Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Annað svið sýnir Svaninn NÚ ERU hafnar æfingar hjá leikfélaginu Annað svið á leik- ritinu Svaninum eftir banda- ríska leikritaskáldið Elísabetu Egloff. Leiksljóri Svansins er Kevin Kuhlke, aðalleiðbeinandi Ex- perimental Theater Wing við New York háskóla. Kevin leik- stýrði Sjúk í ást, eftir Sam Sherpard, sem Annað svið setti upp fyrir fáeinum árum. Leikkonan María Ellingsen er einn af stofnendum leikfé- lagsins Annað svið. Hún er í hlutverki Dóru hjúkrunarkonu, Björn Ingi Hilmarsson leikur Kevin mjólkurpóst og Ingvar E. Sigurðsson er Svanurinn. „Þetta er í senn skemmtilegt og svolítið dulúðugt verk sem hefst þegar Svanurinn flýgur inn um gluggann á heimili Dóru Grísk veisla í NÚ í haust verður tekin upp sú nýbreytni að hafa leiksýningar í Hafnarborg. Hér er um að raeða dagskrá sem flutt var í Kaffileik- húsinu á síðasta vetri, flutning á söngvum og ljóðum Mikis Þeodor- akis, eins ástsælasta skálds Grikkja. Að dagskránni stendur Zorba- hópurinn, en hann skipa Sif Ragn- hildardóttir söngkona sem syngur ijóð Þeodorakis á íslensku og á grísku, Sigurður A. Magnússon rit- höfundur sem kynnir skáldið, verk þess og litríkan æviferil, Eyrún Ólafsdóttir kórstjóri Táknmálskórs- ins túlkar og syngur á táknmáli bæði söng og texta í dagskránni, Þórður Árnason leikur á gítar og MYNPLIST Kjarvalsstaðir MÁLVERK OG HÖGG- MYNDIR Roberto Sebastian Matta Echaurren. Opið kl. 10-18 alla daga til 20. októ- ber. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar); sýningarskrá kr. 3.500. ÞAÐ er ekki oft sem sýningar réttnefndra örlagavalda listasög- unnar rata til íslands, en þó gerist það stöku sinnum. Nú stendur ein slík yfir í vestur- hluta Kjarvalsstaða. Þeir sem þekkja til verka Matta og fara á þessa sýningu til að sjá kunn verk úr listasögu fimmta og sjötta ára- tugarins grípa að vísu í tómt, en ættu engu að síður að kannast við sig og finna fyrir kjamanum. Á veggjum blasa við kvikir mynd- heimar þrautreynds listamanns, sem virðist átakalítið laða fram dularfull myndsvið sem byggja á margvíslegum litasprengjum, þar sem mekanískar en oft flöktandi fígúrur leiða áhorfandann sér við hönd. Þetta eru rökrétt verk fyrir Matta, skilgetnir afkomendur þeirra listaverka sem skipuðu hon- um í framvarðasveit vestrænnar listar um miðja öldina. En hver er þessi listamaður, sem á níræðis- aldri er enn að vinna af slíkum krafti? Matta fæddist af baskneskum ættum í Chile árið 1911, og lærði í fyrstu arkitektúr. Á ferð um Spán hitti hann rithöfundinn Garcia Lorca, sem ritaði fyrir hann bréf til Salvador Dali. Honum kynntist Matta síðan þegar hann kom til Parísar árið 1934 til að starfa á teiknistofu hins fræga Le Corbusi- er. í gegnum Dali öðlaðist Matta innsýn í stefnu súrrealistanna og kynntist fleirum úr þeim hópi, m.a. André Breton, sem varð til þess að þáttaskil urðu í lífi hans og hann ákvað að verða listmálari og LISTIR Morgunblaðið/Þorkell INGVAR E. Sigurðsson, Mar- ía Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson. hjúkrunarkonu í Nebraska. Hún hættir að vinna til að geta hjúkrað honum og það veldur Kevin mjólkurpósti, viðhaldinu hennar, nokkrum áhyggjum, ekki síst þegar Svanurinn fellir haminn og breytist í karlmann sem talar í bundnu máli,“ segir í kynningu. Svanurinn verður frumsýnd- ur á litla sviði Borgarleikhúss- ins 19. október nk. Hafnarborg gríska hljóðfærið bouzouki og píanóleikari er Jóhann Kristinsson. Leikstjóri dagskrárinnar er Þórunn Sigurðardóttir, en rithöfundurinn Kristján Ámacn" akis úr grísku. Fyrir hveija sýningu mun Jóhann Sigurðsson ‘ matreiðslumeistari bjóða