Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 8

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forseti tekinn á teppið SIÐAMEISTARI Sjálfstæðisflokksins ætlar að syngja yður lexíurnar hr. forseti . . Menningar- og skólasam- starf við Grænland og Færeyjar BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra undirritaði í Nuuk á Grænlandi síðastliðinn fimmtudag samning til þriggja ára um menningar- og skóla- samstarf Grænlands, Færeyja og ís- lands ásamt ráðherrunum Sámal Pétri í Grund og Konrad Steenholt. Framkvæmdin á íslandi er falin bæjarstjóm Akureyrar og er þetta í fyrsta sinn sem þjóðirnar gera með sér samning af þessu tagi að Björns sögn. „Við bindum miklar vonir við að þetta samstarf muni styrkja menningar- og skólastarf í löndun- um og efla samskipti," segir mennta- málaráðherra. Bjöm segir ennfremur að á þess- um þremur árum verði um verka- skiptingu að ræða. Næsta ár verði Færeyjar með frumkvæði að því er varðar menningu og ferðaþjónustu. Árið 1988 muni Grænlendingar hafa forystu um tónlistarfræðslu í skólum og árið 1999 komi í hlut Akureyrar að efna til ráðstefnu um rannsóknar- starf og stuðla að eflingu þess. „Akureyrarbær átti að ýmsu leyti frumkvæði að þessu. Þar em há- skólastofnanir, listasöfn og mennta- stofnanir sem vel eru færar um að starfa með sambærilegum stofnun- um í Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum og aðalatriðið að þær taki höndum saman og styrki hver aðra með auknu samstarfi," segir mennta- málaráðherra að lokum. Brimknapar í ævintýraleit Morgunblaðið/Guðmundur Wíum Forræðismál Sophiu Hansen Réttað 22. nóvember BRIMKNAPAR í fremstu röð hafa til þessa ekki leitað að við- fangsefnum við íslandsstrendur. Ef til vill verður nú breyting þar á því hópur brimknapa frá Kali- forníu er staddur hér til að reyna sig við íslenskar öldur og mun ferðasagan birtast í tímaritinu Surfer Magazine. Hópurinn var fyrir skömmu á Snæfellsnesi og heimamenn ráku upp stór augu þegar þeir sáu Bandaríkjamenn- ina leika listir sínar á öldunum við gömlu Brekknalendinguna við Hellissand. Kapparnir voru hinir ánægðustu þrátt fyrir að sjórinn væri kaldari en þeir eiga að venjast. „I dag fundum við betri öldur en í Kaliforníu," sagði Robert „Wingnut" Weaver við Morgunblaðið en hann er at- vinnumaður í íþróttinni og má nefna að hann lék eitt aðalhlut- verkið í kvikmyndinni „Endless Summer 11“ sem gerð var fyrir tveimur árum og fjallaði um líf brimknapa. Jeff Divine ljósmyndari Surfer Magazine sagði að hópurinn væri í ævintýraferð á íslandi vegna þess að lesendur blaðsins vildu lesa um brimreið á óvenjulegum stöðum. „Við höfum farið til Al- aska og nú erum við á íslandi. Við munum halda ferð okkar áfram og markmiðið er að ríða á öldum í Norður-íshafinu; nema það sé of kalt,“ sagði Divine. FORRÆÐISMÁL Sophiu Hansen verður tekið fyrir af hæstarétti í Ankara í Tyrklandi þann 22. nóv- ember nk. Sophia reyndi án árang- urs á dæmdan umgengnisrétt henn- ar og dætra hennar á föstudag. Sophia og fylgdarmenn hennar komu að tómum dyrum hjá Halim AI, fyrrum eiginmanni Sophiu, á föstudag. Hins vegar fylgdust íbúar í nærliggjandi húsum með komu Sophiu og hrópuðu til hennar að dætur hennar væru í heimavistar- skóla og kæmu á laugardögum. Eins og áður segir verður forræð- ismálið tekið fyrir af hæstarétti í Ankara 22. nóvember nk. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins á ekki að vera hægt að skjóta forræð- ismálinu aftur til umfjöllunar undir- réttar. Hins vegar er talið hugsan- legt að hæstiréttur eigi möguleika á því að gera undirrétt að fram- kvæmdaraðila. Halim AI kemur fyrir undirrétt í Istanbúl vegna 9 umgengnisrétt- arbrota 14. október næstkomandi. Ef hann verður dæmdur til fangelsis- vistar gefst honum kostur á að áfrýja dómnum. Alls hefur Halim A1 brotið umgengnisrétt mæðgnanna um 70 sinnum. Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs Þarf að uppræta meinsemdina Steingrímur J. Sigfússon RÓIÐ Á ný mið er titill á nýrri bók eftir Steingrím J. Sigfússon, alþingismann, þar sem hann fjallar um stöðu og framtíðarhorfur í íslenskum sjávarútvegi. Steingrímur segist með bókinni fyrst og fremst vera að reyna að koma á meiri umræðu urh sjávar- útvegsmál, því sér hafi fundist hún föst í þrætum með og á móti kvótakerf- inu og aðrir þættir því orðið útundan. „Auk þess hefur mér ekki þótt um- ræðan nógu efnisleg né málefnaleg. Ég vildi því koma mínum hugmynd- um um þessi mál skil- merkilega á framfæri," segir Steingrímur. Nú hefur vandi landvinnslunnar verið nokkuð í umræðunni. Bendir þú á einhver úrræði í bókinni? „Ég