Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 45 „Valfrjálst“ tilvísanakerfi í heilbrigðisþj ónustunni í BYRJUN júlímán- aðar sl. kynnti heil- brigðisráðuneytið stefnuyfirlýsingu sína um „aðgerðir til að efla heilsugæslu og hafa áhrif á verka- skiptingu í heilbrigðis- þjónustu". Ljóst er að stefnuyfirlýsing þessi tengist uppsögnum heilsugæslulækna fyrr á árinu og er hluti af samkomulagi þeirra og ráðuneytisins. Ekk- ert samráð var haft við aðra lækna en þá Ólafur F. sem starfa á heilsu- Magnússon gæslustöðvum í eigu ríkisins. í frétt Morgunblaðsins þann 9. júlí sl. er greint frá áðurnefndu samkomulagi „um breytta skipan heilsugæslu". Þar er jafnframt greint frá að tekið verði upp „val- frjálst stýrikerfi" og að ókeypis verði hjá heilsugæslulæknum og afsláttur hjá sérfræðingum fyrir þá skattgreiðendur sem samþykkja „að greiða upphæð á milli t.d. 1500 og 2000 krónur". Við lestur á stefnuyfirlýsingu ráðuneytisins kemur í ljós að með því að kjósa hið „valfrjálsa stýrikerfi“ eru ein- staklingar í raun að undirgangast tilvísanakerfi sem felur í sér veru- lega takmörkun á aðgengi að sér- fræðiþjónustu lækna frá því sem nú er. Þó að ýmislegt jákvætt megi finna í áðurnefndri stefnuyfirlýs- ingu er þar einnig margt að finna sem er afar gagnrýnivert. Hér á eftir er ætlunin að koma á fram- færi nokkrum athugasemdum við stefnuyfirlýsinguna og það „val- ftjálsa stýrikerfi", sem hún boðar. Hæpnar staðhæfingar í inngangi áðurnefndrar stefnu- yfirlýsingar eru settar fram hæpn- ar staðhæfingar. Þar er m.a. að fínna svohljóðandi setningu: „Svo langt er gengið að fullyrt er að heilbrigðisyfirvöld séu með af- skiptaleysi sínu að leggja heilsu- gæslukerfið og þar með heilbrigði- skerfíð allt í rúst.“ Þó að víða sé úrbóta þörf í heilsugæslu lands- manna fær áðurnefnd fullyrðing ekki staðist. Einnig hefur því verið haldið fram í umræðu um tillögurn- ar, að heilsugæsla í Reykjavík og nágrenni sé lakari en á landsbyggð- inni. Slíkar staðhæfingar eru fjarri sanni. íbúar höfuðborgarsvæðisins búa við miklu meira öryggi í heil- brigðismálum en íbúar landsbyggð- arinnar. Þeir fyrrnefndu eiga flest- ir greiðan aðgang að heimilis- lækna- og sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa og við innlögn á sjúkra- hús þurfa íbúar höfuðborgarsvæð- isins ekki að undirgangast langar og jafnvel hættulegar ferðir, eins og gildir um dreifbýlisfólkið. Sjálfsagt er að efla frumheilsu- gæslu og heilsuvernd á höfuðborg- arsvæðinu, en það þýðir ekki að skerða þurfí aðgang fólks að sér- hæfðri læknisþjónustu með skömmtunar- og miðstýringarað- gerðum. Kostnaðarstýring til frum- heilsugæslunnar er þegar fyrir hendi og góð frumheilsugæsla þarf ekki á verndandi einokunarstöðu að halda gagnvart annarri læknis- þjónustu. í áðurnefndum inngangsorðum stefnuyfirlýsingar ráðuneytisins má einnig lesa eftirfarandi: „Astandið er talið verst í Reykjavík þar sem sjálfstæð starfsemi sér- fræðinga er talin ógna uppbygg- ingu heilsugæslunnar og taka frá henni verkefni." Haldið er fram, að „sérfræðingar fari gjarnan inn á verksvið heilsugæsl- unnar“. Vafalítið má fínna allmörg dæmi um það. Hitt er þó öllu mikilvægara að m.a. vegna góðrar og að- gengilegrar þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna utan sjúkrahúsa geta heim- ilislæknar á höfuð- borgarsvæðinu með skjótum hætti fengið rétta sjúkdómsgrein- ingu og viðeigandi meðferð fyrir skjól- stæðinga sína, án inn- lagnar á sjúkrahús. Þetta sparar samfélag- inu mikla fjármuni og sjúklingum óþarfar þjáningar! Erlendar fyrirmyndir óþarfar í umræðu um hið væntanlega „valfijálsa stýrikerfi" hefur komið fram að fyrirmynd þessa kerfís sé komin frá Danmörku. Það er skoð- un mín að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa sé mun betri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Reynsla mín af læknisstörfum