Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 21

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 21 VEGFARENDUR virða fyrir sér morðstaðinn daginn eftir að ódæðisverkið var framið. Rannsóknin á morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar Efasemdir um suð- urafrísk tengsl FÉLL Olof Palme forsætisráðherra fyrir byssukúlu truflaðs manns eða voru þar að verki skipulögð undirróð- urssamtök, innlend eða erlend? Þess- arar spurningar hafa Svíar spurt sig síðan morðnóttina 28. febrúar 1986 en svörin hafa látið á sér standa og morðvopnið hefur ekki einu sinni fundist, Eftir nýjar vísbendingar um að Palme hafi verið myrtur að undir- lagi suður-afrísku leyniþjónustunnar spyija Svíar enn á ný hvað hafi leg- ið að baki. Vísbendingar um aðild Suður-Afr- íkustjórnar komu fram þegar í maí 1987 og er ein af mörgum kenning- um í þá átt að samtök hafi staðið að baki morðinu en ekki Christer Pettersson sem Lisbet Palme benti á í réttarhöldum 1989, sem morðingja manns síns. í Svíþjóð er tekið var- lega undir suður-afrísku vísbending- arnar og lætur sænska lögreglan í veðri vaka að nýjar vísbendingar um Pettersson séu komnar fram. Suður-Afríkuslóðin og fyrri kenningar Rúmum hálfum mánuði eftir að Palme var myrtur var rúmlega þrítug- ur maður handtekinn en honum var fljótlega sleppt og hefur nafn hans ekki komið upp aftur. í árslok 1986 var sænska lögreglan farin að rann- saka meint tengsl morðsins við kúr- díska hryðjuverkamenn sem þegar árið 1985 höfðu haft uppi morðhótan- ir við Palme vegna stjórnmálastarfa hans. Kúrdaslóðin svokallaða hefur síðan orðið einna langlífust af samsæ- riskenningunum. Með tímanum hafa aðrar kenningar bæst við, svo sem að hægrimenn innan sænsku lögregl- unnar hafi staðið að morðinu, banda- ríska leyniþjónustan CIA hafi viljað Palme feigan eða hann hafi verið myrtur vegna vitneskju um ólögleg vopnaviðskipti við írak og Iran. Á mánudaginn rifjaði ítalska blaðið Corriere della Sera einnig upp að nefnd hefðu verið tengsl morðsins við hina ólöglegu ítölsku frímúrarastúku P2, auk þess sem blaðið sagði tilgát- ur hafa komið fram um ástríðuglæp því það hefði verið alkunna að Palme hefði gerst fjölþreifinn til kvenna. Þeirri kenningu hefur þó ekki verið fleygt í sænskum fjölmiðlum. I maí 1987 birti Svenska Dagblad- et fréttir þess efnis að suður-afríska leyniþjónustan hefði staðið að morð- inu. Samkvæmt fréttunum varð suð- ur-afrísku leyniþjónustunni ljóst upp úr 1980 að sænska stjórnin studdi dyggilega við bakið á baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni og að Olof Palme beitti sér af alefli í þeirri bar- áttu. Því var hann á dauðalista suður- Nýjar vísbendingar um að suður-afríska leyniþjónustan hafi staðið að baki morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svía, 1986 falla vel að aðstæðum í heimsmálum þá og umsvif- um Palmes. Hins vegar falla þær síður að aðstæðum morðnóttina í Stokkhólmi, eins o g Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. afríska yfirvalda yfir óvini ríkisins. Upplýs- ingamar um Palme komu fi'á njósnara suð- ur-afrísku stjórnarinnar að nafni Craig William- son. Árið 1985 stofnaði hann samtökin Long Reach til að vinna að yfirliti yfir óvini ríkisins erlendis. Vitneskjuna hafði blaðið frá sænsk- um kaupsýslumanni sem sagði að þrír menn hefðu komið til