Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 50

Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ DVERGTÚLÍPANI - T. urumiensis HAUSTLAUKAR - TÚLÍPANAR BAK við samheitið blómlaukar leynist stór og fjölbreyttur hópur plantna, sem eiga það sameigin- legt að vera ræktað- ar upp af forðavef, sem ýmist er kallað- ur laukur, hnýði eða jarðstöngull. Oftast eru þessar plöntur á markaðnum í dvala eða á laukforminu, en mun sjaldnar þeg- ar þær eru í blóma - nema þá afskornar. Þegar kemur fram í miðjan september verða auglýsingar um haustlauka áberandi, en í mars er hins vegar verið að aug- lýsa vorlauka. Það ruglar mann svo í ríminu að laukarnir sem blómstra á vorin eru alls ekki vorlaukar, heldur haustlaukar og þeir sem blómstra miðsumars eða síðla sumars eru ekki haustlaukar heldur vorlaukar. Þessar nafn- giftir, haust- og vorlaukar, eiga við hvenær blómlaukarnir eru settir í jörðu. Vorlaukarnir eru gróðursettir á vorin. Sem dæmi um vorlauka má nefna begóníur, dalíur og gladíólur. Þetta eru laukplöntur, sem eru viðkvæmar fyrir frosti og því þolir laukurinn ekki að vera úti vetrarlangt. Þær þurfa þó flestar langan vaxtar- tíma til að þær nái að blómgast og þess vegna þarf oftast að koma vorlaukunum til innan húss og fiytja síðan út þegar frost- hætta er um garð gengin. Haust- laukar eru gróðursettir á haustin. þetta eru harðgerðir blómlaukar, sem þola frost og ýmsir þeirra blómstra ár eftir ár. Meðal haust- laukanna eru flestar algengustu og vinsælustu laukjurtirnar svo sem krókusar, páskaliljur og túlípanar. Túlípanar eru líklega vinsæl- ustu blómlaukarnir í ræktun á Islandi bæði í görðum og eins eru þeir seldir afskornir í miklu magni. Túlípanarnir eru upprunn- ir í Mið-Asíu og talið er að rækt- un þeirra hafi fyrst hafist í Pers- íu, sem er sama ríkið og við köll- um nú íran. Þeir höfðu verið í ræktun um aldir eða jafnvel ár- þúsundir þegar Evrópubúar kynntust þeim. Ræktun þeirra var mjög í tísku í Tyrklandi á 16. öld ogum 1550, þegar Jón biskup Arason barðist mót siðbreyting- unni með lífið að veði, stundaði tyrkneski sendiherrann í Austur- ríki blómarækt. Hann kynnti túlípanann fyrir austurrísku hirð- inni og þar með breiddist túlíp- anaæðið eins og logi um akur um alla Vestur-Evrópu en heijaði hvað mest í Hollandi. Hollending- ar hafa æ síðan ræktað mest allra af túlípönum og enn er sungið um túlípana frá Amsterdam. Flestir túlípanalaukar sem seldir eru í verslunum hafa verið rækt- aðir á hollenskum ökrum. Haustlaukana er auðvitað best að setja niður sem fyrst til þess að þeir geti myndað rætur áður en frystir fyrir al- vöru. Mína fyrstu túlípana setti ég þó niður um miðjan des- ember í gaddfreðna jörð og notaði járn- karl og hitaveituvatn til að grafa holur fyrir þeim. Þetta eru þeir langlífustu túlípanar sem ég hef eignast, því einn þeirra blómgaðist nú í sumar eftir tuttugu ár. Ég mæli þó ekki með þessari gróðursetningaraðferð og fæstir túlípanar verða svona langlífir, marga þarf að dekstra dálítið til að fá aftur blómgun og sumir blómstra ekki nema einu sinni. Blómvísir næsta árs myndaðist í lauknum í sumar og til þess að blómvísirinn þroskist nægjanlega þarf laukurinn hlýrra umhverfi en hér er almennt. Sumir kippa túlípanalaukunum upp strax eftir blómgun og segja með sér að þar sem þeir séu ódýrari en sumar- blóm megi kaupa nýja lauka að hausti. Þeir sem vilja reyna að viðhalda þeim eiga að brjóta frævuna af strax og blómblöðin detta, en láta laufið visna veru- lega áður en það er íjarlægt eða það sem