Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
ANNA Guðný Guðmundsdóttir og Thomas Dausgárd undirbúa sig fyrir tónleikana í kvöld, þar sem
ekki er ólíklegt að andi Hannesar Finnsonar Skálholtsbiskups muni svífa yfir vötnum. Hannes Finnsson.
Tónleikar á tunglinu?
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Thomas Dausgárd
hljómsveitarstjóri verða í forgrunni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson komst að því
að tónleikamir hafa umtalsverða þýðingu fýrir þau - hvort á sinn hátt.
MAÐUR var nefndur Hannes Finns-
son. Var hann vígður kirkjuprestur
og stiftsprófastur í Skálholti 1776,
aðstoðarbiskup föður síns, Finns
Jónssonar, í Skálholti ári síðar og
biskup 1785. Hannes yar talinn jfjöl-
menntaðasti maður á íslandi á sínum
tíma, vel heima í náttúrufræði,
stærðfræði, sagnfræði, hagfræði og
málfræði en eftir hann liggja fjöl-
mörg rit. Hann andaðist árið 1796.
Vafalaust bregður nú margur
brúnum og spyr sig hvernig þessi
andans öðlingur tengist Sinfóníu-
hljómsveit íslands enda fer fáum
sögum af tónlistarhæfileikum hans.
Þannig er hins vegar mál með vexti
að kominn er til landsins danski
hljómsveitarstjórinn Thomas
Dausgárd - afkomandi séra Hann-
esar. Mun hann stjórna sinfóníu-
hljómsveitinni á tónleikum í Há-
skólabíói í kvöld á tvö hundruð ára
ártíð forföður síns - þó ekki sé það
yfirlýst tilefni tónleikanna.
„Mig hefur lengi dreymt um að
sækja Island heim, ekki bara vegna
þess að ég er af íslensku bergi brot-
inn heldur jafnframt þar sem ég hef
heyrt svo marga lofsyngja Sinfóníu-
hljómsveit ísiands. Þá kannast ég
við nokkra af hljóðfæraleikurunum
frá því ég var við nám í Lundún-
um,“ segir Dapsgárd en svo er ætt-
fræðiáhuga Íslendinga fyrir að
þakka að fjölskyldu hans hefur tek-
ist að rekja ættir sínar til íslands.
„Mér skilst að á íslandi séu til alveg
ótrúlega ítarlegar upplýsingar um
ættir manna, sem nái jafnvel Iangt
aftur í aldir.“
Kynnist landi og þjóð
Fyrst Dausgárd er kominn á slóð-
ir forfeðra sinna hyggst hann veija
nokkrum dögum til að kynnast landi
og þjóð. „Tækifærið var eiginlega
of gott til að láta það sér úr greipum
ganga. Konan mín kemur því til liðs
við mig eftir tónleikana og saman
ætlum við að kanna hvað Island
hefur uppá að bjóða.“
Thomas Dausgárd lagði stund á
tónlistarnám í Kaupmannahöfn og
Lundúnum en hann var einungis
sextán ára að aldri þegar hann stjórn-
aði hljómsveit í fyrsta sinn á tónleik-
um. Hefur hann stjórnað ýmsum af
fremstu hljómsveitum Evrópu, svo
sem London Mozart Players, City of
London Sinfonia og Konunglegu Fíl-
harmóníuhljómsveitinni í London en
með þeirri síðastnefndu hefur hann
jafnframt hljóðritað geislaplötu. Þá
var Dausgárd um tveggja ára skeið
aðstoðarhljómsveitarstjóri hjá sin-
fóníuhljómsveitinni í Boston, þar sem
Seji Ozawa ræður ríkjum.
