Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HEKLA HÁKONARDÓTTHt + Hekla Hákonar- dóttir fæddist í Reykjavík 20. des- ember 1994. Hún lést í Landspítalan- um 25. september siðastliðinn. For- eldrar hennar eru Kristín Kristjáns- dóttir og Hákon Hákonarson. Systk- ini hennar eru Guð- rún Erla, Helga, Gunnar, Hákon, Hulda, Ólafur Haukur og Arnar Snær. Útför Heklu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hún flutt til annarra heima, hún Hekla litla, sem var allan sinn unga aldur eins og bjartur og gef- andi sólargeisli, er lýsti upp um- hverfi sitt og veitti öllum, sem henni tengdust með einhverjum hætti svo umvefjandi gleði og bjartsýni þrátt fyrir alla þá baráttu og erfíðleika sem hún átti í. Hún var alltaf svo glöð og fljót til að brosa og sýndi fljótt sterkan og þroskaðan per- sónuleika. T.d. átti hún ekki gott með að gera sig skiljanlega með röddinni vegna þeirra tækja, sem hún þurfti að tengjast vegna veik- inda sinna. En það hindraði ekki litlu dömuna okkar. Hún kom sér sjálf upp sínu eigin táknmáli til þeirra sem í kringum hana voru og kom sípu þannig vel til skila. Hún var foreldrum sínum mikil hjálp með lífsgleði sinni og innri krafti, er veitti þeim mikinn styrk og gleði, þrátt fyrir erfíðleikana sem veikindum Heklu fylgdu. Þau gáfu aldrei upp vonina, allt til síð- ustu stundar. Hekla litla kenndi öllum, sem henni kynntust, mikið með sinni stuttu við- veru. Hún var svo sannarlega einn af kennurum lífsins. Á sinni stuttu ævi tókst henni það, sem mörg- um eldri og reyndari hefur ekki alltaf lánast á langri ævi, að fegra og bæta umhverfí sitt með því einu að vera til og gefa af sér af meðfæddri gæsku. Hekla gaf okkur gjöf sem aldrei gleymist eða fellur á og hún mun verða okkur hjarta næst um alla framtíð. Starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans færum við bestu þakkir fyrir frábært starf sitt og viðmót. Bamið er sem birta ný brosir skært og fagnar því að mildi pabba og mömmu hlý ber mátt sem gleði gefur. Já, gæsku Guðs og vemd hún Hekla hefur. Amma og afi í FJj ótaseli. Það fylgir því ávallt mikil eftir- vænting og tilhlökkun þegar von er á litlu barni í heiminn. Flest göngum við að því vísu að allt muni ganga samkvæmt óskum, að bamið verði vel skapað, heilbrigt og gæfu aðnjótandi um lífsins spor. t Bróðir okkar, HILMAR RÓSINKARSSON, Freyjuvöllum 2, Keflavik, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 30. september. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur. t Elskulegur sambýlismaður minn og fósturfaðir okkar, ÓLAFUR GÚSTAF SIGURJÓNSSON, Torfastöðum, Fljótshlíð, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. september. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Stefánsdóttir og synir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAKEL BJÖRNSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, lést i Landsspítalanum 28. september. Páll Þórðarson, Þórður Pálsson, Kolbrún Karlsdóttir, Birna S. Pálsdóttir, Sigurmundur Haraldsson, barnabörn og langömmubörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ALFREÐ GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstöðumaður Kjarvalsstaða, lést í Borgarspítalanum 24. september. Hann verður jarösunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á góðgerðarfélög. Guðrún Árnadóttir, Guðmundur S. Alfreðsson. MINNINGAR Þannig var það einnig á fallegri aðventunni árið 1994. Hver dagur sem leið í desember bauð upp á þann möguleika að lítið jólabam kæmi inn í tilveruna. Og loks kom að því! Mikil var gleðin þegar frétt- ist að lítil, falleg stúlka hefði litið dagsins ljós. Samdægurs ákváðum við undirrituð, ásamt tveimur kær- um vinkonum, að halda upp á tilefn- ið og fá okkur heita jólaglögg í ljós- um prýddri jólaösinni. En fljótt skip- ast veður í lofti. Þegar ein okkar hringir heim til að athuga hvort hennar litlu englar séu ekki örugg- lega í slagtogi með Óla Lokbrá, hefur það komið í ljós að litla jóla- barnið gekk ekki alveg heilt til