Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LOKAPUNKTURINN á dagskrá Jazz ’96 voru tónleikar New Jungle kvartetts Pierre Dörge. Djass fyrir Evrópu TÓNLIST llótcl Saga RÚREK 96 Sextett Sigurðar Flosasonar. Sig- urður Flosason altósaxófónn, Veig- ar Margeirsson trompet, Óskar Guðjónsson tenórsaxófónn, Agnar Már Magnússon píanó, Gunnlaugur Guðmundsson kontrabassi, Einar Valur Scheving trommur. Sveiflu- kvintett Levinsons, Schevings og Webers. Dan Levinson klarinett, Arni Scheving víbrafónn, John Weber píanó, Þórður Högnason kontrabassi, Tom Melito trommur. HÁPUNKTUR RúRek 96 djass- hátíðarinnar var án efa síðastliðið föstudagskvöld á Hótel Sögu. Var tónleikahaldið með evrópsku yfir- bragði enda tímamótaviðburður í ís- iensku djassiífi þetta kvöld þegar mögnuðum flutningi Sextetts Sig- urðar Flosasonar var útvarpað beint til milljóna hlustenda yfir meginland Evrópu af 20 útvarpsstöðvum. í því samhengi var viðeigandi að sjá með- ai áheyrenda síðar um kvöldið einn af æðstu embættismönnum Evrópu- sambandsins, Emmu Boninu, sjávar- útvegsmálastjóra ESB, í fylgd ís- lensku forsetahjónanna, hlýða á glaðlegan samleik Levinsons, Sche- vings og Webers kvintettsins í sí- gildri sveiflumúsík úr lagasafni kon- ungs sveiflunnar Benny Goodmans. Sextett Sigurðar Flosasonar flutti eingöngu djassverk eftir Sigurð fyrir tónleikagesti á Sögu og aðra Evr- ópubúa við útvarpsviðtækin. Tónlist- in er nútíma bopp af amerískum toga spunnin, bæði eldri verk af geisla- diskinum Gengið á lagið og ný verk af nýútkomnum geisladiski Sigurðar. Það var einvalalið í sextettinum, allt ungir íslenskir djassleikarar, sumir komnir gagngert frá útlöndum til að taka þátt í þessum flutningi og hópurinn samstilltur og vel með á nótunum, samleikur og innkomur fagmannlegar og sköpunarkraftur í impróvísasjónum. Fyrirliðinn þó ætíð í fremstu röð enda löngu kominn í fararbrodd íslenskra blásara og djas- slagasmiða en virðist þó alltaf vera að taka framförum. Flutningur Sig- urðar verður æ persónulegri og sjálf- stæðari með árunum og hef ég ekki heyrt hann blása af meiri yfirvegun og smekkvísi hið gullfallega verð- launaverk sitt In Memoriam en þetta kvöld. Að öðrum ólöstuðum var ein- staklega rytmískur kontrabassaleik- ur Gunnlaugs Guðmundssonar eftir- tektarverður, þó ekki tæki hann miklar áhættur. Sveiflukvintett Levinsons var á allt öðrum slóðum djasssögunnar í fágaðri og hófstilltri sveiflu sígildra djasslaga af efnisskrá smásveita Benny Goodmans, við góðar undir- tektir áheyrenda. Leikin voru ýmis alkunn lög eftir Benny Goodman, gítarleikarann Charlie Christian, sem lagði drjúgan skerf til djasssögunnar áður en hann lést ungur að árum, og fleiri sígild svíngnúmer. Byijaði kvintettinn tónleikana á hinu sívin- sæla Let’s Dance og sveiflan varð heitari þegar á leið en inn á milli voru tekin rólegri lög á borð við hið tregablandna Goodbye og Moonglow hélt öllum sínum sjarma í tærri og glitrandi sveiflu víbrafónleiks Árna Schevings. Djasshátíð RúRek lauk svo á laug- ardaginn með tónleikum stórsveitar Reykjavíkur og leik New Jungle kvartetts Pierre Dörge í bláendann á vel heppnaðri djassviku. Ómar Friðriksson Léttir lífsþræðir MYNPLIST Kjarvalsstaðir ÞRÁÐLIST Guðrún Gunnarsdóttir. Opið kl. 10-18 alla daga til 20. október. Aögangur 300 kr. (gildir á allar sýningar); sýningarski-á 900 kr. í MIÐRÝMI Kjaiwalsstaða má segja að sé að finna yfirlætislaust andóf við þá ágætu en um leið ágengu myndlist sem fyllir salina sitt hvoru megin. Grannur þráður er magnaður upp í fínleg og marg- ofin form, sem virðast fremur snú- ast um að vernda eigin tilveru og innsta kjarna en að birta hann áhorfendum í listskrúðugri útrás frá veggjum rýmisins. Þessi einfaldleiki kemur í fyrstu á óvart, en vinnur mjög á við nánari skoðun. Slík hefur oftar en ekki verið reynslan af því að kynnast verkum Guðrúnar Gunnarsdóttur; þau vinna mjög á við nánari skoðun. I sýning- um hennar í gegnum árin hefur komið fram að listakonan hefur óhrædd tekist á