Hljómsveitarstjórinn segir að Sin-
fóníuhljómsveit Islands standi fylli-
lega undir væntingum - hún sé í
háum gæðaflokki. „Það er engu lík-
ara en náttúruöflin brjótist fram í
hljómsveitinni, svo kynngimagnaður
er krafturinn í henni. Skyldi engan
undra enda er náttúra íslands stór-
brotin - þegar ég flaug yfir landið
á sunnudaginn fannst mér eins og
ég væri kominn til tunglsins. Hljóð-
færaleikararnir leggja sig líka alla
fram og það er ávallt skemmtilegt
að vinna með slíkum hljómsveitum.
Tónleikarnir leggjast því vel í mig.“
Síðasta árið hefur Dausgárd ferð-
ast um víðan völl og skemmt sér
konunglega, svo sem hann kemst að
orði. Er hann nýkominn úr tónleika-
ferð um austurlönd, Singapore, Hong
Kong og Kóreu, sem mun hafa verið
velheppnuð og framundan eru verk-
efni með Sinfóníuhljómsveit BBC og
Sinfóníuhljómsveitunum í Montreal,
Ulster, Gautaborg, Norrköping, Osló
og Pétursborg. Þá stingur Dausgárd
reglulega við stafni í heimalandi sínu.
Það er ekki heiglum hent að hasla
sér völl sem hljómsveitarstjóri í
fremstu röð og Dausgárd dregur
enga dul á að samkeppnin sé gífur-
leg. „Það eru mikil forréttindi að fá
tækifæri til að starfa í þessu fagi.
Fyrir það er ég þakklátur. Það kost-
ar hins vegar mikla vinnu að brjót-
ast fram veginn og slái maður slöku
við gæti það reynst dýrkeypt. Ég
held ég geti þó fullyrt að samkeppn-
in sé yfirleitt ekki á persónulegum
nótum og sjálfur hef ég átt mjög
gott samstarf við marga starfsbræð-
ur mína. Vonandi verður því áfram
pláss fyrir sem flesta í faginu.“
Einleikari á tónleikunum verður
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari sem var síðast í sömu sporum
fyrir átta árum, þegar hún lék píanó-
konsert KV.491 eftir Mozart. „Þetta
er eitt af stóru tækifærunum og því
verður maður að undirbúa sig vel.
Það tel ég mig hafa gert enda hef
ég haft góðan tíma þar sem ég var
svo heppin að fá starfslaun til eins
árs úr Listasjóði menntamálaráðu-
neytisins," segir einleikarinn og
bætir við að mikið sé í húfi enda fái
hún varla annað tækifæri til að flytja
konsertinn á íslandi. „Ég fæ reyndar
upptöku í vetur en skemmtilegast
væri samt að spila hann aftur á tón-
leikum.“
Anna Guðný hefur starfað sem
píanóleikari og tónlistarkennari í
Reykjavík undanfarin fjórtán ár og
meðal annars leikið með Islensku
hljómsveitinni og Kammersveit
Reykjavíkur, auk þess sem hún hef-
ur verið virk sem kammertónlist-
armaður og meðleikari með söngv-
urum. Þá hefur Anna Guðný verið
lausráðin við Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í áratug og ætti því að vera
flestum hnútum kunnug þar á bæ.
Verkið sem Anna Guðný mun
leika er annar píanókonsert Ludwigs
van Beethovens, saminn á árunum
1787-1793. Mun hér vera á ferð
fyrsta hljómsveitarverk Beethovens
en það var frumflutt í Vínarborg
árið 1795. Var tónskáldið sjálft við
slaghörpuna, í fyrsta sinn á tónleik-
um í borginni. Víst er talið að Beet-
hoven hafi gert nokkrar breytingar
á konsertinum að frumflutningi
loknum en hann mun hafa heyrst
fyrst í núverandi mynd 1798.
