Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
Fullorðinsfræðslan
matshæft einingarnám:
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 35
IVIENNTUIM
Atvinnurekendur eru nú í fyrsta sinn í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskólans
Leonardó stærsti
útgj aldaliðurinn
RANNSOKNAÞJONUSTA Háskóla
íslands hefur tekið yfir rekstur
Tækniþróunar hf. og sitja nú fulltrú-
ar atvinnulífsins í fyrsta sinn í stjórn
innan Háskóla íslands.
Af hálfu atvinnurekenda voru
kjörnir Baldur Hjaltason fram-
kvæmdastjóri Lýsis hf., Jón Sigurðs-
son framkvæmdastjóri Össurar hf.
og Þorkell Sigurlaugsson fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skipafélags íslands. Aðrir í nýkjör-
inni stjóm eru Ágústa Guðmunds-
dóttir prófessor í raunvísindadeild,
Ingjaldur Hannibalsson dósent í við-
skipta- og hagfræðideild og Þor-
steinn 1. Sigfússon prófessor í raun-
vísindadeild. Fyrsti stjórnarfundur
var haldinn í vikunni.
Nýjar starfsreglur um Rann-
sóknaþjónustu voru samþykktar í
september 1995 og í apríl 1996 tók
Rannsóknaþjónustan við verkefnum
Tækniþróunar hf., sem er aðallega
rekstur Tæknigarðs og rekstur
Tækniþróunarsjóðs. Tækniþróun hf.
var stofnuð fyrir rúmum 10 árum
af ýmsum fyrirtækjum og var
Tæknigarður eitt fyrsta verkefnið
sem fyrirtækið beitti sér fyrir.
Velta 52 millj. kr.
í skýrslu sem Hellen Gunnarsdótt-
ir framkvæmdastjóri Rannsókna-
þjónustu Háskólans lagði fram á
háskólaráðsfundi fyrir skömmu kom
fram að rekstur stofnunarinnar fyrir
árið 1996-97 er áætlaður rúmar 52
m.kr. og þar af fara 32,6 m.kr. í
margvíslega styrki, s.s. nemenda-
skipti milli skóla og fyrirtækja,
starfsmannastyrki og samstarfsverk-
efni. Stærsti einstaki rekstrarliður
skrifstofunnar er rekstur Landsskrif-
stofu Leonardó, starfsþjálfunaráætl-
unar ESB, sem nemur 21,5 m.kr.
tMIUM
Þið kaupið 3 stk. og
verðið kemur á óvart,
tilboð sem enginn fær staðist,
Laðeins kr. 1.436
Ath! Tilboð þetta stendur
^meðan birgðir endast.
Sloggi Maxi
Stærðir 40-50
95% bómull,
5% lycra
Reykjavik: Olympia, Laugavegi og Kringlunni;
Hagkaup, Kringlunní, sérvörudeild, Skeiían,
Kjörgarður, Eiðistorg; Borgarapótek; Gullbrá;
Glæsimeyjan; Lítstykkjabúðin.
Kópavogur: Apótek Kópavogs
Hafnarfjörður: Verslun Bergpóru Nýborg; Embla
Mosfellsbær: Fell
Akranes: Perla
Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga
, Stykkishólmur: Heimahornið
ísafjörður: Krisma
Bolungarvík: Bjarni Eiríksson
Patreksfjörður: Höggið
Hólmavík: Kaupf. Steingrímsfjarðar
Hvammstangi: Kaupf, V-Húnvetninga
Blönduós: Kaupf, Húnvetninga
Sauðárkrókur: Kaupf, Skagfirðinga
Akureyri: KEA, Hrísalundur, Amaró, Hagkaup
Húsavík: Kaupf. Þingeyinga
Mývatn: Verslunin Sel
Egilsstaðir: Kaupf. Héraðsbúa
Neskaupstaður: Lækurinn
Vopnafjörður: Kaupf. Vopnfirðinga
Hornafjörður: Kaupf. A-Skaftfellinga
Hella: Kjarval
Vestmannaeyjar: Mozart
Selfoss: Vöruhús K.Á.
Keflavík: Samkaup
Njarðvík: Hagkaup
Grindavík: Palóma
Lýðskól-
inn starf-
ar í vetur
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi í síðustu viku að leggja
Lýðskólanum til 1,5 m.kr. Gerir
þetta framlag, auk 2 m.kr.
framlags frá Norræna húsinu,
honum kleift að hefja starfsemi
14. október nk. Verður hægt
að veita 20 nemendum skólavist
og starfar skólinn í tíu vikur.
Verður á næstum dögum
auglýst eftir umsóknum. Segir
Oddur Albertsson skólastjóri að
markhópurinn sé ungt fóík sem
er ekki í skóla né hefur atvinnu
og hefur ekki rétt til atvinnu-
leysisbóta. Munu íjórir kenn-
aramenntaðir starfsmenn sjá
um starfið og reyna að leysa
úr vandamálum sem upp geta
komið. í fyrra störfuðu tveir
kennaramenntaðir starfsmenn
með nemendum auk náms- og
félagsráðgjafa.
Háskóli íslands
47 aðstoðar-
menn
FJÖRUTÍU og sjö háskóla-
kennarar fengu styrki til að
ráða sér aðstoðarmenn á haust-
misseri, en alls bárust 59 um-
sóknir að íjárhæð 9,5 m.kr.
Voru flestir styrkirnir að upp-
hæð 63 þúsund krónur.
Að sögn Halldórs Jónssonar
framkvæmdastjóra stjórnar
Aðstoðarmannasjóðs var farin
sú leið að hafa styrkina lága
til að leyfa sem flestum að njóta
þessa nýja sjóðs. Upphæðin
samsvarar um 10 stunda vinnu
á viku með námi á haustönn.
„Upphæðin er nánast varla boð-
leg fyrir námsmanninn en á
hitt verður að líta að vinnan
gagnast báðum aðilum vel. Nú
veltur á velvilja kerfísins og
ekki síst Alþingis hvort styrkja-
kerfið heldur áfram,“ sagði
Halldór.
14 styrkir fóru í félagsvís-
indadeild, 1 í guðfræðideild, 6
í heimspekideild, 1 í lagadeild,
8 í læknadeild, 10 í raunvísinda-
deild, 1 í tannlæknadeild, 3 í
verkfræði og 3 í viðskipta- og
hagfræðideild.
Samtök
fámennra skóla
Ný stjórn
NÝ stjórn var kjörin á aðal-
fundi Samtaka fámennra skóla
sem haldinn var í Stjórutjarnar-
skóla um liðna helgi.
Formaður er Rúnar Sigþórs-
son, Skólaþjónustu Eyþings,
Akureyri, Ólafur Arngrímsson,
Stórutjarnarskóla er varafor-
maður, meðstjómendur eru þau
Dagbjört Hjaltadóttir, Grunn-
skólanum í Súðavík, Birgir
Karlsson, Heiðarskóla og Sif
Vígþórsdóttir, Hallormsstaða-
skóla.
Skólanám eða fjarnám
Grunnnáni, fornám og fyrstu
4 áfangar framhaldsskóla í kjarna-
greinuni allt árið og enska, Þýska
og þýska f'. ferðaþjónustu, spænska,
norska, danska, sænska,
ICELANDIC. Námsaðstoð: Öll
lullorOinslræOslan
Gerðubergi 1, sími 557 1155
I leimasíða: hltp//www/ice.is/f-f
Netfang: fTfý«:ice.is,. .. . ,