Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 35 BERNODUS ÓLAFSSON + Bernódus Ólafs- son var fæddur á Gjögri i Árnes- hreppi á Ströndum 17. mars 1919. Hann lést á Skagaströnd 18. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Magnússon og Þórunn Samson- ardóttir, búsett á Gjögri. Systkini hans eru Herbert, f. 23.9. 1920, Björg, f. 18.10. 1924 og Karitas, f. 7.6. 1936. Þau eru öll á lífi. Hinn 1. júlí 1944 kvæntist Bernódus Önnu Halldórsdóttur Aspar, f. 7. jan- úar 1923. Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundsson Aspar og Kristbjörg Torfadótt- ir. Þau voru búsett á Akureyri. Börn Bernódusar og Önnu eru: 1) Halla Björg, f. 27. mars 1944, gift Ara H. Einarssyni frá Mó- bergi. Þau eiga þrjú börn, Ein- ar Hauk, Helgu Ólínu og Önnu Aspar. 2) Þórunn, f. 18. júlí 1945, gift Guðmundi J. Björns- syni frá Skagaströnd. Þau eiga þrjár dætur, Elísabetu Eik, Auði Evu og Kristbjörgu Unu. Áður átti Þórunn eina dóttur, Önnu Sjöfn Jónasdóttur. 3) Ól- Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn frá okkur. Við sitjum öll héma sorgmædd og hnípin og eig- um erfitt með að hugsa okkur lífið áfram án þín. Litlu stelpurnar leita þín og skilja ekki hvernig afijgetur verið staflaus hjá Guði. A því fannst sú lausn, að presturinn gæti komið stafnum til þín. Við fullorðna fólkið þitt verðum hvert um sig að finna okkar eigin lausnir á sorginni og eftirsjánni. Fyrir mér rifjast upp hver minn- ingin af annarri sem gott er að eiga. Minningin um hvað það var gaman þegar þið Steingrímur spunnuð upp heilu leikþættina þar sem sviðið var eldhúsið í Stórholti og mamma og við krakkarnir vor- um áhorfendur og gátum varla staðið fyrir hlátri. Minningin um þegar við krakk- arnir áttum að færa ykkur Tóta kaffi niður í síldarverksmiðju og gátum ekki farið inn í verksmiðj- una vegna ólyktarinnar. Þá stóðuð þið skellihlæjandi lengst inni í horni til að við þyrftum að fara afur Halldór, f. 23. ágúst 1951, kvænt- ur Guðrúnu Páls- dóttur frá Sauðár- króki og eiga þau tvö börn, Halldór Gunnar og Hólm- fríði Önnu. Áður átti Ólafur einn son, Þorleif Pál. 4) Lilja, f. 10. nóvem- ber 1959. Barna- barnabörnin eru sjö. Bernódus ólst upp í Kúvíkum í Reykjarfirði. Hann var einn vetur í Reykjanesskóla við ísafjarðar- djúp og síðar lauk hann prófi sem vélstjóri frá Vélskólanum á Isafirði. Bernódus vann sem vélstjóri á báti frá Keflavík, en réðst sem vélstjóri hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd 1943 og var búsettur þar til æviloka. Bernódus var oddviti Höfða- hrepps 1974-78. Var í sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu. Hann var leikari og leikstjóri hjá Leikklúbbi Skagastrandar í mörg ár og tók virkan þátt í félagslífi Skagastrandar. Útför Bernódusar fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. með klút fyrir nefinu sem lengst í gegnum verksmiðjuna. Eða hvað þú varst snöggur að bjarga málum, þegar kviknaði í jólatrénu okkar ein jólin, og bjarga þar með jólunum. Allar minningarnar um stússið okkar við kindurnar, pabbi minn. Þá var nú oft gaman og svo þegar hún Henríetta kom til sögunnar og hvernig hún fékk nafnið. Þá var nú hlegið. Og þegar við stelpurnar bökuð- um kökuna fyrir færeysku sjó- mennina, að þinni uppástungu, og höfðum svo ekki burði í okkur að tala við þá þegar á bryggjuna var komið. Þá komst þú og hjálpaðir okkur úr ógöngunum. Flestar minningarnar mínar um þig tengjast hlátri og gleði, enda varst þú oftast með gamanyrði á vörum, og hressileiki fylgdi þér hvar sem þú fórst. Síðustu árin þín, pabbi minn, varstu ekki mikið á ferli um bæ- inn, en þá hafðir þú litlu langafa- börnin þín við