„Þetta er frábært verk,“ segir
Anna Guðný, sem sér enga ástæðu
til að draga undan þegar konsertinn
er færður í tal. „Ég'hef þekkt það
frá því ég var lítil stelpa við nám
hjá fyrsta kennara mínum, Stefáni
Edelstein, en hann var alltaf að
hvetja mig til að kynna mér meiri
tónlist. Eitt sumarið lánaði hann
mér til dæmis nokkra konserta til
að skoða, þar á meðal annan píanó-
konsert Beethovens. Allar götur síð-
an hefur hann verið í miklu uppá-
haldi hjá mér og það er því merkileg
tilviljun að stjórn Sinfóníunnar
skyldi einmitt biðja mig um að spila
hann núna, því hefði ég sjálf fengið
að velja hefði hann vafalaust komið
fyrst upp í hugann."
Besta kadensan
Anna Guðný er ekki ein um að
hafa dálæti á öðrum píanókonsert
Beethovens og vitnar hún meðal
annars til skrifa kanadíska píanó-
leikarans Glenns Goulds. „Að hans
mati er verkið vanmetið, til að
mynda þykir honum kadensan í
fyrsta kaflanum sú besta sem kon-
sertar Beethovens hafa að geyma.
Getur Gould sér til að tónskáldið
hafi ekki lokið við hana fyrr en árið
1815, því hún sé úr allt öðru efni
gerð en aðrir kaflar konsertsins."
Tónleikarnir í kvöld hefjast á
Helios forleik eftir Carl Nielsen sem
oft hefur verið nefndur faðir dan-
skrar nútímatónlistar. Forleik þenn-
an samdi hann árið 1903 þegar hann
dvaldist sumarlangt í Aþenu. Dregur
hann nafn af gríska sólguðinum
Helios og Iýsir verkið sólarganginum
frá því sólin dregur sinn gyllta baug
upp á himininn þar til hún hnígur
hægt til viðar.
Síðast en ekki síst verður á efnis-
skránni tónaljóðið Svo mælti Zara-
þústra eftir Richard Strauss. Flest
eru tónaljóð hans stór í sniðum og
krefjast því stórrar hljómsveitar. Svo
mælti Zaraþústra er engin und-
antekning og verða því 93 hljóðfæra-
leikarar á sviðinu í Háskólabíói í
kvöld. Svo mælti Zaraþústra er
næstsíðast í röð tónaljóða Strauss
en á þessu ári eru 100 ár síðan verk-
ið var samið. Tónskáldið var mikill
aðdáandi þýska hugsuðarins Fri-
edrichs Nietzsches og er hugmyndin
að verkinu sótt í bók hans um Zara-
þústra, sem dvaldist í áratug á íjöll-
um í því skyni að auðga andann.
Er hann sneri til baka, þrútinn af
vísdómi, viðraði hann skoðanir sínar
í áttatíu stuttum ræðum. Álitið er
að Nietzsche hafi í bók sinni verið
að lýsa ofurmenninu sem rís upp úr
hinu hnignandi mannkyni og á í stöð-
ugri baráttu við umhverfi sitt.
Brandarar og alvörumál frá Hólum
Prestasögur og
eitur lyfj aney sla
BÓKAÚTGÁFAN Hólar á Akureyri
sendir frá sér fimm bækur á þessu
ári.
Framhald prestasagnanna frá í
fyrra, Þeim varð á í messunni, heit-
ir Þeim varð aldeilis á í messunni.
Meðal þeirra presta sem segir af í
nýju bókinni eru Pálmi Matthíasson,
Sigurður Haukur, Svavar Jónsson,
Pétur Þórarinsson, Irma Sjöfn,
Dalla Þórðardóttir, Sigurður Araar-
son og Vigfús Þór.
Ragnhildur Sverrisdóttir blaða-
maður hefur skráð Dansað við
dauðann, en þar segir frá vaxandi
eiturlyfjaneyslu hérlendis. Ragn-
hildur ræðir við foreldra ungra eit-
urlyfjaneytenda, unglinga sem hafa
ánetjast og átrúnaðargoð þeirra.
