Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 6

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjomsson MAÐURINN er smár í samanburði við 30 tonna grjótið og hefði ekki þurft að spyija að leikslokum, ef vegfarendur hefðu orðið fyrir hruninu. Gijóthrun á Óshlíðarvégi rauf varnarnet á 40 metra kafla Stærsta grjótið var30tonn ísafírði. Morgunblaðið. GRJÓT féll á Óshlíðarveginn rétt hjá Skjólhamarsvík um kl. 21 á sunnu- dagskvöld og rauf gijótvamamet á um 40 metra kafla. Tjónið er talið vera um 5 milljónir króna. Stærsta gijótið sem féll úr hlíð- inni var um 30 tonn að þyngd, én talsvert af minni steinum kom með. Vegagerðin opnaði veginn fljótlega og gerði við grjótvarnarnetið til bráðabirgða. Að sögn Guðmundar Kristjánssonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni er ekkert óalgengt að svona stórir steinar falli niður á þessum stað á haustin, en mikið lán var að engir bílar urðu fyrir gtjótinu. Djúpvegurinn sæmilegur Að sögn Guðmundar hafa rigning- amar undanfarið ekki valdið miklum skemmdum á vegum. „Það hefur ekki flætt mikið yfír vegi eins og oft á tíðum gerist í svona rigningum, en það þarf víða að hefla. Djúpvegur- inn er annars alveg sæmilegur, nema í Skötufírði, þar sem hann er farinn að versna aftur. Við erum að klára að hefla Amarfjörðinn og síðan verð- ur ráðist í Djúpveginn,“ sagði Guð- mundur. FRÉTTIR > * Oánægja með drátt á afgreiðslu sjóprófa vegna Æsu IS Skýrt með réttarhléi og mannaskiptum EKKI er ljóst hvenær gengið verður frá sjóprófum vegna Æsu ÍS sem sökk í Arnarfírði í júlí síðastliðnum, en þeirra ef þó að vænta innan skamms að sögn Sonju Hreiðars- dóttur fulltrúa héraðsdómara við Héraðsdóm Vestfjarða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur talsvérðrar . óánægju gætt meðal aðstandenda mannanna tveggja sem fórust þegar Æsa sökk, vegna þess hve langan tíma frágangur sjó- prófa hefur tekið. Jónas Jónasson héraðsdómari segir að eftir sé að ljúka frágangi 8-9 sjóprófa hjá embættinu, og hafí óvenju mörg sjópróf verið hald- in á vegurh Héraðsdóms Vestíjarða á þessu ári, eða á annan tug. Mikill fjöldi mála hjá embættinu „Þetta er gríðarlegur fjöldi miðað við það sem við eigum að^ venjast, og flest komu þau á sama tíma. Öll málin eru í vinnslu, en yfírleitt eru málin afgreidd frá okkur um viku til tíu dögum eftir að jsjóprófi lýkur,“ segir hann. Jónas Jónasson segir þessar tafir mjög óvenjulegar en dráttur sá sem um ræðir stafi bæði af réttarhléi og mannabreytingum hjá embætt- inu. Sonja segir beðið eftir að fá vitn- isburði úr vinnslu, en þeir eru hljóð- ritaðir í sjóprófum og síðan vélrit- aðir. Enn sé eftir að kalla til eitt vitni vegna Æsu, sem búsett er í Reykjavík, en að því loknu verði málið sent til ríkissaksóknara, rannsóknanefndar sjóslysa og Sigl- ingamálastofnunar. Nákvæm tíma- setning á því liggi hins vegar ekki fyrir. „Við erúm að reyna að hraða þessari afgreiðslu eins og hægt er, en þessa tafir hafa því miður orðið. Frágangur sjóprófa er tímafrekur og mörg mál hafa komið til okkar kasta í ár. Almennt séð er líka mik- ið álag í september, eftir að réttar- hléi lýkur,“ segir hún. Þórólfur Halldórsson sýslumaður í Barðastrandarsýslu segir að eftir slysið hafi verið kannað hvaða tök væru á að bjarga skipinu af hafs- botni, en ósannað sé hvort hinir látnu sé enn í flakinu þótt getgátur hafi heyrst um slíkt. Þórólfur segist hafa skrifað Land- helgisgæslunni af þeim sökum, þar sem embætti sýslumanns eigi ekki möguleika á að sinna björgun á sjó. Hann hafi féngið þau svör hjá Land- helgisgæslunni að hún réði ekki yfir þeim búnaði og mannskap sem þyrfti til að bjarga skipinu. „Það er alþekkt á íslandi að skip farist og lendi á svo miklu dýpi að björgun er óframkvæmanleg, þann- ig að þetta er ekki einsdæmi,“ seg- ir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Frumranrisókn slyssins fór fram hjá embætti sýslumanns í Barða- strandarsýslu og lauk með sjópróf- um, en rannsóknanefnd sjóslysa hefur eftirlit með rannsókninni. Jafnaðarmenn Veiðileyfa- gjald efst á dagskrá ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna kynnti í gær málaskrá sína á haust- þinginu sem hefst í dag. Meðal helztu ' stefnumarkandi mála á málaskránni ber hæst þings- ályktun um veiðileyfagjald og laga- frumvörp um þjóðareign auðlinda í jörðu, endurskipulagningu skatta- kerfísins þannig að dregið verði úr jaðarsköttum, atvinnulýðræði og fleira. Einnig mun þingflokkurinn leggja til að landið verði gert að einu ' kjördæmi. 