Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 24

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLÁÐIÐ Reuter Stjórnvöld í Pyongyang saka S-Kóreu um morð Enn einn Norður- Kóreumaður felldur 250 handteknir LEVON Ter-Petrosyan, forseti Armeníu, hefur notað óeirðirnar í vikunni sem leið sem átyllu til að láta handtaka pólitíska and- stæðinga og hindra andóf gegn stjórninni. Stjórnarerindrekar og armenskir stjórnarandstæðingar segja að allt að 250 manns hafi verið handteknir, margir þeirra hafi ekkert tengst óeirðunum. Yfirvöld tilkynntu á sunnudag að Ter-Petrosyan hefði náð endur- kjöri í forsetakosningunum helg- ina áður, með 51,8% atkvæða. Hefði forsetinn fengið minna en 50% kjörfylgi hefði þurft að kjósa að nýju milli hans og heista and- stæðings hans, Vazgen Manukyan, sem fékk 42%. Manukyan sakar forsetann um kosningasvik. Herinn er enn með allmikinn viðbúnað í höfuðborginni, Jere- van, eins og sést á myndinni, sem var tekin á sunnudag. Hamar og sigð víkja Moskvu. Reuter. LIÐIN eru fimm ár frá því að Sovétríkin liðu undir lok og enn þurfa Rússar að nota gömlu sovésku vegabréfin með áletruðum hamri og sigð. Nú hillir hins vegar undir það að hamarinn og sigðin víki fyrir tvíhöfða erni keisara- tímans og nafn Rússlands verði letrað á skilríki. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, undirritaði á föstudag tilskipun um útgáfu nýrra vegabréfa frá og með 21. október, að því er haft var eftir Sergei Jastrzjembskí, talsmanni forsetans. Sovétríkin lifa þó víða enn í kerfinu og þurfa ferðamenn til dæmis enn að greina frá „ástæðum heimsóknar til Sovétríkjanna" við komuna til Rússlands. Þá eru til haug- ar af bréfsefni frá Sovét- tímanum. Seoul, Genf. Reuter. SUÐUR-kóreskir hermenn felldu í gær enn einn norður-kóresku kaf- bátsmannanna, sem stigu land í Suður-Kóreu fyrir tæpum hálfum mánuði, og hafa þá alls 22 verið skotnir. Yfirvöld í N-Kóreu saka þau s-kóresku um að hafa drepið mennina, sem hafi í raun verið skipreika, með köldu blóði. Að sögn yfirvalda í S-Kóreu var N-Kóreumaðurinn drepinn í átök- um við s-kóreska hermenn, sem hafa þá fellt 11 en aðrir 11 fund- ust skotnir. Talið er, að þeirra eig- in félagar hafi ráðið þeim bana. Einn var tekinn lifandi og talið er hugsanlegt, að enn leiki þrír laus- um hala. Fimm s-kóreskir hermenn hafa fallið í leitinni að N-Kóreumönnun- um, þar af einn fyrir hendi félaga síns, sem hélt hann vera einn af kafbátsmönnunum. Þar að auki var einn óbreyttur borgari særður vegna mistaka. Skipreika menn? í yfirlýsingu stjórnarinnar í Py- ongyang í N-Kóreu sagði, að yfir- völd í S-Kóreu hefðu átt að bjarga n-kóresku hermönnunum vegna þess, að þeir hefðu í raun verið skipbrotsmenn. Þess í stað hefði tugum þúsunda hermanna verið sigað á þá og þeir skotnir með köldu blóði. Var því haldið fram, að viðbrögð S-Kóreustjórnar mætti rekja til hennar eigin erfiðleika heimafyrir og í samskiptunum við Bandaríkin og Japan. Kommúnistastjórnin í Pyongy- ang heldur því fram, að kafbáts- mennirnir hafi verið óvopnaðir en það stangast á við fréttir frá S- Kóreu en samkvæmt þeim voru þeir vel vopnaðir og jafnvel búnir s-kóreskum einkennisbúningum og vopnum. Suður-Kóreustjóm ætlar að fara fram á það við Bandaríkjastjórn, að sameiginlega heræfingar ríkj- anna verði teknar upp aftur en þeim var frestað til að greiða fyrir samningi Bandaríkjastjórnar og N-Kóreustjórnar um að sú síðar- nefnda hætti við hugsanlegar áætl- anir um smíði kjarnorkuvopna. Major hvattur til að hindra áform um EMU London. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Redwood, sem skoraði John Major á hólm í leiðtogakjöri brezka Ihaldsflokksins í fyrra, hvatti nafna sinn til þess á sunnudag að hindra að önnur ríki ESB reyndu að komast framhjá skilyrðum Maastricht-samningsins fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Major hafði áður sagt að hann myndi ekki láta undan þrýstingi hægrivængs flokksins um að útiloka EMU-aðild Breta nú þegar. Major sagði á föstudag að andstæðingar ESB í þingflokknum væru að sóa tíma og orku með því að reyna að fá hann ofan af þeirri stefnu að „bíða og sjá“ hvernig EMU þróaðist. Hann sagði að þvert á móti myndi Bretland taka þátt í samn- ingaviðræðum um tilhögun EMU „þar til ég verð fullkomlega viss um að ég hef náð öilu, sem hægt er, út úr þeim í þágu brezkra hagsmuna." Útiloka alla nema Lúxemborg Redwood svaraði ummælum Majors með því að segja að Bretum væri frjálst að taka þátt í viðræðunum um útfærslu EMU. Hins vegar væru skilyrðin fyrir þátttöku í myntbandalaginu skýr, eins og þau væru sett fram í Maastricht-sáttmál- anum og um þau þyrfti ekki að semja frekar. „Það, sem Bretland getur haft áhrif á, er hvort lönd, sem ekki uppfylla skilyrðin, fá að taka þátt í EMU,“ sagði Redwood. „Bretland ætti staðfast- lega að segja nei við slíku. Það myndi útiloka öll ríkin nema Lúxemborg." Hann bætti því við að færi EMU úr böndunum vegna þess að ríkjum, sem í raun væru óhæf til þátttöku, yrði hleypt inn í upphafi, myndu eigend- ur verðbréfa, útgefinna í pvróum, eiga skaða- bótakröfu á hendur ESB. „Án skýrrar breytingar Redwood Major á samningnum yrði áfram lagaleg óvissa og ESB varnarlaust fyrir málssókn," sagði Redwood. „Fullkomið rugl“ ,★★★* EVRÓPA^ Kenneth Clarke fjármála- ráðherra sagði á sunnudag að það væri „fáránlegt" að reyna að spilla EMU-áformum ann- arra ESB-ríkja. Andstæðingar ESB í þingflokki íhaldsmanna telja hins vegar að árið 1999, er Bretland verður í forsæti ráðherraráðs ESB, gefist gott tækifæri til slíks. „Hugmyndir um að Bretland geti í raun hindrað aðra í að halda áfram eru fullkomið rugl. Við höfum engin meðul til þess,“ sagði Clarke. Fjármálaráðherrar G7 Aukinn EMU-áhugi Washington. Reuter. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims, G7- hópurinn svokallaði, sýnir áformunum um Myntbandalag Evrópu (EMU) stöðugt meiri áhuga og segja fjármálaráðherrar ríkjanna, sem funduðu í Washington um helgina, mikil- vægt að sameiginlegi gjaldmiðillinn, evró, verði jafnstöðugur og þýska markið er nú. Robert Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að fundinum loknum að hann hefði það sterklega á tilfinningunni að Evr- ópuríki væru