held því miður að ekki séu til neinar töfralausnir í því sam- bandi. Ég bendi hinsvegar á ýmsa þætti sem tvímælalaust hafa áhrif á afkomuna. Ég nefni til dæmis að gera þyrfti vandaða saman- burðarúttekt á starfsskilyrðum landvinnslunnar og vinnslu á sjó. Þannig mætti sjá hvort til staðar sé mismunun í kerfinu, land- vinnslunni í óhag. Þá nefni ég að auka mætti aðgang vinnslunnar að hráefni á markaði með því að allur fiskur sem ekki fer beint til vinnslu hér innanlands fari á markað þannig að vinnslan eigi kost á því að bjóða í hann. Þá er ljóst að sóknarfærin eru í full- vinnslu afurðanna. Ég held einnig að við verðum að snúa vörn í sókn og auka enn úrvinnslu vör- unnar og komast þannig nær neytandanum. Þá bendi ég á stór- aukna möguleika í vinnslu upp- sjávarfiska. Ef okkur tekst að sækja fram á því sviði, þá skap- ast heilmikil viðbótarverkefni fyr- ir landvinnsluna sem að einhveiju leyti getur falist í verkaskiptingu í vinnslunni þannig að sum fyrir- tæki einbeiti sér að uppsjávarfisk- unum og þá verði eftir meira svig- rúm fyrir bolfiskfyrirtækin.“ Telur þú að gera þurfi breyt- ingar á úthafsveiðum íslendinga? „Ég gagnrýni í bókinni það stefnuleysi og hringlandahátt sem hefur ríkt í þessum málum alveg frá byrjun. Það er sífellt að koma betur í ljós hversu baga- legt það var að menn skyldu ekki móta sér í upphafi ákveðna stefnu í þessari sókn og reyna að fram- fylgja henni. Að sjálfsögðu átti það að vera framsækin stefna því reynslan hefur sýnt að það er gríðarlega mikilvægt að breikka grundvöll sjávarút- vegsins með sókn út úr landhelginni. Hins- vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að íslensk stjómvöld, bæði fyrrverandi og núverandi, hafa tekið nánast tilviljanakennd- ar ákvarðanir í einstökum tilvik- um. Það standa fyrir dyrum við- ræður um stjórnun á fjölmörgum svæðum sem við ætlum okkur að vera aðilar að og við eigum að fylgja þeirri línu að standa fast á rétti okkar og sækja þann rétt sem við getum náð en gera það innan ramma alþjóða hafréttar- sáttmálans og úthafsveiðisamn- ingsins eftir því sem hann gengur í gildi. Það er engin mótsögn í því að sækja okkar rétt og að reyna að ná okkur í aflareynslu á svæðum sem enn eru opin ann- arsvegar en uppfylla ákvæði ► Steingrímur J. Sigfússon er fæddur árið 1955 á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Hann er stúdent frá MA og hefur lokið BS prófi í jarðfræði og prófi í ugpeldis- og kennslufræði frá HÍ. Hann vann við jarðfræði- störf hjá Hafrannsóknastofnun árið 1982, var íþróttafrétta- maður hjá RÚV árin 1982-3 og hefur verið þingmaður Alþýðu- bandalagsins frá árinu 1983. Hann hefur gegnt ýmsum störfum innan Alþýðubanda- lagsins og fyrir Alþingi og er nú formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis. Kona Stein- gríms er Bergný Marvinsdóttir læknir og eiga þau þrjá syni, þá Sigfús, Brynjólf og Bjart. samninga við önnur ríki og vera tilbúin til samninga ef þeir eru á ásættanlegum grunni.“ Þú hafnar auðlindaskatti í bók- inni. Á hvaða forsendum? „í minni yfirferð um auðlinda- skatt kemur í fyrsta lagi í ljós að þetta er afar ruglingslegt og ekki alltaf ljóst hvað fyrir hveijum og einum vakir. í öðru Iagi hefur enginn lagt vinnu í að útfæra heildstæðar tillögur um með hvaða hætti þessum skatti yrði komið á. í þriðja lagi reyni ég að átta mig á hvernig þetta myndi verða, þá annaðhvort í formi gjalds á núverandi kvóta eða í formi uppboðs á kvóta. Ég vara mjög við þeim báðum og ekki síð- ur þeirri seinni vegna þess að ég held að uppboð á kvóta, þar sem hæstbjóðandi keypti eða leigði kvóta, myndi stórauka þá þróun sem ýmsir hafa áhyggjur af og er í gangi með samþjöppun veiði- heimildanna á færri hendur. Fyrst og fremst yrðu yfirburðir hinna fjárhagslega sterku og stóru al- gjörir og ég held að minni byggð- arlög, minni útgerða- fyrirtæki og einyrkjar yrðu undir á örfáum árum með skelfilegum afleiðingum. Af tvennu illu myndi ég því frekar leggja skatt ofan á kvótakerfið eins og það er, þótt það sé reyndar einnig fráleit hug- mynd og leysir engan vanda enda bara skattur ofan á núverandi ástand. Þannig að ég hef enga hugmynd séð sem ég tel að fæli ekki í sér að fara úr öskunni í eldinn. Enda er það röng nálgun að mínu mati að tala um að leggja á auðlindaskatt til að ná fram einhveiju réttlæti sem ekki er fyrir hendi í kvótakerfinu og reyna að beita hliðarráðstöfunum vegna ágalla í kerfinu í stað þess að ráðast á meinsemdina sjálfa og uppræta hana,“ segir Stein- grímur. Sóknarfærin er að finna í fullvinnslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.