Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 22

Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLÁÐIÐ NEYTEIMDUR ÚRVERINU S veskj ublóðmör og lifrarlummur Morgunblaðið/RAX UNNIÐ við pökkun á harðfiski í Unni ehf. á Þingeyri. Fiskvinnsla hafin á ný á Þingeyri UM þessar mundir er víða verið að taka slátur. Það má nýta innmatinn með ýmsu móti, búa til sælkera- rétti úr lifur, hjörtu og nýrum. Sig- ríður Sigmundsdóttir matreiðslu- maður og þjónn kennir við Hús- stjórnarskólann á Hallormsstað. „Lifrarpaté" Þegar hún var beðin að gefa les- endum hugmyndir að því hvernig nýta má innmat benti hún á að lifrarpylsa væri í raun og veru „paté“. „Það þarf að krydda meira en ef um sígilda lifrarpylsu er að ræða og þá má t.d. nota basil, kjarr- mentu (oregano), meira af pipar en venja er og svo framvegis. Þá er einnig gott að setja aukalega egg i deigið og minnka mjölmagnið en bæta aðeins við lifur og hveiti í staðinn. Þetta er síðan sett í jóla- kökuform og bakað í vatnsbaði í einn til einn og hálfan klukkutíma.“ Þá má einnig prófa að hafa deig- ið með salvíu, steyttum einibeijum og beikonbitum til að fá fram villi- bragð. Sigriður segir ekki ráðlegt að frysta lifrarpaté því það kunni að molna. Það geymist hinsvegar í viku í ísskáp. Hægt er að borða þetta kalt eða steikja í sneiðum á pönnu. Lifrarbuff Sigríður segir sjálfsagt að nota hjörtu og nýru i lifrarpylsu. Auk Nýtt Hreinsiefni fyrir bíla OLÍS hefur tek- ið í sölu nýtt hreinsiefni fyrir bifreiðar sem heitir Black in a Flash. Um er að ræða hreinsiefni til þrifa á bif- reiðum jafnt innan dyra sem utan. Efnið hentar á alla liti og á að koma í veg fyrir upplitun vegna sólarljóss. Þá er silikon í efninu sem ver og hrindir frá sér óhreinindum. 500 ml brúsi kostar 395 krónur. Vissir þú að KRYDDIÐ allrahanda er úr beij- um tijáa sem vaxa á Indlandi og eru af myrtuætt. Kryddið er þurrk- að og malað og til dæmis notað í kæfur, slátur, rúllupylsu og ein- staka kökur. þess má nota þennan innmat i buff. Þegar búið er að hakka kjöt- ið er blandað saman við það einu eggi, hveiti, kartöflumjöli og kryddi. Buffin eru mótuð og þau steikt með lauk á pönnu. Það getur líka verið gott að setja lauk í deig- ið. Borið fram með brúnni lauk- sósu. Lifrarlummur úr afgöngum Ef til eru soðnar kartöflur má stappa þær gróflega og blanda sam- an við lifur sem búið er að skola, þurrka og taka af himnuna. Hún er skorin í mjög litla bita eða mauk- uð. Hlutföllin eiga að vera helming- ur kartöflur og helmingur lifur. Bætið eggi saman við og kartöflu- mjöli. Kryddið og búið til lummur. Steikið og berið fram með soðnu grænmeti og góðri sósu eða bráðnu smjöri. Blóðmör með sveskjum og beikoni Undanfarin ár hefur það færst í aukana að kryddmagnið sé aukið í lifrarpylsu. í stað þess að setja rús- ínur í blóðmör segist Sign'ður viss um að sveskjubitar eða jafnvel döðlubitar og beikon væri gott að setja í staðinn. Mörinn má nýta ef vill. Hann er þá hitaður og hams- arnir vinsaðir frá. Tólgina má síðan nota og blanda til helminga með olíu þegar á að djúpsteikja. TIL stóð að innan tíðar yrði opnað fyrir innflutning