Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ { FRÉTTIR Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina Vinnubrögð að ýmsu leyti gagnrýnisverð ÞO SKYRSLA Ríkisendurskoðun- ar um Byggðastofnun feli í sér ýmsar gagnlegar ábendingar fyrir starfsmenn, stjórn og stjómvöld, eru vinnubrögðin við skýrslugerð- ina að ýmsu leyti gagnrýnisverð að mati Guðmundar Malmquist forstjóra Byggðastofnunar. Guðmundur segist útaf fyrir sig geta tekið undir að þörf sé á skýr- ari byggðastefnu í landinu. „Ég minni á að af hálfu starfsmanna var gengið frá skýrari stefnumót- un í drögum að fjögurra ára byggðaáætlun í upphafi enda byggt á bréfí forsætisráðherra þar sem línur voru lagðar. Skýrslan var samþykkt og send forsætisráð- herra eftir mikla vinnu við hana í stjórn Byggðastofnunar. Hún var svo samþykkt sem þingsályktun á Alþingi árið 1994. Byggðastofnun hefur verið að vinna eftir skýrsl- unni og er m.a. að vinna að gerð svæðisbundinna byggðaáætlana í dag,“ sagði hann. „En við skulum muna eftir því að íslenska þjóðfélagið .er ekki skýrslugerðarþjóðfélag. Við erum að fikra okkur inn í að gera alþjóð- lega samninga og rétt að kynnast skrifræðinu. Þó sjálfsagt sé rétt að fara þurfi nákvæmar eftir regl- um stefnum við í rétta átt.“ Guðmundur sagði einfalt að segja að skilgreiningar á byggða- stefnu vantaði. „Eina raunveru- lega skilgreiningin felst í því að hjálpa öllum til að búa þar sem þeir vilja. Byggðapólitíkin vill ekki sjá neitt byggðarlag leggjast af. Byggðastofnun hefur oft og tíðum gert geysilegt gagn í því sam- bandi og rangt að halda því fram að nýjungum hafi ekki verið sinnt. Tapið hefur til að mynda fyrst og fremst verið í kringum tilrauna- starfsemi. Ekki má heldur gleyma hlut Byggðastofnunar í breyttu mynstri sjávarútvegsins í landinu síðastliðin 10 ár. Með sameiningu og hagræðingu sjávarútvegsfýrir- tækja hefur til dæmis verið hægt að leysa vanda fyrirtækja í mörg- um smærri byggðarlögum. Eg nefni Grenivík og Hofsós," tók Guðmundur fram. Þá nefndi Guðmundur að út úr Hlutafjársjóði Byggðastofnunar hefðu orðið til sjö til átta stór fýrirtæki og sum þeirra væru komin á opna hlutabréfamarkað- inn. Efnahagsástandið annað en 1985 Eðlilegra hefði verið að mati Guðmundar að skipta skýrslu Rík- isendurskoðunar niður í tímabil, enda hefði efnahagsástandið breyst frá árinu 1985. Hann gagn- rýnir því til viðbótar útreikninga í skýrslunni. „Mér sýnist t.a.m. lýsandi fyrir vinnubrögð skýrslu- höfunda hvernig fundinn er út 8,5 milljarða króna fórnarkostnaður. Miðað er við 2,5 milljarða króna upphaflegt eigið fé án varasjóðs á verðbólgutímum fyrir utan að út- lán voru óverðtryggð. í framhaldi af því er vaxtareiknað á spariskír- teinavöxtum framlagið á hverju ári. Ekki er tekið tillit til afskrift- arsjóðs upp á 1.200 til 1.300 millj- ónir króna í dag.“ Guðmundur sagði að farið hefði í taugarnar á sér að gerð hefði verið enn ein fortíðarskýrslan um Byggðastofnun. „Byggðastofnun, ein lánastofnana, hefur „kannski" leyfí til að tapa og þarf ekki að ávaxta eigið fé. Henni er ætlað, samkvæmt reglugerð, að viðhalda eigin fé og því markmiði hefur nokkurn veginn verið náð á meðan aðrir sjóðir hafa tapað miklu og bankar þurft að leita aðstoðar," sagði hann. Guðmundur sagðist eiga von á því að skýrslan yrði til umræðu á næstunni hjá stjórn Byggðastofn- unar. SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þéreina! WM 20850SN its þuottavél! 