Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 20

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ákveðið í Washington að hefja þegar friðarviðræður á ný Palestímimenn lýsa von- briffðum með árangurinn Washington. Reuter. ^ ' * ' Reuter PALESTÍNUMENN stöðvuðu alla umferð í fimm mínútur í gær til að lýsa stuðningi við Arafat og syrgja fallna landa sína. Isra- elskir friðarsinnar efndu til útifundar í Tel Aviv á þriðjudag. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, og Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, hefðu náð samkomulagi um að taka aftur upp þráðinn í friðarsamningunum. Clin- ton viðurkenndi að ekki hefði tekist að leysa deilurnar á leiðtogafundin- um sem hann efndi til í Washington en lögð yrði áhersla á að ræða strax á sunnudag brottflutning hers Isra- ela frá borginni Hebron á Vestur- bakkanum. Arafat var þungur í bragði á sameiginlegum fréttamannafundi í gær og tjáði sig ekkert sjálfur um niðurstöðuna. Hann hafði m.a. kraf- ist þess að ísraelsher yrði þegar kallaður frá Hebron og umdeildum jarðgöngum í Jerúsalem yrði lokað en Netanyahu hafnaði báðum þess- um kröfum. Netanyahu sagði á fundinum að hann væri staðráðinn í að draga herlið ísraela frá Hebron og ljúka friðarsamningnum en tryggja yrði jafnframt öryggi ísra- els. „Leiðtogafundurinn hefur mis- tekist vegna ósveigjanleika ísra- ela,“ sagði einn af samningamönn- um Palestínumanna í Washington, Hasan Asfour. „Ég vona að þjóð araba hafi skilið hvað við eigum í vændum". Annar fulltrúi Palestínu- manna sagði Clinton hafa reynt að bjarga fundinum en ljóst væri að Netanyahu væri maður sem vildi fremur stríð en frið. Fleiri Palest- ínumenn lýstu óánægju sinni og sögðu friðarferlið í mikilli hættu. „Ef ríki heims, almenningur í arabalöndum og friðarhópar í ísrael grípa ekki til sinna ráða mun ekki verða neinn friður á svæðinu og ofbeldið mun halda innreið sína á ný,“ sagði Mustafa Natsheh, borg- arstjóri Hebron. „Mikill sigur“ Talsmenn ísraelsstjórnar voru ánægðir. „Árangur leiðtogafundar- ins er að áliti ríkisstjórnar ísraels mikill sigur. Allar kröfur ... sem við lögðum fram í viðræðununum sem farið hafa fram linnulaust síðan við komum hingað voru samþykkt- ar,“ sagði Danny Naveh, ritari ísra- elsstjórnar, í símaviðtali við ísra- elska útvarpið frá Washington. ísraelskir lögrelumenn skutu í gær til bana Palestínumann sem kastaði gijóti í bíl þeirra. Hafa nú alls fallið rúmlega 70 manns í átök- unum sem hófust þegar Netanyahu lét opna jarðgöng er liggja að hluta um trúarlega mikilvæg svæði músl- ima í Jerúsalem. Leiðtogar Palest- ínumanna segja að innibyrgð reiði og örvænting Palestínumanna vegna þess að ísraelar hafi ekki staðið við ákvæði friðarsamning- anna hafi brotist út er göngin voru opnuð. Irakar ráðast áSÞ Dubai, Bagdad. Reuter. ÍRAKAR réðust á miðvikudag harkalega að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) sem þeir sökuðu um að koma í veg fyrir að samningur Iraka og SÞ um olíusölu í skiptum fyrir matvæli tæki gildi. Segjast írakar hafa staðið við samkomulag um eyðingu vopna. Charles Duelfer, eftirlitsmaður SÞ, fer fyrir nefnd sem átti að hafa eftirlit með því að írakar eyddu öllum efna- og lífefnavopnum, svo og langdrægum eldflaugum í kjöl- far Persaflóastríðsins. Segir Duel- fer að skýrslur íraka uin eyðinguna séu fullar af villum. Dagblað Uday, sonar Saddams Husseins, leiðtoga íraks, gagnrýndi Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra SÞ, og sagði hann tefja fyrir því að samkomulag um olíusölu fyrir mat tæki gildi. Hann vildi þóknast Bandaríkjamönnum svo að þeir féllust á að framlengja setu hans í stóli framkvæmdastjóra. Bandaríska flugmóðurskipinu Carl Vinsom var á miðvikudag snú- ið á leið heim frá Persaflóa. Það er nú á Ómanflóa, og verður á áhrifasvæði fimmta flotans banda- ríska fram í næstu viku en þá sigl- ir það til Bandaríkjanna. Nú er því aðeins eitt bandarískt flugmóður- skip á Persaflóa, Enterprise. Bókstafstrú nýrra valdhafa í Afganistan veldur áhyggjum Reuter AFGANSKAR konur verða nú að hylja andlit sitt á almanna- færi og þeim hefur verið bannað að vinna utan heimilisins og afla sér menntunar. Samgönguráðherra Perú um brotlendingu Boeing-757 þotu Þotan fórst vegna bilunar í sljórntölvum Ancon, Lima. Reuter. Búist við átökum í Panjsher Kabúl. Reuter. LIÐSMENN Taleban-hreyfingar- innar og hermenn Ahmad Shah Masoods, fyrrum yfirmanns stjórn- arhersins í Afganistan, virtust al- búnir til átaka í gær í mynni