við ný efni innan veflistarinnar, og hér fylgir hún eftir þeim tilraunum sem hún hefur verið að fást við undanfarin ár með því að vinna með víra og gúmmí. Með slíkum efnum er þróunin í þessum miðli vissulega komin nokk- urn veg frá upphafi sínu í klassísk- um vefstól. í stuttri ritgerð í sýning- arskrá bendir Auður Ólafsdóttir á að oft hafi verið nefnt að veflist síðari ára væri komin mjög inn á svið höggmyndagerðar, en um leið hafi höggmyndalistin leitað nýrra og oft mýkri efna, og því væri hér í raun um ákveðinn samruna miðla að ræða. Hugtakið þráðlist nær ef til vill einna best að skýra það sem hér er á ferðinni, og þessi vinnuað- ferð býður upp á umtalsverða kosti, svo vitnað sé í orð Auðar: „Hefðbundin vinna við vefstól krefst mikils undirbúnings, útreikn- inga, ögunar og þolinmæði og gefur lítið svigrúm fyrir expressjónísk til- þrif eða skapandi „slys“ á borð við það þegar málari rekur blautan pensil í striga. Þráðarskúlptúrar Guðrúnar eru ailir ofnir af fíngrum fram, mótaðir berum höndum líkt og stríður leir. Það er ekki erfitt að sjá hvílíkt frelsi aðferðafræði vírþráðarins býður upp á í saman- burði við hinn klassíska vef.“ Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÚN Gunnarsdóttir: Þörungar, 1996. Þetta frelsi er vandmeðfarið, og listakonan notar það af mikilli hóg- værð í þeim verkum sem hún sýnir hér. Fyrst ber að nefna að málm- þráðurinn verður að lífrænum form- um í höndum hennar; köngulóavef- ir, mosaþembur, þörungar og annar sjávargróður - slík eru tengslin sem formin skapa í þeim íyþmíska spuna, sem Guðrún hefur leikið af fingrum fram. Þessi form skiptast í raun i tvo meginflokka á veggjunum. Annars vegar eru lokuð, nær hnöttótt verk, þar sem margþættir vírar verða að þéttofinni heild, líkt og skel sem verndar óþekktan kjarna lífsins gagnvart umhverfinu; þó leita þessi form oftar en ekki út á við, þar sem gúmmístrangar eða vírendar standa út frá þéttum massanum - tilvísun- in í fálmkennda leit lífs í þróun er hér afar nærtæk. Þessi leit verður kerfisbundin og ákveðin í opnari verkunum, þar sem net eru lögð fyrir umhverfið; vefir köngulóarinnar, breiður mosans og önnur viðkvæm tengivirki náttúr- unnar eru hér endurspegluð með •SAKAMÁLASÖGUR munu skipa verðugan sess á bókasýn- ingunni sem verður haldin í Gautaborg 24.-27. október. Verður haldinn „Dagur spæjar- ans“ og kynntar nýjar bækur um sakamálasögur. •NORSKA ríkissjónvarpið hef- ur boðað til óvenjulegrar sam- einföldum hætti, þar sem styrkur þeirra jafnt sem veikleiki blasir við. Sú örlitla óregla sem fylgir þessum vefnaði nýtur sín vel á hvítum veggjunum í rými, þar sem beinar línur ríkja; smæð þráðanna og létt- leiki verður afl verkanna og styrk- | ur, þegar betur er að gáð. Skráin sem fylgir þessari sýningu • er á sama formi og hefur verið ) notað vegna sýninga íslenskra lista- manna á Kjarvalsstöðum undanfar- in misseri; lítill bæklingur með stakri ritgerð og yfirliti yfir feril viðkomandi, auk korta með mynd- um af einstökum listaverkum. Þetta form er ódýrt og handhægt, sem er í senn kostur og galli, og látleysi þess á vel við í þessu tilviki. íslensk veflist - í þessu tilviki , hentar heitið þráðlist ef til vill betur ' - er í mikilli þróun, og hér getur I að líta ákveðinn anga þeirra breyt- inga, sem eru í deiglunni; um leið er hægt að sannfærast enn og aft- ur um að það þarf ekki alltaf stærð og umfang til að skapa eftirtektar- verða list. Eiríkur Þorláksson 7“ i keppni í samvinnu við Grieg- | félagið þar í landi. í tengslum í við Grieg-hátíð sem sýnd verð- " ur í sjónvarpinu árið 1998 er boðað til samkeppni um að ljúka við píanókonsert sem Edvard Grieg Iauk ekki við. Er búist við því að tónskáld hvaðanæva að muni taka þess- ari áskorun. Þýskir bókadagar í Reykjavík Blikktrommuleik- ur á Töfrafjalli Bókadagar eru nýbreytni og í senn kynning og sölumark- aður erlendra bóka. Jóhann Hjálmarsson leit inn hjá Eymundsson í Austurstræti til að forvitnast um þýska höfunda og bókaútgáfu. Á Þýskum