Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 48

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Nú FÖ& ÍVSHKA! ÉG ♦ma/ etcici Ht/oerBORÞ. '^zl*PAOMA* Ferdinand Smáfólk ' IF YOU LJISH TO SPEAK TO SOMEONEIN THE \ KITCHEN, PUNCH YOUR BROTHER 0NCE...IF \ T00 WI5H TO 5PEAK TO 50/WE0NE IN THE ) BACK YARO, PUNCH YOUK BROTHER. TWICE.."/ r. © 1996 United Feature Syndlcate. Inc. „Ef þú vilt tala við einhvern í eldhúsinu, kýldu þá bróður þinn einu sinni ... ef þú vilt tala við einhvern í bakgarðin- um, kýldu þá bróður þinn tvisvar." BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvers á Rilke að gjalda? Frá Gauta Krístmannssyni: ÁGÆTU ritstjórar, segja má að efni ljóðsins Der Panther eftir Rain- er Maria Riike, sem birst hefur í tveimur þýðingum í Lesbók Morg- unbiaðsins með stuttu millibili, sé orðið að myndhverfu dæmi um ör- lög skáldsins í búri móðurmálsins, og þýðandans sem ekki getur gert meira en að virða fyrir sér hina villtu fegurð fangelsaða í framandi landi. Undirritaður er ábyrgur fyrir fyrri þýðingunni sem birtist þann 24. ágúst sl. og þann 14. septem- ber birti Lesbókin þýðingu á sama ljóði eftir Sveinbjörn Rafnsson sem sagði að þýðingin fyrri hefði ekki fallið að sínum smekk. Það kom mér ekki á óvart og eflaust ekki ykkur heldur, því að þið birtuð þýðingu mína ekki að vanhugsuðu máli. Enda kemur í ljós að stærsti munurinn á þýðingunum tveimur er einmitt sá sem Gísli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar, nefndi í bréfa- skiptum við mig, eða stuðlar og höfuðstafir. Þýðing mín var birt þrátt fyrir það þar sem ljóst var að stuðlunin hafði ekki „gleymst" heldur hafði verið meðvitað sneitt hjá henni. Ástæðurnar fyrir því að ég sleppti stuðluninni í ljóðinu var einfaldlega sú að hana var ekki að finna í frumtextanum og mér hefur oft fundist að þýðingar á útlendum ljóðum hafi goldið fyrir þessa íslensku „reglu“. Hún er kannski dæmi um það sem kalla má, með annað augað á Friedrich Schleiermacher, túlkun texta frá höfundi og til lesanda, þýðingu sem falla á hljóðlaust inn í umhverfi lesandans, á kostnað höfundar. Hin leiðin, túlkun frá lesanda til höf- undar, kallar á að lesandinn leggi meira á sig við að nálgast þann hugarheim sem höfundurinn lifir eða lifði í. Báðar aðferðir hafa eitt- hvað til síns máls, en mér finnst sú fyrri vera ofnotuð í ljóðaþýðing- um á íslandi, bæði þegar litið er á formlega þáttinn, stuðlun, og reyndar einnig hinn merkingarlega sem birtist einatt í því að þýðendur (eins og margt skáldið) fá skáldakr- ampa og troða inn í þýðingar á ljóð- um sem eru á nákvæmu og frum- legu máli á frummálinu, svokölluðu „skáldamáli" íslensku og maður lærir, ekki síst í menntaskóla, að sé hið „rétta“ tungumál fyrir skáld- in. Hræðilegt dæmi um þetta er nýleg þýðing á Dauðafúgu Pauls Celans þar sem „aschenes Haar“ verður „silfraður haddur" og er það hrein afbökun í frægasta ljóði þý- skumælandi gyðings sem lifði Hel- förina af. Stuðlun og merking hanga einn- ig oft saman því rétt eins og rímið takmarkar stuðlunin orðaval og gerir það að verkum að til verða nokkurs konar „stuðlahortittir“, orð, oft úr „skáldamáli“, sem valin eru mest fyrir gæði fyrsta hljóðsins og þvinga höfund og oftar þýðanda til að teygja merkingu svo að það sem stinnt er verður allt í einu stælt og öfugt. Þar sem stuðlar og höfuð- stafir verða að standa á réttum stöðum í línu bætist við þvinguð orðaröð í mörgum tilvikum, einkum þýddum, og þegar það bætist við þvingan áherslna og merkingar er ekki nema von að illa fari stundum. Samt basla menn við að „þýða“ áherslurnar, halda jömbum eða stígandi tvíliðum sem Óskar Hall- dórsson segir að sumir telji hæpið að til séu í íslensku máli. Helgi Hálfdanarson hefur auðvitað sýnt með Shakespeare-þýðingum sínum að jambar falla prýðisvel að ís- lensku máli, en til allrar hamingju lét hann vera að troða inn í þær stuðlum og höfuðstöfum, enda er þá ekki að finna í frumtextanum. Menn ættu líka að hafa í huga að í hinni klassísku arfleifð Evrópu þykja stuðlar „ófínir“, og urðu þeir að láta undan ríminu rómverska sem mótað hefur ljóðagerð á germ- önskum málum eftir kristnitöku og ekki síst Endurreisnina. Það er vit- anlega engin ástæða til þess að kasta stuðlun fyrir róða af þeim sökum, en evrópsk skáld vissu og vita vel hvað stuðlun er, rétt eins og hver einasti textasmiður á aug- lýsingastofu veit það, og láti þau stuðla eiga sig í texta sínum sé ég enga ástæðu til að bæta þeim við. GAUTI KRISTMANNSSON, Stettenbergstrasse 12, 67360 Lingenfeld, Þýskalandi. Þegar þættir þessir hófust í upphafi septembermánaðar var þess getið að þeim yrði fram haldið þann mánuð á encia. Nú hafa boríst fjölmargar óskir um framhald og hefur því veríð afráðið að bæta októbermánuði við. Hvað skal segja? 26 Væri rétt að segja: íslenskur landbúnaður á í dag við ýmsan vanda að etja. Svar: Þarna eru íslensku orðin í dag notuð á sama hátt og enska orðið today er stundum notað, en það getur bæði þýtt. í dag og nú á dögum. Rétt væri að segja: íslenskur landbúnaður á um þessar mundir við ýmsan vanda að etja. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, cf ckki fylgir fyrirvari bér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.