betra er, grafa þá lauk- inn upp, hreinsa af lauf og mold og geyma laukinn við a.m.k. 20 gráður fram á haust. Hver laukur blómstrar aðeins einu sinni, en nýir hliðarlaukar myndast. Þeir stærstu eru svo gróðursettir aftur um haustið, hitt fer í úrkast. Garðyrkjufélagið hefur flutt inn lauka handa félagsmönnum í nokkra áratugi. Á haustlaukalist- anum er auðvitað úi'val garðtúlíp- ana, en einnig eru þar villitúlípan- ar. Þeir eru frekar lágvaxnir jafn- vel aðeins 15 sem háir og blómstra mun fyrr en garðatúlíp- anar. Þeir hafa flestir reynst mjög harðgerðir og blómstra hér ár eftir ár og fjölga sér smám sam- an. Sveiptúlípani - Tulipa tarda - er frá A-Túrkestan. Hann er aðeins 15-20 sm á hæð, blöðin Ijósgræn á lit, löng og mjó. Blóm- blöðin eru gul með hvítri brydd- ingu og enda í dálitlum oddi. Þau standa 4-6 saman í sveip á stöngl- inum. I sólskini opnast blómið alveg og er þá líkast stjörnu, enda oft kallað stjörnutúlípani áður fyrr. Annar smávaxinn villit- úlípani er mjög líkur sveiptúlíp- ana. Það er dvergtúlípani - T. urumiensis frá NV-íran. Þá má þekkja í sundur á að blóm dverg- túiípanans eru algul að innan en dálítið græn- eða rauðleit að utan. Báðar þessar tegundir eru skemmtilegar í steinhæð, fyrir- hafnarlausar og árvissar. S.Hj. BLOM VIKUNNAR 344. þáttur Umsjón Ágúsla B j ö r n s d ó Ui r SKÁK llmsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á opnu móti í Martigny í Sviss í ágúst. Svisslendingurinn Allegro (2.205), var með hvítt, en rúmenski stór- meistarinn Florin Gheorg- hiu (2.475) hafði svart og átti leik. 43. - Be5! 44. Rxg3 - Hxg3 (Nú á hvítur ekki viðunandi vörn við hótuninn 45. — Bxf3 46. gxf3 - Hxh3+ og nú er 45. Rxe5? — Hxh3 mát. Hann reyndi:) 45. e4 — Bxe4 46. Hgel — Bxf3 47. Hxe5 — Dh4 og hvítur gafst upp. Astralski alþjóða- meistarinn Alexander Wohl sigraði nokkuð óvænt á mótinu með 6 vinninga af 7 mögu- legum. Hann tók þátt til að æfa sig fyrir Ólympíu- mótið í Jerevan sem nú er að ljúka. SVARTUR leikur og vinnur Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Enn um holtasóley MARTHA Björnsson garðyrkjufræðingur hafði samband við Vel- vakanda og segir ekki rétt hjá Hjalta Björns- syni þar sem hann segir rangt að kalla lauf holta- sóleyjar ijúpnalauf. Hún segir latneska heitið á holtasóley vera dryas octo petala og vitnar hún í Garðblómabókina eftir Hólmfríði Sigurðardótt- ur, en þar segir m.a.: „...holtasóley, ijúpna- lauf, dryas octo petala, yndislegur íslenskur dvergrunni, sem er að- eins um 15 sm hár...“ I raun eru það lauf jurtar- innar sem eru kölluð ijúpnalauf en blómið sjálft holtasóley. Martha segir að þess- ar upplýsingar sé , að finna í flestum blóma- bókum. Fjöldi fólks hefur hringt til Velvakanda til að árétta þetta. Louisu Matthíasdóttur vantaði ÁSGERÐUR hringdi til Velvakanda og furðaði sig á að Árni Th. Björns- son listfræðingur hafi ekki nefnt nafn Louisu Matthíasdóttur þegar hann talaði um þekktar listakonur í þætti sínum í sjónvarpinu fyrir skömmu. Louisa Matthí- asdóttir er þekktur lista- maður í Bandaríkjunum og víðar og finnst Ás- gerði að Árni hefði ekki átt að sleppa henni í upptalningu sinni. Tapað/fundið Reiðhjól tapaðist DÖKKGRÆNT 18 tommu karlmanns- Mongoose-reiðhjól, af gerðinni Thres Hold, tap- aðist frá Einimel sl. fimmtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-9065. Baldur er týndur BALDUR, brúnn orien- tal-köttur, hvarf frá Lau- fengi 156 að kvöldi föstudagsins 27. septem- ber. Hann er mjóleitur og grannur (ekki ósvip- aður siamsköttum) og einstaklega gæfur. Hafir þú orðið hans var ertu vinsamlega beðin(n) að hafa samband í síam 586-1237. Pennavinir da ÁTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á tón- list, íþróttum, vísindum, náttúrulífi, bókmennt- um o.fl.: Maua Heikkila, Palikkapolku 1A 15, 00420 Helsinki, Finiand. PERÚSKUR 22 ára piltur í borginni Mínks í Hvíta-Rússlandi vill eignast pennavinkonur á svipuðu reki: Gonzalo Portilla, Poste Restante, Main Post Office, Minsk 220050, Belarus. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur ekki farið á knattspyrnuleik frá árinu 1948, þegar Melavöllurinn var og hót. Gamlar taugar til KR urðu þess þó valdandi, að á því varð breyting um þessa helgi. Fjölmiðlar og þá ekki sízt Morgunblaðið höfðu sannfært lesendur, hlustendur og áhorfendur um, að líkur væru á að þetta gamla, sögufræga lið úr hin- um einna sanna Vesturbæ, mundi endurheimta fyrri frægð að þessu sinni. Svo varð ekki. Akurnesingar voru einfaldlega mun betri. Á 48 árum hefur ekki orðið mik- il breyting á knattspyrnuvellinum sjálfum. Eða sjáum við hinar gömlu hetjur í hillingum?! Hins vegar hef- ur orðið mikil breyting utan sjálfs leikvangsins. Fólkið er fleira. Há- vaðinn er meiri. Bjór og kampavín, sem sást meðal áhorfenda, þekktist ekki á Melaveilinum. Undarlegar aðfarir leikmanna Akurnesinga eft- ir sigurinn komu Víkveija á óvart. Þeir hlupu til áhorfenda sitt hvorum megin vallarins og hentu sér á magann! Var það virðingarvottur við áhorfendur eða þá Akurnesinga, sem þarna voru?! Eitt hefur þó breytzt á leikvang- inum sjálfum. Víkveiji gat ekki betur séð en framkoma hvers leik- manns við annan væri mun grófari en í þá góðu gömlu daga og í sum- um tilvikum allt að því ruddaleg. Hvað eftir annað lágu leikmenn eftir óþyrmilega árekstra við keppi- nauta sína. Varla þykir þetta íþróttamannslega að verki staðið? Það var heldur bijóstumkennan- legt að sjá KR-inga ganga niður- lúta frá leikvanginum að leiknum loknum. Er ekki æskilegt að leikn- um Ijúki með meiri reisn þótt hann tapist? xxx EFTIR hádegi á sunnudag út- varpaði Ríkisútvarpið dag- skrá, sem var hjá Kaffileikhúsinu í janúar sl., þar sem kynnt var leik- húsmúsík eftir Atla Heimi Sveins- son. Tónskáldið sagði frá verkunum og tónlist.armenn og leikarar fluttu. Þetta var fyrri hluti þessarar dag- skrár og ef rétt var skilið verður síðari hlutinn sendur út n.k. sunnu- dag. Ástæða er til að vekja athygli á þessu efni. I stuttu máli sagt er hér um einstaklega skemmtilega dag- skrá að ræða. Hún sýnir m.a. ótrú- lega fjölbreytni í verkum þessa stór- merka tónskálds. Atli Heimir er fyrst og fremst þekktur fyrir fram- úrstefnuverk, eins og hann sagði sjálfur frá. Leikhúsmúsík hans kemur úr allt annarri átt. Og hið sama má líka segja um Iög hans við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, sem nýlega voru kynnt. Það er orðið mjög brýnt að gefa verk Atla Heimis og annarra tón- skálda samtímans út á geisladiskum þannig að landsmenn hafi tækifæri til að fá nokkra yfirsýn yfir verk þessara listamanna, sem sumir hveijir eiga sennilega eftir að lifa lengur með þjóð sinni en flestir þeir, sem mest ber á hveiju sinni. xxx SKYNDILEGA hafa stjórnvöld tekið við sér og boðað verð- lækkun á papriku fyrr en til stóð. Landbúnaðarráðuneytið hefði ekki brugðið við með þessum hætti, ef ekki hefði verið vakin athygli á því okurverði, sem er á papriku um þessar mundir. Það segir töluverða sögu um þá landbúnaðarstefnu, sem hér er rekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.