Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 19 ERLENT Sótt að Jeltsín á fyrsta haustfundi Dúmunnar Segja Rússland vera án leiðtoga Moskvu. Reuter. DUMAN, neðri deild rússneska þingsins, kom í gær saman í fyrsta sinn frá því Borís Jeltsín forseti tilkynnti að hann myndi gangast undir hjartaaðgerð. Stjórnarand- stöðuleiðtogar sögðu í ræðum að Rússland væri nú án leiðtoga og kröfðust þess að gerðar yrðu þegar í stað ráðstafanir til að afstýra al- gjöru stjórnleysi. „Ef bíllinn eyðileggst og bílstjór- inn er fluttur á sjúkrahús þarf að skipta um bíl og bílstjóra," sagði þjóðernissinninn Vladímír Zhír- ínovskí eftir að haustþingið var sett. Hann og fleiri stjórnarand- stöðuleiðtogar sögðu að glundroði ríkti í Rússlandi í ijarveru Jeltsíns og ræður þeirra bentu til þess að hart yrði sótt að stjórn Viktors Tsjernomyrdíns á þinginu. Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri forsetans, efndi til blaðamanna- fundar og vísaði á bug vangaveltum um að hann eða aðrir fölsuðu undir- skrift Jeltsín á tilskipanir og gæfu þær út án vitundar hans. Jeltsín tilkynnti 5. september að hann hefði samþykkt að gangast undir hjartaaðgerð og forsetinn hefur verið á sjúkrahúsi frá 13. september. Aðstoðarmenn hans segja hann vinna í mesta lagi í þijár klukkustundir á dag og gert er ráð fyrir að hann verði skorinn upp við kransæðastíflu eftir sex til tíu vikur. Læknar forsetans sögð- ust í gær „fullsáttir" við niðurstöðu nýrra rannsókna á líffærum forset- ans. Jeltsín ræddi í gær við Jevgení Prímakov utanríkisráðherra um ástandið í Miðausturlöndum og Afganistan. Forsetinn-sendi einnig skilaboð til Dúmunnar í tilefni af setningarfundinum og hvatti þing- mennina til að auka afköst þingsins „verulega". Tillaga um ríkisráð Talið er að haustþingið muni aðallega einkennast af baráttu við stjórnina um fjárlagafrumvarpið og kröfum um að stjórnin greiði millj- ónum verkamanna margra mánaða laun sem eru í vanskilum. „Stjórnin er ófær um að leysa nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista, öflugasta stjórnarandstöðu- flokksins. „Ef svo heldur fram sem horfir fær Rússland sömu örlög og Sovétríkin." Zjúganov lagði til að stofnað yrði ríkisráð til að ræða vandamál landsins og ákveða aðgerðir til úr- bóta. Ráðið yrði skipað fulltrúum beggja deilda þingsins og ráðherr- um, auk fulltrúa varnarmálaráðsins og öryggisráðs Rússlands. Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jab- loko, flokks umbótasinna, sagði að í fjarveru Jeltsíns hefði komið fram skýr ágreiningur og valdabarátta milli Tsjernomyrdíns, Tsjúbajs og Alexanders Lebeds, yfirmanns ör- yggisráðsins. Hart var deilt á Lebed er hann ávarpaði þingið og hann kallaður svikari vegna friðarsamn- inganna í Tsjetsjníju. Reuter RÚSSNESKIR hermenn sofa með hendurnar á byssum sinum í herflutningavél á leið frá Grosní í Tsjetsjníju. Fyrsta áfanga brottflutnings hersveitanna frá Tsjetsjníju var lokið i gær. Málþing um Reykjavíkurfundinn Ásakanir um spillingu meðal breskra þingmanna Hvernig bregðast Rússar við stækkun NATO? AÐILD grannríkja Rússlands að Atl- antshafsbandalaginu (NATO) getur verið viðkvæmt mál og kom það fram við hringborðsumræður á fyrra degi málþingsins á Grand Hóteli um tíu ára afmæli Reykjavíkurfundar Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í gær. Júrí Resjetov, sendiherra Rúss- lands, sagði að Rússar mundu áskilja sér rétt til að segja öllum alþjóðlegum samningum lausum ef NATO yrði stækkað og þá fyrst og fremst af- vopnunarsáttmálum. Stækkun NATO verði endurskoðuð „Við höfum ekki neitunarvald um það hverjum verður veitt aðild að NATO, en það ætti að endurskoða málið,“ sagði Resjetov. „Ef NATO verður stækkað mun Rússland líta svo á að alþjóðlegir samningar séu ekki bindandi." Ríki Varsjárbandalagsins fyrrver- andi hafa lagt áherslu á aðild að NATO, en stjórnvöld í Moskvu hafa tekið slíkum hugmyndum fálega og litið á þær sem ógnun. Max Kampelman sendiherra, sem var einn af samningamönnum Bandaríkjamanna í öryggismálum og var með Reagan í för á leiðtogafund- inum, sagði að menn drægju sig út úr sáttmálum ef þeir viidu. Slíkir sáttmálar héldu aðeins meðan það væri hlutaðeigandi aðiljum í hag að halda þá. Kampelman sagði hins vegar að ekki væri raunsætt annað en að gera ráð fyrir því að Atlantshafsbandalag- ið yrði stækkað. „Það hefði gerst fyrr ef menn hefðu ekki borið hag Rússa fyrir brjósti," sagði Kampelman. „Þar sem ganga verður út frá stækkun NATO verður að hugsa fyrir tryggingum . . . Menn ættu að velta fyrir sér sáttmála, sem væri ætlað að draga úr áhyggjum Rússa.