Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR Fornar forvarnir Maharishi Í ALLRI umræð- unni um forvarnir og framkvæmd þeirra virðist sem lítið hafi verið gert af sam- anburði á árangri þeirra aðferða sem eiga að leiða til aukins heilbrigðis. Slíkur samanburður er þó bæði eðlilegur og nauðsynlegur byijun- arreitur þar sem hægt væri að spara miklar þjáningar og fjármuni með áhrifaríkum for- vörnum. Eftirfarandi yfirlit yfir áhrif TM- hugleiðslu á heilbrigði Ieiðir í ljós að áherslur í heilbrigðis- málum og forvörnum þarfnast end- urskoðunar. Einfaldleiki og árangur TM-hugleiðsla (innhverf íhugun) kemur frá ævafornri þekkingu Veda en er sett fram á okkar tím- um af Maharishi Mahesh Yogi. Iðk- un hennar felur ekki í sér breyting- ar á lífsvenjum, lífsskoðunum eða trú. Aðferðin er einföld og auðlærð og getur hver sem er tileinkað sér hana á fjögurra daga námskeiði sem tekur um 90 mínútur á dag. Við iðkun TM-hugleiðslu leitar at- hygli hugans áreynslulaust að upp- haflegri stigum hugsana uns hún fer handan við fíngerðasta stig þeirra. Iðkandinn er þá vakandi en í afar djúpri kyrrð. Tæknin er kennd á kerfisbundinn hátt í nær öllum ríkjum heims og hafa um íjórar milljónir manna lært hana síðastliðin 40 ár. Hún hefur verið rannsökuð meira en nokkur önnur þroskaleið og hafa birst um 350 rannsóknir í um 100 vísindatímarit- um síðastliðin 25 ár. Betri heilsa - minni kostnaður Niðurstöður rannsókna frá Bandaríkjunum og Kanada sýna mikinn mun á fjölda sjúkrahúsdaga og kostnaði hjá iðkendum TM-hug- leiðslu borið saman við þá sem ekki iðka. Skýrslur frá Bandarísku tryggingafélagi (1) sýna 50-60% færri sjúrahúsdaga hjá iðkendum TM-hugleiðslu að meðaltali yfir alla flokka sjúkdóma en þar af 87% færri vegna hjartasjúkdóma og 55% færri vegna krabbameins. Kanadíska rannsóknin (2) skoðaði einstaklinga fyrir og eftir að þeir lærðu TM-hugleiðslu og bar saman kostnað heilbrigðiskerfisins fyrir og eftir. Niðurstaðan var um 7% lækkun á heilbrigðiskostnaði á ári að meðaltali eftir námskeið í TM- hugleiðslu. Ef heildarhópnum var skipt niður í þrennt og sá 1/3 hluti skoðaður sem kostaði heilbrigði- skerfið mest þá nam minnkun kostnaðar um 18% á ári sem sam- svarar 54% á þremur árum. Minnk- un kostnaðar var enn meiri í hópi eldri borgara. Niðurstöður sýndu jafnframt að breytingar á útgjöld- um voru ekki tölfræðilega mark- tækar áður en einstaklingur lærði TM-hugleiðslu þ.e. ekki kom í ljós nein marktæk minnk- un á kostnaði fyrr en eftir námskeið í tækn- inni. Rannsókn á sjúkra- skýrslum tryggingafé- lags í Iowa í Banda- ríkjunum tók skýrslur um iðkendur TM-hug- leiðslu sem notuðu fleiri aðferðir Maharis- hi Ayurveda og bar saman við aðra íbúa Iowa sem tryggðu hjá sama tryggingafélagi. Maharishi Ayurveda byggir á elstu náttúru- lækningahefð mann- kyns og kennir alhliða heilsuvernd. Maharishi Ayurveda hópurinn átti um 86% færrri sjúkrahúsdaga. (3) Streita-oxun-sjúkdómar Sá árangur sem lesa má út úr ofangreindum niðurstöðum skýrist enn þegar eftirfarandi atriði eru höfð í huga. TM-hugleiðsla er, að mati Guðjóns B. Kristjánssonar, hentug á sumum svið- um heilbrigðismála. Streita hefur lengi verið talin stór áhættuþáttur sjúkdóma þó svo að ferlið frá huglægu ástandi streitu yfir í sjúkdóma hafi ekki verið ljóst fyrr en m.a. með tilkomu þekkingarinnar um oxun. Oxun veldur efnafræðilegri eyðileggingu líkamans og er talin vera grunnor- sök um 85% krónískra sjúkdóma og allra einkenna ellihrömunar. í