafnrétti á íslandi. Því hlutverki er ekki lokið. Um þessa helgi er haldinn 19. landsfund- ur KRFÍ. Þar verður tekinn til sérstakrar umfjöllunar samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum (sem í alþjóðastarfi hefur fengið skammstöfunina CEDAW). Samningurinn tók gildi á íslandi árið 1985, en hann hefur enn sem komið er hlotið litla kynningu og umfjöllun hér á landi. Sáttmáli þessi er annað og meira en almenn viljayfirlýsing sem al- menningi virðist ef til vili stundum helsta afsprengi alþjóðlegra stofn- ana. CEDAW er einhver athyglis- verðasti og róttækasti mannrétt- indasáttmáli sem gerður hefur verið og hefur umtalsvert gildi á íslandi sem annars staðar. Hér á landi hefur hann fullt lagagildi og hefúr raunar forgang umfram íslensk lög sem skemmra ganga í jafnréttis- málum. Hann hefur því ótvírætt gildi í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna á íslandi. A landsfundi KRFÍ verður fjaliað um þennan samning frá ýmsum hliðum. Þar verður m.a. rætt hvem- ig samningurinn nýtist konum í atvinnulífínu og í atvinnurekstri, hvaða lagalegu þýðingu hann hefur gagnvart íslenska dómskerfínu og hvernig hann getur nýst almennt sem baráttutæki í jafnréttisbarátt- unni. Á næstu mánuðum mun KRFÍ gangast fyrir enn frekari kynningu á þessum mikilvæga samningi. Með þeirri kynningu viljum við heiðra minningu Bríetar Bjamhéðinsdótt- Frumkvöðullinn Bríet Bjamhéðinsdóttir var, segir Ólafía B. Rafns- dóttir, helsti hvatamað- ur að stofnun KRFÍ. ur, sem sótti sér styrk í samskipti við kvenréttindahreyfingar víða um heim, og árétta að ætlunarverki hennar er síst lokið. Það er ekki tilviljun að Kvenrétt- indafélag íslands tileinkar kynn- ingu sína á CEDAW-samningnum minningu Bríetar Bjamhéðinsdótt- ur. Ekki einasta fögnum við nú 140. fæðingarafmæli Bríetar, sem fæddist 27. september 1856. Með kynningu á samningnum vill KRFÍ einnig minna á að það er ekki nema fyrir hugrekki og framsýni kvenna eins og Bríetar sem hann er orðinn að vemleika. Hugsunin að baki sáttmálanum er hin sama og bjó að baki baráttu Bríetar: Að gera að raunveruleika þjóðfélag þar sem allir eiga jafna möguleika til þroska, frelsis, mennt- unar og hamingju, þjóðfélag sem virðir á borði sem í orði jafnan rétt karla og kvenna. íjóðfélag þar sem friður, jafnrétti og velferð komandi kynslóða eru leiðarvísar til betri framtíðar. Höfundur situr í sijórn Kvenréttindafélags íslands. ftrfur horfinna kynslóða Jurtasmyrsl Erlings grasa- læknis fást nú í apótekum og heilsubúðum um land allt. • Græðismyrsl • Handáburður • Gylliniæðaráburður Framleidandi: Islensk lyfjagrös ehf. Dreifing: Lyfjaverslun lslands hf. Á PEUGEOT 406 'ÆSS m I Tímamótabíll á einstöku verði Staðalbúnaður er m.a: Fjarstýrðar samlæsingar • Loftpúði í stýri • Rafmagn í rúðum í framhurðum Vökva- og veltistýri • Útvarp/segulband frá 1-480.000 kr PEUGEOT - þekktur fyrír þœgindi 1 9 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegi 2 • Sfmi 554 2600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.