Svíþjóð- ar í tjaldvagni nokkrum vikum eða mánuðum fyrir morðið, sem þeir skipulögðu og framkvæmdu, hugs- anlega í samvinnu við sænska hægri- öfgahópa. I kjölfat' hruns aðskilnaðarstefnu og stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hafa farið fram víð- tækar rannsóknir á ódæðisverkum fyrri stjórnar og handbenda hennar. Nelson Mandela forseti hefur valið þá leið að setja á fót svokallaða sannleiksnefnd, þar sem þeir er ákærðir eru fyrir glæpi af pólitískum toga geta farið fram á sakarupp- gjöf, játi þeir glæpi sína. Upplýs- ingarnar nú um tengsl suður-afrí- skra leyniþjónustumanna við Palme- morðið hafa komið fram í sannleiks- nefndinni. Það eru sex suður-afrískir fyrrum leyniþjónustumenn, sem nú benda hver á annan, ýmist fyrir morðið eða aðild að því. Dirk Coetzee, fyrrum yfirmaður dauðasveita stjórnarinn- ar, bendii' á Ant nokkurn White, fyrrum starfsmann Long Reach, sem nú rekur fyrirtæki í Moz- ambique og segir upplýsingarnar koma frá njósaranum Riian Sander sem aldrei var stór fiskur í njósna- netinu. Opinberlega lætur Sander nægja að segja að White gæti hafa myrt Palme. Éugene de Koek, eftir- maður Coetzee, segist vita hver hafi framið morðið, sem Craig Williamson, stofnandi Long Reach, hafi skipulagt. William- son aftekur að samtök- in hafi fengist við morð. Njósnarinn Peter Cas- seltbn og vinur Will- iamson segir White ekki morðingjann held- ur Evrópubúi og muni de Kock ljóstra upp um nafn hans eftir að rétt- arhöldum yfir honum ljúki. Ant White hefur lýst því yfir að ásakanirnar eigi ekki við nein rök að styðjast. Samkvæmt fréttum sænska utanríkisráðuneytis- ins hefur White haft samband við sænska sendiráðið í Mozambique og sagst reiðubúinn að svara spurning- um sænskra yfii'valda en ráðuneytið verst annars allra frekari frétta. í viðtali við sænska útvarpið á mánu- daginn sagði Ignatius P. de Svardt, sendiherra Suður-Afríku í Svíþjóð, að hann hefði lengi búist við að upp- lýsingar um morðið kæmu fram í málflutningi fyrir sannleiksnefndinni því þessi hugsanlegu tengsl hefðu áður verið kunn. Hins vegar sagði hann að rétt væri að hafa í huga að þarna töluðu örvæntingarfullir menn sem tilbúnir væru að segja hvað sem væri til að koma sér undan dómi. Petterson ákærður aftur? Þó allar fréttir af suður-afrískum tengslum Palme-málsins séu skoð- aðar gaumgæfilega í Svíþjóð, ekki síst í fjölmiðlum, berast þær fréttir frá rannsóknarnefnd málsins að nýj- ar vísbendingar um sekt Christers Petterssons séu komnar fram. Christer Pettersson er fæddur 1947, hefur tengsl við sænska und- irheima, ekki alveg hreina sakaskrá og kann að fara með skotvopn. í desember 1988 var hann handtekinn, grunaður um morðið á Olof Palme Olof Palme ANT White en hann neitaði ölium sakargiftum. í lok maí 1989 hófust réttarhöld yfir honum og við vitnaleiðslur í júní benti ekkja Palmes, Lisbet, á Petters- son, sem manninn er skotið hefði mann hennar nóttina 28. febrúar. í lok júlí var Pettersson dæmdur í undirrétti í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Palme. í byrjun nóvember hnekkti Hæstiréttur dómnum og Pettersson var fijáls maður. Það sem bjargaði Pettersson var að ástæður fyrir morðinu þóttu óljós- ar, auk þess sem morðvopnið hefur aldrei fundist. Á þeim tíma var því haldið fram að hann hefði verið jafn- aðarmaður og því væru pólitískar ástæður