Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 43

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR Fornar forvarnir Maharishi Í ALLRI umræð- unni um forvarnir og framkvæmd þeirra virðist sem lítið hafi verið gert af sam- anburði á árangri þeirra aðferða sem eiga að leiða til aukins heilbrigðis. Slíkur samanburður er þó bæði eðlilegur og nauðsynlegur byijun- arreitur þar sem hægt væri að spara miklar þjáningar og fjármuni með áhrifaríkum for- vörnum. Eftirfarandi yfirlit yfir áhrif TM- hugleiðslu á heilbrigði Ieiðir í ljós að áherslur í heilbrigðis- málum og forvörnum þarfnast end- urskoðunar. Einfaldleiki og árangur TM-hugleiðsla (innhverf íhugun) kemur frá ævafornri þekkingu Veda en er sett fram á okkar tím- um af Maharishi Mahesh Yogi. Iðk- un hennar felur ekki í sér breyting- ar á lífsvenjum, lífsskoðunum eða trú. Aðferðin er einföld og auðlærð og getur hver sem er tileinkað sér hana á fjögurra daga námskeiði sem tekur um 90 mínútur á dag. Við iðkun TM-hugleiðslu leitar at- hygli hugans áreynslulaust að upp- haflegri stigum hugsana uns hún fer handan við fíngerðasta stig þeirra. Iðkandinn er þá vakandi en í afar djúpri kyrrð. Tæknin er kennd á kerfisbundinn hátt í nær öllum ríkjum heims og hafa um íjórar milljónir manna lært hana síðastliðin 40 ár. Hún hefur verið rannsökuð meira en nokkur önnur þroskaleið og hafa birst um 350 rannsóknir í um 100 vísindatímarit- um síðastliðin 25 ár. Betri heilsa - minni kostnaður Niðurstöður rannsókna frá Bandaríkjunum og Kanada sýna mikinn mun á fjölda sjúkrahúsdaga og kostnaði hjá iðkendum TM-hug- leiðslu borið saman við þá sem ekki iðka. Skýrslur frá Bandarísku tryggingafélagi (1) sýna 50-60% færri sjúrahúsdaga hjá iðkendum TM-hugleiðslu að meðaltali yfir alla flokka sjúkdóma en þar af 87% færri vegna hjartasjúkdóma og 55% færri vegna krabbameins. Kanadíska rannsóknin (2) skoðaði einstaklinga fyrir og eftir að þeir lærðu TM-hugleiðslu og bar saman kostnað heilbrigðiskerfisins fyrir og eftir. Niðurstaðan var um 7% lækkun á heilbrigðiskostnaði á ári að meðaltali eftir námskeið í TM- hugleiðslu. Ef heildarhópnum var skipt niður í þrennt og sá 1/3 hluti skoðaður sem kostaði heilbrigði- skerfið mest þá nam minnkun kostnaðar um 18% á ári sem sam- svarar 54% á þremur árum. Minnk- un kostnaðar var enn meiri í hópi eldri borgara. Niðurstöður sýndu jafnframt að breytingar á útgjöld- um voru ekki tölfræðilega mark- tækar áður en einstaklingur lærði TM-hugleiðslu þ.e. ekki kom í ljós nein marktæk minnk- un á kostnaði fyrr en eftir námskeið í tækn- inni. Rannsókn á sjúkra- skýrslum tryggingafé- lags í Iowa í Banda- ríkjunum tók skýrslur um iðkendur TM-hug- leiðslu sem notuðu fleiri aðferðir Maharis- hi Ayurveda og bar saman við aðra íbúa Iowa sem tryggðu hjá sama tryggingafélagi. Maharishi Ayurveda byggir á elstu náttúru- lækningahefð mann- kyns og kennir alhliða heilsuvernd. Maharishi Ayurveda hópurinn átti um 86% færrri sjúkrahúsdaga. (3) Streita-oxun-sjúkdómar Sá árangur sem lesa má út úr ofangreindum niðurstöðum skýrist enn þegar eftirfarandi atriði eru höfð í huga. TM-hugleiðsla er, að mati Guðjóns B. Kristjánssonar, hentug á sumum svið- um heilbrigðismála. Streita hefur lengi verið talin stór áhættuþáttur sjúkdóma þó svo að ferlið frá huglægu ástandi streitu yfir í sjúkdóma hafi ekki verið ljóst fyrr en m.a. með tilkomu þekkingarinnar um oxun. Oxun veldur efnafræðilegri eyðileggingu líkamans og er talin vera grunnor- sök um 85% krónískra sjúkdóma