900 íbúar Seltjarnarness mótmæla deiliskipulagi við Nesstofu Andlát Fullt tillit verður tekið til athugasemda Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Ólafsdóttir, fulltrúi íbúa á Seltjarnarnesi, afhenti í gær Jóni Hákoni Magnússyni, forseta bæjarstjórnar og fulltrúa í skipulagsnefnd, undirskriftalista með nöfnum 918 Seltirninga sem mótfallnir eru byggingu ibúða við Nesstofu. A milli þeirra stendur Högni Oskarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd. Slys en ekki árás NÆR 30% Seltirninga á kosninga- aldri mótmæla tillögu að deiliskipu- lagi við Nesstofu, þar sem gert er ráð fyrir að byggja allt að 24 íbúðar- hús. Undirskriftalistar þess efnis voru í gær afhentir Jóni Hákoni Magnússyni, forseta bæjarstjórnar og fulltrúa í skipulagsnefnd. íbúamir skora á bæjarstjóm að fresta ákvörðun um íbúðarbyggð, endurmeta forsendur skipulagsins og kanna betur gildi svæðisins sem hluta af safna- og útivistarsvæði við Nesstofu. Undir áskomnina rituðu 918 Seltirningar og auk þeirra sendu um 100 einstaklingar, stofnanir og samtök byggingafulltrúa skriflegar athugasemdir. Á kjörskrá á Sel- tjarnarnesi eru 3.341. Þverpólitískur þrýstingur Jón Hákon Magnússon segir að fullt tiilit verði tekið til athuga- semdanna og að deiliskipulagið sé ekki ákvörðun um að byggja 24 hús, heldur hafí það verið auglýst til þess að kanna viðbrögð og leita álits íbúa. „Málið fer aftur fyrir skipulagsnefnd fljótlega og hennar niðurstaða til bæjarstjórnar," segir Jón Hákon. Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti minnihlutans í bæjar- stjórn, kveðst telja það afar já- kvæða og skynsamlega afstöðu hjá Jóni Hákoni að ætla að taka tillit til athugasemda íbúanna og segist eiga von á því að meirihluti bæjar- stjómar muni falla frá áformum um íbúðarbyggð á umræddum stað. „Það hefur aldrei fyrr myndast jafn- mikill þverpólitískur þrýstingur á bæjarstjórn Seltjarnarness út af einstöku máli,“ segir Siv og kveðst bjartsýn á að málið fái farsæla iausn. ATHUGUN Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur leitt í ljós að ekkert bendi til þess að hollenskur ferða- maður, sem taldi að ráðist hefði verið á sig aðfaranótt laugardags, hafi í raun orðið fyrir líkamsárás eða ránstilraun. Hið gagnstæða sé nær sanni. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um mann í felum í porti við Faxaskála. Um var að ræða ferða- lang, sem mundi óljóst eftir at- burðum gærkvöldsins en taldi að á sig hefði verið ráðist af 3-4 mönnum um nóttina, eftir að hann hafði kynnt sér íslenskt næturlíf. Hann sagðist hafa komist undan á flótta. Féll um 4 metra Talsverðir áverkar voru á mann- inum, s.s. brotnar tennur, auk þess sem hann kenndi til eymsla í fótum og kynfærum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá RLR bendir flest til þess að maður- inn, sem var talsvert undir áhrifum áfengis, hafí fallið allt að 4 metra niður í portið þar sem hann fannst og við það hlotið þá áverka sem á honum voru. ALFREÐ GUÐMUNDSSON ALFREÐ Guðmunds- son, fyrrverandi for- stöðumaður Kjarvais- staða, lést í Borgar- spítalanum hinn 24. september síðastlið- inn. Alfreð fæddist 7. júlí 1918 og var sonur hjónanna Guðríðar Káradóttur húsmóður og Guðmundar S. Guðmundssonar bif- reiðastjóra. Eftirlif- andi kona Alfreðs er Guðrún Árnadóttir og áttu þau einn son, Guðmund, sem er þjóðréttarfræð- ingur. Alfreð lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1936. Hann starfaði meðal annars hjá loft- varnanefnd Reykjavíkur 1940-42 og sem eftirlitsmaður við byggingu Hitaveitu Reykjavíkur 1942-45. Þá var hann skrifstofustjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurbæjar 1951-59 og forstöðu- maður Kjarvalsstaða 1972-1989. Alfreð sat ennfrem- ur í stjórn Byggingar- félags verkamanna 1945-75 og Húseig- endafélags Reykjavík- ur 1955 til 1959 og 1965 til 1987. Hann var jafnframt end- urskoðandi Félags frí- merkjasafnara 1957-1962 og einn af stofnendum Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi 1948, Félags frímerkjasafnara 1957 og Lista- safns ASÍ árið 1961. Alfreð var sæmdur finnsku Ljónsorðunni árið 1977. Andlát AÐALBJÖRG TRY GGV ADÓTTIR AÐALBJÖRG Tryggvadóttir lést á heimili sínu, LÖnguhlíð 3 í Reykjavík 20. sept- ember síðastliðinn. Hún var elst íslend- inga, fædd 4. desember 1891 og var því á 105. aldursári er hún lést. Foreldrar Aðal- bjargar fvoru hjónin Tryggvi Hallgrímsson og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir. Aðal- björg óist upp á Eskifirði og stund- aði þar ýmis verslunar- störf en árið 1945 flutti hún til Reykja- víkur og starfaði sem verkakona. Aðalbjörg var gift Ólafi Bjarna Bjarna- syni útvegsbónda, en hann drukknaði árið 1923. Þau eignuðust einn son, Hjört Berg- mann, sem lést árið 1989. Sonardóttir hennar er Aðalbjörg Ragna Hjartar, flugfreyja. , .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.