morðsins útilokaðar, meðan engar aðrar haldbærar fyndust í staðinn. Nú er því haldið fram í sænskum fjölmiðlum að nýjar vís- bendingar gegn Pettersson hafi kom- ið fram og sýni þær meðal annars tengsl hans við hægrisinnaða öfga- hópa, sem tæplega hafi leigt hann til morðsins, en kannski veitt honum innblástur til aðgerða. Þar sem Pett- ersson hefur þegar komið fyrir dóm vegna málsins þurfa þær þó að vera mjög veigamiklar til að málið fáist tekið upp aftur. Vitni, er sá morðingjann horfast í augu við Lisbet Palme, þar sem hún beygði sig yfir mann sinn, sagðist við réttarhöldin yfn* Pettersson ekki viss hvort þetta hefði verið hann. Viðkom- andi segist nú vera næstum alveg viss um atð þetta hafi verið Pettersson en óttist um líf sitt ef hann komi fram með vitneskju sína. Eiturlyfjasali er þekkti Pettersson dó fyrir nokkru. Á banabeði sagðist hann hafa látið Pett- ersson hafa skammbyssu fyrir morðið en aldrei fengið hana aftur. Þessar og fleiri nýjar vísbendingar, sem lög- reglan vill ekki upplýsa hveijar séu, hafa komið fram á árinu. Lögreglan hefur enn ekki gefíð upp alla von um að morðvopnið eigi eftir að finnast. Morðkúlan var steypt hjá Winchester byssusmiðjunni í Bandaríkjunum 1983. Kúlur frá þessum tíma voru seldar á tveimur stöðum í Svíþjóð en hugsanlega einn- ig utanlands. Sams konar kúla var notuð í óupplýstu póstráni 1983. Byssan fannst aldrei en kúlunni og byssunni, sem notuð var í ráninu, var stolið fyrr það ár. Tveir finnskir bræður voru handteknir grunaðir um ránið en sleppt vegna skorts á sönn- unum. í Palme-rannsókninni var þeim síðan boðin rúm milljón ís- lenskra króna hvorum fyrir að segja til vopnsins, en neituðu, því þar með hefðu þeir óbeint játað á sig ránið. Kenning lögreglunnar er að byssan hafi verið notuð í eiturlyfjasölu þar sem hinn látni kunningi Petterssons hafi komist yfir hana og þar sé þá komin byssan sem hann segist hafa látið Pettersson fá. Sem lið í morðrannsókninni hefur verið gerð persónulýsing á morðingj- anum með því að safna saman allri vitneskju um hann. Samkvæmt lýs- ingunni var morðinginn einn að verki og lifði einangruðu lífi á jaðri samfé- lagsins. Sú lýsing passar við Petters- son og sömuleiðis sú lýsing vitna að morðinginn hafi verið klunnalegur í hreyfingum og ekki borið sig örugg- lega að. Morðvopnið er skammbyssa og morðkúlan venjuleg blýkúla sem tæknilega séð hefði getað farið í gegnum fórnarlamb sitt án þess að deyða það. Ef um samsæri þraut- þjálfaðra leyniþjónustumanna væri að ræðaþykir ósennilegt að morðing- inn hefði verið klunnalegur í hreyf- ingum og sennilega valið kúlu sem skaðað hefði fórnarlambið. Þrátt fyrir að hin nýja vísbending sé rökrétt og falli að aðstæðum 1986 eru veigamikil rök sem mæla á móti öllum samsæriskenningum. Svíar verða því enn að sætta sig við óviss- una um morðið á Olof Palme. Og þó það væri vísast léttbærara að hugsa til þess að hann hefði fallið fyrir skoðanir sínar og stjórnmála- starf er enn of margt sem mælir gegn því að svo hafi verið. fiortstofurnmr f ri Bmykitl Fnrnittirt trn ktnssisknr. Komið til okkar er þið viliið fallegar og vandaðar borð- stofur á hagstæðu verði. Verð frá ca. 286.000,- miðað við borð með 6 stólum, vegg skáp og skenk. \S*\ HÚSGAGNAHÖLUN Bild'liiifði 20- n: Kuk - S:.4X7 IIú')

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.