dag er t.d. vel þekkt hvernig oxun leiðir til hjartasjúkdóma og krabba- meins. Streita er í dag talin ein af höfuðorsökum of mikillar oxunar sem beinir sjónum að aðferðum til að minnka streitu. Minni streita og kvíði Tölfræðileg yfirlitsrannsókn (Meta-analysis) skoðaði heildarút- komu 146 sjálfstæðra rannsókna og bar saman árangur flest allra slökunar- og hugleiðsluaðferða við að minnka streitu og kvíða. Rann- sóknin, sem gerð var við Stanford háskóla, sýndi að TM-hugleiðsla skilaði tvisvar til þrisvar sinnum meiri árangri en aðrar slökunar og hugleiðsluaðferðir.(4) Minni streita kemur glöggt fram í auknu andlegu atgervi iðkenda, betri heilsu og færri félagslegum vandamálum. Áðurnefndur árangur TM-hug- leiðslu næst ekki með því að reyna að stjórna streituvöldum, draga úr þeim eða yfirleitt nokkrum tilraun- um til viðhorfsbreytinga einstakl- ingsins heldur eingöngu með afar djúpri og sérstakri hvíld. Rann- sóknir hafa jafnframt leitt í ljós að viðbragðsflýtir eykst eftir 20 mín. iðkun TM-hugleiðslu en minnkar aftur á móti eftir iðkun slökunar. Fjölmargar rannsóknir sýna mun meiri árangur TM-hug- leiðslu en slökunar og ýmissa hug- leiðsluaðferða t.d. þegar skoðuð eru langtímaáhrif á heilsu sem sýnir að TM-hugleiðsla getur ekki flokk- ast sem slökun og er frábrugðin öðrum hugleiðsluaðferðum. Lægri blóðþrýstingur Hypertension, sem er vísindarit Bandarísku hjartaverndarsamtak- anna birtir rannsókn í nóv. hefti 1995 sem skoðar áhrif mismunandi meðferða á of háan blóðþrýsting. 127 einstaklingum á aldrinum 55-85 ára var skipt niður í þijá hópa á tilviljanakenndan hátt. Hópi nr. 1 var kennd TM-hugleiðsla, nr. 2 slökun (PRM) og sá þriðji fylgdi hefðbundnum ráðleggingum lækna um breytt lífsmynstur þ.e. aukna hreyfingu og hollara mataræði. Hópurinn sam stundaði TM-hug- leiðslu sýndi um 7 sinnum meiri lækkun blóðþrýstings en hópur nr. 3 og um tvisvar sinnum meiri árangur en slökunarhópurinn. Þá reyndist TM-hugleiðsla jafn áhri- farík og hefðbundin lyfjagjöf. TM- hugleiðsla er náttúruleg aðferð án nokkurra aukaverkana og virkar sem alhliða þroskaleið og heilsu- bót. Blóðþrýstingslyf hafa aftur á móti ýmsar óþægilegar aukaverk- anir. Hagkvæmur kostur Þegar haft er í huga hversu auðvelt er að læra og stunda tækn- ina og hvað hún skilar afgerandi árangri þá ætti hún að vera afar hagkvæmur kostur á mörgum svið- um heilbrigðismála. Enda er breska heilbrigðiskerfið byijað að greiða að fullu fyrir námskeið í TM-hug- leiðslu gegn framvísun lyfseðils frá lækni og fáein önnur ríki greiða námskeið að hluta. Hægt er að nálgast nær allar rannsóknir á TM-hugleiðslu á Bókasafni Land- læknis og hjá TM-kennslumiðstöð- inni. Hcimildir: 1) Psychosomatic Medicine, 1978, 49: 493-507 2) Dissertation Abstracts International, 1993, 53/12-A 3) Journal of the Iowa Academy of Sci- ence 95 (1988): A56 (Abstract) 4) Journal of Clinical Psychology, Nóv. 1989 Vol. 45, no. 6. Höfundur er kennari í TM-hugleiðslu. ÞAK-0G VEGGKLÆONINGAR ÍSYr\L-£ÍOf(Gr\ EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Guðjón B. Kristjánsson BIODROGA snyrtivörur ——2T BARNAFATAEFNI nýkomin í miklu úrvali. flý lína af barnasniðum. ^VIRKA Mörkin 3, sítni 568 7477 Opió mánud.-ffistud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. Boxer-nærbuxur f J Áður: 1990, 1990, Frotté-sloppar «»990,* N"499. 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499 uu|uim>rpun0fs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.