hliðina á þér og þau styttu þér stundir og þú þeim. t Systir okkar og frænka, SVAVA GÍSLADÓTTIR, Engihlíð 16, áður Reykholti við Laufásveg, lést 25 september. Hannes Gislason, Ástdís Gisladóttir, Þórdfs Kristmundsdóttir, Auður Kristmundsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi okkar, SVAVAR ÁRMANNSSON aðstoðarforstjóri, Álfheimum 48, lést að heimili sínu fimmtudaginn 26. september sl. lngibjörg Egilsdóttir, Ármann Jakobsson, Hildur Svavarsdóttir, Halldór Svavarsson, Ásta Svavarsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Brynja og Ingibjörg Halldórsdætur. MINNINGAR Elsku pabbi minn, hvað það var gott að þú varst þettá hress núna í sumar og gast notið góða veðurs- ins og farið í svolítil ferðalög og niður á bryggju til að skoða bát- ana. Og í gegnum strákana gastu fylgst með aflabrögðum og gangi mála í Smugunni og á Flæmska hattinum. Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir allt og bið Guð að geyma þig. Halla. Manstu afi. Þegar ég var lítil gafst þú mér oft ýsu til að sjóða. Þú kenndir mér marga kapla og spilaðir við mig kasínu á skammelinu á brúna stólnum þínum. Þegar þú komst í heimsókn fyrir hádegi á laugar- dögum og ég var í baði vildi ég strax fara upp úr til að hitta þig. Svo vissi ég líka ailtaf hver var að koma því þú dinglaðir alltaf mörgum sinnum í einu. Þú tókst mig með í réttir á haustin og út á Sandlæk að vitja um netin. Svo þegar ég varð aðeins stærri og mamma og pabbi áttu ekkert vídeó, hringdir þú stundum og bauðst mér og Halldóri bróður í „lifandi myndir". Þegar þú komst heim og mamma lét mig bjóða þér úr nammiskál var voðalegt basl með þig því þú þóttist ætla að taka allt úr skálinni. Þú fiktaðir líka alltaf í jólakökunni hennar ömmu og ætlaðir að taka þér risasneið og stakkst svo kannski hnífnum ofan í miðja kökuna. í veiðitúrum úti á Skaga athug- aði ég vel hvernig þú fórst að og vildi gera alveg eins því þú kunnir sko að veiða. Þegar ég fór að stunda íþróttir fylgdist þú vel með og gafst mér gaddaskó til að hlaupa á. Einu sinni æfðir þú mig í að taka af stað í spretthlaupum í garðinum heima, kenndir mér útsmogna aðferð til að verða fljót- ari en hinir. Ég gat líka ekki beðið með að segja þér frá þegar ég vann til einhverra verðlauna. Þegar ég varð 16 ára fór ég í burtu í skóla. Þá sá ég þig sjaldn- ar en það var alltaf svo gott að spjalla við þig þegar ég kom í heim- sókn og þú hrósaðir mér óspart þegar ég sagði þér frá einkunnun- um mínum. Þú varst líka svo áhugasamur þegar ég var að reyna að ákveða framhaldið og að reyna að fá vinnu enda var svo gaman að segja þér þegar hlutirnir sner- ust mér í hag. Þú komst mér svo oft til að brosa og hlæja og kallaðir mig Díu þína og sagðir að ég væri dugleg og falleg. Núna ert þú farinn og núna get ég ekki séð þig lengur. Eg hef samt ennþá allt þetta og miklu, miklu meira. Ég man hvernig þú faðmaðir mig og straukst mér um hárið og hvernig þú hlóst og hverm ig þú brostir. Ég man líka hvað þú varst orðinn veikur og þreyttur og ég veit að allir deyja einhvern tímann. Ég sakna þín bara svo mikið og mér þykir svo vænt um þig. Núna heimsæki ég þig inn í hjartað mitt því þaðan hverfur þú aldrei. Líði þér vel, elsku afi minn. Þín, Hólmfríður Anna. Hinn 18. september sl. barst mér sú fregn að félagi minn og vinur, Bernódus Ólafsson, hefði orðið bráðkvaddur þá fyrr um dag- inn. Hann hafði í nokkur ár verið vanheill vegna hjartabilunar, svo óvænt gat þetta ekki talist. Ég kynntist Benna strax og ég kom til Skagastrandar sumarið 1944. Hann var þá vélstjóri við frystihús Kaupfélags Skagstrend- inga. Hafði flutt ári áður til Skaga- strandar frá