skógar. Greinst hafði hjá því hjarta- galli og skyldi nýfædd snótin fara utan í síður en svo hættulitla að- gerð. Þar með hófst viðburðarík ævi merkilegrar stúlku sem kunni svo sannarlega að koma á óvart. Stúlkubaminu var gefið nafnið Hekla. Það er stórt og mikið nafn og hæfir varla neinum aukvisum. Þegar vígðir vatnsdropamir mnnu um þykku, rauðu hárlokkana á fal- legu höfði jólabarnsins, bauð fæst- um í grun hversu nafnið var vel við hæfí og hversu stórkostleg hetja það var sem hlaut það að gjöf. Hekla kom heim úr hættulegri hjartaaðgerðinni vel á sig komin og flutti heim til mömmu, pabba og systkina sinna nokkmm dögum eftir heimkomuna. Þar leit ég hana fyrst augum og sjá! Alveg jafn fal- leg og mamma sín. Lítil, mjúk og hárprúð með afbrigðum. Það leit ekki út fyrir annað en að Hekla væri búin að sigrast á byijunarörð- ugleikunum og að framtíðin væri björt og glæst. Það kom þó fljótt á daginn að örðugleikarnir vom síður en svo að baki og baráttan rétt að byija. Erfíðleikarnir hófust fyrir alvöru fyrir um ári síðan og þurfti Hekla litla að fara öðm sinni utan í áhættusama skurðaðgerð, tæplega eins árs gömul. Þar sýndi hún svo um munaði hversu gríðarlegt bar- áttuþrek og sterka persónu hún hafði að geyma. Lífsneisti hennar var svo sterkur að manni fannst sem hún gæti sigrað allt þegar hún kom á fóstuijörðina á ný. Hekla var lögð inn á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir seinni að- gerðina í London og þar varð fljót- lega vísir að hennar öðm heimili. Starfsfólk deildarinnar fékk lítinn gimstein inn á eina stofuna og fljótt tók stofan stakkaskiptum og varð að yndislegu bamaherbergi, þó með skrítnu innvolsi innan um. Þarna mótaðist Hekla í þann sterka og sérstæða karakter sem hún var og má með sanni segja að hún hafí fljótt unnið hug og hjörtu þeirra sem hún umgekkst. Þeim, sem kíktu í heimsókn til Heklu, varð fljótlega ljóst að einstakt samband hafði myndast milli hennar og starfs- fólksins. Hekla umgekkst ekki önn- ur böm eins og aðrir jafnaldrar hennar og fór á mis við ótal mörg forréttindi bamæskunnar, en hún kveinkaði sér ekki enda átti hún allt öðmvísi vinkonur en allir hinir, það er að segja hjúkkurnar. Það var ósvikið og einlægt brosið sem hún sendi þeim vinkonum sínum þegar þær kíktu í gættina eða komu til að stytta henni stundirnar. Því- líkur auður sem liggur í slíku starfs- fólki! Allir lögðust á eitt um að gera Heklu vistina sem eðlilegasta og heimilisbragurinn lá í andrúms- loftinu. Allt starfslið deildarinnar var persónulegir vinir og sem Qöl- skylda Heklu og mikið hlýtur að vera vont að ganga fram hjá her- berginu hennar og venjast þeirri tilhugsun að hún sé farin. Það þarf ekki snilling til að skilja að þessi „fjölskylda" Heklu hefur ekki síður misst en hennar raunvemlega fjöl- skylda. Hekla komst aldrei aftur heim af spítalanum, en það var nú svo skrítið að manni fannst hún ekki vera á spítala oft og tíðum, það var frekar eins og hún ætti bara heima þarna og nú þegar hún er fallin frá og ég kem í námunda við Landspít- alann, hugsa ég með mér: Sko, þarna er húsið hennar Heklu! Húsið hennar með stóra garðinum þar sem hún átti svo skemmtilega daga í sumar. Sumardagar sem vom fullir bjartsýni og takmarkalausrar gleði. Hekla var svo upprifín af þeim heimi sem beið hennar utandyra, gróðrinum, fólkinu, hljóðunum, lyktinni. Allt var henni svo nýtt og framandi. Hún vildi vera fín þegar hún fór í göngutúr um lóðina og naut sín vel með sólhatt í grasinu. Þrátt fyrir þá líkamlegu íjötra sem Hekla var í, var hún fijáls andi og ótrúlega skynsamt og skýrt barn. Frá henni stafaði kærleikur og þegar horft var inn í kóngabláar augnperlur hennar og litið í spegil sálarinnar mætti manni þroskuð og vitur sál. Hún gaf fyrirheit um ynd- islega og áhyggjulausa daga þegar hún braust úr viðjum öndunarvélar- innar í sumar og virtist ætla að yfírstíga allar hindranir á leið sinni til bjartrar og heilbrigðrar framtíð- ar. Þvílíkur sælutími fyrir alla sem unnu Heklu og þvílík gjöf