í miðstýrðu heilsugæslukerfí í Sví- þjóð er sú, að Svíar ættu frekar að taka okkur sér til fyrirmyndar en öfugt. íslendingar hafa nokkra reynslu af tilvísanakerfi, en slíkt kerfí var lagt niður fyrir rúmum áratug. í byijun sl. árs hugðist þáverandi heilbrigðisráðherra, Sig- hvatur Björgvinsson, endurvekja tilvísanakerfíð. Skoðanakannanir þá staðfestu andstöðu almennings við tilvísanakerfíð. „Valfijálsa stýrikerfið" er í raun ekki annað en tilvísanakerfí með nýrri nafngift og í nýjum búningi. Það er því áhyggjuefni, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst sig fylgjandi hugmynd- inni, þrátt fyrir að síðasti lands- fundur flokksins hafi hafnað tilvís- anakerfinu. „Valfijálsa stýrikerfíð" er síst betra en tilvísanakerfí Sig- Heppilegra er að fella niður gjaldtöku á heilsu- gæslustöðvum hjá börn- um, öldruðum og öryrkjum, að mati “5 Olafs F. Magnússonar, en að koma á „val- frjálsu stýrikerfi“. hvats Björgvinssonar og virðist bæði flóknara og dýrara í fram- kvæmd. Fyrirheit um niðurgreidda þjónustu Ein ástæða þess að mörgum líst vel á „valfijálsa stýrikerfíð" við fyrstu sýn er sú að þar er að finna fyrirheit um verulegar niðurgreiðsl- ur á komugjöldum á heilsugæslu- stöðvar umfram það sem nú er. Einnig er lofað auknum afslætti hjá sérfræðingum. Þessar niður- greiðslur eru í sjálfu sér ágætar en óþarft er að tengja þær við miðstýringar- og skömmtunarkerfí á borð við „valfrjálsa stýrikerfíð“, sem að auki hefur kortaútgáfu og skriffínnsku í för með sér. í dag þarf einstaklingur, sem orðinn er 16 ára að greiða 12.000 krónur vegna læknishjálpar utan sjúkrahúsa, áður en hann fær af- sláttarkort. Fyrir börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu þarf að greiða samanlagt 6.000 krónur til að fá afsláttarkort. Þetta þýðir að fyrir hjón með fjögur börn, þar af þijú eldri en 16 ára, er útlagður kostnaður í dag, áður en allir fjölskyldumeðlim- ir fá afsláttarkort, 66.000 krónur. Þessi sama sex manna fjölskylda þarf aðeins að greiða um 10.000 krónur fyrir ókeypis aðgang að heilsugæslustöðvum og afslátt hjá sérfræðingum, ef merkt er við reit á skattframtali þar sem gengist er undir „valfijálst stýrikerfí". Hér er því um mjög miklar niðurgreiðslur að ræða umfram það sem nú er vegna kostnaðar við læknishjálp. Að mínu mati eru þessar niður- greiðslur vegna kostnaðarþátttöku sjúklinga svo háar að fólk á í raun og veru ekki annars úrkosti en að merkja í reitinn á skattframtalinu, þar sem gengist er undir „valfijálsa stýrikerfíð“. Miklu sanngjarnara og hagkvæmara væri að fella niður öll komugjöld á heilsugæslæustöðvr^ ar án þess að koma á tilvísana- kerfí. Það væri einnig heppilegra fyrir almenning. Ég hef raunar þegar lýst þeirri skoðun minni að falla beri frá „valfijálsa stýrikerf- inu“. í staðinn verði felld niður gjaldtaka á heilsugæslustöðvum hjá börnum yngri en 16 ára og einstaklingum 67 ára og eldri og öðrum lífeyrisþegum. Höfundur er sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík. f1 II lóntæknistofnun Framtíðarlausnir í umbúða- málum - Mámsstefna Nýleg tilskipun Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang er hluti af EES-samningnum. íslensk fyrirtæki og sveitarfélög þurfa að bregðast við ákvæðum tilskipunarinnar strax á næstu misserum. Námsstefnan er ætluð fyrirtækjum og sveitarfélögum sem hanna, framleiða, nota, selja, kaupa eða farga umbúðum. Fjallað verður m.a. um nýja umbúða- löggjöf, þróun umbúðamála í Evrópu og hvernig íslenskt atvinnulíf geti upp- fyllt kröfúr sem löggjöfin setur. Aðalfyrirlesarar eru Gunilla Jönson prófessor í flutnings- og umbúðatækni og Kaj Ringsberg doktor í vörustjórnun við Háskólann í Lundi. Námsstefnan er haldin í Borganúni 6, föstudaginn ll. október, kl. 08:30- 17:00. Skráning og nánari upplýsingar í síma 587 7000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.