æskustöðvum sínum á Ströndum. Við áttum sameigin- legt áhugamál jafnaðarstefnuna sem var grundvöllur okkar kynna og samstarfs í hálfa öld. Að vinna að stefnumálum okkar hér á Ströndinni var heillandi verkefni fyrir unga menn með mörg áhuga- mál á miklum breytingatímum. Hér var þá flest á eftir tímanum á mörgum sviðum mannlífsins. Verkefni voru því bæði mörg og fjölþætt. Benni var frábær félagshyggju- maður sem hafði áhuga og gaf sér tíma til að leggja góðum málum lið hvar sem þess var þörf. Áhuga- mál hans voru ótrúlega fjölbreytt. Við áttum samstarf á flestum svið- um félagsmála: í Verkalýðsfélagi Skasgastrandar átti hann sæti í stjórn um árabil og gegndi fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir það félag. Benni var einn af stofnendum Alþýðuflokksfélags Skagastrandar + Ástkær faðir minn, HREIÐAR GUÐJÓNSSON málarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haðarstig 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 25. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Róbert Árni Hreiðarsson. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. september. Guðmundur E. Erlendsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Kristfn G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason, Skarpéðinn K. Guðmundssonson og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarðarfar- ar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS H. GUNNLAUGSSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Karlsson. (5.11. ’50). Hann var kosinn í fyrstu stjórn þess og átti þar sæti samfellt í 28 ár. Störf hans þar voru tengd öllu sem það félag vann að, en mest þó að málefnum Höfða- hrepps. Hann átti sæti í mörgum starfsnefndum hreppsins og var oddviti Höfðahrepps kjörtímabilið 1974 til 1978. Hann skipaði heið- urssætið á lista félagsins við nokkrar síðustu sveitarstjórnar- - kosningar. Benni var einn af stofnendum Sparisjóðs Skagastrandar (1959- 1982). Hann átti sæti í stjórn hans nokkur síðustu árin sem hann starfaði. Hann var einn af stofn- endum Rækjuvinnslunnar hf. og stjórnarmaður um skeið. Eitt af hans áhugamálum var leiklistin sem hann gaf góðan tíma. Hann beitti sér fyrir stofnun Leikfélags Skagastrandar sem starfaði í all- mörg ár. En hóf eftir nokkurt hlé starfsemi að nýju með breyttu nafni. Framlag hans til leikstarfs var hér mikill gleðigjafi í fábreytni fyrri ára. Honum tókst afar vel að sameina alvöru og gleði svo báðir þættir nytu sín vel. — Það er list sem er fáum gefin. Jákvæð viðhorf til manna og málefna einkenndu öll hans störf. Vinsældir hans voru öllum ljósar sem til hans þekktu. Benni átti traustan bakhjarl. Kona hans studdi hann vel hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Þau áttu lík áhugamál og voru samhent. Hún var kjölfestan sem aldrei brást þó eitthvað blési á móti. Börnin þeirra fjögur eru öll traust fólk og trúverðugt. Bera með sér svipmót sæmdarhjóna og menningarheimilis. Nú, þegar leið- ir skilja í bili er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að eiga hann að vini og félaga öll þessi ár. — Heila starfsævi. í huganum rifjast upp ýmsar ógleymanlegar stundir frá heim- sóknum mínum á heimili þeirra hjóna í Stórholti. Þar var gott að koma. Gleði og hlýja með útsýni til allra átta í orðanna fyllstu merk- ingu. Við fjölskylduna vil ég segja þetta: Minningar um góðan dreng gleymast ekki. Þær verða aldrei frá ykkur teknar. Ég óska fólki hans farsældar til framtíðar. Björgvin Brynjólfsson. Sérfræðingar í lílóinasUreylingiim við »11 tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 —$>— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.