upp á gríska máltíð í Kaffi- borg, kaffistofu Hafnborgar, þar fá gestir að gæða sér á grískum mat. Einnig verða seldar veitingar í hléi og að sýningu lokinni. Fyrstu sýningar verða föstudag- inn 4. október og laugardaginn 5. október. Máltíðin hefst kl. 18.30 en dagskráin sjálf kl. 20.30. Miðar eru seldir í Hafnarborg og þá má panta í síma. Óhefðbundin kynning Bokmenntir Smásögur LAMBIÐ OG AÐRAR SÖG- UR eftir José Jiménez Lozano. Jón Thoroddsen og Kristín G. Jónsdótt- ir þýddu. Prentun Oddi. Mál og menning 1996 - 123 síður. ÞAÐ er ekki oft sem spænskar bækur eftir höfunda sem eru nær óþekktir utan Spánar koma út í öðrum löndum. Þetta hefur þó gerst hér heima með útgáfu smá- sagna José Jiménez Lozano (f. 1930), Lambið og aðrar sögur. Sögunum fylgir greinargóður eft- irmáli þýðendanna, Jóns Thor- oddsens og Kristínar G. Jónsdótt- ur. Jiménez Lozano er sérkennileg- ur höfundur ekki síst vegna þess efnis sem hann velur sér. Saga og trúmál eru honum sífellt um- hugsunar- og söguefni og hann leitast við að skoða þau af óvænt- um sjónarhóli. Myrkraverk í nafni trúarinnar, hræsni og refsigleði fanga huga hans. Honum lætur .A au syna litilmagna gagnvart valdi og forheimskun fjöldans. Hann er dæmigerður ádeilumaður en gætir þess að listræn tök ráði ferðinni. Mikið efni í takmörkuðu formi Smásögur Jiménez Lozano eru yfírleitt stuttar, sumar varla meira en örsögur. En honum tekst að koma miklu efni fyrir í takmörk- uðu formi. Af honum má læra hvað þetta varðar. Sumar sagn- anna verða minnisstæðar, en margar þeirra falla undir alkunnar skil- greiningar á vinnu- brögðum raunsæis- höfunda. Það gerir þær hvorki betri né verri. Bestur er Jiménez Lozano að mínu mati þegar hann bregður upp myndum, oft lið- ins tíma, og lætur le- sandann um að túlka þær. Þetta gildir til dæmis um fyrstu sög- una í bókinni, Líkþráa málarann, einnig sög- ur eins og Hvað segir litli gyðingurinn?, Dauða dvergsins, Hálskuldann og Fylgdarmanninn. Land sakleysisins ófundið Titilsagan Lambið er í senn hugljúf saga og óhugnanleg. Son- ur slátrara getur ekki vanist eða sætt sig við siátrun lambs og þeg- ar hann fer fullorðinn að leita Iands þar sem hvorki þekkjast krossfestingar né slátrun finnur hann hvergi þetta land sakleysis- ins. Lýsing drengsins er nærfærn- isleg. Oðru máli gegnir um manninn sem er sögupersóna Líkþráa mál- arans. Hann er talinn líkþrár og flæmdur burt vegna mynda sem hann málar af blæðandi Kristi og dauðanum með líkkistu undir arm- inum. Biskup og læknar bera Ijúg- vitni til að losa borgina við þennan óæskilega mann. Hann hefnir sín með því að ganga í flokk hinna fordæmdu og snýr aftur líkþrár. Biskupinn heldur í fávisku sinni að málaranum hafi snúist hugur og hann ætli að mála eins og fólkið og kirkjan hafa velþóknun á og fagnar honum innilega. Grikkinn er beisk saga um Lasarus sem I henni leikur stórt hlutverk við krossfest- ingu Krists og up- prisu. Þetta er ein af þeim sögum Jiménez Lozano þar sem hann túlkar guðspjöllin út frá eigin hugmyndum og fer mjög fijálslega með þau. Yfirlýstur tilgangur hans er að birta átök kristninnar. Jón Thoroddsen og Kristín G. Jónsdóttir hafa valið sögurnar úr þremur smásagnasöfnum; Maí- dýrlingnum (1976), Rauða maí- skorninu (1988) og Frásögnunum miklu (1991). Úrvalið verður með þessu móti nokkuð breitt. Jiménez Lozano er í trúarlegum og sögulegum viðfangsefnum sín- um á köflum snúinn og þegar honum sýnist svo notar hann mál- lýskur og orðalag sem er ekki al- veg í takt við samtíma kastilísku. Það kemur mér þó á óvart að þýðendurnir skuli velja þá leið að fyrna sögur sem eru í formi bréfa og að sögn þeirra_„tímalausari“ í stíl en hjá þeim. Á stöku stað er viss stirðleiki í þýðingu þeirra, en yfirleitt hefur vel tekist til og bók- in er gleðilegur vottur um óhefð- bundna kynningu erlendra sam- tímabókmennta. Jóhann Hjálmarsson José Jiménez Lozano EITT AF verkum Roberto Matta. Morgunbiaðið/Þorkeii MEISTARIMATTA ganga í hóp súrrealista 1938. Þar var hann nánast sem ferskur andb- lær, og einkum var það hin svo- nefnda „sjálfvirkni“ í myndum hans sem hreif Breton og fleiri. Á árum síðari heimsstyrjaldar- innar dvaldi Matta í New York ásamt stórum hópi landflótta Iista- manna frá Evrópu, og hafði þá umtalsverð áhrif á þroska fjölda bandarískra listamanna. Má þar t.d. nefna Arshile Gorky og Jack- son Pollock, sem báðir unnu mikið með „sjálfvirkum“ hætti á hátindi síns ferils í afstrakt-expressionis- manum. Matta tengdist íslenskri lista- sögu einnig með beinum hætti þegar Erró kynntist honum 1957, en Erró hefur sagt að kynnin við Matta hafi í raun bjargað sér frá því að fara út í afstraktlist. Sá súrrealíski heimur vélvæðingar- innar og mannlegrar grimmdar sem var undirstaðan í myndverk- um Matta varð ef til vill ein helsta kveikjan að því hvert Erró stefndi með list sinni í kringum 1960 og í kjölfarið. Hálfníræður vinnur Matta enn af fullum krafti að sinni listsköp- un, og verkin á sýningunni eru flest frá allra síðustu árum. Hið fyrsta sem sýningargestir taka eftir er rýmið í verkunum, en bak- grunnurinn virðist fljóta á yfír- borði strigans fremur en að fest- ast við hann, og vera gagnsær fremur en heill; litaskvettur, hrað- virk pensilskrift og jafnvel skóför verða hinir virku þættir í þeirri mynd sem listamaðurinn dregur upp. Hver mynd er aldrei flóknari en hún þarf að vera; litlar pastel- og vatnslitamyndir eru ekki síður áhrifaríkar en stærri olíumálverk eða forneskjulegar bronsstyttur, sem gætu þó ekki síður verið geim- verur næsta tilverusviðs en stíl- færðar ímyndir mannsins í öllum sínum fjölbreytileika. Flokkum verka er skipt upp í sýningarsalnum, þannig að hver heild verður markviss og skýr. Málverk unnin á dökkum grunni, rauðum og bláum skapa skemmti- legt mótvægi við stærri fleti, en þungamiðja sýningarinnar hlýtur að teljast í miðrýminu, þar sem sjö stór málverk skapa sterka og ágenga heild. Hér eru líka aðalatr- iði tilverunnar undir, sé litið til titla eins og „Innsti kjarni“, „Al- heimslöngun“, „Fullnæging al- heimsins" og „Bygging meðvit- undarinnar". Risaflöturinn „En hvað skógurinn er óflekkaður“ er síðan heill heimur út af fyrir sig, þar sem listamaðurinn vissulega tengist málefni dagsins, umhverf- isvernd. Vesturgangurinn er einnig hluti þessarar sýningar, og þar verða kostuleg bronsdýr Matta til að létta mönnum skap. Málverkið „Sjálfsmynd, Venus frá Willend- orf“ sem er málað á þessu ári, er loks eins og tvíræður lykill að allri þeirri listsköpun, sem hér ber fyr- ir augu; öll myndlist kann að vera sprottin af þessari litlu styttu sem er eitt elsta þekkta listaverk sög- unnar, um leið og hver listamaður er ætíð í stöðu Venusar, konunnar sem elur af sér allt líf, menningu og listir. Sýningunni fylgir stór og mikil sýningarskrá, þar sem textinn er á ítölsku; íslenskar þýðingar fylgja með, og er þar skemmtilega geng- ið að listamanninum. Aðalkostur- inn er hins vegar góðar litprentan- ir, sem ná til mun fleiri verka en hér eru sýnd; ríkidæmi listsköpun- ar Matta síðustu áratugina kemur þannig vel fram. Um þessa sýningu ætti í raun ekki að þurfa að hafa mörg orð; hér er á ferð einn af meisturum aldarinnar, og því ætti enginn list- unnandi að láta hjá líða að njóta Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.