á ýmsu sælgæti sem ekki hefur í nokkur ár mátt selja hérlendis sem og annarri vöru sem inniheldur sterk litar- efni. Er um að ræða sælgæti á við M&M hnetu-, og súkkulaðikúlur, allskyns skærlituð hlaup, ind- verskt súrsað grænmeti (relish), drykki á við bandaríska krakka- drykkinn Kool-Aid og svo fram- vegis. „EFTAríkin þ.e.a.s Noregur, ís- land og Lichtenstein hafa ekki end- anlega ákveðið með hvaða hætti aukefnatilskipanir ESB verða. Norska stórþingið fjallar um auk- efnalistann í lok þessa árs og því mun ekkert komast á hreint í þess- Kostar um 4.000 krónur á árí að hafa frystikistu FRYSTIKISTA sem rúmar 250 lítra notar að meðaltali 1,5 kíló- wattstundir á dag, þ.e.a.s. ef að- stæður eru eðlilegar. Ársnotkun nemur því 550 kílówattsstundum og hver kílówattsstund kostar 7.33 krónur sem verða 4.031 krónur á ári. Full frystikista notar jafnlítið rafmagn og sú tóma og það er æskilegt að hún sé á köldum stað. Þá notar hún 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishit- inn er lægri. Hæfilegt hitastig í kistunni er um -18°C og rafmagnsnotkunin eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er lægri. Gæta skal þess að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að nóg loft geti leikið um hana. Inni- lokuð og rykug kælirist getur vald- ið 30% meiri rafmagnsnotkun. um málum fyrr en eftir áramót. Þegar nýr aukefnalisti hefur verið settur hér á landi má gera ráð fyr- ir aðlögunartíma sem gæti orðið allt frá sex til tólf mánuðum áður en hann tæki endanlega gildi“, seg- ir Sigríður Klara Árnadóttir hjá Hollustuvemd ríkisins. Sælgæti eins og M&M kúlur eru til að mynda fáanlegar í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og íslenskir ferðamenn getað tekið þær með sér á leiðinni heim. Hinsvegar hafa þær ekki verið seldar í verslunum hér- lendis. Það verður semsagt nokkur bið á að íslenskir neytendur geti keypt þessar vörur í einhveijum stór- markaðanna eða næstu sjoppu. FISKVINNSLA hófst á ný á Þing- eyri fyrir skömmu með því að nýtt fyrirtæki, Unnur ehf., tók til starfa. Lögð er áhersla á söltun og harð- fiskframleiðslu. Aðaleigendur fyrirtækisins eru þrír, Sigfús Jóhannsson fram- kvæmdastjóri, Ragnar Gunnarsson og Guðberg Kristján Gunnarsson. Starfsmenn eru nú fímm og þeim verður fjölgað ef vel gengur að afla hráefnis, að sögn Sigfúsar. Keyptur er afli af fímm trillum, meðal ann- ars eigin trillu, Unni, sem Ragnar er á. Sigfús segir að fiskur verði einn- HORFUR eru á, að rússneski þorskkvótinn í Barentshafi verði uppurinn fyrir mánaðamót en hann er alls 318.000 tonn. Nokk- uð af honum var selt þannig að líklega var kvóti rússnesku skip- anna um eða innan við 300.000 tonn. Samkvæmt opinberum tölum voru Rússar búnir að veiða 204.000 tonn af þorski 1. ágúst sl. á móti 198.