Panjs- her-dalsins. Hafði Masood lýst yfir neyðarástandi í dalnum og sýndi þess engin merki, að hann og hans menn ætluðu að gefast upp fyrir Taleban. Talebanar hafa hins veg- ar hörfað frá Salang-jarðgöngun- um þar sem herstjórinn Abdul Rashid Dostum og hans menn eru fyrir. Masood lýsti yfir neyðarástandi í Panjsher-dal í gær og fyrirskip- aði brottflutning kvenna, barna og aldraðs fólks en allir vopnfærir menn bjuggu sig undir að veija dalinn. Verður hann ekki auðsóttur enda tókst Sovétmönnum aldrei að leggja hann undir sig meðan þeir voru með herlið í Afganistan. Óttast bandalag Masoods og Dostums Einhveijar þreifingar hafa verið á milli Masoods og Dostums um bandalag gegn Taleban-hreyfing- unni en ljóst er, að hún vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það. Sher Mohammed Stanakzai, sem skipaður hefur verið utanríkisráð- herra Talebana-stjórnarinnar í Kabúl, sagði í gær, að hún ætti í engum deilum við Dostum, sem ræður stórum hluta Norður-Afgan- istans. Rússneska stjórnin hefur lagt til við leiðtoga annarra ríkja í Sam- veldi sjálfstæðra ríkja, að efnt verði til fundar í Almaty, höfuðborg Kasakstans, til að ræða um ástand- ið í Afganistan og hvernig megi koma í veg fyrir, að átökin berist inn í Sovétríkin fyrrverandi. Konur sviptar mannréttindum Talebanar, sem hafa lýst yfir stofnun íslamsks ríkis í Afganistan, hafa skipað konum að hætta vinnu ut.an heimilisins og mega þær ekki lengur sjást á almannafæri án þess að hylja andlitið. Þær mega ekki lengur afla sér menntunar og sjón- varp hefur verið bannað. Karlar eiga að láta sér vaxa skegg og í gær skipuðu þeir svo fyrir, að allir skyldu leggjast á bæn fimm sinnum á dag. Þessar fyrirskipanir Talebana hafa vakið ugg í ýmsum nágranna- ríkjum Afganistans og telja margir, að þær muni verða til að sverta nafn íslamstrúarinnar í augum umheimsins. Talsmenn tveggja helstu samtaka múslima í Pakistan sögðu í gær, að kvennakúgun Tale- bana væri óréttlætanleg. Undir þetta hefur verið tekið annars staðar og víða gætir ótta við, að ýmsar hreyfingar bókstafs- trúarmanna taki sér Talebana til fyrirmyndar. FLUGSTJÓRI perúskrar farþega- þotu af gerðinni Boeing 757-200, sem fórst við strendur Perú í gær, tilkynnti um meiriháttar bilun í stjórntækjum þotunnar skömmu áð- ur en samband við hana rofnaði. Allir, sem um borð voru, 70 manns, fórust. Brak þotunnar fannst síðdegis í gær marandi í kafi um 5 km undan ströndum Perú og 60 km vestur af borginni Ancon. Hafði flugvélin brotnað í tvennt. Svartaþoka var á slysstað í fyrri- nótt og fram eftir degi í gær og hamlaði það leit og björgun. í gær- kvöldi hafði lík eins farþega fundist. Elsa Carrera de Escvalante, sam- gönguráðherra, sagði að slysið virt- ist hafa átt sér stað vegna bilunar í stjórntölvum þotunnar. „Hvað er að gerast? Hver er flughæð okkar? Af hveiju fæ ég viðvörun um jarð- nánd? Erum við yfir sjó eða landi?“ sagði Carrera, að flugmaðurinn hefði spurt er hann hafði samband við flugturninn í Lima. Hið síðasta sem heyrðist var að hann sagðist hafa dregið úr afli hreyflanna en samt ykist flughraði þotunnar. Þotan fór frá Lima hálfri stundu eftir miðnætti, klukkan 5:32 að ís- lenskum tíma í gærmorgun. Fimm mínútum síðar hafði flugstjórinn, Erick Schreiber, samband við flug- turninn, sagðist giíma við bilun og bað um heimild til að snúa aftur til Lima. Carrera sagði að flugstjóranum hefði verið tjáð hvar hann væri staddur, yfir sjó. Bað hann þá um að flugvél yrði send á loft til að leið- beina sér til baka og fékk þau svör að hún yrði komin til móts við hann eftir 15 mínútur. Þotan hvarf síðan af ratsjám og allt samband rofnaði við hana 28 mínútum eftir að hún hóf sig á. loft. Um borð í þotunni, sem var í eigu flugfélagsins Aeroperu, voru 61 far- þegi og níu manna áhöfn og fórust þeir allir. Þotan var smíðuð 1992 og hafði farið í 2.630 flugferðir er hún fórst. Öryggisstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) lagði í gær til 17 endurbætur á Boeing 757-þot- um til að reyna að koma í veg fyrir annað slys af því tagi, sem átti sér stað í Kólumbíu. A Attburar látnir London. Reuter. BRESK kona, sem ákvað að hlíta ekki læknisráði og reyna að ala áttbura er hún gekk með, hefur nú misst þá alla. Skýrðu læknar frá þessu f gær. Málið hefur vakið mikla at- hygli ekki síst vegna þess að konan, Mandy Allwood, seldi sögu sína dagblöðum fyrir stórfé. Læknar vildu að hún léti eyða nokkrum fóstranna til að auka lífslíkur hinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.