Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 16

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sónartæki dregur úr ferðalögnm sjúklinga Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson STEFÁN Pétur Jónsson, formaður Lions, afhendir Hannesi Sigmarssyni yfirlækni sónartækið. í skoðun fylgst með því sem verið er að skoða og jafnvel fengið út- prentaðar myndir, t.d. af fóstri. Myndbandstækið gerir að verkum að hægt er að taka skoðun upp og fylgjast með seinna. Læknar á staðnum geta þá einnig sent mynd- bandið annað til að fá álit annarra lækna og sérfræðinga, sem sjá bæði hvernig skoðunin var framkvæmd og hvað hún leiddi í ljós. Sónartækið sem nú er staðsett á Seyðisfirði kemur til með að draga úr þeim Qölda sem áður þurfti að leita annað til þess að fara í þær rannsóknir sem nú er hægt að fram- kvæma á staðnum. Auk þess að gefa læknum á staðnum tækifæri á að veita víðtækari og betri þjónustu, sparast mikill kostnaður, tími og erfiði sem annars leiðir af ferðalög- um vegna læknisrannsókna. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FÉLAGAR í UÍ A mættu til fundar um málefni ÍSÍ. Málefni Iþróttasam- bandsins kynnt UIA Egilsstöðum - Málefni íþrótta- hreyfingarinnar voru til umræðu á fundi sem Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands stóð fyrir. Á fundinum héldu erindi þeir Ell- ert B. Schram, forseti íþróttasam- bands íslands og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri sambandsins. í erindi sínu íjallaði Ellert B. Schram um skipulag íþróttahreyf- ingarinnar og hugmyndir um sam- einingu íþróttasambandsins og Ólympíunefndar Islands. Stefán Konráðsson skýrði frá fjármálum íþróttahreyfingarinnar, en ÍSÍ hefur orðið fyrir gagnrýni þar að lútandi. Um 25 manns mættu til fundar- ins á Egilsstöðum víðsvegar að af Austurlandi. Seyðisfirði - Lionsmenn á Seyðis- firði afhentu nýlega Sjúkrahúsi og Heilsugæslustöð Seyðisfjarðar són- artæki að gjöf. Fyrir tæki af þessari gerð hefði Sjúkrahúsið annars þurft að greiða um 3,5 milljónir króna. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á 410. fundi Lionsfélagins á Seyðisfirði að viðstöddum gestum. Það var formaður Lionsfélagsins, Stefán Pétur Jónsson, sem afhenti gjöfina. Hannes Sigmarsson yfir- læknir tók við henni og þakkaði fyr- ir hönd Sjúkrahússins og Heilsu- gæslunnar. Rúnar Reynisson læknir skýrði síðan frá helstu notkunarmöguleik- um tækisins. Hægt er að skoða ýmis innri líffæri manna með því. Það er gert með því að nemi sem sendir hljóðbylgjur og nemur viðnám þeirra er settur í námunda við það svæði sem skoða á. Á þennan hátt má sjá lögun þess, stærð og stað- setningu og þannig greina ýmsa kvilla, sjúkdóma og skemmdir. Þannig er hægd; að skoða nýru, lif- ur, hjarta og blöðruhálskirtil svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá eru tæki sem þessi mikið notuð við mæðraskoðun. Mikill kostur er talinn að ekki þarf að gera holskurði né að undirbúa þann sem á að skoða með lyfjagjöf. Tækið er útbúið með tveimur skjám, prentara og mynd- bandstæki. Þannig geta þeir sem eru Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Varðskipið Týr aðstoð- ar Hugin VEtil hafnar Seyðisfirði - Á laugardaginn dró varðskipið Týr fiskveiði- skipið Hugin VE 55 til hafnar á Seyðisfirði. Huginn hafði orðið vélarvana þar sem hann var við rækjuveið- ar út af Héraðsflóa á föstudag- inn. Var talið að dexilbolti hefði gefið sig og hann kæmist til hafnar fyrir eigin vélarafli. í ljós kom að bilunin var meiri en álitið var í fyrstu og tók fisk- veiðiskipið Dagfari því Hugin í tog og ætlaði að draga til hafn- ar. Veður var fremur vont, allt að tíu vindstigum í verstu hviðunum og gekk ferðin seint. Varðskipið Týr var statt skammt undan og það því feng- ið til að taka við. Menn voru ekki taldir í hættu. Nýr geisladiskur með aust- firskri tónlist kominn út Egilsstöðum - Austfirskir stak- steinar nefnist nýr geisladiskur sem gefinn er út af Danshljóm- sveit Friðjóns Jóhannssonar. Á diskinum eru eingöngu lög og textar eftir austfirska höfunda. Mörg þeirra eru þekkt á Austur- landi og hafa verið spiluð á sam- komum og dansleikjum í fjölda ára en aldrei verið gefin út. Elstu lög- in eru frá 1965-70. Friðjón Jóhannsson hljómsveit- arstjóri segir jafn mikilvægt að varðveita tónlist eftir höfunda samtímans eins og fundargerðir og skýrslur. Hann segir brýnt að virkja áhuga fólks og telur að safna þurfi efni markvisst til þess að halda starfi sem þessu áfram. Friðjón Jóhannsson benti á að á sínum tíma hefðu til dæmis á milli 25-30% nemenda í Alþýðu- skólanum á Eiðum verið starfandi í hljómsveitum og samið tónlist þannig að mikið af efni sé til. Geisladiskurinn Austfirskir staksteinar inniheldur margar gerðir danstónlistar og eru höf- undar laga og texta 16 talsins. Danshljómsveit Friðjóns Jó- hannssonar skipa þeir Friðjón Ingi •Jóhannsson, Eyþór Hannesson, Árni Oðinsson og Daníel Friðjóns- son. Aðstoðartónlistarfólk, sem leik- ur á geisladiskinum, er Hreggviður Jónsson, Charles Ross, Stefán Bragason, Aðalheiður Borgþórs- dóttir og Einar Bragi Bragason. Diskurinn Austfirskir stakstein- ar er seldur í hljómplötuverslunum á Austurlandi og víðar. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir DANSHLJÓMSVEIT Friðjóns Jóhannssonar frá vinstri: Friðjón Jóhannsson, Daníel Friðjónsson, Eyþór Hannesson og Árni Óðinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.