til ást- kærra foreldra hennar. Hrein unun var að upplifa þá ást og væntumþykju sem umlukti þrenninguna Heklu, Hákon og Stínu. Maður gleymdi auðveldlega ljótleika heimsins í viðurvist þeirra þriggja. Onnur eins natni og skiln- ingur er vandfundinn. Þau kunnu að njóta hvert annars í erfíðum aðstæðum og létu ekki „smámuni" halda aftur af sér. Þau áttu sitt eigið táknmál og skildu hvert annað svo vel. Hekla var ákaflega ástfang- in af pabba sínum og átti enda auðvelt með að vefja honum um fingur sér. Hún var tónelsk og fékk ljúfan söng, oft með gítarundirleik, á hveiju kvöldi frá pabba sínum. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti að Hekla skyldi deyja. Jú, jú, víst hafði hún^verið lasin undanfamar vikur, en hún hafði svo oft farið með sigur af hólmi í stríði sínu við líkamann. Ég var þess full- viss að hún myndi rífa sig upp úr þessum slappleika og hefjast handa við undirbúning heimferðar. Þessi hetja sem hafði harkað af sér tvær hjartaskurðaðgerðir ásamt fleim myndi fara létt með lasleikann núna. Auðvitað gleðst ég yfir frelsi Heklu, frelsi úr líkamanum, en ég harma að sjá á eftir þessum ein- staka engli. Erfíðast er þó að finna söknuð og missi foreldra Heklu, hann er mikill og verður seint, ef nokkurn tímann, bættur. Margir hafa misst mikið með fráfalli Heklu og sá dagur mun ekki rísa að ekki komi minning hennar upp í hugann. Öllum sem þekktu og unnu Heklu Hákonardóttur votta ég innilega Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bgs. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SfMI 557 6677 samúð mína. Megið þið öll fá styrk til að sætta ykkur við það sem þið fáið ekki breytt. Hvíl í friði, elsku litla vinkona. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Ástarfaðir himin hæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. (Stgr. Thorst.) Elsku hjartans Hekla. Núna ertu búin að fá hvíldina. Ég veit að eitt er víst að það hefur verið yndislega vel tekið á móti þér hinum megin og það er öruggt að þér líður vel, frí og fijáls, engin höft. Þú varst dásamlegt barn með fallegu augun þín og kastaníubrúna hárið. Maður trúði því ekki að þú værir svona mikið veik. Þegar ég heimsótti þig og þú sast eins og prinsessa í rúminu þínu með allt dótið þitt í kringum þig. Og ekki má gleyma stóra speglinum við rúmgaflinn sem þú leist nú ekki ósjaldan í til að athuga hvort það væri nú ekki örugglega í lagi með hárgreiðsluna, þegar búið var að setja allt puntið í hárið þitt að ógleymdum hálsfestum og arm- böndum. Elsku Hekla, svo sannar- lega varstu fínust af öllum. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, Hekla mín, hversu sárt við söknum þín og hvað manni fínnst óréttlátt að þú, svona yndis- leg og saklaus, hafír verið látin ganga í gegnum svona erfíð veik- indi. Mamma þín kallaði þig svo oft litlu hetjuna sína, og þú varst sann- kölluð hetja. Ég veit að þú áttir margar yndis- legar og góðar stundir sem eru svo ljóslifandi í minningunni og dásam- lega foreldra sem voru hjá þér öllum stundum. Þú vékst aldrei úr huga þeirra. Núna eiga þau fallegar minningar um þig, elskan mín. Það hefur þroskað mig mikið að fá að kynnast þér og fylgjast með þér. Það allt vil ég þakka þér fyrir, elsku Hekla. Elsku Stína og Hákon. Þó að harmur ykkar sé mikill þá vitum við það að hún Hekla er í góðum höndum og henni líður vel, fallegur engill sem er núna frjáls eins og fuglinn. Megi góður Guð styrkja ykkur og aðra ástvini í sorginni. Ykkar Dóra. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ijósgeisli af minningum híýjum. (H.I.H.) Með augunum sínum með andlitinu sínu með höndunum sínum hún sagði okkur svo margt. Og svo margt sem við vissum ekki áður. Ljósið hennar mun hjálpa okkur að lýsa leiðina fyrir aðra. Takk fyrir, elsku Hekla. „Þú ert svo fín!“ (M.B.) Elsku Hákon, Kristín og fjöl- skylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Starfsfólk Gjörgæsludeildar Landspítalans. líffií; §§i \m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.