Morgunblaðið - 01.10.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 27
LISTIR
Erró sýnir í Þýzkalandi
Er að fást við eins
konar blaðamennsku
Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson
ÞÝZKIR fjölmiðlar sýndu Erró og sýningu hans mikinn áhuga.
Hannover. Morgunblaðið
BÖRNUM bannaður aðgangur nema
í fylgd með fullorðnum. Þessa við-
vörun bar fyrir augu mín þegar ég
gekk í salinn. Fólkið streymdi að og
flestir barnlausir. Það sem fyrir augu
bar innandyra gaf til kynna ástæð-
una fyrir aðvörunarorðunum. Mynd-
ir Errós voru margar hveijar ekki
ætlaðar viðkvæmum sálum.
Að sýningunni á verkum Errós
stóð Wilhelm Busch-félagið sem jafn-
framt rekur safnið Wilhelmt-Busch-
Museum Deutsches Museum fiir
Karikatur und kritische Grafik
Hannover eða Þýskt safn fyrir teikn-
ingar og gagnrýna grafík. Nafn sitt
dregur félagið af rithöfundinum og
fígúrumálaranum Wilhelm Busch
sem þekktastur er fyrir teiknimynda-
sögur sínar af þeim prökkurum Max
og Moritz. Þar sem margar af mynd-
um Errós eru geysistórar sáu for-
stöðumenn safnsins þann kost vænst-
an að flytja sýninguna í geysistóran
sal, Orangerie, í herragarðinum
„Herrenhausen" sem er staðsettur í
Ensku görðunum nálægt háskólanum
í Hannover. Umgjörðin um sýninguna
er þar með einkar glæsileg og vekur
mikla athygli þar sem þessi herra-
garður dregur til sín ferðafólk sem
og borgarbúa vegna fegurðar.
Þrátt fyrir nóg pláss fyrir mynd-
irnar gekk uppsetningin ekki alveg
vandræðalaust fyrir sig. Salurinn
sem er um 100 metra langur og 13
metra breiður gerir það að verkum
að setja verður upp skilrúm til að
fylla uppí hið geysimikla rými. Gunn-
ar Kvaran forstöðumaður Kjarvals-
staða sá, ásamt listamanninum, um
uppsetningu verkanna.
Fann 420 pólitísk verk
Til sýnis eru 65 olíumálverk, 45
myndir í klippimyndastíl og í Forum
Kultur í Kreissparkassa Hannover,
sem er banki sem styrkir sýninguna
fjárhagslega, eru 25 vatnslitamyndir
til sýnis. Verkin spanna 30 ára tíma-
bil í sögu listamannsins og er elsta
myndin frá árinu 1946. Stór hluti
Sýning á verkum Errós
stendur nú yfír í Hann-
over, en 20 ár eru síðan
verk hans voru síðast
til sýnis í Þýskalandi.
Þórarinn Stefánsson
var við opnunina á
sýningunni sem
spannar þrjátíu ára
tímabil á listferli Errós.
myndanna er úr safni verka sem
Erró færði Reykjavíkurborg að gjöf
en einnig eru margar myndir úr
öðrum söfnum í Frakklandi og víðar
úr Evrópu, svo og nýjar myndir úr
vir.nustofu Errós. í verkunum sem
til sýnis eru fæst Erró við pólitísk
málefni og veitir fyrir sér stöðu list-
arinnar í hinu svokallaða „fast-food“
þjóðfélagi nútímans þar sem ljósvak-
amiðlar virðast ráða ríkjum.
Titill sýningiarinnar er pólitísk
málverk (Political paintings) og eins
og gefið er til kynna sýnir Erró að
þessu sinni myndir úr hinu „pólitíska
safni“ sínu.
„Ég var beðinn um pólitíska sýn-
ingu,“ segir Erró. „Ég fór að gramsa
í fórum mínum og bjóst við að fínna
kannski 50-60 myndir, en endaði á
því að fínna 420 verk. Svo völdum
við úr það sem var auðveldast að
lána og ódýrast að tryggja. Það má
segja að verkin séu eins konar
„dokumentation" á pólítk og stríð-
um, allt frá Víetnam til Sarajevo.
Stórar þjóðir eru alltaf að segja litl-
um hvað þær eiga að gera og mér
líkar það ekki. Eg er hérna að fást
við eins konar blaðamennsku."
Setur Erró aftur inn
í sögulegt samhengi
Hér er um að ræða fyrstu sýningu
Errós í Hannover. Fyrir um 20 árum
voru verk hans síðast til sýnis í
Þýskalandi en þá vakti sýning hans
í Köln mikla athygli, þegar hann
sýndi í fyrsta skipti Mao-myndirnar
og „Amerikan Interiors“. Á þeim
tíma var gefín út eins konar endur-
skoðað Mao-kver sem fjallaði ein-
göngu um heimsreisu Maos. Sú sýn-
ing markaði djúp spor í þýska lista-
heiminn og allt til dagsins í dag má
segja að það sé sú ímynd sem Þjóð-
vetjar hafa af Erró. Að mati Gunn-
ars Kvarans mun sýningin í Hanno-
ver setja Erró aftur inni ákveðið
sögulegt samhengi.
„Þessi sýning er að því leyti
merkileg að hún sýnir sérstöðu evr-
ópska poppsins og sérstöðu Errós í
hinu evrópska umhverfi. Eins sýnir
hún þær tengingar sem Erró hefur
við bæði þýska, franska og ítalska
listamenn."