„Tilgangurinn er að ná til ungling-
anna sjálfra," er haft eftir Ragn-
hildi. „Þetta er bókin sem þeir eiga
að lesa og lána síðan foreldrum
sínum.“
í bókinni Þeir vörðuðu veginn
greinir frá þremur einstaklingum
sem hafa sett mark sitt á akur-
eyrskt samfélag. Þeir eru Vilhelm
Þorsteinsson, skipstjóri og fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, Ingimar Eydal hljómlist-
armaður og Gunnar Ragnars for-
stjóri, en hann kveðst segja sögu
sína öðrum til viðvörunar. Þættina
skráðu Unnur Karlsdóttir sagnfræð-
ingur og Stefán Þór Sæmundsson
kennari.
Bestu barnabrandararnir er safn
gamansagna sem börn hafa valið
og er til marks um kímnigáfu þeirra.
Áður er komin út bókin íslenskt
mál eftir Gísla Jónsson, úrval ís-
lenskuþátta sem hann hefur ritað í
Morgunblaðið.
Ráðinn við óperuna í
Krefeld-Mönchengladbach
MAGNÚS Baldvinsson
óperusöngvari hefur
verið ráðinn til tveggja
ára við óperuna í Kre-
feld-Mönchengladbach í
Þýskalandi. Söngvarinn
starfaði áður í hálft ann-
að ár í Detmold og seg-
ir hann þetta stórt skref
upp á við en umrætt
óperuhús sé í háum
gæðaflokki. „Ég myndi
segja að óperan í Kre-
feld-Mönchengladbach
sé mjög gott b-plús hús
á þýskan mælikvarða
enda eru margir söngv-
ararnir sem þar starfa
á heimsmælikvarða."
Eftir velheppnað sumar við gesta-
söng í Grímudansleiknum og
Nabucco eftir Verdi á Sumarhátíð í
Bad Hersfeld segir Magnús að við
taki strembið leikár, sem feli í sér
Ris og hnig Mahóníborgar eftir Kurt
Weill, Elektru eftir Richard Strauss
og fjórar nútímaóperur,
þar á meðal heims-
frumflutning á nýrri
óperu eftir Kínveijann
Cong Su. Aukinheldur
mun Magnús syngja í
Sálumessu Verdis í Bad
Hersfeld í nóvember og
Nabucco og Cosi fan
tutte eftir Mozart á
sama stað í ágúst á
næsta ári.
Cong Su þessi, sem
samdi meðal annars
tónlistina fyrir kvik-
myndina Síðasta keisar-
ann, var nýverið á ferð
í Þýskalandi til að kynn-
ast söngvurunum sem taka munu
þátt í uppfærslunni og ber Magnús
honum vel söguna. „Þetta er hress
náungi en músíkin er ansi erfið, eins
og flestar nútímaóperur, sem eru
töluvert frábrugðnar verkum manna
á borð við Verdi og Puccini."
Að sögn Magnúsar er mun tíma-
frekara að æfa nútímaóperur en sí-
gildar óperur - æfingaferlið geti
tekið allt að tíu vikum. En er söngv-
arinn alfarið að snúa sér að flutn-
ingi slíkrar tónlistar? „Nei, alls ekki.
Þetta eru bara hlutverkin sem mér
hefur verið úthlutað í vetur. Ég kann
hins vegar miklu betur við mig í
klassískum óperum enda er miklu
auðveldara að syngja þær. Maður
verður að hafa vald á margvíslegum
öðrum hljóðum en bara söng í nú-
tímaóperum. Þetta er engu að síður
góður skóli sem þjálfar hugann -
líkt og algebran í gamla daga. Og
sennilega aukast atvinnumöguleik-
arnir fyrir vikið.“
Magnús segir of snemmt að segja
til um hvað taki við að tveimur árum
iiðnum en ef óperan í Krefeld-Mönc-
hengladbach hafi áfram upp á bita-
stæð hlutverk að bjóða komi vel til
greina að framlengja samninginn
um eitt ár. „Annars mun ég flytja
mig um set hér í Þýskalandi en stefn-
an er vitaskuld sett upp á við.“
Magnús Baldvinsson