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Þá kemur einnig fram, að þeir hafa veitt meira nú en í fyrra innan fiskverndarsvæð- isins við Svalbarða eða um 60.000 tonn. 100.000 tonnum landað Síðastliðið vor hafði dregið verulega úr löndunum Rússa í Noregi miðað við sama tíma í fyrra en þá jukust landanir þeirra og nú hafa þeir landað alls í Noregi rúmlega 100.000 tonnum á móti 108.200 tonnum á sama tíma í ig keyptur á fiskmörkuðum eftir því sem tækifæri gefist. Hann seg- ir auðvelt að sækja fisk í gegnum jarðgöngin og nú sé einnig mögu- legt að kaupa fisk lengra að, til dæmis af Suðurnesjum, vegna tölvutengingar fiskmarkaðanna. Auk harðfiskverkunar og söltun- ar er fyrirhugað að selja ferskan fisk tvisvar í viku, vera með vísi að fiskbúð. Ragnar segir að Þing- eyringar hafi hingað til orðið að fara til ísafjarðar til að fá almenni- legan fisk í soðið. Þá segjast þeir stefna að því að koma upp aðstöðu til reykingar. fyrra. Hefur mestu verið landað í Áustur-Finnmörk. í Noregi er búist við, að löndun- um Rússa þar geti lokið mjög skyndilega. Þeir eru nú að láta smíða fyrir sig skip í Danmörku og Þýskalandi og fyrir þau verður meðal annars greitt með þorsklönd- unum þar. Þá er talið, að meira hafi verið um þorsklandanir í Múrmansk en í fyrra og þetta og lítill útistandandi kvóti hljóta að leiða til þess, að lítið verði um land- anir í Noregi það sem eftir lifír árs. 55 kr. meðalverð í fyrra greiddu Norðmenn að meðaltali 65 kr. ísl. fyrir kílóið af Rússaþorski en í ár töluvert minna eða um 55 kr. Alls hafa þeir keypt Rússafisk fyrir 5,5 milljarða ísl. kr. á þessu ári en fyrir rúmlega sjö milljarða kr. í fyrra. Eftir- spurnin eftir þorski er þó góð og á ýmsum mörkuðum hefur hann verið að hækka í verði. Innflutningur á sterkum litarefnum Bið á litríku sælgæti Klárast þorskkvóti Rússa í október? Norðmenn gera ráð fyrir færri löndunum • • I ■ j * v - * " * E ■ B * 3 - ■ HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN. LAUFÁSVEGI 2, REYKJAVÍK, SÍMI 551-7800 FAX 551 5532 Upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 til 13.00. Skráning stendur yfir og lýkur 28. okt. 1996. y BUTASAUMUR 21. okt.-18. nóv. ‘ Kennari: Bára Guðmundsdóttir. 9 Mánud. | kl. 19.30-22.30. JURTALITUN 24. okt.-15. nóv. Kennari: Guðrún Kolbeins. Fimmtu- og föstudaga kl. 19.30-22.30. PAPPlRSGERÐ 14. okt.-11.nðv. Kennari: Þorgerður Hlöðversdóttir. Mánudaga kl. 19.30-22.30. Áhersla er lögð á nýtingu og endurvinnslu náttúrulegra efna. KNIPL 14. okt.-2. des. Kennari: Anna Sigurðardóttir. Mánud. kl. 19.30-22.30. UTSKURÐUR 22. okt.-19. nóv Kennari: Bjarni Þór. Þriðjud. kl. 19.30-22.30. SPJALDVEFNAÐUR 14. okt,—28. okt. Kennari: Ólöf Einarsdóttir. Þriðjud. og fimmtudaga kl. 19.30-22.30. ALM. VEFNAÐUR 28. okt.—20. nóu. Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir. Mánu- og miðvikudaga kl. 19.30-22.30. GAMALT OG G0TT Hér er að ferðinni nýtt og spennandi námskeið - NOTAÐ 0G FL0TT Þar sem markmiðið er að endurnýta gömul föt, 23.okt-20. nóv. Kennari: Rut Bergsteinsdóttir. Miðvikudaga kl. 19.30-22.30. efnisafganga, rúmföt, borða, slaufur, snúrur, tölur, hnappa og annað sem liggur í skútfum og skápum engum að gagni. Nú má engu henda - allt skal notað. L’HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN VILL VEKJA ATHYGLI Á AÐ BARBRO GARDBERG VERÐUR MEÐ SÝNINGU Á BANDVEFNAÐI í ANDDYRI NORRÆNA HÚSSINS 5. TIL 27. OKTÓBER.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.