og allra einkenna ellihrömunar. í dag er t.d. vel þekkt hvernig oxun leiðir til hjartasjúkdóma og krabba- meins. Streita er í dag talin ein af höfuðorsökum of mikillar oxunar sem beinir sjónum að aðferðum til að minnka streitu. Minni streita og kvíði Tölfræðileg yfirlitsrannsókn (Meta-analysis) skoðaði heildarút- komu 146 sjálfstæðra rannsókna og bar saman árangur flest allra slökunar- og hugleiðsluaðferða við að minnka streitu og kvíða. Rann- sóknin, sem gerð var við Stanford háskóla, sýndi að TM-hugleiðsla skilaði tvisvar til þrisvar sinnum meiri árangri en aðrar slökunar og hugleiðsluaðferðir.(4) Minni streita kemur glöggt fram í auknu andlegu atgervi iðkenda, betri heilsu og færri félagslegum vandamálum. Áðurnefndur árangur TM-hug- leiðslu næst ekki með því að reyna að stjórna streituvöldum, draga úr þeim eða yfirleitt nokkrum tilraun- um til viðhorfsbreytinga einstakl- ingsins heldur eingöngu með afar djúpri og sérstakri hvíld. Rann- sóknir hafa jafnframt leitt í ljós að viðbragðsflýtir eykst eftir 20 mín. iðkun TM-hugleiðslu en minnkar aftur á móti eftir iðkun slökunar. Fjölmargar rannsóknir sýna mun meiri árangur TM-hug- leiðslu en slökunar og ýmissa hug- leiðsluaðferða t.d. þegar skoðuð eru langtímaáhrif á heilsu sem sýnir að TM-hugleiðsla getur ekki flokk- ast sem slökun og er frábrugðin öðrum hugleiðsluaðferðum. Lægri blóðþrýstingur Hypertension, sem er vísindarit Bandarísku hjartaverndarsamtak- anna birtir rannsókn í nóv. hefti 1995 sem skoðar áhrif mismunandi meðferða á of háan blóðþrýsting. 127 einstaklingum á aldrinum 55-85 ára var skipt niður í þijá hópa á tilviljanakenndan hátt. Hópi nr. 1 var kennd TM-hugleiðsla, nr. 2 slökun (PRM) og sá þriðji fylgdi hefðbundnum ráðleggingum lækna um breytt lífsmynstur þ.e. aukna hreyfingu og hollara mataræði. Hópurinn sam stundaði TM-hug- leiðslu sýndi um 7 sinnum meiri lækkun blóðþrýstings en hópur nr. 3 og um tvisvar sinnum meiri árangur en slökunarhópurinn. Þá reyndist TM-hugleiðsla jafn áhri- farík og hefðbundin lyfjagjöf. TM- hugleiðsla er náttúruleg aðferð án nokkurra aukaverkana og virkar sem alhliða þroskaleið og heilsu- bót. Blóðþrýstingslyf hafa aftur á móti ýmsar óþægilegar aukaverk- anir. Hagkvæmur kostur Þegar haft er í huga hversu auðvelt er að læra og stunda tækn- ina og hvað hún skilar afgerandi árangri þá ætti hún að vera afar hagkvæmur kostur á mörgum svið- um heilbrigðismála. Enda er breska heilbrigðiskerfið byijað að greiða að fullu fyrir námskeið í TM-hug- leiðslu gegn framvísun lyfseðils frá lækni og fáein önnur ríki greiða námskeið að hluta. Hægt er að nálgast nær allar rannsóknir á TM-hugleiðslu á Bókasafni Land- læknis og hjá TM-kennslumiðstöð- inni. Hcimildir: 1) Psychosomatic Medicine, 1978, 49: 493-507 2) Dissertation Abstracts International, 1993, 53/12-A 3) Journal of the Iowa Academy of Sci- ence 95 (1988): A56 (Abstract) 4) Journal of Clinical Psychology, Nóv. 1989 Vol. 45, no. 6. Höfundur er kennari í TM-hugleiðslu. ÞAK-0G VEGGKLÆONINGAR ÍSYr\L-£ÍOf(Gr\ EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Guðjón B. Kristjánsson BIODROGA snyrtivörur ——2T BARNAFATAEFNI nýkomin í miklu úrvali. flý lína af barnasniðum. ^VIRKA Mörkin 3, sítni 568 7477 Opió mánud.-ffistud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. Boxer-nærbuxur f J Áður: 1990, 1990, Frotté-sloppar «»990,* N"499. 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499 uu|uim>rpun0fs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.