Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 23 ERLEIMT Flokksþing breska Verkamannaflokksins í Blackpool Áhersla lögð á einingii og efnahagslega ábyrgð Blackpool, London. Reuter, The Daily Telegraph. TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, setti þing flokksins í Blackpool í gær, það síðasta fyrir næstu þingkosningar. Verður þar iagt mest upp úr ein- ingu út á við þrátt fyrir margs konar ágreining inn á við og upp úr þeim nýju áherslum, sem Verka- mannaflokksmenn vonast til að fleyti sér í valdastólana eftir 17 ár í stjórnarandstöðu. Miklar væringar hafa verið inn- an flokksins að undanförnu út af stefnunni í eftirlaunamálum en svo virðist sem tekist hafi að lægja mestu öldurnar þar. Reynir nú flokkurinn að höfða til óákveðinna kjósenda, t.d. með því að lofa, að komist hann til valda, verði löng bið krabbameinssjúklinga eftir uppskurði úr sögunni. Sagan frá 1992 víti til varnaðar Fyrirheit um að færa 10 millj- arða ísl. kr. frá rekstri heilbrigði- skerfisins og til umönnunar sjúkl- inga er eitt af fáum kosningalof- orðum Blairs og efnahagsráðgjafa hans, Gordon Browns, sem geta haft. í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkið. Blair ætlar ekki að láta söguna frá 1992 endurtaka sig en þá notfærðu íhaldsmenn sér mik- inn loforðalista Verkamanna- flokksins til að útmála hann sem fyrirhyggjulaus- an skattpíningar- flokk. Búist var við, að Blair myndi leggja á það áherslu í setning- arræðu sinni, að flokksmenn yrðu að beita sig jám- hörðum aga þeg- ar kæmi að því að forgangsraða málum, sem krefðust aukinna út- gjalda. Vitað er hins vegar, að vinstrimenn í flokknum, sem hafa verið í hálfgerðri útlegð í 20 ár, eru með langan óskalista og halda því fram, að forystan sé tilbúin til Tony Blair að kaupa völdin með því að kasta öllum stefnumálum fyrir róða. Mikið en minna forskot Ný Gallupkönnun sýnir, að for- skot Verkamannaflokksins á íhaldsflokksinn hefur heldur minnkað, úr 33 prósentustigum í 27. Er það meðal annars rakið til deilna innan Verkamannaflokksins um stefnuna í málefnum Skotlands og um tengsl flokksins við verka- lýðsfélögin. Eftir sem áður er það mjög mikið og á það er bent, að á svipuðum tíma fyrir síðustu kosn- ingar hafði íhaldsflokkurinn tvö prósentustig umfram Verka- mannaflokkinn. Úrslit í Bosníu úrskurðuð lögmæt Forsætisráð kemur saman í Sarajevo Sarajevo. Reuter. LEIÐTOGAR múslima, Króata og Serba í Bosníu, þeir Alija Izet- begovic, Kresimir Zubak og Momc- ilo Krajisnik, náðu í gær samkomu- lagi um að halda fyrsta fund for- sætisráðs landsins í Sarajevo og var hann haldinn á Saraj-móteli. Talsmenn Öryggis- og sa mvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) úrskurð- uðu á sunnudag að úrslit sem birt hafa verið í kosningunum 14. sept- ember skyldu gilda. Miklar öryggisráðstafanir voru við fundarstaðinn og var öll um- ferð í grennd við það bönnuð. Hart var deilt um fundarstað for- sætisráðsins í tvær vikur og neit- aði Krajisnik lengi vel að fara til Sarajevo en þar hafði hann ekki stigið fæti sínum í rúm fjögur ár. Krajisnik vildi að fundurinn yrði haldinn á landamærum sambands- ríkjanna tveggja, Serba annars vegar og múslima og Króata hins vegar en þessi tvö ríki mynda sam- bandsríkið Bosníu. Friður ótraustur Niðurstaða ÖSE um úrslit kosn- inganna mun að líkindum verða til þess að viðskiptaþvinganir Sam- einuðu þjóðanna gegn Serbíu- Svartfjallalandi verða endanlega felldar úr gildi, að sögn heimildar- manna. Hugmyndir höfðu verið uppi í liðinni viku um endurtalningu vegna þess að kjörsókn þótti sums staðar vera meiri en eðlilegt gæti talist og ásakanir um kosningas- vindl gengu á báða bóga. Robert Frowick, formaður nefndar ÖSE í Bosníu, viðurkenndi að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í kosningunum en nauðsynlegt væri að halda áfram friðarferlinu vegna þess að ástandið væri svó ótraust í landinu. Vígstaðan efld? Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, vöruðu í gær við því að múslimar væru ef til vill að reyna að styrkja hernaðarstöðu sína með því að leggja undir sig nokkur lítil þorp á lítilli landtotu múslima er hart var barist um í stríðinu. Er hún í norð-austurhluta Bosníu í grennd við ána Drínu. Yfirráðasvæði Serba er þar mjó landræma, nokkrir kílómetrar að breidd og tengir hún austur- og norðurhéruð þeirra. Stjórn múslima harðneitar því að verið sé að ógna Serbum en ónefndur liðsforingi í her NATO benti á að kæmust múslimar alla leið að Drínu væri þeir búnir að kljúfa svæði Serba í tvennt. Reuter Kosið í Uttar Pradesh ÞINGKOSNINGAR hófust í gær í fjölmennasta sambandsríki Indalands, Uttar Pradesh og var myndin tekin á kjörstað í borg- inni Hapur. Talið er að kosning- arnar muni fyrst og fremst verða geysihörð barátta milli miðju- og vinstrabandalags H.D. Deve Gowda, forsætisráðherra Indlands, og hins þjóðernissinn- aða hindúaflokks Bharatiya Jan- ata. Clarke hafnar skatta- lækkun London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn heldur flokksþing sitt eftir rúma viku, 8. þ.m., og eins og staðan er í breskum stjórnmálum ríður flokknum á, að ekkert verði til að skyggja á það. Kenneth Clarke fjármálaráðherra er enn einu sinni í sviðsljósinu eftir að hafa hafnað pólitískum skáttalækk- unum. John Major forsætisráðherra von- ast til að geta notað vikulangt flokksþingið til að jafna deilur innan flokksins vegna Evrópumálanna og losa hann um leið við það spillingar- orð, sem farið hefur af honum. Kenneth Clarke sagði á sunnudag, að hann myndi ekki beita sér fyrir skattalækkun í þeirn tilgangi einum að auka fylgi við íhaldsflokkinn og viðurkenndi jafnframt, að flokkurinn hefði ekki staðið við eitt helsta kosn- ingaloforð sitt frá 1992. „Almenn- ingur mun ekki láta blekkjast af skattalækkun nú vegna þess að við höfum áður lofað skattalækkunum en ekki staðið við það,“ sagði Clarke. Evrópuand- stæðingar reiðir Það eru sérstaklega Evrópuand- stæðingarnir í íhaldsflokknum, sem eru reiðir Clarke vegna þessarar yfirlýsingar, en hann er mikill Evr- ópusinni eins og kunnugt er. Draga . þeir enga dul á, að þeir vilji sjá tvennt gerast: Að flokkurinn losi sig við Clarke og þannig verði komið í veg fyrir aðild Bretlands að EMU, Evrópska myntbandalaginu, og skattar verði lækkaðir til að bæta stöðuna í næstu kosningum. Yfirlýsingar Clarkes um helgina um skattalækkanir urðu til þess, að síðdegisblaðið Sun spurði hvaða flokk Clarke styddi en haft var eftir einum samráðherra hans í síðustu viku, að „hans vandamál" væri hvað hann væri heiðarlegur og hreinskil- inn. Helgaidvöl í heimsborg fyrir líkama og sál Listasöfn, leikhús og lífsins lystisemdir Boston á mann í tvíbýli í 3 daga í nóvember*. 'lnnifalið: Flug, gisting ogflugvallarskattar. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmcnn, fcrða- skrifstofumar cða söludeild Fluglciða í síma SO SO100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.