“ Aðdragandi þessara orðaskipta Resjetov Kampelmans og Resjetovs voru ummæli Sergeis Rogovs, stjórn- anda Rannsókn- arstofnunar á Bandaríkjunum og Kanada í Moskvu, um það að ekki væri að furða að Rússar tækju óstinnt upp þegar athugasemdir þeirra um stækkun NATO væru virtar að vett- ugi. Áform um stækkun væru bein ögrun við Rússa. Vitnaði hann til þeirra orða Jevgenís Prímakovs, ut- anríkisráðherra Rússlands, að Rúss- ar mundu grípa til „viðeigandi að- gerða“ kæmi til stækkunar NATO. Richard Pipes, prófessor við Har- vard-háskóla, er meðal þeirra fáu á Vesturlöndum, sem gagnrýna áform- in um stækkun NATO. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið á þriðjudag að hann væri mjög andvígur stækkun NATO og hún væri að fullu ástæðulaus. Slíkt mundi aðeins verða vatn á myllu einangrun- arsinna, kommúnista og lýðskrum- ara í Rússlandi. Óttinn við einangrun „Horfðu á málið frá sjónarhóli Rússa," sagði Pipes. „Rússar segja við sjálfa sig; við afnámum kommún- ismann, tókum upp lýðræði og mark- aðsbúskap, við leystum upp Varsjár- bandalagið og nú ætlið þið að ein- angra okkur.“ Pipes sagði að ráðlegra væri að hafa stækkun bandalagsins í bak- höndinni til að nota ef Rússar færu að gera sig líklega til útþenslu. Hann bætti því við að stækkun NATO kæmi áhrifasvæðum austurs og vest- urs ekki við. Rússar gerðu sér grein fyrir því að Vesturlönd mundu ekki líða til dæmis innrás í Ungveijaland, hvort sem Ungveijar væru í NATO eða ekki. Blair vill óháða rannsókn London. Reuter. TONY Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, hvatti í gær til óháðrar rannsóknar á pólitískum fjárframlögum í Bretlandi vegna deilna um meinta spillingu í röðum þingmanna, einkum þingmanna Ihaldsflokksins. Mikla athygli hefur vakið sú ákvörðun bresks þing- manns að hætta meiðyrðamáli á hendur blaðinu The Guardian, sem sakað hefur hann og fjöida þing- manna um pólitíska spillingu með því að þiggja fé frá fulltrúum þrýsti- hópa. Aðspurður um meintar greiðslur til tveggja þingmanna Verka- mannaflokksins frá fulltrúa þrýsti- hópa, sagði Blair, að gera yrði greinarmun á framlögum í kosn- ingasjóði einstaklinga og greiðslum fyrir að bera upp fyrirspurnir á þingi, þó frá sama aðila kæmu. Blaðið The Guardian birti í gær lista með nöfnum 24 þingmanna úr öllum þingflokkunum þremur sem það segir, að fengið hafi greiðslur í kosningasjóði sína frá sama hagsmunagæslumanninum, Ian Greer, sem beitt hefur sér fyrir þrýstihópa gagnvart þingmönnum. Meðal þeirra, sem þegið hafa greiðslur frá Greer, er íhaldsflokks- þingmaðurinn Neil Hamilton, en hann harðneitaði í gær, þriðja dag- inn í röð, að þær hefði hann fengið fyrir að beita sér á þingi í þágu Mohammeds al-Fayeds, eiganda Harrods-verslunarhússins, svo sem Guardian hefur haldið fram. Hamilton hætti á mánudag meið- yrðamáli á hendur blaðinu vegna ásakananna. Bar hann því við að hafa ekki efni á frekari lögsókn en ritstjóri blaðsins sagði ástæðuna þá, að Hamilton hefði séð fram á að tapa málinu. Vart hafði hann hætt meiðyrðamálinu er blaðið birti nýjar ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hefði þegið greiðslur fyrir að bera upp fyrirspurnir á þingi. John Major, forsætisráðherra, hefur varið Hamilton, sem segja varð af sér starfi viðskiptaráðherra í október 1994 vegna ásakana Gu- ardian. Hafði Major, og einnig Mic- hael Heseltine, aðstoðarforsæt- isráðherra, fallist á að bera vitni fyrir dómi en ekki kom til þess þar sem málinu var áður hætt. Slæmt fyrir Major Ásakanir um pólitíska spillingu í röðum breska Ihaldsflokksins er hið óþægilegasta fyrir John Major en ásetningur hans hefur verið að flokksþingið, sem hefst í næstu viku, yrði upphafið að pólitískum endaspretti er tryggja myndi fram- haldandi völd flokksins. Major hefur vonast til að flokks- þingið myndi veita honum tækifæri til að hamra á jákvæðri efnahags- þróun síðustu missera og hrekja þær fullyrðingar Tony Blairs um að Verkamannaflokkurinn væri gjörbreyttur og með nýja stefnu er leiða myndi hagsæld yfir þjóðina. Nýjar kannanir hafa aukið baráttu- hug íhaldsmanna en þær sýna, að bilið milli íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins hefur minnkað. MUAR SYSTURM Laugavegi 92 (Víí hliðina á Stjörnubíói) Sími 562-5660

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.