staðráðin í að láta EMU-áformin verða að veruleika. Franski fjármálaráðherr- ann, Jean Arthuis, sagði að gerð hefði verið grein fyrir niðurstöðum ráðherrafundar ESB í Dublin nýverið og ákvörðunum, sem þar hefðu verið teknar um framkvæmd EMU. Seðlabankastjóri Þýskalands, Hans Tiet- meyer, sagði rikin hafa áhuga af því að þegar þýska markið hyrfi af vettvangi myndi nýja sameiginlega myntin taka við hlutverki þess. „Annars gæti orðið fjár- magnsflótti í átt til dollars sem myndi hafa áhrif á pen- ingamarkaði. Það hefur eng- inn áhuga á að það gerist,“ sagði Tietmeyer. Allir fjármálaráðherrarn- ir voru sammála um að þeir teldu æskilegt að gengi Bandarikjadollarans væri sterkt. Frakkar hafa löngum krafist þess að gengi dollara yrði hækkað en Arthuis sagði nú einungis að hann styddi öflugan, banda- rískan gjaldmiðil. Frjálslynd- ir heita samstöðu SJÖ ftjálslyndir stjórnmála- flokkar í Rússlandi stofnuðu um helgina nýjan samstarfs- vettvang sem ætlað er að skapa flokkunum nýja ímynd og auka þeim fylgi. Leiðtogi flokkasam- bandsins, Jegor Gajdar, sagði að eftir væri að móta hvernig samtökin störfuðu og hvernig ákvarðanir yrðu teknar á vett- vangi þeirra. Ekki tókst umbót- asinnum að grafa stríðsöxina alveg því Gajdar sagði að Jab- loko, flokkur Grígorís Javlínsk- ís, væri jafnaðarmannaflokkur sem ekki ætti heima í samtök- um ftjálslyndra flokka. Clinton eykur forskotið NÝ könnun CNN/USA Today um fylgi frambjóðenda vegna forsetakosninganna í Banda- ríkjunum í nóvember, sem birt var á sunnu- dag, sýnir að forskot Bills Clint- ons forseta á Bob Dole, forsetaefni Repúblik- ana, hefur aukist á ný og er nú 14%. Fengi Clinton 51% at- kvæða, samkvæmt könnuninni, Dole 37% og Ross Perot 6%. I könnun sem birtist á laugar- dag, nam fylgi Clintons 48%, Doles 39% og Perots 6%. Ást á grænu ljósi MARKAÐUR fyrir pillur og smokka getur dregist saman ef nýtt breskt-hollenskt getn- aðarvarnatæki nær útbreiðslu. Mælir það hormónasamsetn- ingu í þvagi kvenna og á að geta með mikilii nákvæmni sagt fyrir um hvenær kona á það á hættu að verða þunguð og hvenær ekki. Kvikni grænt ljós á tækinu er henni óhætt að eiga samræði án getnaðar- vamar en kvikni rauða ljósið er allur varinn góður. Aðgerðir gegn Búrma? BRETAR hvöttu í gær til al- þjóðlegra aðgerða gegn herfor- ingjastjórninni í Búrma vegna vaxandi sóknar hennar gegn umbótasinnum. Komið var í veg fyrir, að haldinn væri fund- ur lýðræðissamtaka Aung San Suu Kyi á heimili hennar um helgina. Ætla Bretar að taka málið upp hjá Evrópusamband- inu í dag. Vísindakirkja fyrir rétt RÉTTARHÖLD hófust í gær í Lyon í Frakklandi yfir 23 stjórnendum Vísindakirkjunnar (Scientology). Búist er við, að þau varpi Ijósi á starfsemi sér- trúarsafnaðarins, sem breiðst hefur til margra landa. Sak- borningarnir eru sagðir hafa á samviskunni manndráp og sviksamlega fjáröflun. Kirkjan hefur verið sökuð um að hafa haft fjármuni af ríkum, trú- gjörnum einstaklingum með vafasömu aðferðum er leitt hafi bæði til líkamlegs og and- legs heilsutjóns viðkomandi. Clinton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.