Mikið er gert úr sýningu Errós og
vegleg bók, sem jafnframt er sýning-
arskrá, hefur verið gefin út. Umfjöll-
un fjölmiðla hefur verið með allra
mesta móti og nú þegar hafa birst
ítarlegar greinar og jákvæðar um-
sagnir í tveimur stærstu blöðum
Hannover. Við opnunina var margt
um manninn og forsætisráðherra
Neðra-Saxlands, Gerhard Schröder,
opnaði sýninguna. íslendingar bú-
settir í Hannover og í nágranna-
byggðum fjölmenntu og nutu sam-
neytis við listamannin og sambýlis-
konu hans, Vilaij. Gunnar Kvaran
forstöðumaður Kjarvalsstaða og Guð-
rún Jónsdóttir fulltrúi menning-
armála hjá Reykjavíkurborg voru
einnig viðstödd, svo og sendiherra
íslands í Bonn, Ingimundur Sigfús-
son, og kona hans, Valgerður Vals-
dóttir. Að lokinni formlegri opnun
höfðu gestir tækifæri til að skoða
myndimar við mjúkan djassundirleik
og var íslendingum ásamt aðstand-
endum og heiðursgestum að lokum
boðið til kvöldverðar í boði sendiherra
og konsúls íslendinga í Hannover.
„Það má segja að það eina sem
við íslendingar höfðum uppá að bjóða
á erlendri grund sé menning okkar
og listir," sagði Ingimundur aðspurð-
ur um gildi sýningar sem þessarar
fyrir land og þjóð. Það var ekki laust
við að menn fínni til sín þegar ísland
fær athygli sem þessa. „Með þessum
hætti getum við best kynnt okkar
land og það sem við höfum fram að
færa. Við höfum t.d. séð í dag hvað
hægt er að ná til margs fólks í gegn-
um svona viðburð."
Vissulega á mikill fjöldi eftir að
kynnast íslandi í gegnum verk Er-
rós, en þau verða til sýnis í Hanno-
ver til 3. nóvember. Þaðan fer sýn-
ingin til Miinchen, Hamborgar og
til Berlínar. Allt í allt munu Þjóðveij-
ar og gestir þeirra geta notið listar
Errós til septemberloka á næst ári.
Ljós og gler
MYNPLIST
Stöðlakot
GLERLIST
Marta María. Opin daglega
frá 14-18. Til 29. september.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er mun meira paufast á
listavettvangi en flesta grunar og
sumir einstaklingar og listhópar eru
með vinnustofur og listhús á höfuð-
borgarsvæðinu sem
við, er rýnum í
þessa hluti, vitum
jafnvel lítið um.
Þannig þekki ég
næsta fátt til
vinnustofu og list-
húss Mörtu Maríu
Hálfdánardóttur í
Garðabæ og vissi
raunar ekki að slík-
ur samruni fyrir-
fyndist í sveitarfé-
laginu þótt eðlilega
séu þar fleiri eða
færri listamenn bú-
settir.
Listakonan nam
glerskurð hér á landi fyrir allmörg-
um árum og hefur verið starfandi
í faginu síðan. Hún hefur einnig
sótt ýmis námskeið og viðað að sér
þekkingu á ferðum sínum erlendis.
Telst þetta sjötta einkasýning
hennar, auk þátttöku á samsýning-
um heima og sýningarsal „Evers“
í Köln.
Um er að ræða léttan leik lita
og forma, efniviðurinn er munn-
blásið gler, blýfals og jám, þar sem
meira er stílað á yndisþokka og
samræmi en afgerandi átök við
miðilinn. Lausnirnar geta verið í
besta máta þokkafullar og þá eink-
um í þeim verkum sem hanga í
gluggunum niðri, svo sem „Úr iðr-
um jarðar“ (8 og 9) og og enn
frekar uppi „Úmbrot (12) og „Upp-
hafið“ (15). Þessi verk bera af á
sýningunni fyrir stígandi í lit og
ósamsvarandi, asymmetrísk, form,
sem skapa lífrænt flæði og inn-
byrðis spennu. Annars vegar í
rofnum sporöskjulaga formum en
hins vegar ferhyrndum. Hreinu
hringformin, sem mikið ber á, eru
hins vegar meira hreint skreyti og
fullstöð, ná ekki fiugi að segja má.
Þá má að ósekju koma fram að
númer mynda á síst
af öllu að staðsetja
á þeim sjálfum,
heldur ber að koma
þeim vel fyrir í ná-
grenninu, svo auð-
velt sé að finna þau
og augað nemi þau
skýrlega. Sérviska
á hér alls ekki
heima en er því
miður fulláberandi
á einstökum sýn-
ingum, svo nokkur
tími fer í að átta
sig, en hér er um
viðvaningshátt að
ræða sem aðeins
má afsaka á almennum myndsölu-
stöðum.
Marta María hefur góða litatil-
fínningu, sem kemur helst fram í
fyrrnefndum verkum, einkum hvað
verkið Umbrot snertir, þar sem
uppistaðan er brúnt, appelsínugult,
ásamt því að aflangt vírverk sker
miðjuna og tvö mógræn laufblöð
mynda eins konar hreyfiás. Von-
andi ber hún gæfu til að þroska
þessa eiginleika og um leið má hún
að ósekju vera ófeimnari við átök
við liti og form.
Bragi Ásgeirsson
Því miður tókst ekki að birta þessa umsögn
áður en sýningunni lauk.
r
H ö P P D RJI + + Í
HjARTA-
MERriDAf!
Hægt er að greiða heimsenda miða með greiðslukorti í
síma 581 3947. Sendum hvert á land sem er.
a
Hjartavernd
Lágmúla 9
108 Reykjavík
Þökkum eftirtöldum
adilum veittan stuðning
SPARISJÓÐUR REYKJAVlKUR
w OG NAGRENNIS
Tæknival
^ÖRVAL-IÍTSÝN
© TOYOTA