53.900 kr. w- Við bjóðum á næstu vikum þessartvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. • Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600-1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp í 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 UMB0ÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snœfeilsbœr: Blómsturvellir Grundarf jörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: öryggi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Reyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn i Hornafirði: Króm og hvltt Vík i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavik: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavik: Ljósboginn Hafnarf jörður: Rafbúö Skúla. Álfaskeiði Morgunblaðið/Þorkell SÉRA Flóki Kristjánsson messaði fyrir fullri kirkju sl. sunnudag. Sr. Flóki Kristinsson þjónar erlendis Draumastaða allra ! að taka við jafn ómótuðu embætti SÉRA Flóki Kristinsson lætur af embætti sóknarprests í Langholts- kirkju og tekur við þjónustu við ís- lendinga á meginlandi Evrópu í dag. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra segir einu afskipti ríkisstjómarinnar hafa falist í því að veita samþykki og tryggja íjárveitingu vegna emb- ættisins út árið. Flóki segist halda að draumastaða allra sé að fá að tak- ast á við jafnnýtt og ómótað starf. Þorsteinn sagði að kirkjan hefði lengi óskað eftir því að til embættis- ins yrði stofnað. Einu afskipti ríkis- stjórnarinnar hefðu verið að veita samþykki fyrir embættinu og tryggja milljón króna fjárframlag til að standa straum af kostnaði við emb- ættið út árið. Nauðsynlegt yrði að leita eftir fjárveitingu vegna embætt- isins á næsta ári, en talið er að um 5 milljónir króna kosti að standa straum af embættinu árlega. Þorsteinn sagði að ríkisstjómin féllist á mat kirkjunnar um hvort þörf væri á embættinu og kirkju- stjórnin tæki ákvörðun um hverjum væri boðið embættið. Sr. Flóki hefur verið skipaður í embættið til eins ) árs. Að því loknu verður embættið i auglýst laust til umsóknar. Úttekt gerð á þörfinni Sr. Flóki sagðist ætla sér ár til að gera úttekt á því hvort þörf væri fyrir embættið. Hins vegar vildi hann engu spá um hvaðan embættinu yrði þjónað í framtíðinni. Sr. Flóki tók fram að ekki væri um sérstaka þægindastöðu prests að ræða. „Enginn þarf að óttast að ég ætli að fara sóa fjármunum hins opinbera til þæginda fyrir sjálfan £ mig. Í mörg ár hefur verið rætt um | að kirkjan vildi þjóna íslendingum á sem bestan hátt og fjölbreytni væri í þjónustunni. Lengi hefur verið talað uin að vaxtarbroddurinn í þjónustu kirkjunnar sé alls kyns sérþjónusta og geysimargir sérþjónustuprestar em núna að störfum. Embættið er ein sérþjónustan enn,“ sagði hann. Biskup íslands auglýsti í gær embætti sóknarprests í Langholts- prestakalli laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 1. nóvember. Ráðið í stöður frétta- og dagskrárgerðarmanna ÁSGEIR Tómasson, Kristján Róbert Kristjánsson og Jóhanna Margrét Einarsdóttir hafa verið ráðin í stöð- ur fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu. Þá hafa þær Eva María Jónsdóttir og Anna Krístín Jónsdóttir verið ráðnar dagskrárgerðarmenn á Rás 2. , Ásgeir Tómasson hlaut 7 atkvæði í stöðu fréttamanns á innlendri fréttadeild útvarps þegar fjallað var um ráðningar á fundi útvarpsráðs í gær. Kristján Róbert Kristjánsson hlaut einnig 7 atkvæði í stöðu á er- lendri fréttadeild. Jóhanna Margrét , Einarsdóttir hlaut 6 atvæði og Bryn- hildur Ólafsdóttir eitt atkvæði í stöðu fréttamanns til afleysinga á inn- . lendri fréttadeild. ■ Auglýst var eftir þremur frétta- mönnum í fastar stöður á fréttastofu og var um að ræða eina stöðu á inn- lendri fréttadeild, eina á erlendri féttadeild og eina stöðu á innlendri fréttadeild til afleysinga í eitt ár. Nítján umsóknir bárust um stöðurnar en þijátíu og þrír sóttu um stöðu dagskrárgerðarmanna á Rás 2. Ekki Mitsubishi Pajero BlLL sem kynntur var sem ný út- gáfa af Mitsubishi Pajero jeppa í Morgunblaðinu á sunnudag heitir í raun Mitsubishi Challenger og mun ekki koma á markað í Evrópu. Hann er byggður á sama grunni og pallbíllinn Mitsubishi L200, er þegar á markaði í Japan og væntan- legur á bandarískan markað eftir hálft ár. Stefán Sandholt, sölustjóri bifreiðadeildar Heklu, segir að mik- ið hafi verið hringt til umboðsins og spurt um nýja bílinn, en hann muni ekki koma á markað hér á landi, frekar en öðrum löndum Evr- ópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.