bókadögum hjá Eymundsson í Austurstræti eru engar bækur eftir Johann Wolfgang von Goethe, en aftur á móti bók um hann. Að sögn Jónfinns Joensen versiun- arstjóra var ákveðið að bókadagarnir kynntu sérstaklega samtímabókmenntir og þess vegna eru elstu höfundarnir bræðurnir Thom- as og Heinrich Mann, Erich Maria Remarque og Heinrich Böll svo að einhverjir séu nefnd- ir. Meðal yngri manna eru Giinter Grass og Patrick Súskind. Haft var samráð við þýsk bókaforlög og afráðið að velja nútímaverk, einkum skáld- sögur. Af rúmlega 500 titlum eru 300 skáld- verk, allt kiljur. Verð þeirra er frá 500-2.000 kr. Meðal efnisflokka eru líka listaverkabæk- ur, ævisögur, sagnfræði og alfræðibækur. Forlög sem taka þátt í bókadögunum eru m. a. Suhrkamp, Fischer, Ddv, Rowohlt, Heyne, Ullstein, Piper, Goldmann og Diogenes. Jónfinn Joensen sagði að Þýsku bókadag- arnir væru til dæmis gott tækifæri fyrir bóka- söfn til að bæta við og fylla í eyður, en ekki síst væri tilgangurinn að sýna almenningi hvað væri að gerast í þýskri bókaútgáfu. Reynt væri að gefa hugmynd um það sem helst er á döfinni í þýskum bókmenntum. Ljóðabækur væru þó ekki með, þær seldust lítið. Fyrir 10 árum var þýsk bókasýning á Kjarvalsstöðum og var þá Eymundsson einn- ig með í ráðum. Þýskir ferðamenn helstu kaupendur Þeir sem eru að læra þýsku, þýskukennar- ar, Þjóðverjar hér á landi og einnig ýmsir grúskarar spyija helst um þýskar bækur í bókabúðum, en af þeim er lítið framboð. Þýska er almennt ekki jafn mikið lesin og norræn tungumál. Mest er sala hvers kyns léttmetis. Þýskir ferða- menn eru helstu kaupendur þýskra bóka hér á landi, að sögn Jónfinns. Skáldsögur í kiljum eru sem fyrr segir áberandi á Þýskum bókadögum. Töfrafjallið eftir Thomas Mann fæst fyrir 1.875 kr. , Mefistó Klaus Manns 1.150 kr., skáldsögur Heinrichs Manns á 1.495 kr. stykkið, bækur Christu Wolf 1.295 kr. stykkið, Blikktromma Gúnters Grass fyrir 1.535 kr., þýsk bókmenntasaga í tveimur bindum 2.460 á bók og skáldsaga eftir Sten Nadony 1.295 kr. Sama verð er á sérkennilegri sögu Patricks Súskinds, Die Geschicte von Herrn Sommer með litmyndum eftir Sempe. Kostur er á skáldsögum eftir jafn vin- sæla höfunda og Stefan Zweig, Erich Maria Rem- arque og Carl Zuckmayer fyrir rúmlega þúsund krónur. Listaverkabækur, innbundnar og með íjölda litmynda, eru á bilinu 2.000-6.000 kr. Veglegt sagnfræðirit mikið myndskreytt eins og Chronik der Deutschen (eins konar Aldir) kostar 2.995 kr. Uppsláttarrit í nokkrum h bindum geta kostað um 6.000 kr. Níu binda * verk um Þýska bankann má fá á 9.850 kr. | og virðist upplagt fyrir Seðlabankann sé það ekki þar fyrir. Ævisögur stjórnmálamanna, til að mynda Genschers, Kohls og Brandts eru á viðráðanlegu verði. Ný bók um Albert Speer eftir breska blaðamanninn Gittu Serony kostar 4.195 kr., en það tók hana tólf ár að setja saman þessa 900 bls. bók um arkitekt og vígbúnaðarráðherra Hitlers sem alltaf virðist spennandi eins og fleira frá nasistatím- p unum. Námsbækur og orðabækur eru á boðstólum . og geisladiskur sem inniheldur orðasafn. * Nýja þýska réttritunarbókin er til og er seld á 2.560 kr. Bókadagar gefa góða raun Danskir, grænlenskir og bandarískir bóka- dagar hafa verið áður hjá Eymundsson og gefið góða raun. Ætlunin er að halda bóka- dögum áfram og kemur þá röðin að öðrum L löndum. Eigi að finna að vali bókanna á Þýsku | bókadögunum er það helst að eldri samtíma- k höfundar tijóni þar á kostnað yngri höfunda. 9 Einnig er það galli að engar ljóðabækur eru frá landi Gottfrieds Benns, Hans Magnus Enzensbergers, Reiners Kunze og Sarah Kirsch. Það hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni að léttmeti selst best í bókabúðum hérlendis og erlendii' höfundar vandaðra bókmennta komast með naumindum inn fyrir þröskulda t bókabúðanna hér. Erlendir bókadagar geta vissulega haft áhrif á að menn fari nú að lesa annað en afþreyingu þótt sjálfsagt sé | að hafa hana tiltæka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.